Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 73

Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 73 FRÉTTIR Keppa í samkvæm- isdönsum ADAM Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttur keppa fyrir Is- lands hönd á Heimsmeistaramóti atvinnumanna í sígildum sam- kvæmisdönsum sem haldið verður í Graz í Austurríki laugardaginn 7. október. Næsta stóra keppnin sem þau taka þátt í verður alþjóðlega Inter- national-danskeppnin sem haldin verður 10. og 11. október nk. í Brentwood í Englandi. Áhyggjur af ástandi starfsmannamála á sam- býlum og stofnunum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Foreldra- samtökum fatlaðra vegna starfs- mannamála á sambýlum og stofn- unum fatlaðra. „Stjórn Foreldrasamtaka fatl- aðra hefur þungar áhyggjur af því ástandi, sem skapast hefur í starfs- mannamálum á sambýlum og stofnunum þar sem fatlaðir búa. Eru þessi heimili bæði undirmönn- uð af fagfólki og öðru starfsfólki og búa við stöðug starfsmannaskipti. Það er grundvallaratriði ifyrir vellíðan fólks með fötlun, að það búi við öryggi og festu í daglegu lífi. Við þær aðstæður sem nú hafa skapast, búa einnig aðstandendur þessa fólks við stöðugt öryggis- leysi og áhyggjur, sem alls ekki getur talist eðlilegt í velferðarþjóð- félagi. Stjórn Foreldrasamtaka fatlaðra skorar á stjórnvöld, að taka á þessum málum án tafar og bæta kjör þeirra, sem sinna ábyrgðarmiklum og vandasömum störfum við umönnun fatlaðra þannig að þau sambýli og stofnanir þar sem fatlaðir dvelja, valdi hlut- verki sínu.“ Landssamtökin Heimili og skóli Taka við formennsku í norrænni samstarfsnefnd LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli taka við formennsku í nor- rænni samstarfsnefnd landssam- taka foreldra skólabarna til næstu þriggja ára. Óviðunandi undirbún- ingur kennaranema á öllum Norður- löndum er talin ein orsök þess að samstarf foreldra og skólayfirvalda er ekki sem skyldi. Jónína Bjartmarz, formaður landssamtakanna Heimili og skóli, hefur tekið við sem formaður nor- rænnar samstarfsnefndar lands- samtaka foreldra skólabarna, til næstu þriggja ára. Sameiginlegt þing samtakanna var haldið í Osló dagana 22.-24. september síðastlið- inn, undir yfirskriftinni „Foreldrar sem auðlegð skólastarfs“. Þai’ voru saman komnir fulltrúar Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs og Sví- þjóðar, en auk fulltrúa frá lands- samtökum sat þingið fjöldi foreldra og fulltrúar skólastofnana. Landssamtök foreldra skólabarna á Norðurlöndum starfa á samráðs- og samvinnugrundvelli og lands- samtökin Heimili og skóli munu næstu þrjú árin stýra sameiginleg- um verkefnum samtakanna. Næsta þing norrænu landssamtakanna verður haldið á íslandi árið 2002 eða 2003. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á þinginu í Ösló og undirrituð af öllum formönnum landssamtaka foreldra skólabarna á Norðurlönd- um: Landssamtök foreldra skólabarna á Norðurlöndum krefjast þess að í kennaranámi verði hætt að hunsa kennslu og þjálfun í foreldrasam- starfi. Kennaramenntun á Norðurlönd- um tryggir ekki kennaranemum nægilega hæfni til samskipta við foreldra um nám og uppeldi nem- enda. Foreldrar eru bakhjarlar barna og skóla. Rannsóknir sýna að sam- starf heimila og skóla er stór for- senda vellíðunar nemenda, náms- áhuga og góðs námsárangurs. Þrátt fyrir þetta eru kennarar ekki nægi- lega vel búnir undir samskipti og samstarf við foreldra nemenda. Ljóst er að gífurlegri auðlegð er kastað á glæ þar sem skólum tekst ekki að virkja foreldra í öflugu sam- starfi um menntun barnanna. Því verður að linna. Landssamtök for- eldra skólabama á Norðurlöndum gera þess vegna þá kröfu að kennaranemum verði í námi sínu tryggð nauðsynleg menntun og þjálfun á þessu sviði. Endurmenn- tun kennara ber að efla að sama skapi. ILröfu þessari er beint til menntamálaráðherra/menntamála- ráðuneyta, kennaraháskóla og sam- taka kennara á öllum Norðurlönd- um. Bæta verður úr þessu án frekari tafa. Það nægir ekki að lög- festa meginábyrgð foreldra á námi barnanna. Tryggja verður að lögum sé fylgt í raun. Samstarf krefst opinna sam- skipta, gagnkvæmrar virðingar, jafnræðis og sameiginlegs mark- miðs sem aðilar þess einsetja sér að vinna að. Samstarfsnefnd landssamtaka foreldra skólabarna á Norðurlönd- um mun fylgja þessari kröfu eftir í hverju landanna fyrir sig og sam- ræma frekari aðgerðir af hálfu sam- takanna. Landssamtökin Heimili og skóli munu fylgja þessari kröfu eftir hér á landi. Jafnframt bjóða samtökin fram aðstoð sína og eru tilbúin til samstarfs við hverja þá sem vilja beita sér í þessu máli. Landssamtakanna Heimili og skóli bíða fleiri stórverkefni, því dagana 24.-26. nóvember næstkom- andi verður haldinn á Islandi aðal- fundur og ráðstefna Evrópsku for- eldrasamtakanna EPA. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Tungumál - lykill að samskiptum". Þátttakendur á ráðstefnunni koma víða að úr Evrópu og verða á annað hundrað, auk íslenskra þátttakenda. Barnaleikur.is leiðréttir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Barna- leik.is „Barnaleikur.is vill leiðrétta staðhæfingu auglýsingar um sam- starf við Netdoktor.is Að sérfræðingar svari fyrirspurn- um lesenda Barnaleiks.is - slíkt hef- ur ekki verið samþykkt af hendi Net- Doktor.is. Eingöngu fóru fram viðræður af hálfu beggja aðila þ.s. ákveðið var að Netdoktor.is byði upp á sérfræðiþjónustu þar sem hinir ýmsu sérfræðingar veittu svör við fyrirspurnum lesenda Barnaleikur- •is. Ákveðið var að Barnaleikur.is mundi stytta leiðina að þeim sér- fræðingum með tengingu yfir á Net- Doktor.is. Enginn skriflegur samn- ingur var undirskrifaður. Ekkert samstarf er þarna á milli í dag. Bamaleikur.is biðst innilegrar af- sökunar á fagleysi í garð Netdoktor.- is. Afsakið okkur.“ -------------- Barnafataversl- un opnuð á Laug*aveginum NÝ VERSLUN verður opnuð í dag, laugardaginn 7. október, kl. 10 á „Löngum laugardegi" á Laugavegi 82 í Reykjavík. Um er að ræða leik- fanga- og barnafataverslun fyrir ald- urinn 0 til 9 ára. Stóri vondi úlfurinn og Guffi mæta á svæðið og gefa börnunum nammi, en þeir eru meðl- imir í Disney-fjölskyldunni en þarna er um að ræða Disney-vörur. ------------------ Lýst eftir vitnum EKIÐ var á bifreiðina ZY-887, sem er Mitsubishi Lancer grá að lit, hinn 4. október á tímabilinu frá kl. 20.20- 21.36 þar sem hún stóð bak við Laugaveg 59 í Reykjavík, Kjörgarð. Sá sem það gerði fór hins vegar af vettvangi án þess að tilkynna óhapp- ið. Talið er að þar hafi verið á ferð- inni sendibifreið græn að lit með hvítum kassa. Þeh- sem geta gefið frekari upp- lýsingar eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Smiöjuvegi 2 (Bak viö Bónus - Ekið inn frá Skemmuvegi) í dag hefst RÝMINGARÚT5ALA q bókalager Fjölva Við flytjum lagerinn Hundruð bókatitla ; og þurfum því að fyrir alla aldurshópa rýma ærlega til á ótrúlega lágu verði Barnabækur - Teiknimyndasögur Listaverka- og Náttúrufræðibækur Dulræn Fræði - Heilsubækur - Skáldsögur Ævisögur - Sagnfræði og margt fleira JgÁgjOUMi I Skemmtllegir bókapakkar á enn betrl vildarkjörum Fríbzer skemrntun fyHr alla fjöískyUuna að gruska T bókastöflum að vil4 Og rúsínan í pylsuendanum: Állir fa bók að gjöfí kaupbæti ! Opið um helgina og næstu helgi: Laugardaga 10.00 til 17.00 Sunnudaga 12.00 til 17.00 Sími 568 8433 Ef þú kemst ekki, kíktu á nýju vefverslunina okkar - þar eru allar bækur á sama lága verðinu meðan lagersalan stendur. www.fjolvi.is V.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.