Morgunblaðið - 07.10.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.10.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 7. OKTÓB E R 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðgerðir til að sporna við fóstureyðingum og ótímabærum þungunum 900 fóstureyð- ingar gerðar á seinasta ári Dæmt sam- eiginlega í refsimálum 7 manna SJÖ karlmenn á aldrinum 17-20 ára voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og fundnir sekir um innbrot, þjófnaði og brot á fíkniefnalögum. Mál þeirra voru tekin fyrir sameig- inlega í dómnum og var þeim gert að sæta fangelsi frá 30 dög- um til 8 mánaða, auk þess sem þeim var gert að greiða skaða- bætur. Einn drengjanna, sem er 19 ára, hlaut óskilorðsbund- inn fangelsisdóm til 7 mánaða, en fangelsisdómur hinna sex fellur niður að liðnum þremur árum frá birtingu dómsins haldi þeir almennt skilorð. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra, að ráð- ist verði í ýmsar aðgerðir til að sporna við hárri tíðni ótímabærra getnaða og fóstureyðinga. í skýrslu starfshóps sem heilbrigðis- ráðherra skipaði kemur fram að framkvæmdar voru um 900 fóstur- eyðingar hér á landi á seinasta ári og hefur fóstureyðingum fjölgað á síðustu áratugum. Hærri tíðni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum Tíðni fóstureyðinga meðal stúlkna undir 20 ára aldri er hærri hér á landi en á öðrum Norður- löndum, að sögn Ingibjargar Pálmadóttur. Hún sagði að ótíma- bærum þungunum ungra stúlkna hefði einnig fjölgað og að tíðni þeirra væri einnig hærri hér en á öðrum Norðurlöndum. í skýrslu starfshópsins kemur fram að á sama tíma og þessi þró- un hefur átt sér stað hér á landi hefur fóstureyðingum fækkað und- anfarna áratugi á öðrum Norður- löndum og einnig víðast hvar ann- ars staðar í hinum vestræna heimi. Aukin áhersla verður lögð á aukna fræðslu, m.a. meðal heil- brigðisstarfsfólks og í skólum, að sporna við fóstureyðingum og ótímabærum getnaði. „Landlækni er falið að hrinda af stað miklu fræðsluverkefni, sem snýr bæði að starfsfólki heilsu- gæslunnar og skólunum og að al- menningi. Höfðað verður til ábyrgðartilfinningar fólks og virð- ingar fyrir sjálfu sér. Það verða einnig kynntar betur þær getnað- arvarnir sem til eru og þær verða gerðar aðgengilegri," segir ráð- herra. Neyðargetnaðarvörn á markað um næstu áramót Hún segir einnig að um næstu áramót komi svokölluð neyðar- getnaðarvarnapilla á markað sem verði gerð mjög aðgengileg í heilsugæslunni, m.a. með því að hún verði ekki lyfseðilsskyld. Meðal annarra tillagna starfs- hópsins sem hrinda á í fram- kvæmd er að konur geti fengið lykkjuna á kostnaðarverði á heilsugæslustöðvum eða göngu- deildum. Hefur heilbrigðisráðu- neytið sett sér það markmið að ótímabærum þungunum ungra stúlkna, einkum 19 ára og yngri, fækki um 50% á næstu 10 árum. Jafnframt fækki fóstureyðingum verulega í náinni framtíð. y Islend- ingur til sýnis í New York VERA víkingaskipsins Islendings í New York hefur vakið mikla at- hygli. Skipverjar skiptast á um að vera um borð og taka á móti gest- um og gangandi þegar skipið er í höfn. I gær voru þau Ellen Ingva- dóttir og Herjólfur Bárðarson á vaktinni og sýndu áhugasömum gestum skipið, sögðu frá ferðum víkinganna, leiðangrinum og lífinu um borð og voru óþreytandi að svara öllum þeim spurningum sem upp komu frá fróðleiksþyrstum. Meðal þeirra sem skoðuðu skipið var hópur vinnufélaga af verkfræðiskrifstofu í borginni, þau Josc Manuel, John Accibal, Tito Lerum, Jayesh Patel og Maria Mik- olajczyk. Sú síðastnefnda er upp- runnin í Póllandi og hefur mikinn áhuga á víkingum. Öll grandskoða þau byggingarlag skipsins og spyrja tæknilegra spurninga, enda verkfræðingar. Reyndar fást þau aðallega við að hanna og byggja brýr en ekki skip - en áhuginn er ósvikinn. Hákarlinn spennandi Þegar hér er komið sögu er kominn um borð hópur skólabarna sem veit greinilega sitthvað um víkingana. Þau slá um sig með nöfnum hinna norrænu guða, spyrja áköf um allt mögulegt og fá greinargóð svör hjá Ellen. Lyktin af hákarli dregur þau að og vekur ómælda forvitni. Kennari þeirra segir hákarlinn vera þurrkaðan lax cn ljósmyndarinn leiðréttir og leiðir þau í allan sannleika um ágæti og hollustu hákarlsins. Þeg- ar blaðamaður fer að spjalla við börnin kemur í Ijós að þau eru úr agnarlitlum foreldrareknum einkaskóla í Connecticut, þar sem foreldrarnir skiptast á um að kenna þeim heima en nemendur skólans eru níu talsins, á aldrinum fjögurra til tólf ára: Isabel, Christ- ina, Jack, William, Kristopher, tveir heita Danny, Timothy og Tommy - en sá síðastnefndi er ekki nema tveggja ára. Það stend- ur ekki á svörunum þegar blaða- maður spyr hvað þau viti um vík- ingana: „Þeir voru svalir," svarar einn að bragði. „Þeir komu frá ís- landi og Noregi og sigldu um öll heimsins höf á langskipum." - „Guðir víkinganna hétu Óðinn og Þór og svo var tré sem hét Askur Yggdrasils." - „Konurnar voru kallaðar valkyrjur," segir ein stelpnanna. „Þeir voru bændur en komust svo að því að það var meira út úr því að hafa að fara í víking,“ segir einn strákurinn íbygginn. Ætlar að smfða módel af Islendingi Einn af þeim fyrstu til að fara um borð í Islending í gær var John Dunlap. Hann gekk góða stund um skipið með EUen, brá sér svo frá stundarkorn og kom svo aftur vopnaður einnota myndavél og fór að mynda skipið í krók og kring, allt frá hinu stærsta niður í minnstu smáatriði. Fékk svo eigin- handaráritanir hjá Ellen og Herj- ólfi. Aðspurður kvaðst hann vera mikill áhugamaður um skip og siglingar og ekki kom á óvart að hans aðaláhugamál er módelsmi'ði. Nú hyggst hann smi'ða módel af Is- lendingi. „Ég hef siglt mikið en aldrei á sjó - og aldrei á víkinga- skipi. Foreldrar mínir í Illinois eiga bát og ég hef siglt mikið með þeim en bara á vötnum - ekki sjó,“ segir hann. En myndi hann skella sér í leiðangur með víkingaskipinu á morgun ef honum byðist það? „Já - það er engin spurning," segir hann dreyminn á svip. „Og þá er mikið íjör og margar spurningar“ „Vissulega finnur maður fyrir ákveðnum létti yfir því að ferðin sé á enda,“ segir Heijólfur Bárðar- son, sem stendur fyrstu hafnarvakt dagsins ásamt Ellen. Venjulega eru vaktirnar tveir klukkutímar þegar skipið er í höfn en nú var ákveðið að hafa fjögurra ti'ma vaktir til þess að skipverjar gætu átt lengra frí með mökum sínum sem komnir eru til að taka á móti þeim eftir langa fjarvist. Heijólfur segir að oft sé mikið líf í tuskunum þcgar skipið er til sýnis fyrir al- menning, ekki síst þegar skóla- krakkar koma í' hópum. „Stundum erum við með hátt í 40 krakka um borð í einu og jafnvel fleiri. Og þá er mikið fjör og margar spurning- ar,“ segir hann. Fimin hús komin á grunn á Hellu SÆMILEGA miðar að koma upp bráðabirgðahúsum á Hellu í stað þeirra sem skemmdust í jarðskjálft- unum í sumar, að sögn Guðmundar Inga Gunnlaugssonar, sveitarstjóra í Rangárvallahreppi, en þó er við það að framkvæmdirnar komist í tíma- þröng að hans mati. Guðmundur sagði að fimm hús væru komin á grunn á Hellu og unn- ið væri að frágangi þeirra. Fimm hús til viðbótar væru væntanleg öðrum hvorum megin helgarinnar, en alls eru það fimmtán bráðabirgðahús sem eiga að rísa á Hellu, auk tveggja íbúða sem einnig nýtast í þessum til- gangi. Samanlagt nærfellt 40 hús Guðmundur sagði að ekkert væri ennþá hægt um það að segja hvenær hægt yrði að afhenda fyrstu húsin, en framkvæmdaaðilar hefðu frest til næstu mánaðamóta til að skila af sér. Auk húsanna fimmtán á Hellu rís eitt til viðbótar í dreifbýli í Rangár- vallahreppi. 11-12 hús rísa í Holta- og Landsveit, eitt í Djúpárhreppi, eitt í V-Landeyjarhreppi, auk 7-8 húsa á Skeiðum, í Villingaholts- hreppi og Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Samanlagt er um að ræða nærfellt fjörutíu hús eða íbúðaein- ingar að ræða, að sögn Guðmundar. ------1-*-4----- * Islenska sj ónvarpsfélagið kaupir Japis ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið, sem á og rekur Skjá 1, Kvikmyndafélagið Nýja bíó og á helmingshlut í Skjá- varpinu, hefur fest kaup á öllu hluta- fé Japis ehf. Ársvelta Japis er um 350 milljónir, en áætluð heildarvelta samstæðunnar eftir sameiningu er um einn milljarður. Morgunblaðið/Einar Falur fslendingur liggur næstu daga við bryggju í New York-höfn, við fjár- málahverfi borgarinnar, og hafa margir þegið boð um að skoða skipið. m stetfö ALAUGAR f 1( mJf IIM Uivl Atli Eðvaldsson segist ætla að þjarma að Tékkum / B2 »••••••••••••••••••••••••••••••••••« ÍR lagði Aftureldingu í tvíframlengdum leik / B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.