Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 2
L
2 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000__________________________________ _____________ MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gæslu-
varðhald
framlengt
til 19. okt.
HÆSTIRÉTTUR hefur stað-
fest úrskurð héraðsdóms um
framlengingu á gæsluvarð-
haldi tveggja manna til 19.
október næstkomandi vegna
rannsóknar á innflutningi á
miklu magni fíkniefna.
Urskurðurinn er kveðinn
upp á grundvelli a. liðs 103.
gr. laga nr. 19/1991. Fram
kemur í forsendum hins
kærða úrskurðar að rannsókn
málsins sé enn ólokið og ætla
megi að hinir kærðu geti tor-
veldað rannsókn málsins ef
þeir endurheimti frelsi sitt.
Reykjagarði stefnt vegna kampýlóbaktersýkingar
Krefjast bóta
vegna sýktra
kjúklinga
JÓN Magnússon hrl. hefur, fyrir
hönd sambýlisfólks í Reykjavík,
stefnt Reykjagarði hf. í Mosfellsbæ
og krafist skaða- og miskabóta
vegna kampýlóbaktersýkingar sem
fólkið varð fyrir. Rekja þau sýking-
una til ófrysts Holtakjúklings sem
þau keyptu í matvöruverslun á höf-
uðborgarsvæðinu 24. apríl sl. og
matreiddu síðar sama dag.
Málið er rekið af hálfu Neytenda-
samtakanna.
I stefnu segir að stefnendur hafi
tekið kjúklinginn með sér í sam-
kvæmi þar sem var grillað. Kjúkling-
ur stefnenda var síðan matreiddur á
grilli og neyttu þau hans ein. Er tek-
ið fram að stefnendur voru þeir einu
sem smituðust af þeim sem í sam-
kvæminu voru og því sé útilokað að
um krosssmitun hafi verið að ræða.
Konan veiktist tveimur dögum síð-
ar og karlinn á þriðja degi. Voru þau
send með sjúkrabíl á bráðamóttöku
og við rannsókn á sýklafræðideild
Landspítala - háskólasjúkrahúss
kom í ljós að þau höfðu smitast af
svonefndum kampýlóbakter-sýkli.
Átti fólkið við veikindi og verulegar
þjáningar að stríða í rúma viku og
náðu, skv. stefnunni, ekki fullum
líkamlegum styrk og úthaldi fyrr en
um haustið.
Sambýlisfólkið segir að sér hafi
ekki verið kunnugt um að sýkillinn
væri til staðar í kjúklingum fram-
leiddum af Reykjagarði en fyrirtæk-
inu hafi hins vegar verið fullkunnugt
um að umrætt smit væri algengt í
framleiðsluvöni þess.
Samtals eru dómkröfur stefnenda
vegna málsins ríflega 244 þúsund
krónur og þess getið að ki-öfugerð sé
mjög stillt í hóf. Er málið rekið fyrir
atbeina Neytendasamtakanna.
I greinai-gerð Gests Jónssonar
lögmanns fyrir hönd Reykjagarðs er
þess krafist að kröfum stefnenda
verði vísað írá Héraðsdómi Reykja-
víkur en til vara krefst hann sýknu af
öllum kröfum. Vísar lögmaðurinn
málatilbúnaði sambýlisfólksins á bug
og mótmælir því að kjúklingalærin,
sem .stefnendur keyptu, hafi verið
sýkt af kampýlóbakter. Jafnframt er
því mótmælt sem ósönnuðu að or-
sakatengsl séu á milli sýkingar
stefnenda og kaupa þeirra eða
neyslu á framleiðsluvöru stefnda.
Þá segh- hann það rangt sem komi
fram í stefnu að engar sérstakar var-
úðarmerkingar eða meðferðarmerk-
ingar hafi verið á umbúðum vörunn-
ar.
Þvert á móti sé tekið fram á lím-
miða á umbúðum að gæta verði þess
að hrátt kjúklingakjöt og vökvi úr
því komist ekki í snertingu við aðra
matvöru, matreiðsluáhöld og búnað.
Kjötið skuli gegnumsteikja eða ,
sjóða.
Málið var tekið fyiir í Héraðsdómi
Reykjavikur í gær en frestað til ]
næsta mánaðar.
fslenskt löndunargengi fengið til Þýskalands
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
Löndunargengið frá Djúpakletti á Grundarfirði sem fór til Bremen. Slawek Niescier, Darek Niescier, Karl Jó-
hann Jóhannsson og Þórður Magnússon.
Landað á margfalt styttri tíma
LÖNDUNARGENGI frá fyrirtæk-
inu Djúpakletti á Grundarfirði fór
fyrir helgi til Bremen í Þýskalandi
og landaði þar afla af ísfiskstogara
en að sögn Þórðar Magnússonar,
eiganda Djúpakletts, var mann-
skapur frá þeim fenginn til Þýska-
lands í kjölfar ábendinga frá ís-
lenskum sjómönnum um að löndun
afla gengi mun hraðar fyrir sig á
íslandi.
„Islensku sjómennirnir sem hafa
verið að landa þarna úti bentu þeim
á að við værum miklu færri í lönd-
uninni á Grundarfirði og að við
gerðum þetta miklu, miklu hraðar.
Þá vorum við fengnir til að koma og
sýna að þetta væri hægt og til að
kennaþeim handbrögðin," segir
Þórður.
Hann segir að sá fjögurra manna
hópur sem fór fráþeim til Bremen
hafí landað 165 tonnum af karfa á
níu klukkustundum og þar af hafí
30 tonn verið laus. Það geri 36
vinnustundir sem sé margfalt styttri
tími en þekkist þarna.
Keyrum okkur upp í
ákveðna stemmningu
Þórður segist ekki geta útskýrt
nákvæmlega hvað það er sem þeir
geri öðruvísi við löndunina en segir
að Þjóðveijarnir hafi fylgst vel með
og myndað allt í bak og fyrir, bæði
tekið Ijósmyndir og kvikmyndir.
„Við erum náttúrulega með mjög
góðar græjur og svo gerum við
þetta bara eins vel og við getum,
leggjum allt kapp á það. Við tökum
aldrei mat og aldrei kaffi fyrr en
skipið er búið.Við forum ekki frá
skipinu fyrr en verkinu er lokið.
Það er ekki einu sinni farið á sal-
ernið,“ segir Þórður og bætir því við
að vissulega séu þeir þreyttir að
loknu verki en líka ánægðir enda sé
þetta vinnuaðferð sem þeir velji
sjálfir og finnist afbragðsgóð. Þarna
nái þeir að keyra sig upp í ákveðna
stemmningu til þess að geta unnið
verkið hratt og örugglega.
Galdurinn er einfaldur
Þórður segir að galdurinn við
þennan árangur sé einfaldur en
hann sé að borga hópnum ákveðna
krónutölu fyrir hverja Iöndun. Þá sé
það undir mönnunum sjálfum komið
hversu margir séu í hópnum og eins
hversu langur tími sé tekinn í verk-
ið.
„Þá er það löndunargengið sem
fær allan hagnaðinn af því að vera
fámennt og að vinna þetta hratt,“
segir Þórður.
Borgin semur um símaþjónustu
við Islandssíma
Sparar 5 millj-
ónir kr. á ári
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti samhljóða í gær að ganga til
samninga við Íslandssíma hf. um
símaþjónustu fyrir Reykjavíkui'borg
á grundvelli afsláttartilboðs frá fyrir-
tækinu. Fjármáladeild borgarinnar
telur að sparnaður borgarinnar nemi
að minnsta kosti 5 milljónum. Vegna
undirbúnings ijárhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár
óskaði fjármáladeild borgarinnar eft-
ir tilboðum á gjöldum fyrir tiltekna
símaþjónustu hjá Landssímanum og
Islandssíma. Bæði íyrirtækin gerðu
afsláttartilboð og fjámáladeildin
mat tilboð Islandssíma hagstæðara.
Miðað við lauslegan útreikning deild-
arinnar er gert ráð fyrir að sparnað-
ur fyrirtækja og stofnana borgarinn-
ar nemi að minnsta kosti 5 milljónum
kr. á ársgrundvelli. Borgarráð sam-
þykkti í gær samhljóða tillögu stjóm-
ar Innkaupastofnunar Reykjavíkur-
borgar um að ganga tíl samninga við
Íslandssíma um rammasamning a
grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
Gert er ráð fyrir að samningurinn |
gildi í eitt ár eða þar til útboð á allri I
síma-, fjarskipta- og gagnaflutnings- |
þjónustu fyrir borgina hefur farið
fram. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins létu bóka við afgreiðslu
málsins að þeir legðu áherslu á að
lokið yrði hið fyrsta við gerð útboðs-
gagna þannig að unnt yrði að bjóða
þessi viðskipti út fljótlega á næsta
ári. Rammasamningurinn við
Íslandssíma væri því bráðabirgða-
ráðstöfun þar til formlegt útboð færi |
fram.
Esjuberg selt
undir frum-
kvöðlasetur
REYKJAVÍKURBORG hefur
ákveðið að ganga að tilboði
Esjubergs ehf. í húseignina
Þingholtsstræti 29a. Esjuberg
ehf. er í eigu Guðjóns Más Guð-
jónssonar í OZ sem hyggst
stofna þar frumkvöðlasetur.
Borgarbókasafnið er flutt úr
Þingholtsstræti 29a, húsinu
Esjubergi, og var það nýlega
auglýst til sölu. Einkahlutafélag-
ið Esjuberg bauð best, 70 millj-
ónir kr., og samþykkti borgarráð
Reykjavíkur samhljóða í gær að
taka tilboðinu. Fram hefur kom-
ið að Guðjón Már hyggst koma
upp frumkvöðlasetri fyrir ungt
fólk í húsinu og í borgarráði í
gær kom fram að hann hefði
tryggt sér stuðning annarra ein-
staklinga og fyrirtækja til þess.
Þarna á að verða miðstöð fyrir
frumkvöðla og hugvitsfólk fram-
tíðarinnar á sviði hátækni. Setr-
inu er ætlað að hvetja ungmenni
á aldrinum ellefu til átján ára til
dáða og rækta með þeim frum-
kvöðlahugsun.
Sérblöð í dag
jHovannHubiíi
L
Á
úrVERJNU
J
§
►í VERINU í dag er m.a. sagt frá hækkandi verði á salt-
fískmörkuðum í Evrópu, uppbyggingu sjávarútvegs í
Brasiliu með aðstoð íslendinga og olíusölu úti á sjó, auk
þess sem fjallað er um bleikjueldi á Nauteyri.
www.mbLis
Islenska ungmennaliðið fékk
háðulega útreið/C3
Knattspyrnukonur í atvinnu-
mennsku í Bandaríkjunum/C4
► Teiknimyndasögur
► Myndir
► Þrautir
► Brandarar
► Sögur
► Pennavinir