Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samningur
um Geðrækt
undirritaður
Kynningarfundur um Geðrækt,
samstarfsverkefni Geðhjálpar, geðsviðs
Landspítala - háskólasjúkrahúss og
Landlæknisembættisins, var haldinn í gær
og verkefninu formlega ýtt úr vör.
VERKEFNIÐ er hið umfangs-
mesta á sviði fræðslu og forvarna í
geðheilbrigðismálum sem ráðist hef-
Jlt'cöilí/' jíetI8’'stahðá3' yirr í þrjú ár.
Geðrækt er ætlað að efla meðvitund
almennings, félaga og fyrirtækja um
geðheilbrigði.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir stýrði fundinum og ávarpaði
fundargesti. Sigurður sagði það
löngu tímabært að ræða af fullri al-
vöru um geðsjúkdóma á Islandi og
að þjóðfélagið væri nú tilbúið að
taka á þeim af skynsemi og með
sömu aðgerðum og gert er hvað aðra
sjúkdóma varðar. Sigurður minnti
einnig á sláandi niðurstöður athug-
ana Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
arinnar um að á meðal tíu helstu or-
sakavalda örorku í heiminum eru
fimm tegundir geðraskana. Sigurð-
ur sagði þessar tölur benda á hversu
málið væri víðtækt og því full þörf á
þeirri vinnu sem nú værí að hefjast
með geðræktinni: „Þetta átak á ekki
einungis að beinast að því að verjast
geðsjúkdómum heldur einnig að efla
geðheilbrigði." Hannes Pétursson,
prófessor í geðlækningum, sviðs-
stjóri geðsviðs Landspítala - há-
skólasjúkrahúss, sté næstur í pontu.
Hannes sagði ljóst að geðsjúkdómar
og geðrænir kvillar væru afar al-
gengir og vægi þeirra í heilbrigðis-
þjónustu og almennt í heilbrigði
samfélagsins ætti eftir að fara mjög
vaxandi á næstu árum og áratugum.
„Það er enginn vafi á því að þessir
kvillar valda einstaklingum, ættingj-
um þeirra MgHyJdW'Ux’ílÍjíte
um. Það hefur þó farið minna fyrir
þeirri umræðu að þessi útbreiddu og
alvarlegu veikindi valda einnig mik-
illi samfélagslegri byrði og kostn-
aði,“ sagði Hannes og skýrði frá
sænskum rannsóknarniðurstöðum
þar sem kom fram að beinn og
óbeinn kostnaður af þunglyndi kost-
aði sænska þjóðfélagið árlega nær
3% vergrar þjóðarframleiðslu. Þess-
ar niðurstöður koma heim og saman
við niðurstöður nefndar á vegum
Evrópusambandsins. Séu þessar töl-
ur umreiknaðar á íslenskt samfélag
má samkvæmt fréttariti Geðræktar
áætla að árið 1998 hafi geðraskanir
kostað þjóðina um 20 milljarða þar
sem heildaraðgengi geðraskana á
íslandi er talið vera 22%, þ.e. um
50.000 Islendingar sem þjáist af geð-
rænum kvillum á hverjum tíma.
„Góð geðheilsa er ekki einungis það
dýrmætasta sem einstaklingurinn á
heldur er hún einnig dýrmæt auð-
lind fyrir samfélagið. Leggja þarf
áherslu á ræktun og viðhald góðrar
geðheilsu í atvinnulífi, í skólakerfinu
og í heilbrigðisþjónustunni," sagði
Hannes að lokum.
Eydís Sveinbjarnardóttir formað-
ur Geðhjálpar, minnti fundargesti á
að það væri jafn mikilvægt að rækta
sálina eins og líkamann. „I hraða og
firringu nútímasamfélags er nauð-
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
F.v. Hannes Pétursson, Jónína Benediktsdóttir, Tinna Traustadóttir, Sigurður Guðmundsson, Helgi S. Guð-
mundsson, Þorgeir Þorgeirsson og Eydís Sveinbjarnardóttir.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Héðinn Unnsteinsson
synlegt að leggja rækt við sjálfan
sig. Það er hægt að gera á margan
hátt t.d. með álagsstjórnun í dag-
legu lífi, það að kunna að þiggja og
gefa tilfinningalegan stuðning undir
erfiðum kringumstæðum. Óteljandi
leiðir eru til þess að stunda geðrækt
og verður hver og einn að hugsa að
sínum eigin þörfum og aðstæðum við
val á leið sem hentar honum til að ná
árangri," sagði Eydís m.a. í ræðu
sinni.
Héðinn Unnsteinsson, verkefnis-
stjóri Geðræktar rakti forsögu verk-
efnisins, allt frá því er hugmyndin
kveiknaði í maí mánuði í fyrra og allt
að undirritun samningsins í dag.
Héðinn lagði áherslu á að Geðrækt-
arverkefnið snérist um geðheilsu en
ekki geðröskun og stæði því okkur
öllum nærri. „Það sem við ætlum
okkur að gera er mjög viðamikið.
Við munum fara með fræðslu og for-
varnir inn á öll skólastig, inn á
vinnustaði og fyrirtæki, stofnanir og
almenning allan. Við viljum tengja
verkefnið list og menningu og
stunda alþjóðlegt samstarf sem er
starfinu mikilvægt því þaðan fáum
við hugmyndir og grundvöll til að
koma hugmyndum okkar á fram-
færi,“ sagði Héðinn og hlakkaði til
að takast á við dagskrána.
Ged.is vefurinn opnaður
Til að efla skilning almennings á
geðheilsu og þýðingu geðræktar og
forvarna gegn geðsjúkdómum þarf
að auka fræðslu til almennings. í
þeim tilgangi var vefur Geðhjálpar,
ged.is, settur á laggirnar. Örn Arn-
arson sundkappi opnaði vefinn form-
lega en á honum er að finna viðam-
iklar upplýsingar um
geðheilbrigðismál, þ.e. geðrækt,
geðsjúkdóma, sjálfshjálparhópa auk
upplýsinga fyrir aðstandendur og
tilkynningar um listviðburði.
Markmið Geðræktar voru því
næst kynnt en þau eru m.a. að bæta
líðan almennings og auka geðheil-
brigðisvitund landsmanna, auka for-
varnir og fræðslu um geðsjúkdóma
og geðheilbrigði sem og að draga úr
samfélagslegri byrði og kostnaði
vegna geðraskana. Verkefnið er að
mestu fjármagnað af íslenskum fyr-
irtækjum; íslenskri erfðagreiningu,
Delta, Landsbankanum og Planet
Pulse og undirrituðu fulltrúai- fyrir-
tækjanna, þau Þorgeir Þorgeirsson,
formaður framkvæmdasviðs Is-
lenskrar erfðagreiningar, Tinna
Traustadóttir, markaðsfulltrúi
Delta, Helgi S. Guðmundsson, for-
maður bankaráðs Landsbankans og
Jónina Benediktsdóttir, eigandi
Planet Pulse,kostunarsamning við
sama tækifæri.
Morgunblaðið/Kristinn
Helgi Seljan, Sigurður Guðmundsson landlæknir og Ásta Möller voru meðal þeirra sem sóttu
hátíðarfund í Tjarnarsal Ráðhússins.
ÁHUGAFÓLK um bætta geð-
heilsu safnaðist saman í fjölda-
göngu við Hallgrímskirkju á al-
þjóðlegum degi geðheilbrigðis í
gær. Trommuleikari Lúðrasveitar
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
gekk í broddi fylkingar. Göngu-
menn skýldu andliti sínu með
pokum og gengu þannig huldir
sjónum vegfarenda niður Skóla-
vörðustíg og Bankastræti að Ráð-
húsi Reykjavíkur. Þegar þangað
var komið sviptu göngumenn af
sér pokunum og köstuðu á bál
sem logaði fyrir utan Ráðhúsið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Pokunum var varpað á eld sem tákn um upprætingu fordóma.
Valdimarssonar. Helga Matthild-
ur Jónsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur hjá Heilsuvernd ehf., flutti fyr-
irlestur um líðan fólks á
vinnustað. Þá kynnti klúbburinn
Geysir starfsemi sína og Héðinn
Unnsteinsson, verkefnisstjóri
Geðræktar, rak smiðshöggið á
velheppnaðan dag þegar hann
kynnti markmið og starfsemi
verkefnisins. í tilefni dagsins var
einnig opið hús hjá Geðverndar-
félagi íslands, Geðhjálp, Vin,
athvarfinu Dvöl í Kópavogi og
klúbbnum Geysi.
Táknrænn dagur til að
eyða fordómum
Þetta var táknrænn vottur um
upprætingu fordóma gegn geð-
sjúkum en einnig vísan í félags-
lega einangrun sem margir
þeirra sem þjást af geðröskunum
takast á við.
Við inngang Ráðhússins lék
Lúðrasveit TónlistarskóIa Hafn-
arfjarðar. í Tjarnarsal Ráðhúss-
ins fór fram hátiðarsamkoma þar
sem Helgi Seljan fundarstjóri
setti hátíðarfundinn áður en tónl-
istardagskrá og fyrirlestrar hóf-
ust. Auður Hafsteinsdóttir fiðlu-
leikari lék við undirleik Guðríðar
Sigurðardóttur og Bergþór Páls-
son og Helgi Björnsson sungu
nnrliKlaíIr KÍ*lH 911«