Morgunblaðið - 07.10.2000, Page 14
14 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Breytingar á sláturmarkaðnum í haust
Tvö hús raka
að sér sláturfé
Vegna verðsamkeppni og samruna slátur-
húsa hefur orðið breyting í greininni. Bænd-
ur flytja fé sitt til slátrunar í öðrum héruð-
um ef þar er von um betri þjónustu eða
y*
hærra verð. I viðtalsgrein Helga Bjarna-
sonar kemur fram að þetta hefur leitt til
þess að tvö norðlensk sláturhús, Sölufélagið
á Blönduósi og Ferskar afurðir á Hvamms-
tanga, hafa rakað að sér sauðfé í haust.
Morgunblaðið/Jón Sig.
Matsmenn að störfuin í sláturhúsinu á Blönduósi, Sveinn Þórarinsson,
Björn Þormóður Björnsson og Þóra Valsdóttir.
Gísli Garðarsson sláturhússtjóri (t.h.) og Sigurður Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Sölufélagsins á Blönduósi, eru ánægðir með árangurinn.
„VIÐ leggjum áherslu á að veita
sauðfjárbændum góða þjónustu og
svo greiðum við það verð sem bændur
hafa farið fi-am á, viðmiðunarverð
Landssamtaka sauðfjárbænda," segir
Sigurður Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Sölufélags Austur-
Húnvetninga, þegar leitað er skýr-
inga hans á mikilli aukningu slátrun-
ar hjá félaginu.
Sölufélagið hefur verið að auka
mjög hlut sinn á sláturmarkaðnum
síðustu árin. Það fær til slátrunar í
haust 51 til 52 þúsund fjár á móti
38.500 _á síðasta ári og 33 þúsund árið
1998. í nokkur ár þar á undan var
slátrað um 30 þúsund fjár en þá voru
að koma fram afleiðingar niðurskurð-
ar vegna riðu í héraðinu. Aukningin
nemur því liðlega 70% á örfáum ár-
um. Meginhluti aukningarinnar er
vegna innleggs bænda úr öðrum hér-
uðum.
Tvö síðastliðin haust bættust í hóp
innleggjenda úr Austur-Húnavatns-
sýslu nokkrir sauðíjárbændur úr
Skagafirði, af Ströndum og annars
staðar af Vestfjörðum. Þeir halda
áfram að leggja inn ásamt fleiri ná-
grönnum sínum og í haust hefur bæst
við hópur bænda í Eyjafirði og Þing-
eyjarsýslum. Er nú svo komið að til
Blönduóss er ekið fé af svæðinu frá
Vopnafirði í austri til Dýrafjarðar í
vestri. Sigurður Jóhannesson tekur
fram að enginn bóndi í heimahéra-
ðinu, Austur-Húnavatnssýslu, leiti
annað með slátrun og segist hann
ánægður með það traust sem fram
komi í því. Þá hafi bændur á svæðinu
heldur verið að fjölga fé og hluti aukn-
ingarinnar stafi af því.
Þær breytingar sem eru að verða á
gamalgrónu skipulagi slátrunar stafa
af því að böndin milli bænda og slát-
urleyfishafa hafa trosnað, meðal ann-
ars vegna stórfellds samnma slátur-
leyfishafa, og af auknu frelsi í
verðlagningu. Þannig er búið að fella
niður opinbera verðlagningu á inn-
lögðu kindakjöti og hver sláturleyfis-
hafi gefur upp eigið verð. Töluverð
spenna var á markaðnum í haust þeg-
ar verðið var að myndast. Stóru slát-
urhringarnir buðu í upphafi verð sem
var undir viðmiðunarverði Lands-
samtaka sláturleyfishafa og áttu
margir bændur erfitt með að sætta
sig við það. Sumir sláturleyfishafam-
ir hækkuðu síðar verðið og einstaka
hafa verið að gera það fram eftir allri
sláturtíð.
Spyrjast fyrir um
verð og þjónustu
Gísli Garðarsson, sláturhússtjóri á
Blönduósi, segir að bændur séu að
laga sig að breyttu landslagi á þessum
markaði. Þeir spyrjist meira fyrir um
verð og þjónustu en áður. Hann segir
að vissulega skipti máli að Sölufélagið
bjóði það verð sem bændur fari fram
á en þjónustan sé ekki síður mikilvæg
í huga þeirra. Þannig leggi þeir mikið
upp úr því að áætlanir um sláturdaga
standist. Sölufélagið hafi ákveðinn
sveigjanleika í því efni og reyni að
koma til móts við óskir bænda. Sig-
urður bætir því við stjómendur fyrir-
tækisins leggi áherslu á að standa við
orð sín, bæði hvað varðar loforð um
sláturdaga og ekki síður að greiða af-
urðimar út á réttum tíma.
Við upphaf sláturtíðar var miðað
við að slátrað yrði um 1300 lömbum á
dag í sláturhúsinu á Blönduósi en
vegna aukinnar eftirspurnar var
fjöldinn aukinn upp í 1700 lömb með
sama vinnutíma „Þetta hefur gengið
ljómandi vel og það hefur hjálpað
okkur mikið í haust að afköstin juk-
ust,“ segir Gísli.
Fjarlægðin skiptir minna máli
Sölufélagið stendur fyrir miklum
fjárflutningum úr öðmm héruðum og
í sumum tilvikum er um langar vega-
lengdir að ræða. Sölufélagið greiðir
vemlegan hluta af flutningskostnað-
inum. Gísli segir að fjarlægðin skipti
minna máli en áður í þessari atvinnu-
grein. „Sláturhúsin starfa á hinum
fijálsa markaði, eins og fisk-
vinnsluiyrirtækin sem kaupa fisk á
mörkuðum um allt land.“ Hann tekur
fram að sú keyrsla sem Sölufélagið
stendur íyrir sé öll langt innan þeirra
marka sem dýralæknar setji. Þeir
hafi góða fjárflutningsmenn. Féð liggi
á bílunum og ekki verði vart meiri
stirðleika í því við slátran en fé sem
skemmra sé að komið.
„Við sækjum fé og aukum slátran á
meðan við höfum afkastagetu til þess
og framlegð út úr slátraninni,“ segir
Sigurður. Hann segir að fyrirtækið
þurfi að skila ai’ði og að því sé stefnt
eftir ákveðna rekstrarerfiðleika á
undanfömum áram. Aukin slátran sé
liður í því. „Fasti kostnaðurinn er sá
sami hvort sem við slátram 30 þúsund
kindum eða 70 þúsund eins og gerðist
fyrii’ rúmum tuttugu áram. Við höf-
um sama húsakost og þá og með því
að fjölga fénu fáum við betri nýtingu á
aðstöðuna," segir framkvæmdastjór-
inn.
Fyrir fjóram áram var lagt í veru-
lega fjárfestingu í sláturhúsinu. Hús-
næðið var lagfært og sett upp nýtt
fláningskerfi. Við aukna tæknivæð-
ingu var unnt að fækka starfsfólki
veralega, enda sífellt erfiðara að
manna sláturhúsin. Nú vinna þar um
70 manns sem er helmingi færra en
fyrir fimmtán til tuttugu áram. í
framhaldi af breytingunni fékk Sölu-
félagið leyfi til útflutnings kjöts til
landa Evrópusambandsins og hefur
einnig fengið leyfi til að slátra fyrir
Bandaríkjamarkað.
Breytingamar kostuðu á annað
hundrað milljóna króna. Fjárfesting-
in hefur íþyngt íyrirtækinu og rekst-
urinn því verið erfiður, að sögn Sig-
urðar. Á síðasta ári seldi Sölufélagið
mjólkursamlag sitt og gekk söluand-
virði þess til að lækka skuldir. „Við
eram að vona að reksturinn sé smátt
og smátt að snúast til betri vegar,"
segir hann.
Sölufélag Austur-Húnvetninga er í
eigu bænda í sýslunni. Sigurður var
ráðinn þar framkvæmdastjóri í júlí
síðastliðnum og þá um leið slitið á
stjómunartengsl sem lengi höfðu ver-
ið við Kaupfélag Húnvetninga.
Meginhlutinn seldur
Reikna má með að um 700 tonn af
kjöti falli til i sláturtíðinni hjá Sölufé-
laginu og hefur félagið þegar tryggt
sölu á meginhluta þess kjöts sem fer á
innanlandsmarkað. Félagið sjálftrek-
ur litla kjötvinnslu en leggur höfuð-
áherslu á að grófvinna kjötið. Þekkt-
asta varan sem Sölufélagið framleiðir
fyrir landsmarkaðinn er sviðasultan.
Hún er svo eftirsótt að helst þyrftu að
vera tveir hausar á hverju lambi sem
slátrað er á Blönduósi.
Eftir miklar umræður í fjölda ára
hefur loks komið til umtalsverðs sam-
runa sláturleyfishafa með sameiningu
fjölda sláturhúsa um allt land undir
nafni Goða. Einnig hefur Norðlenska
orðið til við samruna fyrirtækja á Ak-
ureyri og Húsavík en öll sauðfjár-
slátran þess var flutt til Húsavíkur.
Þá er Sláturfélag Suðurlands sem
fyrr öflugur sláturleyfishafi. Megin-
hluti slátranar í landinu er nú í hönd-
um þessara þriggja fyrirtækja. Þai’
fyrir utan era Kaupfélag Skagfirð-
inga og Sölufélagið á Blönduósi með
talsverða slátran og svo nokkrir enn
minni sláturleyfishafar. Sigurður seg-
ist hafa orðið þess var í samskiptum
við kaupendur að þeir óski eftir meira
vali og vilji því hafa fleiri seljendur á
þessum markaði en stórveldin þrjú.
Því séu sjálfstæðar kjötvinnslur,
meðalstórar og smáar, mikilvægir
viðskiptavinir Sölufélagsins í haust.
Sigurður og Gísli segja að þetta
sjónarmið komi einnig fram hjá
bændum, þeir vilji hafa val. Ef upp
komi óánægja með verð eða þjónustu
sláturleyfishafans í heimahéraðinu
hafi menn möguleika á að leita annað
og þrýsta þannig á um hærra verð eða
betri þjónustu. Staðan sé sem betur
fer þannig á Norðurlandi að nóg sé af
sláturhúsum og stutt á milli þannig að
bændur hafi enn góða valmöguleika.
Ferskar afurðir á Hvammstanga greiða 4% álag á verð Landssamtaka sauðfjárbænda
20 þúsund hjá
litla sláturhúsinu
VEL yfir 20 þúsund fjár verður slátrað hjá
Ferskum afurðum á Hvammstanga í haust. Á
síðasta ári var slátrað um 14 þúsund fjár en
slátrunin nú er um tvöfalt meiri en oft hefur ver-
ið í þessu litla húsi. Fyrirtækið greiðir 4% álag á
viðmiðunarverð.
Eigendaskipti urðu á Ferskum afurðum ehf. í
sumar. Hjalti Jósefsson, sláturhússtjóri úr
Borgamesi, og Erik Jensen, sem rekur kjöt-
vinnslu B. Jensen við Akureyri, keyptu fyrir-
tækið og tóku við rekstrinum. „Þetta er viss æv-
intýraþrá. Ég er búinn að vera við svona
starfsemi lengi og við báðir og teljum okkur
þekkja þetta vel,“ segir Hjalti sem stjórnar slát-
urhúsinu. Hann bjó lengi á Hvammstanga, var
verkstjóri í sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Hún-
vetninga á staðnum, en var síðan um tíma slát-
urhússtjóri í Borgamesi.
Ferskar afurðir era eitt af síðustu einkareknu
sláturhúsum landsins. Það hefur slátrað mikið
fyrir Ferska fjárbændur sem fyrir nokkram ár-
um gerðu viðskiptasamninga við Hagkaup. Þeir
samningar era ekki lengur í gildi en kjaminn úr
hópi Ferskra fjárbænda leggur inn í sláturhús-
ið. Ferskir fjárbændur vora öflugir í Vestur-
Húnavatnssýslu og Dalasýslu auk þess sem
bændur víðar lögðu afurðir sínar þangað inn.
Hjalti segir að nú hafi bæst við fjöldi bænda,
ekki síst úr Borgarfirði og Vestur-Húnavatns-
sýslu, þar á meðal nokkrir með margt fé.
Greiða 4% álag
Ferskar afurðir greiða hærra verð en flestir
sláturleyfishafar, eða 4% álag á viðmiðunarverð
Landssamtaka sauðfjárbænda. „Við eram með
lítið sláturhús en það er hagkvæmt á meðan við
getum aukið afköstin og slátrað jafnmiklu og
verið hefui’ að undanfomu,“ segir Hjalti. Þá seg-
ir hann að sláturhúsið sé rekið lengur en flest
önnur sláturhús landsins en það byggist á því að
bændur séu tilbúnir að geyma féð lengur.
Slátranin gengur svo vel að vandamál hafa
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Hjalti Jósefsson, annar eigandi Ferskra
afurða. I baksýn sjást frystigámarnir sem
fyrirtækið hefur orðið að taka á leigu til
að anna afkastamiklum slátrurum.
orðið bæði við móttöku á fé og geymslu afurð-
anna. Þannig hefur sláturhúsið orðið að taka á
leigu tvo frystigáma til að anna framleiðslunni
og er þeim staflað utan við húsið. Tveir gámar til
viðbótar era væntanlegir. Hjalti segir æskilegt
að vinna að úrbótum á réttinni við sláturhúsið
og helst einnig frystiaðstöðu og með því móti sé
unnt að auka afköstin. Ákvarðanir um slíkar |
fjárfestingar bíði þó niðurstöðu ársins.
Sameining ekki til góðs
Vel lítur út með sölu afurðanna. „Við eram
búnir að tryggja sölu á meginhluta framleiðsl-
unnar. Það fer mest í heilum skrokkum," segir
Hjalti.
Sláturhússtjórinn segir engar blikur á lofti
um annað en að áætlanir eigendanna um hagnað
af rekstrinum standist. Enn sé allt innan þeirra
marka sem gert var ráð fyrir.
Hjalti segir að ekki sé neinum erfiðleikum
bundið að flytja fé á milli héraða. Það verði að
gera til þess að ná í sem mesta slátran og gera P
hana hagkvæmari. Og nú séu sauðfjárbændur
ekki eins bundnir sláturleyfishöfum og áður.
Nefnir hann sem dæmi að Kaupfélag Vestur-
Húnvetninga hafi hætt sláturhúsarekstri með
stofnun Norðvesturbandalagsins hf. sem nú er
rannið inn í Goða. Segir hann ánægjulegt að fá
aukna slátran úr héraðinu. „Mér heyrist að
mönnun þyki þessar stóra keðjur vera orðnar of
stórar og að það vanti betri tengsl við bændur. r
Ég tel að það eigi eftir að koma í ljós að þessar
miklu sameiningar era ekki til góðs,“ segir
Hjalti Jósefsson.
'mmm