Morgunblaðið - 07.10.2000, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 07.10.2000, Qupperneq 74
74 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Rækjuréttir í veisluna Kona hringdi til Kristínar Gestsdóttur um daginn og bað um rækjurétt. Ekki tókst betur til en svo að Kristín týndi nafni og símanúmeri konunnar. Vonandi les konan þetta, en hún er beðin velvirðingar á þessu. LAUGARDAGINN 23. sept. sat ég úti á palli og naut veðurblíð- unnar. Varla var kominn haustlit- ur á trén og grasið var fagur- grænt, en eitt vantaði fuglasönginn. Farfuglakórinn var þagnaður. Að vísu heyrðist veikt tíst í músarindli og einstaka hljóð í síðbúnum hrossagauk, sem ekki var hnegg og ekki lét hann hvína í stélfjöðrunum, sparar líklega kraftana fyrir ferðina yfir hafið. Músarindillinn, sem mér finnst ljúfastur fugla, er hér oft í skógin- um ásumrin. Á vetuma heldur hann sig í fjörugrjótinu úti á Álftanesi, en skreppur þó stundum hingað upp á Garðaholtið til að leika sér í skóginum okkur til mikillar ánægju. Allt í einu heyrðist rám- ur rómur - einmana hrafn flaug hér yfir, en gargið í honum var á blíðum nótum núna. Við mér blas- ir birkitré, þar sem mikið af bleik- um vallhumli teygir sig upp eftir stofninum. Víðast er vallh'umall- inn brúnn og sölnaður, en þessi er í fullu fjöri og nýtur faðmlaga við birkitréð. 5. Skerið þann ferskjuhelming sem tekinn var frá í þunn rif, skreytið með þeim ásamt rækjum og steinselju. Ræk|uréttur með tomötum, vínbergum og hnetum Rækjjuréttur meo as|*as og ferskjum 8-10 stórar franskbrouðssneiðor 1 dós sýrður jómi, 18% 1 dós grænn ospas, tæp 300 g __________1 dl ospassafi_______ % dl matvinnslurjómi 150 g rækjur með aspasnum ________nýmalaður pipar________ 1 hálfdós niðursoðnar _________ferskjur, 235 g_______ _________3A dl ferskjusafi_____ 1 dl matvinnslurjómi með ferskju- safanum ________ferskjur úrdósinni_____ 100 g rækjur með ferskjunum 1 ferskjuhelmingur, rækjur og _______steinselja til skrauts__ 1. Skerið skorpuna af fransk- brauðssneiðunum og raðið helm- ingnum þétt á botn á sléttbotna skál. Blandið saman 1 dl af aspas- safa og 3A dl af rjóma og hellið yf- ir. 2. Setjið aspas og 150 g rækjur í hrærivél ásamt helming sýrða rjómans og blandið saman, setjið yfir brauðið í skálinni. Malið pipar yfir. 3. Raðið aftur brauðsneiðum yfír, blandið saman % dl af ferskjusafa og 1 dl af mat- vinnslurjóma og hellið yfir. 4. Takið frá 1 ferskjuhelming, en setjið hina í hrærivél ásamt 100 g af rækjum og ’/> dós af sýrð- um rjóma og smyrjið yfir. 8-10 stórar franskbrauðssneiðar 1 dós sýrður rjómi, 18% ______1Vj dl tómatsafi (juice)__ % dl matvinnslurjómi 2 meðalstórir tómatar 100 g rækjur með tómötunum 1 msk, smáttklipptirsólþurrkaðir __________ tómatar______________ ferskt dill (nota má þurrkað) ______1V2 dl matvinnslurjómi____ 100 g rækjur með vínberjunum ________100 g græn vínber_______ 100 g blá eða rauð vínber 75 g val- eða pecanhnetur smáhríslur ferskt dill 1. Skerið skorpuna af fransk- brauðssneiðunum, raðið þétt á botninn á sléttbotna skál. 2. Blandið saman tómatsafa og % dl af matvinnslurjóma og hellið yfir brauðið. 3. Setjið tómatana í hrærivél ásamt smátt söxuðum sólþurrk- uðum tómötum, 100 g af rækjum og hálfri dós af sýrðum rjóma. Smyrjið yfir brauðið á fatinu. 4. Raðið öðru lagi af brauð- sneiðum yfir. Blandið saman VA dl af matvinnslurjóma og dilli og hellið yfir brauðsneiðarnar. 5. Skerið vínberin í tvennt (báða liti), fjarlægið steina, saxið helminginn smátt og hrærið út í hálfa dós af sýrðum rjóma og 100 g af rækjum. Hrærið smástund í vélinni. Smyrjið yfir brauðsneið- arnar. 6. Raðið vínberjahelmingum of- an á og stráið hnetum yfir. Leggið nokkrar litlar dillhríslur yfir. 3 & Slði Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Collection VELVAKANDI Svarað í sírna 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Afangasignr aldraðra og öryrkja ÞAÐ mun ætla að bera ár- angur þau skrif sem aldr- aðir, öryrkjar og aðrir hafa verið að skrifa að undan- förnu. Meðal annars ætlar Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamála- ráherra að leiðrétta lítinn hluta af því sem ríkinu ber að leiðrétta við aldraða og öryrkja. Það er hróplegt ranglæti allar þær hækk- anir á lyfjaverði sem kem- ur niður á öldruðum og ör- yrkjum, einnig hjá þeim sem hafa lágar tekjur í þessu þjóðfélagi og þurfa á lyfjum að halda. Engu að síður ber að fagna þeim áfanga sem hefur náðst í leiðréttingum hjá þessum hópum en við verðum að gera betur. Samtök aldr- aðra og öryrkja verða að vera vel á verði og fylgja eftir þeim kröfum að fulln- aðar sigur náist fyrir bætt- um hag aldraðra og ör- yrkja. Það er 18% munur á kjörum aldraðra og öryrkja og þeirra sem eru á iægstu laununum, því verður að kippa í iag fyrr en seinna. I öllu góðærinu hefði verið nær að leiðrétta til fulls við aldraða og öryrkja heldur en að fella niður innflutn- ingsgjöld af jeppum. Því þeir sem kaupa þessa jeppa eru ekki hinn almenni launamaður á íslandi. En það ber að þakka fyrir það sem vel er gert. Áfram verða aldraðir og öryrkjar að halda vöku sinni. Gunnar G. Bjartmarsson. Bandarísk meðal- mennska og ófögnuður ÞAÐ er alveg makalegt rusl og lágkúra sem báðar sjónvarpsstöðvarnar sýna á kvöldin upp úr kl. 20. Það er til dæmis sýndar spítala- myndir sömu kvöldin á báðum stöðvunum samtím- is. Svo eru þetta víst fjöl- skyldumyndir, þessi lág- kúra, kvöld eftir kvöld, með sífelldum samfarasenum, guðlasti, ávanaummælum og deliu gegnumgangandi svo til í hverri mynd. Þetta rusl verðum við að hafa í sjónvarpinu þegar allur ís- lenskur almenningur hefur íslendingasögurnar í bóka- skápnum sínum og les þær og einnig Kiljan og Þór- berg og aðra góða höfunda. Svo maður nefni líka morð, nauðganir og rán, sem þyk- ir sjálfssagt að sýna, enda eru þessir þættir fram- leiddir eingöngu fyrir Bandaríkjamarkað en eiga ekkert erindi til okkar Is- lendinga. Og síst til barna okkar og unglinga til að fremja illvirki. Eru þetta fríar myndir fyrir sjónvar- psstöðvarnar eða hvað? Þessar myndir í íslenska sjónvarpinu verður að leggja niður því meðai- mennskan og lágkúran eru svo veigamikil í þessum þáttum. Eg legg það af- dráttarlaust tilmeð velvilja. Páll Hannesson, Ægisíðu 86. Rvík. Hundaeigendur, hvað er að gerast? „SIÐLAUS valdaníðsla í Silakvísl" er fyrirsögn á grein sem birtist í Dagbiað- inu 4. október sl. Eg er hjartanlega sammála. Það er með ólíkindum hvað hefnigirni getur leitt fólk langt, að þessi blessuð dýr skuli þurfa að gjalda fyrir þá grimmd sem þarna er á ferðinni. Því miður hafa ekki allir efni á því að búa í einbýlishúsum en þegar sambýli eru með sérinn- gang og heyrist aldrei í þessum umræddu dýrum og farið er með þessi dýr eins og börn, þau eru öllum stundum með eigendum sínum. Það má ekki gieym- ast, að börn eiga hér líka hlut að máli og litlu hjörtun slá ótt og títt af sorg. Þetta er minning sem ekki gleymist, að konan við hlið- ina á sök á því að upp- áhaldsdýrið þeirra, sem lúllaði hjá þeim, varð að deyja. Síðan minnist ég á eigandann sem á hina hundana. Hún er ein á íyrstu hæðinni með sér- garð og bílastæði við dyrn- ar. Þessi umrædda kona þarf aldrei að sjá hennar dýr en veit af þeim því hún gægist út yfir handriðið til að sjá hvort þeir eru heima. Hvað er að gerast? Fólk rífst og skammast út af engu. Ættum við hundafólk að láta svona viðgangast? Lærum við ekkert á því þegar litla tikin var drepin í blokkinni hérna um árið? Hundaeigendur flykktust þá saman sem einn maður. Er ekki kominn tími til að sýna samstöðu nú, áður en illa fer. Eg er heppin, ég bý með elskulegu fóiki sem lít- ur á dýrin mín sem sín eig- in. Það er leitun að öðru eins. Eg skora á alla hunda- eigendur að koma saman og sýna samstöðu að Sfla- kvísl 15-27 laugardaginn 14. október. María Kristinsdóttir, Löngubrekku 7, Kóp. Dýrahald Mía er týnd SVÖRT og hvít læða sem gegnir nafninu Mía hvarf frá Geithálsi í ágúst sl. Sá sem gæti gefið upplýsingar um ferðir hennar eða veit hvar hún er niður komin vinsamlegast hafið sam- band í síma 561-4418. Lítill kettlingur fannst í Grafarvogi LÍTILL, svartur og hvítur kettlingur, gæti verið 3-5 mánaða, fannst í Húsa- hverfinu í Grafarvogi fyrir um það bil viku. Upplýsing- ar í síma 587-7380 eða 897- 7380. Ilvernig get ég verið þijár vik- ur á eftir? Ég byrjaði á mánu- daginn. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI hefur verið miður sín að undanförnu vegna frétta- flutnings af viðskilnaði knatt- spyrnumannsins snjalla, Andra Sig- þórssonar, við Knattspyrnufélag Reykjavíkur, en eins og menn vita er Andri fæddur og uppalinn í félag- inu og hefur verið þar til fyrirmynd- ar alla tíð, jafnt innan vallar sem ut- an. Sjálfur er Víkverji borinn og barnfæddur KR-ingur og tekur því þetta leiðindamál ákaflega nærri sér. Málið er í rauninni tvíþætt. Ann- ars vegar var um ágreining að ræða varðandi túlkun á samningi Andra við KR, það er hvort samningurinn hafi runnið út eftir síðasta leik í Is- landsmótinu eða hvort hann gilti til næstu áramóta. Ágreiningurinn snerist sem sagt um það hvort KR ætti rétt á einhverri fjárhæð fyrir Andra, þar sem hann heldur nú til Austurríkis í atvinnumennsku. Mál- ið var lagt í gerðardóm, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær, að Andri væri samningsbundinn KR til næstu áramóta. Víkverja finnst hins vegar einkennilegt að ekki skuli þannig gengið frá samningum við leikmenn að enginn vafi leiki á gildandi samn- ingstíma. Væntanlega læra menn af reynslunni svo ekki þurfi að koma til ágreinings af þessu tagi í framtíð- inni. Hinn angi málsins er þó enn tor- kennilegri í huga Víkverja. Vissu- lega er ástæða til að bregðast hart við ef einhver fótur er fyrir þeim ás- ökunum að stjómarmaður í KR hafi hótað leikmanninum lífláti. Sagan hermir að þetta eigi að hafa gerst á fagnaðarhátíð KR-inga á Eiðistorgi, eftir síðasta leik Islandsmótsins, þar sem Andri Sigþórsson skoraði fjögnr mörk og tryggði félagi sínu Islandsmeistaratitilinn. Ljótt er ef satt er og gildir þá einu hvort slík orð eru sögð í ölæði eða ekki. Ef hér er hins vegar um óábyrgan aðila að ræða er auðvitað fráleitt að rjúka með málið í fjölmiðla og þeim til vansa sem þar eiga hlut að máli. Sem félagi í KR og hluthafi í KR- Sport gerir Víkverji þá kröfu til for- svarsmanna KR að komist verði til botns í þessu máli og ef satt reynist, að hér sé um þungavigtarmann í fé- laginu að ræða, verði viðkomandi tafarlaust látinn víkja úr stjórninni. Það verður að hreinsa félagið af þessum áburði enda er uppákoma af þessu tagi aðeins vatn á myllu and- stæðinga KR-inga og nóg komið af ávirðingum í garð KR úr þeirri átt. Víkverji vill hins vegar nota tæki- færið og þakka Andra Sigþórssyni fyrir stórkostlegan feril og vel unnin störf í þágu Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Andri hefur ávallt haldið merki KR hátt á lofti, innan vallar sem utan, verið einn jákvæð- asti talsmaður félagsins og glæsi- legur fulltrúi leikmanna hvar sem hann hefur komið. Víkverji er sann- færður um að hann talar fyrir hönd yfirgnæfandi meirihluta KR-inga þegar hann óskar Andra velfarnað- ar á komandi árum, í von um að hann eigi eftir að leika aftur í KR- treyjunni og enda ferilinn með gamla, góða KR þegar hann snýr aftur heim að loknum löngum og gifturíkum ferli í atvinnumennsk- unni. xxx KUNNINGI Víkverja lagði nýverið land undir fót og hélt í sumarfrí til Austurlanda fjær ásamt eiginkonu sinni. Ferðina pantaði hann hjá hérlendri ferðaskrifstofu með góðum fyrirvara, eða ríflega hálfu ári fyrir brottför. Um svokall- aða pakkaferð var að ræða, þar sem flogið var frá Islandi til London en þaðan á áfangastað. I bæklingi ferðaskrifstofunnar var gefið upp ákveðið verð á „pakk- anum“ þar sem innifalið var flug alla leið og gisting. Þegar hins vegar kom að skuldadögum var kunningj- anum tjáð að hann þyrfti að reiða fram meira fé fyrir flugið til London þar sem ekki hefðu fengist sæti fyrir hann og frúna á réttum ,jklassa“ á tilteknum brottfarardegi. I einfeldni sinni greiddi kunninginn möglunar- laust það sem upp á vantaði og átti góðar stundir í Áusturlöndum fjær. Nú spyr hann sig hins vegar: Er það ekki ferðaskrifstofunnar að koma fólki á áfangastað fyrir það verð sem auglýst er, sérstaklega þegar brott- för og heimkoma liggur fyrir með ríflega hálfs árs fyrirvara? Á hann að bera aukakostnað af því að ferða- skrifstofan stendur ekki í stykkinu? Kunninginn hefur reyndar ekki leit- að skýringa á þessu hjá viðkomandi ferðaskrifstofu en býður í grun að réttarstaða hann í málinu sé heldur rýr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.