Morgunblaðið - 11.10.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 11.10.2000, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÖBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Geir H. Haarde kynnti fjárlagafrumvarpið á sjúkrahúsi: Veikur fjármálaráðherra boðar sterk fjárlög - og 30 milljarða afgang - aldraðir og öryrkjar fái sitt ' Þetta er bara biðlistalýðurinn, hæstvirtur fjármálaráðherra, þau hafa aldrei séð ráð- herra telja peningana sína uppi í sjúkrarúmi. Ófaglært starfsfólk á Heilbrigðisstofnim Suðurlands Samþykktu sammng OFAGLÆRT starfsfólk á Heil- brigðisstofnun Suðurlands sam- þykkti fyrir helgi kjarasamning við ríkið með 36 atkvæðum gegn 2. Á kjörskrá voru 56. Þetta var þriðja atkvæðagreiðslan um samning við starfsfólkið en það felldi tvívegis samninga sem gerðir höfðu verið. Búið var að boða verkfall en til þess kemur ekki eftir að samningar tók- ust. Ingibjörg Sigtryggsdóttir, for- maður verkalýðsfélagsins Bárunn- ar/Þórs, sagðist telja að þetta væri viðunandi samningur en félagið hefði þó ekki náð fram öllum sínum kröfum. Það flækti nokkuð samn- ingsgerðina að fyrir tveimur árum var gerður innanhússamningur um viðbótargreiðslur til ófaglærðra starfsmanna. Ingibjörg sagði að eft- ir að samkomulag náðist um launa- röðun að teknu tilliti til þessa samn- ings hefði starfsfólkið fallist á nýjan kjarasamning. Eldri samningur rann út í lok maí í vor og er starfsfólkið því búið að vera samningslaust í allt sumar. Ingibjörg sagði að fólkið hefði tapað á því að fá ekki strax samning og hækkanir sem fylgdu honum en rík- ið hefði fallist á að greiða eingreiðslu sem kæmi til móts við þetta tap. Málþing um menntamál Rannsókn - ný- breytni - þróun Sigrún Ingimarsdóttir NÆSTA laugardag stendur Rann- sóknarstofnun Kennaraháskóla Islands fyrir fjórða málþingi sínu í húsnæði KHI við Stakka- hlíð. Málþingið ber yfir- skriftina: Rannsókn - nýbreytni - þróun. Sigrún Ingimarsdóttir kennari hefur haft umsjón með undirbúningi málþingsins. Hún var spurð hver væri tilgangurinn með þinginu? „Markmiðið er að kynna ýmis rannsóknar-, þróun- ar-, nýbreytni- og mats- verkefni, sem unnin hafa verið á sviði uppeldis- og menntunar. Þátttaka í þinginu er mikil, áttatíu og sjö erindi verða haldin þar. - Um hvað er helst rætt? „Mjög fjölbreytt málefni verða rædd, til dæmis verður fjallað um uppeldis- og tölvutækni, um skólaþróun og áherslur í skóla- starfi, um íslenskt mál, hljóð og málmyndun. Einnig verður talað um náttúrufræði og stærðfræði. Þetta er vettvangur sem endur- speglar fjölbreytni í starfi sem fram fer í skólum og uppeldis- stofnunum í dag og þar sem koma saman kennarar og uppeldis- fræðingar frá öllum skólastig- um.“ - Fara fram miklar rannsóknir varðandi skóla- og uppeldisstarf! „Uppeldis og tölvutækni er rauði þráðurinn í mörgum þeim erindum sem haldin verða á mál- þinginu. Um mikilvægi þess má nefna að í tungumálakennslu, einkum í norrænum málum, er tölvutækni orðin þýðingarmikil, svo dæmi sé tekið, því vissulega er tölvutæknin þýðingarmikil í mörgum öðrum greinum. Einnig má taka fram að tölvutæknin kemur inn í samstarf heimila og skóla, nemendur afla sér upplýs- inga á Netinu, t.d. í náttúrufræði, og þannig mætti telja.“ - Nota kennarar mikið Netið í sínu staríi? „Já, þeir gera það, en mættu reyna að tengja meira notkun efnis þaðan inn í sína kennslu. Spurningin er hins vegar hvernig það er gert. Netið getur og verið leið fyrir nemendur til að afla sér upplýsinga.“ - Nú er þetta fjórða málþingið sem Kennaraháskólinn stendur fyrir, er þetta mikilvægur þáttur í starfí Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans? „Segja má að í fyrra í hafi mál- þingið vaxið mjög mikið. Fyrstu tvö þingin voru fámennari enda var þá verið að feta sig í áfram á þessum vettvangi. Ég get nefnt að á öðru þinginu voru nítján er- indi, í fyrra voru sextíu og átta og fimm veggspjaldakynningar. í ár eru erindin sem sagt áttatíu og sjö og það eru tuttugu og tvær veggspjalda- og námsefniskynn- ingar.“ - Hvers vegna hefur umfangið aukist svona? „í fyrsta lagi eru fleiri sem standa að þessu og í öðru lagi sýnist mér að þetta þing sé komið til að vera, þetta sýnist nauðsynlegur vett- vangur til að kynna alla þá „flóru“ af verkefnum sem eru í gangi í skólum víðs vegar um landið.“ - Hverjir standað að þinginu? „Það er Félag leikskóla- kennara, Félag grunnskólakenn- ara, Félag framhaldsskólakenn- ara, Skólastjórafélag íslands, ► Sigrún Ingimarsdóttir fæddist í Kaupmannahöfn 1966. Hún ólst upp í Kópavoginum og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um þar árið 1986. Hún tók próf frá Kennaraháskóla íslands 1990 og hefur starfað að kennslu og við gerð námsefnis undanfarin ár. Nú starfar hún hjá Rannsókn- arstofnun Kennaraháskóla ís- lands. Sigrún á sæti í stjórn Flat- ar, félags stærðfræðikennara og er í ritstjórn Flatarmála, mál- gagns stærðfræðikennara. menntamálaráðuneytið, Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, Leikskólar Reykjavíkur, Þroskaþjálfafélag íslands og loks Rannsóknarstofn- un KHÍ, sem fyrr sagði.“ -Hafa þessir aðilar allir ekki annan sameiginlegan vettvang til þess að ræða saman ? „Þetta er allténd mjög mikil- vægur vettvangur til þess að allir þessir aðilar sendi fulltrúa á og ræði sameiginlega hvað er á döf- inni á hverju og einu félagi og hjá því fólki sem annast kennslu og uppeldisstarf á Islandi. Þess má geta að þingið er styrkt af menntamálaráðuneyti, Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, Kennara- sambandi Islands og Leikskólum Reykjavíkur." - Hvað er margt fólk sem sæk- ir þingið? „í fýrra voru það um 250 manns og núna gerum við ráð fyr- ir heldur fleiri." - Verður rætt um stöðu kenn- ara og uppeldismenntaðs fólks? „Menntun kennara og breyttar áherslur í skólastarfi eru eitt af viðfangsefnum þingsins. Mennt- unarmálin verða rædd frá ýmsum sjónarhornum, en á málþinginu verða erindi frá kennurum á öll- um skólastigum, allt frá leikskól- um upp í háskóla. Einnig tala þarna fulltrúar frá þroskaþjálf- um.“ -Er menntun kennara að verða fjölbreyttari? „Hún er örugglega að batna og verða margþættari. Þetta mál- þing sýnir að það er mikið verið að rannsaka og skoða og vinna í málum sem snerta menntun og kennslu." -Hvernig er þingið skipulagt? „Ljóst er að ekki geta allir hlustað á öll erindin. Því er búið að raða þessum 87 erind- um í sjö lotur, þannig að það eru sjö erindi flutt á sama tíma. Innan hverrar lotu eru fjór- ar málstofur. Heppilegt væri að fólk veldi sér málstofur og undir- byggi sig fyrir þingið, upplýsing- ar getur það fengið á vefslóðinni www.khi.is/khi/rkhi/malthing- 2000.htm Vettvangur sem endur- speglar fjölbreytni í uppeldis- og skólastarfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.