Morgunblaðið - 11.10.2000, Page 12

Morgunblaðið - 11.10.2000, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Nýja bungan myndast á Mýrdalsjökli sunnan undir Goðabungu sem ber hæst á myndinni. Þorsteinn Einarsson bendir á staðinn. Bunga blæs upp á Mýrdalsjökli Kramnik tekur forystuna í einvíginu gegn Kasparov SKAK NÝ bunga cr að myndast á Mýrdalsjökli, sunnan við Goða- bungu eða rátt við upptök Sól- heimajökuls. Magnús Tumi Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur telur að bungan kunni að tengjast auk- inni jarðhitavirkni sem varð síðast- liðið sumar. Þorsteinn Einarsson, leiðsögu- maður í snjósleðaferðum á Mýr- dalsjökli, segist fyrst hafa tekið eftir breytingum á jöklinum snemma í sumar. Bungan hafi blás- ið hratt upp að undanförnu og hann segist hafa séð mikla breyt- ingu í gær þegar hann fór til að líta á staðinn eftir hálfrar annarrar viku hlé. IÐNAÐARRÁÐHERRA kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær áætlun um gerð nákvæmra landmælingakorta og vamaraðgerða vegna landbrots í Kelduhverfi og Öxarfirði af völdum Jökulsár á Fjöllum. Jökulsá á Fjöll- um hefur verið að brjóta sér farveg til vesturs. Farvegurinn sem áin rennur um núna kallast Bakkahlaup og hefur hún runnið um hann í meginatriðum síðan 1907. Bakkahlaup á núna örfáa metra ófama til þess að rjúfa sér leið inn í Skjálftavatn. Margir telja að í framhaldi af því gæti áin átt greiða leið inn til vesturs í Kelduhverfi þar sem hún gæti ógnað þjóðveginum og löndum bænda. Einnig er verið að gera rannsóknir á austurhluta Bakkahlaupsins vegna nýtingar á há- hitasvæði sem þama er. Þetta em Magnús Tumi telur að breyting- in á jöklinum kunni að tengjast litlu eldgosi sem varð í jöklinum fyrir rúmu ári en það birtist mönn- um með óvæntu hlaupi í Jökulsá á Sólheimasandi. Fullyrðir Magnús Tumi að breytingin tengist ekki kvikuhreyfingum undir jöklinum. Telur hann að jökullinn sléttist aft- ur og kryppan hverfi með skriðinu á jöklinum og ekki sé hætta á hlaupi vegna þess. Þorsteinn Einarsson segir að norðvestan við bunguna hafi mynd- ast í sumar nýr sigketill. Er hann nokkuð stór en þó minni en gamli Sólheimaketillinn. Telur Þorsteinn að ketillinn sé 30-40 metra djúpur. rannsóknir sem miða að því að virkja háhitasvæðið í Öxarfirði með tilliti til þess að ná jarðgufu til iðnaðamota. Landbrot af völdum Jökulsár á Fjöll- um er talið geta stefnt framtíðaráætl- unum um uppbyggingu háhitasvæð- isins og framtíðarfyrirkomulagi vegastæða í mikla óvissu. Skortur er á nægilega nákvæmum landmæling- um á þessum slóðum til þess að spá fyrir um framtíðina. Vísindamenn hafa því ekki forsendur til þess að meta hver framtíðarþróunin getur orðið þama. Orkustofnun áætlar að það kosti um fimm milljónir króna að gera nákvæm kort þannig að hægt sé að áætla hvemig landbrot vegna Jök- ulsár á Fjöllum á láglendi í Keldu- hverfi og Öxarfirði þróast og gera varnaráætlanir í framhaldi af því. L o n d o n K ASP AROV-KRAMNIK 8.10-4.11.2000 VLADIMIR Kramnik hefur tekið forystuna í einvíginu gegn Garrí Kasparov eftir sigur með hvítu í annarri skákinni. Flestir áttu fyi-ir- fram von á sigri Kasparovs í einvíg- inu, en sigur Kramniks verður til þess að einvígi þessara skákrisa verður enn meira spennandi en ann- ars hefði orðið. Því fer þó auðvitað fjarri að staða Kasparovs í einvíginu geti kallast erfið. Þannig varð An- and fyrri til að vinna skák í einvíg- inu gegn Kasparov í New York 1995, en það varð einungis til þess að Kasparov tók á sig rögg, vann upp forskot Anands strax í næstu skák og náði fljótlega afgerandi for- ystu. Það verður spennandi að fylgj- ast með hvort leikurinn reynist hon- um jafnauðveldur að þessu sinni, eða hvort Kramnik hafi tekist að slá á annars óbilandi sjálfstraust Kasp- arovs með góðri frammistöðu sinni í fyrstu tveimur skákunum. Þá gæti það haft sitt að segja í þessu sam- bandi að Kasparov gerði sig sekan um þau sálfræðilegu mistök fyrir nokkrum áram að lýsa því yfir að Kramnik yrði arftaki sinn sem heimsmeistari í skák. Það verður spennandi að velta þessum mögu- leíkum fyrir sér fram að næstu skák, þriðju skák einvígisins, sem tefld verður á fimmtudaginn. Hér á eftir fylgir sigurskák Kramniks með skýringum Braga Kristjáns- sonar. Hvítt: Kramnik Svart: Kasparov Grúnfeldsvörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 - Áður fyrr var þessi leikur talinn vafasamur, vegna leppunarinnar, Bc8-g4. Þá var und- antekningalítð leikið 7. Bc4 í þessari stöðu, ásamt 8. Re2 o.s.frv. 7. - c5 8. Be3 - Kramnik kemur Kasparov á óvart í byrjuninni eins og í fyrstu skákinni. Hann mun ekki hafa leikið 8. Be3 í fyrri skákum. 8. - Da5 9. Dd2 Bg4 10. Hbl a6 11. Hxb7!? - Þessi leikur hefur ekki verið talinn góður fyrir hvítan. Betra var talið að leika 11. Hb3, t..d. 11. - b5 12. d5 Rd7 13. c4 b4 14. Dc2 Dc7 15. Rd2 Rb6 16. f4 a5 17. Bd3 a4 18. Hbl g5 19. f5 Be5 20. h3 Bg3+ 21. Kfl Bh5 22. e5 Dxe5 23. Re4 Dxf5+ 24. Kgl De5 25. Bxc5 b3 26. axb3 Rd7 27. Ba3 axb3 28. Hxb3 Dal+ 29. Dbl Hxa3 30. Hxa3 Dxa3 31. Rxg3 Bg6 32. Db7 0-0 33. Dxd7 Dxd3 og skák- inni, Timman-ívantsjúk, Linares 1992, lauk með jatntefli níu leikjum síðar. 11. - Bxf3 12. gxf3 Rc6 í skýring- um við fyrrnefnda skák taldi ívan- tsjúk þessa stöðu slæma fyrir hvít- an vegna þess að miðborð hans myndi hrynja. Kramnik er greini- lega á öðra máli. 13. Bc4 0-0 14. 0-0 cxd4 15. cxd4 Bxd4 16. Bd5 Bc3 Þegar hér var komið sögu átti Kramnik eftir 1 klukkustund og 43 mínútur til að ná 40 leikja markinu, en Kasparov 49 mínútur. Það er mjög óvenjulegt að sjá Kasparov í slíkum vandræðum í byrjuninni því að hann er talinn sá skákmeistari sem býr yfir yfirgrips- mestri þekkingu á því sviði skákar- innar. 17. Dcl - Kramnik hugsaði sig um í rúmar 40 mínútur um þennan leik. 17. -- Rd4 Kasparov lék þennan leik íljótt, en með honum fer hann út í endatafl, þar sem hann verður peði undir og í miklum vandræðum, m.a. vegna veikleika peðsins á f7. Til greina kemur að leika 17. - Hac8 í stöðunni. 18. Bxd4 Bxd4 19. Hxe7 Ha7 20. Hxa7 Bxa7 21. f4 Dd8 Umhugsun- artími teflenda er nánast orðinn jafn, Kramnik á 40 mínútur eftir, Kasparov 38. 22. Dc3 Bb8 23. Df3 Dh4 24. e5 g5 25. Hel! -- Kasparov sagði eftir skákina, að hann hefði vanmetið þennan leik. Hann taldi sig þó hafa átt að halda jafntefli þrátt fyrir það. 25. - Dxf4 26. Dxf4 gxf4 27. e6 fxe6 28. Hxe6 Kg7 Svartur verður að gera við hótun hvíts um að leika hróknum frá e6 með fráskák. 29. Hxa6 Hf5 30. Be4 He5 Það virðist eðlilegra að leika hróknum beint til b5 og síðan til b2. 31. f3 He7 32. a4 Ha7?! Kasparov taldi eftir skákina, að þetta hefði ef til vill verið tapleikurinn. Hann hefði frekar átt að leika 32. — Be5, ásamt Bd4 og Ha7. 33. Hb6! Be5 34. Hb4 Hd7?! Tímahrakið er farið að trufla Kasp- arov. Hann hefði ekki átt að hleypa hvíta frípeðinu til a5 bardagalaust, heldur leika 34. — Bc3 35. Hc4 Bd2 o..s.frv. 35. Kg2 Hd2+ 36. Kh3 h5 Kasp- arov hefði þurft að koma hróknum til a2, en eftir 36. - Ha2 37. Bd5 Ha3 38. Kg4 o.s.frv. hefði hann lent í vandræðum. 37. Hb5 Kf6 38. a5 Ha2 39. Hb6+ Ke7?? Slæmur afleikur, sem tapar strax. Eftir 39. - Kg7 40. a6 hefði hann enn átt einhverja von um að halda skákinni. 40. Bd5! og Kasparov gafst upp, því að hann getur sér enga björg veitt, eftir 40. — He2 (40. — Hxa5 41. He6+ Kd7 42. Hxe5 Kd6 43. Hxhð Hxd5 44. Hxd5 Kxd5 45. Kg4 Ke5 46. Kg5 og vinnur) 41. He6+ Kd7 42. a6 og hann tapar biskupnum í skiptum fyrir hvíta frípeðið á a6. Hannes sigraði Henrik Danielsen Hannes Hlífar Stefánsson sigraði danska stórmeistarann Henrik Danielsen (2519) í fimmtu umferð alþjóðlega skákmótsins í Færeyj- um. Jón Viktor Gunnarsson tapaði hins vegar fyrir úkraínska stór- meistaranum Stanislav Savchenko (2579). Hannes hefur nú 3Vá vinning og Jón Viktor hefur ‘2,'á vinning. Ingvar sigraði á atkvöldi Hellis Ingvar Jóhannesson sigraði á at- kvöldi Tafifélagsins Hellis 9. októ- ber. Röð efstu manna: 1. Ingvar Þór Jóhannesson 6% v. af 7. 2. Veturliði Þór Stefánsson 6 v. 3. Þorvarður Fannar Ólafsson 5'A v. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson V arnaraðger ðir vegna landbrots í Kelduhverfí Landsvirkjun stofnar fj ar skiptafy r irtæki LANDSVIRKJUN hefur stofnað fjarskiptafyrirtækið Fjarska ehf. Hið nýja fyrirtæki mun yfirtaka núverandi fjarskiptakerfi Landsv- irkjunar og bjóða fyrirtækjum þjónustu á sviði fjarskipta. Sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Landsvirkjun er meginmarkmið Fjarska ehf. að bjóða leigulínu- sambönd og leigja aðstöðu í fjarskiptastöðvum fyrirtækisins. Fjarskiptakerfi Fjarska mun mynda grannnet sem þjónustu- og endursöluaðilar geta tengst. Það spannar stóran hluta lands- ins, þar með talið fjarskiptastöðv- ar á hálendinu. Kerfið er að meg- inhluta byggt upp af Ijósleiðara- og örbylgjusamböndum. Ekki er gert ráð fyrir að Fjarski ehf. bjóði þjónustu til einstaklinga heldur einbeita sér að fyrirtækja- markaði. Síðastliðið vor var lögum um Landsvirkjun breytt og fyrirtæk- inu þar með veitt heimild til að eiga og reka fjarskiptafyrirtæki. Meirihluti iðnaðarnefndar Alþing- is lagði áherslu á það í nefndar- áliti að rekstur fjarskiptakerfis Landsvirkjunar yrði aðskilinn frá öðram rekstri fyrirtækisins. í fréttatilkynningu Landsvirkjunar segir að þetta sé í samræmi við vilja stjórnar fyrirtækisins þar sem áhersla sé lögð á að Fjarski starfi í samkeppnisumhverfi. Byggir á reynslu Landsvirkjunar ' Guðmundur I. Ásmundsson, framkvæmdastjóri Fjarska ehf., segir að fyrirtækið muni leitast eftir að veita öðram fjarskiptafyr- irtækjum þjónustu sína svo og stærri fyrirtækjum. Hann segir að Landsvirkjun hafi áratuga reynslu af rekstri fjarskiptakerfa um allt land, sem muni koma sér vel við rekstur Fjarska. Fyrir- tækið sé m.a. tilkomið vegna þess að töluvert hafi verið um að ýms- ir aðilar hafi óskað eftir því að fá aðgang að fjarskiptakerfi Landsvirkjunar, sem fyrirtækið hefur rekið fyrir eigin þarfir. „Það sem Fjarski býður er í fyrsta lagi flutningsgeta um fjarskiptakerfið. í öðra lagi býður fyrirtækið svo öðram fyrirtækj- um upp á að setja upp búnað þeirra, þ.e. endabúnað, senda, sjónvarpssenda, GSM-senda og ýmislegt annað í fjarskiptastöðv- um Fjarska, þaðan sem fyrirtæk- in geta þá þjónað sínum við- skiptavinum." Guðmundur segir að Fjarski muni byggja á því að kaupa að þjónustu annarra fyrirtækja, þar sem við eigi, eins og stefnan hafi verið hjá Landsvirkjun. Guðmundur situr í stjórn Fjarska ehf. ásamt Kristjáni Gunnarssyni. Ólafur Þ. Stephensen ráðinn til Samtaka atvinnulífsins Forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs ÓLAFUR Þ. Stephen- sen hefur verið ráðinn forstöðumaður stefnu- mótunar- og sam- skiptasviðs hjá Sam- tökum atvinnulífsins. Hann kemur til starfa hjá samtökunum um miðjan nóvember. Um er að ræða nýtt starf hjá SA sem er í því fólgið að hafa umsjón með undirbúningi stefnumótunar sam- takanna í ýmsum málaflokkum, sam- skiptum við fjölmiðla og upplýsingamiðlun til aðildarfyrirtækja SA, aðildar- félaga og almennings. Ólafur Þ. Stephensen er 32 ára. Hann lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands 1992 og M.Sc.-prófi í al- þjóðastjórnmálum frá London School of Economics and Polit- ical Science 1994. Hann hefur undanfar- in tvö ár verið for- stöðumaður upplýs- inga- kynningarmala hja Landssíma íslands hf. Árin 1987-1998 var hann blaðamaður á Morgunblaðinu. Ólafur er kvæntur Halldóru Traustadóttur, markaðs- stjóra Glitnis hf. Þau eiga eina dóttur. Ólafur Stephensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.