Morgunblaðið - 11.10.2000, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Stjórnvöld geti hljóðritað
samtöl sem þeim berast
SAMGÖNGURÁÐHERRA lagði til
að rýmkuð yrði aðferð við að tilkynna
hljóðritun símtals með frumvarpi til
laga um breytingu á lögum um
fjarskipti sem hann lagði fram á
fundi ríkisstjómar í gær. Gildandi
fjarskiptalög, sem samþykkt voru á
síðasta ári skömmu fyrir jólaleyfi
þingmanna, kveða á um að hljóðritun
samtals skuli ekki fara fram án vitn-
eskju hlutaðeigandi aðila. Breyting-
artillagan felur í sér að tilkynninga-
skyldan fellur niður hafi verið samið
um hljóðritun símtala í viðskipta-
samningi.
í frumvarpinu er einnig gert ráð
fyrir því að stjómvöld geti að upp-
fylltum vissum skilyrðum, undir eft-
irliti Persónuverndar, hljóðritað
samtöl sem þeim berast.
í fréttatilkynningu frá samgöng-
uráðuneyti kemur einnig fram að
ákvæði núgildandi laga, um tilkynn-
ingaskyldu við hljóðritun samtals,
hafi sætt gagnrýni nokkurra fjöl-
miðlamanna þar sem þeir lögðu til að
ákvæðið yrði numið brott úr lögum.
Þá segir að samgöngunefnd hafi fjall-
að nokkuð um málið eftir að athuga-
semdir komu fram en að lögunum var
hins vegar ekki breytt á síðastliðnu
þingi.
„Samgönguráðuneytið hefur
kannað æskilegar breytingar á
ákvæði 3. mgr. 44. gr. svo komið verði
til móts við mismunandi sjónarmið. í
því sambandi hefur verið leitað til
dóms- ogkirkjumálaráðuneytisins og
tölvunefndar sem styður frumvarpið.
I meginatriðum var niðurstaðan sú
með hliðsjón af rétti manna til einka-
lífs að halda skuli við fyrra markmið
um að hljóðritun samtals fari ekki
fram án vitneskju hlutaðeigandi að-
ila," segir í fréttatilkynningunni.
Kærunefnd út-
boðsmála
Álitsgjafí
fyrir fjár-
málaráðu-
neytið
ÞAÐ kemur í hlut fjármálaráðuneyt-
isins að úrskurða hvort tekið verði
tillit til kæru Herjólfs hf. vegna ný-
legs útboðs Vegagerðarinnar á sigl-
ingum með Eyjaferjunni. Ráðuneyt-
ið mun byggja sína niðurstöðu á áliti
kærunefndar útboðsmála, en nefnd-
in sem slík mun ekki kveða upp úr-
skurðinn, eins og skilja hefur mátt í
fregnum af málinu til þessa, heldur
aðeins gefa álit. Úrskurðir ráðuneyt-
isins hafa þó ekki verið á skjön við
álit nefndarinnar til þessa, enda álit-
in vel og ítarlega rökstudd.
Páll Sigurðsson lagaprófessor er
formaður kærunefndarinnar. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið að
það gæti tekið nefndina nokkrar vik-
ur að fjalla um málið. Afla þyrfti
gagna frá bæði Vegagerðinni og
Herjólfi hf. þar sem hvor aðili fengi
m.a. tækifæri til að tjá sig um svör
hins.
Aðspurður hvort fordæmi væru
fyrir því að útboð yrðu dæmd ógild, í
ljósi niðurstöðu kærunefndar og
ráðuneytis, sagði Páll niðurstöður
hafa verið á ýmsa vegu í gegnum tíð-
ina. Hvort endurtaka þurfi útboð fer
eftir því hvort samningar liggja fyrir
eða ekki. Hafi samningur verið gerð-
ur getur fjármálaráðuneytið ekki
ógilt hann.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni var eingöngu búið að
samþykkja tilboð Samskipa í sigling-
ar Heijólfs og samningagerð því
ólokið. Samningsform er inni í til-
boðsgögnum og litið er á samþykkt
tilboðs sem ígildi samnings. Frá-
gangi samnings var þó frestað vegna
kæru Herjólfsmanna, eins og Morg-
unblaðið greindi frá í gær.
Morgunblaðið/RAX
Bílatalning eða
lært heima?
ÞAÐ var kátt á hjalla hjá yngstu
nemendum í Hli'ðaskóla í gær-
morgun. Ekki lá þó alveg ljóst
fyrir hvort þessir fyrirmyndar-
nemendur voru á kafi í heima-
verkefnum eða þeim hafí verið
sett fyrir að telja bfla sem óku
fram hjá.
Morgunblaðið/Einar Falur
Björn Bjarnason menntamálaráðherra ávarpar Eric Lang, for-
stjóra Waldorf-Astoria, og aðra gesti og bendir út á styttu
Nínu Sæmundsson yfir dyraskyggni hótelsins. Á píanói Cole
Porters stendur styttan Ung móðir sem ættingjar Nínu Sæ-
mundsson lána hótelinu.
Stytta Nínu Sæmunds-
son á Waldorf-
Astoria endurvígð
New York. Morgunblaðið.
AFREKSHUGUR, stytta mynd-
höggvarans Nínu Sæmundsson,
var endurvígð á Waldorf-
Astoria hótelinu í New York í
gær. Styttan hefur staðið yfir
aðaianddyri hótelsins allt frá
árinu 1931 en þá vann Nína
samkeppni sem 400 listamenn
tóku þátt í um táknmynd hót-
elsins.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra hélt stutta tölu og af-
henti Eric Lang, forstjóra Wal-
dorf-Astoria, til láns aðra styttu
eftir Nfnu, Unga móður. Verið
er að hanna sérstakan minning-
arskjöld sem settur verður upp
á áberandi stað við inngang
hótelsins, þar sem fram kemur
að styttan Afrekshugur, eða
The Spirit of Achievement, sé
verk íslenska myndhöggvarans
Nínu Sæmundsson. Endur-
vígslan var hluti af dagskrá
landafundanefndar og á meðan
á henni stóð blakti íslenski fán-
inn ásamt þeim bandaríska við
hún yfir anddyri hótelsins.
Athöfninni á Waldorf-Astoria
lauk með því að Egill Ólafsson
og Tríó Bjöms Thoroddsen
fluttu lagið Night and Day eftir
Cole Porter en hann var vinur
og aðdáandi Nínu.
„Þetta var alveg sérstök
stund og dásamlegt að við
skyldum geta minnst Nínu hér í
dag. Islendingar mega vera
stoltir af henni,“ sagði Ríkey
Ríkarðsdóttir, ættingi listakon-
unnar, í samtali við Morgun-
blaðið að athöfninni lokinni.
Bankastjóri Búnaðarbanka svarar gagnrýni stjórnarformanns Byggðastofnunar
Flytja hefði átt alla starf-
semina til Sauðárkróks
BANKASTJÓRI Búnaðarbankans
vísar þeirri gagnrýni Kristins H.
Gunnarssonar, stjómarformanns
Byggðastofnunar, á bug að bankarn-
ir hafi sýnt áhugaleysi á fjárfesting-
um á landsbyggðinni og viðskiptum
við fyrirtæki þar. Kristinn kom íram
með þessa gagnrýni á nýlegum
fundi með verk- og tæknifræðingum,
og greint var frá í Morgunblaðinu í
gær. Á móti gagnrýnir t.d. banka-
stjóri Búnaðarbankans þau áform
Byggðastofnunar að flytja ekki alla
starfsemina til Sauðárkróks og færa
bankastarfsemi til Bolungarvíkur.
Stefán Pálsson, bankastjóri Bún-
aðarbankans, sagði við Morgunblað-
ið að gagnrýni Kristins byggðistekki
á raunveruleikanum hvað Búnaðar-
bankann snerti.
„Við höfum verið að stórauka t.d.
lán til sjávarútvegsfyrirtækja á
landsbyggðinni á undanfómum ár-
um.
Ég kannast ekki við það að bank-
inn sýni lítinn áhuga á viðskiptum
við fyrirtæki á landsbyggðinni. Við
erum með útibú víða um land og þar
em fyrirtækin á viðkomandi stöðum
í miklum viðskiptum við okkur,“
sagði Stefán.
Stefán benti á að öflugt útibú væri
starfrækt á Sauðárkróki, hið stærsta
á landsbyggðinni. Hann sagðist eiga
erfitt með að skilja þau áform
Byggðastofnunar að flytja stofnun-
ina til Sauðárkróks en færa inn-
heimtustarfsemina til Bolungarvík-
„Mér finnst eðlilegt að við flutning
stofnana út á land sé öll starfsemin
á þeim stað sem flutt er til. Það er
eðlilegt að sá staður njóti þeirra við-
skipta sem þeim stofnunum fylgja/
sagði Stefán og vísaði m.a. til góðrar
reynslu af flutningi Lánasjóðs land-
búnaðarins til Selfoss þar sem
bankastarfsemin fluttist með.
Ekki náðist í Halldór J. Kristjáns-
son, bankastjóra Landsbankans, i
gær til að leita viðbragða hans við
gagnrýni Kristins.
Meirihluti borgarráðs samþykkti tillögu minnihlutans í umferðarmálum með breytingum
MEIRIHLUTI borgarráðs Reykjavíkur sam-
þykkti í gær breytingartillögu við tillögu
borgarráðsfulltrúa minnihlutans um umferð-
armál og aðgerðir til að dreifa umferðarálagi
á háannatímum. Borgarráðsfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins sátu hjá við afgreiðsluna þar
sem þeir töldu að með breytingum á tillögu
þeirra væri Reykjavíkurlistinn að drepa mál-
inu á dreif.
í upphaflegri tillögu sjálfstæðismanna var
vakin athygli á því ófremdarástandi sem skap-
ast hefur vegna þess að gatnakerfi borgar-
innar annar ekki þeim mikla umferðarþunga
sem er á álagstímum og bent á að búast megi
við að ástandið versni þegar kemur fram á
vetur. Lagt var til að leitað yrði eftir sam-
starfi við skóla, stofnanir og fyrirtæki í borg-
inni til að kanna hvemig betur megi dreifa
umferðarálagi á háannatímum. I breytingar-
tillögu Reykjavíkurlistans, sem samþykkt var,
er því bætt við að mikilvægt sé að ríkið tryggi
þau fjárframlög sem ætluð voru á vegaáætlun
Bætt við áskorun
á þingmenn
til framkvæmda við stofnbrautir í Reykjavík
en skeri þau ekki niður. Skorað er á þingmenn
Reykjavíkur að standa vörð um hagsmuni höf-
uðborgarinnar. Þá er samgöngunefnd borgar-
innar falið að vinna að málinu í samvinnu við
þær stofnanir sem hlut eiga að máli en ekki
sérstökum starfshópi sem gert var ráð fyrir í
upphaflegri tillögu sjálfstæðismanna.
Drepa málinu á dreif
Sjálfstæðismenn létu bóka að þeir teldu að
með samþykkt breyttrar tillögu væri vinstri
meirihlutinn í borgarráði að drepa málinu á
dreif. „Upphafleg tillaga okkar gengur út á
það að vinna með skýrum og afdráttarlausum
hætti að þeim vandamálum sem við blasa í
dag. Við vildum ekki blanda inn í þá umræðu
væntanlegum framkvæmdum eða þeim skipu-
lagsmistökum sem R-listinn stóð að fyrir
þremur árum, að hafa ekki mislæg gatnamót á
mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubraut-
ar. Þau mistök eru þegar orðin Reykvíkingum
mjög dýrkeypt,“ sagði Inga Jóna Þórðardótt-
ir, oddviti borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
í gær þegar hún var spurð að því hvers vegna
fulltrúar flokksins hefðu ekki greitt atkvæði
með breytingartillögu Reykjavíkurlistans.
„Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart. Þau
treysta sér ekki til þess að taka á kjarna máls-
ins. Órækasti vottur um það er að málið skuli
vera falið nýrri nefnd borgarinnar sem ekki er
búið að stofna. Það fylgir ekki meiri hugur
máli en þetta,“ segir Inga Jóna.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans
létu bóka eftirfarandi þegar niðurstaða niáls-
ins lá fyrir og sjálfstæðismenn höfðu bókað
viðbrögð sín: „Breytingartillaga Reykjavíkur-
listans breytir í engu þeim áherslum að skoð-
aðar verði leiðir til að dreifa umferðarálagi í
borginni. Það er því furðulegt að fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í borgarráði hlaupist a
brott frá tillögu sinni þegar við hana er bæt
því atriði sem helst ógnar umferðaröryggi i
borginni, nefnilega ítrekaður niðurskurður
ráðherra Sjálfstæðisflokks á vegafé til höfuð-
borgarsvæðisins. Sú afstaða opinberar meo
skýrum hætti þá sýndarmennsku sem í til-
löguflutningi Sjálfstæðisílokksins felst.“
1