Morgunblaðið - 07.10.2000, Page 73

Morgunblaðið - 07.10.2000, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 73 FRÉTTIR Keppa í samkvæm- isdönsum ADAM Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttur keppa fyrir Is- lands hönd á Heimsmeistaramóti atvinnumanna í sígildum sam- kvæmisdönsum sem haldið verður í Graz í Austurríki laugardaginn 7. október. Næsta stóra keppnin sem þau taka þátt í verður alþjóðlega Inter- national-danskeppnin sem haldin verður 10. og 11. október nk. í Brentwood í Englandi. Áhyggjur af ástandi starfsmannamála á sam- býlum og stofnunum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Foreldra- samtökum fatlaðra vegna starfs- mannamála á sambýlum og stofn- unum fatlaðra. „Stjórn Foreldrasamtaka fatl- aðra hefur þungar áhyggjur af því ástandi, sem skapast hefur í starfs- mannamálum á sambýlum og stofnunum þar sem fatlaðir búa. Eru þessi heimili bæði undirmönn- uð af fagfólki og öðru starfsfólki og búa við stöðug starfsmannaskipti. Það er grundvallaratriði ifyrir vellíðan fólks með fötlun, að það búi við öryggi og festu í daglegu lífi. Við þær aðstæður sem nú hafa skapast, búa einnig aðstandendur þessa fólks við stöðugt öryggis- leysi og áhyggjur, sem alls ekki getur talist eðlilegt í velferðarþjóð- félagi. Stjórn Foreldrasamtaka fatlaðra skorar á stjórnvöld, að taka á þessum málum án tafar og bæta kjör þeirra, sem sinna ábyrgðarmiklum og vandasömum störfum við umönnun fatlaðra þannig að þau sambýli og stofnanir þar sem fatlaðir dvelja, valdi hlut- verki sínu.“ Landssamtökin Heimili og skóli Taka við formennsku í norrænni samstarfsnefnd LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli taka við formennsku í nor- rænni samstarfsnefnd landssam- taka foreldra skólabarna til næstu þriggja ára. Óviðunandi undirbún- ingur kennaranema á öllum Norður- löndum er talin ein orsök þess að samstarf foreldra og skólayfirvalda er ekki sem skyldi. Jónína Bjartmarz, formaður landssamtakanna Heimili og skóli, hefur tekið við sem formaður nor- rænnar samstarfsnefndar lands- samtaka foreldra skólabarna, til næstu þriggja ára. Sameiginlegt þing samtakanna var haldið í Osló dagana 22.-24. september síðastlið- inn, undir yfirskriftinni „Foreldrar sem auðlegð skólastarfs“. Þai’ voru saman komnir fulltrúar Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs og Sví- þjóðar, en auk fulltrúa frá lands- samtökum sat þingið fjöldi foreldra og fulltrúar skólastofnana. Landssamtök foreldra skólabarna á Norðurlöndum starfa á samráðs- og samvinnugrundvelli og lands- samtökin Heimili og skóli munu næstu þrjú árin stýra sameiginleg- um verkefnum samtakanna. Næsta þing norrænu landssamtakanna verður haldið á íslandi árið 2002 eða 2003. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á þinginu í Ösló og undirrituð af öllum formönnum landssamtaka foreldra skólabarna á Norðurlönd- um: Landssamtök foreldra skólabarna á Norðurlöndum krefjast þess að í kennaranámi verði hætt að hunsa kennslu og þjálfun í foreldrasam- starfi. Kennaramenntun á Norðurlönd- um tryggir ekki kennaranemum nægilega hæfni til samskipta við foreldra um nám og uppeldi nem- enda. Foreldrar eru bakhjarlar barna og skóla. Rannsóknir sýna að sam- starf heimila og skóla er stór for- senda vellíðunar nemenda, náms- áhuga og góðs námsárangurs. Þrátt fyrir þetta eru kennarar ekki nægi- lega vel búnir undir samskipti og samstarf við foreldra nemenda. Ljóst er að gífurlegri auðlegð er kastað á glæ þar sem skólum tekst ekki að virkja foreldra í öflugu sam- starfi um menntun barnanna. Því verður að linna. Landssamtök for- eldra skólabama á Norðurlöndum gera þess vegna þá kröfu að kennaranemum verði í námi sínu tryggð nauðsynleg menntun og þjálfun á þessu sviði. Endurmenn- tun kennara ber að efla að sama skapi. ILröfu þessari er beint til menntamálaráðherra/menntamála- ráðuneyta, kennaraháskóla og sam- taka kennara á öllum Norðurlönd- um. Bæta verður úr þessu án frekari tafa. Það nægir ekki að lög- festa meginábyrgð foreldra á námi barnanna. Tryggja verður að lögum sé fylgt í raun. Samstarf krefst opinna sam- skipta, gagnkvæmrar virðingar, jafnræðis og sameiginlegs mark- miðs sem aðilar þess einsetja sér að vinna að. Samstarfsnefnd landssamtaka foreldra skólabarna á Norðurlönd- um mun fylgja þessari kröfu eftir í hverju landanna fyrir sig og sam- ræma frekari aðgerðir af hálfu sam- takanna. Landssamtökin Heimili og skóli munu fylgja þessari kröfu eftir hér á landi. Jafnframt bjóða samtökin fram aðstoð sína og eru tilbúin til samstarfs við hverja þá sem vilja beita sér í þessu máli. Landssamtakanna Heimili og skóli bíða fleiri stórverkefni, því dagana 24.-26. nóvember næstkom- andi verður haldinn á Islandi aðal- fundur og ráðstefna Evrópsku for- eldrasamtakanna EPA. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Tungumál - lykill að samskiptum". Þátttakendur á ráðstefnunni koma víða að úr Evrópu og verða á annað hundrað, auk íslenskra þátttakenda. Barnaleikur.is leiðréttir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Barna- leik.is „Barnaleikur.is vill leiðrétta staðhæfingu auglýsingar um sam- starf við Netdoktor.is Að sérfræðingar svari fyrirspurn- um lesenda Barnaleiks.is - slíkt hef- ur ekki verið samþykkt af hendi Net- Doktor.is. Eingöngu fóru fram viðræður af hálfu beggja aðila þ.s. ákveðið var að Netdoktor.is byði upp á sérfræðiþjónustu þar sem hinir ýmsu sérfræðingar veittu svör við fyrirspurnum lesenda Barnaleikur- •is. Ákveðið var að Barnaleikur.is mundi stytta leiðina að þeim sér- fræðingum með tengingu yfir á Net- Doktor.is. Enginn skriflegur samn- ingur var undirskrifaður. Ekkert samstarf er þarna á milli í dag. Bamaleikur.is biðst innilegrar af- sökunar á fagleysi í garð Netdoktor.- is. Afsakið okkur.“ -------------- Barnafataversl- un opnuð á Laug*aveginum NÝ VERSLUN verður opnuð í dag, laugardaginn 7. október, kl. 10 á „Löngum laugardegi" á Laugavegi 82 í Reykjavík. Um er að ræða leik- fanga- og barnafataverslun fyrir ald- urinn 0 til 9 ára. Stóri vondi úlfurinn og Guffi mæta á svæðið og gefa börnunum nammi, en þeir eru meðl- imir í Disney-fjölskyldunni en þarna er um að ræða Disney-vörur. ------------------ Lýst eftir vitnum EKIÐ var á bifreiðina ZY-887, sem er Mitsubishi Lancer grá að lit, hinn 4. október á tímabilinu frá kl. 20.20- 21.36 þar sem hún stóð bak við Laugaveg 59 í Reykjavík, Kjörgarð. Sá sem það gerði fór hins vegar af vettvangi án þess að tilkynna óhapp- ið. Talið er að þar hafi verið á ferð- inni sendibifreið græn að lit með hvítum kassa. Þeh- sem geta gefið frekari upp- lýsingar eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Smiöjuvegi 2 (Bak viö Bónus - Ekið inn frá Skemmuvegi) í dag hefst RÝMINGARÚT5ALA q bókalager Fjölva Við flytjum lagerinn Hundruð bókatitla ; og þurfum því að fyrir alla aldurshópa rýma ærlega til á ótrúlega lágu verði Barnabækur - Teiknimyndasögur Listaverka- og Náttúrufræðibækur Dulræn Fræði - Heilsubækur - Skáldsögur Ævisögur - Sagnfræði og margt fleira JgÁgjOUMi I Skemmtllegir bókapakkar á enn betrl vildarkjörum Fríbzer skemrntun fyHr alla fjöískyUuna að gruska T bókastöflum að vil4 Og rúsínan í pylsuendanum: Állir fa bók að gjöfí kaupbæti ! Opið um helgina og næstu helgi: Laugardaga 10.00 til 17.00 Sunnudaga 12.00 til 17.00 Sími 568 8433 Ef þú kemst ekki, kíktu á nýju vefverslunina okkar - þar eru allar bækur á sama lága verðinu meðan lagersalan stendur. www.fjolvi.is V.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.