Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 47
T
■
;
:'"í3
I
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 47
IM
mmSám I.. ....................S.. ......
- ■* , .
ÍS' jfifi;
■
■
1;*^ *-- _f -
í^Wé’íJíM'SIM ■P&'r'
■
%uT - ’.
^szas**^.
f® ’’'„ -, " -'•
Úr skíðaferð á Vatnajökul árið 1967. Kverkfjöll fbaksýn.
Ljósmynd/Pétur Þorleifsson
Loósmynd/Gerður Steinþórsdóttir
Pétur í ferð Ferðafélagsins norður og vestur fyrir Langjökul í júlí, en hann var hvatamaður að þeirri ferð og
annar fararstjóri. Myndin er tekin á Omrura, vestan Búrfjalia. Vatnið er leysingavatn úr Langjökli.
ferðalögum. Hann eignaðist ungur
nokkrar árbækur Ferðafélagsins
og fékk gríðarmikinn áhuga á
landinu og gekk í Ferðafélag ís-
lands: „Ég ætlaði mér alveg ákveð-
ið að ferðast um ísland.“
Pétur fluttist suður til Reykja-
víkur upp úr 1950 og var orðinn
sveitamaður á mölinni: „Þá byrjaði
ég nánast strax að ferðast. Fyrsta
ferðin sem ég fór var á Vífilfell. Ég
var á hjóli og ég var svo stálhepp-
inn í þeirri ferð að ég hitti mann á
leiðinni sem var líka að fara þang-
að. Við ferðuðumst síðan saman
hátt í fimmtán ár. Hann heitir
Sveinn Bjarnason. Hann hætti að
ferðast þegar hann gifti sig, en ég
hélt áfram,“ segir Pétur kíminn, en
hann er kvæntur Guðbjörgu
Hjálmarsdóttur, sem hefur ferðast
töluvert með honum. Hann saknaði
Sveins mikið eftir að hann hætti
ferðum: „Hann var alveg frábær,
hann Sveinn.“ Um tíu ára skeið
voru þeir félagar mikið á skíðum í
Skálafelli, nánast um hverja helgi,
pg höfðu þá aðsetur í skála
Iþróttafélags kvenna, þar sem
Fríða Guðmundsdóttir réð ríkjum.
Einu sinni um páska fóru þeir
Sveinn við þriðja mann á skíðum
frá Hagavatni og enduðu í ÍK-
skálanum í Skálafelli „sem frægt
var á þeim tíma,“ segir Pétur.
„Þetta var mikil hrakningsferð og
við vorum mjög illa farnir. Þá var
ekki neitt til neins og maður lá
hreinlega úti.“
Örnefnaáhugi og
óbyggðaferðir
Ég spyr Pétur hvernig það hafi
atvikast að hann tók þátt í spurn-
ingakeppni um örnefni á hálendinu
hjá útvarpinu. „Það kom náttúru-
lega af því að Sveinn Ásgeirsson
var með þessa þætti. Fósturfaðir
minn keppti í þættinum í Stephani
G. Hann fór víst að tala við Svein
um að ég væri tilleiðanlegur.
Þetta var árið 1964. Hann hring-
ir svo í mig og spurði hvort ég
væri tilbúinn til að koma í þáttinn
og ég sagði já. Þetta fór nú þannig
að ég vann allt mitt þarna og svo
vann ég heildarverðlaunin líka sem
var ferð til Ameríku, sem ég fór
reyndar aldrei. Það voru fleiri sem
svöruðu öllu réttu, svo það voru
settir miðar í hatt Thorolfs Smith
fréttamanns og dreginn út miði.“
Pétur heldur áfram: „Ferðafélagið
var alltaf með getraunir, sýndi
myndir á kvöldvökum og spurði út
í örnefni. Ég hafði það af að vinna
yfir þrjátíu sinnum." Hann segir
mér að mikið hafi verið hringt í
hann í gegnum tíðina til að fá upp-
lýsingar þegar menn eru að gefa
út bækur eða undirbúa ferðalög.
Hann heldur áfram: „Örnefnaá-
huginn vaknaði strax og ég fór að
ferðast. Ég les allt sem ég kemst
yfir. Það er óhemjumikið sem er
gefið út. Ferðafélagsbækurnar
voru það fyrsta sem ég las. Þær
eru besta íslandslýsingin." Hann
ræðir um Þorvald Thoroddsen og
segir að þar sé ógrynni að finna,
en Sveinn Pálsson hafi ekki kynnt
sér örnefni sérstaklega. Ég spyr
hann um Pálma Hannesson: „Já,
já. Hann var talinn örnefnafróðasti
maður í sinni tíð.“ Hann víkur að
bókum um ísland eftir erlenda
menn: „Ég hef ekki haft mikið
gagn af útlendingum sem hafa
skrifað. Þeir eru ekki svo mikið í
örnefnum.“
Pétur segist hafa lært óskaplega
mikið af Hallgrimi Jónassyni kenn-
ara, sem var þekktur fararstjóri
hjá Ferðafélaginu: „Hann var haf-
sjór af fróðleik, örnefnum og öllu.
Þetta var einstakt ljúfmenni, sér-
stakur maður. Ég ferðaðist mjög
mikið með honum, fór m.a. með
honum í stórferð norður í land,
fyrstu stórferðina sem Ferðafélag-
ið fór. Það var árið 1954. Þá voru
allar ár óbrúaðar. Þetta var alveg
stórkostleg ferð. Það var farið inn í
Landmannalaugar og yfir Tungnaá
í Veiðivötn, norður yfir Köldukvísl
í Illugaver og áfram í Nýjadal. Á
stórum svæðum var enginn slóði.
Ur Nýjadal var svo farið í Lauga-
fell og niður í Bárðardal. - Þá voru
þeir nýbúnir að finna vaðið á
Tungnaá. Þetta var náttúrulega
allt lokað áður en það fannst.
Það var mikið ævintýri að fara
yfir það. Vaðið var næstum kíló-
metri á breidd. Ég var krakki þeg-
ar þetta var,“ segir Pétur og hlær,
„21 árs“.
Jöklafélagið og vélsleðaferðir
Pétur hefur starfað mikið í
Jöklarannsóknafélaginu sem hann
kallar alltaf Jöklafélagið. Hann
gekk í félagið 1953. Það var ekki
hlaupið að því að komast á Vatna-
jökul, því það voru margir sem
vildu komast þangað. Pétur fór
með Flugbjörgunarsveitinni á Ör-
æfajökul 1965 og gekk svo í sveit-
ina rétt á eftir. Fararstjóri var
Magnús Hallgrímsson en Pétur
átti eftir að ferðast mikið með hon-
um. Þá var Jöklafélagið að setja
upp landmælingamerki á Hamrin-
um og Kerlingum. Pétur fór einnig
í þá ferð með Magnúsi. „Ég man
að við festum bfiinn helvíti illa og
höfðum ekkert til að moka með
nema járndisk."
Það var ekki fyrr en hann keypti
snjóbíl 1966 ásamt tveimur öðrum,
Hinriki Thorarensen og Gunnari
Hannessyni ljósmyndara, að hann
komst inn í Grímsvötn. Þeir sváfu í
tjöldum og kynntust þeim sem
réðu ríkjum í skálanum. Þetta var
sérstakt ævintýri. Löngu síðar átti
Pétur eftir að vera viðriðinn bygg-
ingu og flutning á fimm skálum
Jöklarannsóknafélagsins á Langj-
ökul og Vatnajökul. „Árið eftir,
1967, fórum við í stóra ferð, geng-
um á skíðum yfir jökulinn frá
Dyngjujökli og suður í Skaftafell,
160 km leið á níu dögum og
hrepptum bara mjög gott veður
nema í Grímsvötnum, þar vorum
við í þrjá daga. Þetta var í júlí. Þá
var ég búinn að ganga í Flugbjörg-
unarsveitina og það voru menn út
henni með í þessari ferð.“
Pétur eignaðist vélsleða um 1970
og ferðaðist mikið á honum um
jökla. Hann segist hafa ferðast
jafnmikið á Vatnajökli og Lang-
jökli. „Jökullinn er svo hættulegur,
alveg stórhættulegur,“ svarar Pét-
ur, þegar ég spyr hann um ferðir á
Hofsjökul: „Ég hef einu sinni farið
á Hofsjökul. Við fórum úr Þing-
vallasveit á vélsleða. Þetta var árið
1986. Við fórum upp Sátujökul,
sem er beint á móti Hveravöllum.
Við fórum svo þar sem heita Há-
steinar, sem eru hæst á Hofsjökli,
og komum svo niður í Kerlingar-
fjöll. Fengum alveg sallagott veð-
ur. Það var feiknamikill snjór á
þessum tíma og þess vegna kom-
umst við þetta áfallalaust. Það var
skrýtið en við vorum þarna í logni
og blíðskaparveðri. Á sama tíma
var fólk á leið suður Auðkúluheiði í
blindbyl. Þetta er rétt fyrir ofan.“
Hann snýr sér að mér og spyr:
„Fóruð þið eitthvað upp á Ólafs-
fell?“ Hann vísar nú til ferðar
minnar um Þjórsárver. „Já,“ segir
ég. „Að Lóninu?“ spyr hann.
„Hvað kallar Hörður Kristinsson
tindinn þar?“ „Lónstind," segi ég.
„Hann heitir Steðji. Pabbi þinn
(Steinþór Sigurðsson) nefndi hann
það. Lónstindur er nýyrði. Þetta
kemur fram í Árbók 1942 um Kerl-
ingarfjöll. Þar talar pabbi þinn um
þetta í útsýninu," segir Pétur
snöggur upp á lagið. Hann bendir
mér á nafnið Steðji sem hann not-
ar í lýsingu á Snækolli í Kerlingar-
fjöllum í Fólk á fjöllum. Þóra Ellen
Þórhallsdóttir kallar Nauthagajök-
ul Ólafsfellsjökul í grein sinni um
Þjórsárver (Árbók 1988 ): „Naut-
hagajökull heitir hann,“ segir Pét-
ur ákveðinn. Þá færir hún Naut-
hagajökul vestur fyrir Ólafsfell þar
sem heitir Jökulkriki. Pétur heldur
áfram: „Best að fá lýsinguna í Ár-
bók 1956 eftir Gísla Gestsson.
Hann er með þetta alveg rétt.“ Já,
það er fátt sem fer framhjá vökul-
um augum Péturs þegar örnefni
eru annars vegar.
Ég þýfga Pétur um ritstörf
hans. „Ég byrjaði að skrifa í Far-
fuglinn einhverjar smágreinar, svo
hef ég skrifað í Jökul, en mest í
Áfanga á árunum 1984 til 1991, alls
í tíu blöð. Fyrsta greinin fjallaði
um gönguferð frá Snæfelli að Hof-
felli í Hornafirði en sú síðasta er
um Grímsvatnaskálann nýja.
Ég bað Pétur að greina frá til-
drögum þess að þeir Ari Trausti
skrifuðu bókina Fólk á fjöllum.
„Okkur Ara datt þetta í hug fyrir
nokkrum árum að gefa út svona
bók. Sannleikurinn er sá að það
fékkst enginn til að gefa hana út.
Ég var byrjaður að skrifa. Svo var
það á kynningu hjá Ferðafélaginu
1997 á ævisögu Guðmundar frá
Miðdal að ég hitti Ara. Þá segi ég
við hann: „Nú verðum við að drífa í
þessu.“ Og hann fór bara beint í
Gísla Má hjá Ormstungu og þeir
samþykkja þetta eins og skot. Þá
fórum við af stað alveg á fullu og
vorum að þessu má segja í tvö ár.“
Þeir félagar skipta þessu hnifjafnt
á milli sín, skrifa hvor um sig lýs-
ingu á fimmtíu og hálfum tind.
Löðmundur er sameiginlegt verk-
efni þeirra. Mér lék forvitni á að
vita hvemig Pétur hefði unnið leið-
arlýsingarnar. „Ég hef skrifað
svolítið hjá mér stuttu eftir ferð og
svo nota ég heimildir þar sem þær
finnast." Pétur segir að viðtökur
hafi verið mjög góðar. Það er ekki
hægt að segja annað. Pétur hefur
einnig tekið margar myndir sem
birtast í bókinni.
Að lokum spyr ég Pétur hvort
hann hafi einhverja hugmynd um
hvað hann sé búinn að ganga á
marga tinda: „Ég hef það ekki al-
veg, en nærri fimm hundruð," seg-
ir þessi mikli ferðagarpur, grann-
vaxinn og kvikur í hreyfingum,
sem segist alltaf hafa gengið mjög
hægt og skoðað sig vel um.
Höfundur erritari Ferðafe/ags
íslands.