Morgunblaðið - 11.10.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 11.10.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 1 3 FRÉTTIR > ______________________ Kosovo-Albanar á Islandi fagna atburðum í Belgrad. Segja þá þó flækja málin Gæti torveldað sj álfstæðisumleit- anir Kosovo Sokol Hoda Reuters Tugþúsundir manna söftiuðust saman fyrir utan júgóslavneska þingið í gær til að fagna því að Slobodan Milosevic hefur verið hrakinn frá völd- um og klifraði einn upp á minnisvarða og veifaði fána. FAGNA ber falli Slobodans Milosev- ic, en þessi tíðindi kynnu að gera Alb- önum í Kosovo erfiðara fyrir að knýja ft-am sjálfstæði. Þetta segir Idriz Andrés Zogu, verkstjóri í pökkunar- deild Morgunblaðsins, sem er frá Prizren í Kosovo og hefur verið bús- ettur á íslandi frá 1987. Morgunblaðið rasddi við hann og Sokol Hoda túlk. „Þetta er örugglega gott fyrir Serba og jafnvel öll þjóðarbrot í Serb- íu,“ sagði Idriz Andrés. „En þetta er slæmt fyrir Kosovo af því að ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um það hvort Kosovo verður sjálfstætt ríki þegar Sameinuðu þjóðimar og NATO fara.“ Idriz Andrés segir að það geti haft þau áhrif á gang mála í Kosovo að erf- itt verði að knýja fram sjálfstæði ef lýðræðislegir stjórnarhættir kæmust á í Júgóslavíu. „Það sem snertir okkur Albana er hvort verður hægt fyrir okkur að fá sjálfstæði eftir að Milosevic er fall- inn,“ segir hann. „Það væri ekki leng- ur hægt að rökstyðja kröfuna um sjálfstæði með því að við viijum lýð- ræði. Nú verðum við að segja að við viljum sjálfstæði af því að við erum Al- banar og viljum ekki búa með þeim.“ Aldrei sátt um að Kosovo verði áfram hluti af Serbíu Hann sagði að staðan væri því erfið, en þrátt fyrir það yrði aldrei sátt um að Kosovo yrði áfram hluti af Serbíu. „í Kosovo eru tvær milljónir Alb- ana og ég sé ekki ástæðu til þess að vera undir öðru landi,“ segir hann. „Síðan er okkar land mjög nálægt - Albanía. Ef við ætlum að taka ákvörðun um að sameinast einhverju landi, af hverju ekki Albaníu?“ Idriz Andrés sagði að ýmislegt væri ekki vitað um Vojislav Kostunica, sem sigraði í forseta- kosningunum og var svarinn í embætti á föstudag. Hins vegar væri Ijóst að hann væri þjóðemissinni og það hefði meðal annars komið fram þegar hann fór til Mitrovica í Kos- ovo og ræddi við Serb- anaþar. „Þeir tóku ekki vel á móti honum, enda allir með Milosevic,“ sagði hann. „En þá sagði hann að yrði hann kos- inn forseti Júgóslavíu fengju Serbar Kosovo aftur. Þetta er í raun í stjóm- arskrá og hann hyggst ekki taka það út og á meðan sú staða er styðjum við ekki Kostunica. Við styðjum þá sem yirða lýðræði og vilja fólks til að velja. Eg efast um að Kostunica sé einn af þeim þrátt fyrir að hann geti verið miklu betri en Milosevic. Hann er annar maður og vill jafnvel ganga í samstarf í Evrópu, en til þess að halda völdum verður hann að gefa fólkinu eitthvað þó ekki sé nema til að fá stuðning þeirra sem áður fylgdu M0- osevic að málum. Það verður erfitt fyrir hann að velja réttu leiðina og lík- legra að hann verði að fara krókaleið- ir.“ Hann bætti við að hann óttaðist að Vestur- lönd myndu láta freist- ast tO að nota Kosovo tO að hafa Serba góða og halda þeim á brautinni inn í Evrópu: „Það væri rangt að nota annað fólk tíl að halda hinu fólkinu góðu. Það verður ekki sátt um annað en sjálf- stæði Kosovo.“ Idriz Andrés sagði að þessa dagana væm þessi mál hins vegar ekki aðalatriðið. „Þetta er mjög gott mál fyrir Júgóslava og þeir em mjög glaðir,“ sagði hann. „Það er líka betra að hafa þessa ná- granna eftir að MOosevic er faUinn. Kostunica er betri kostur fyrir okkur hvað samskiptin snertir." Aðalatriði að Kostunica er ekki glæpamaður eins og Milosevic Sokol Hoda túlkur, sem hefur búið á Islandi í átta ár en bjó í borginni Pristina í Kosovo áður, sagði að þetta væri gott skref fyrir bæði Serba og Kosovo-Albana, en bætti við að hann teldi að Kostunica væri einnig þjóð- emissinni og æli á hugmyndum um Stór-Serbíu. „Það er ekki mikið vitað um hann en þó það að hann vill líka mynda Stór-Serbíu,“ sagði hann. ,AUs staðar þar sem býr einn Serbi vOja þeir kalla héraðið Serbíu. Ég veit að hann hefur líka slíkar hugmyndir, en það breytist vonandi vegna þess að hann vOl hafa samband við Vesturveldin og verður því að vera lýðræðislegur. Það er hins vegar aðalatriði að hann er ekki glæpamaður eins og Milosevic, fráfar- andi forseti.“ Sokol sagði að málefni Kosovo myndu ekki leysast nema hlustað yrði á vilja Kosovo-búa. „Kosovo-búar vilja sjálfstæði og málið verður ekki leyst og vandamálin munu aOtaf blossa upp á ný,“ sagði hann. „Aðeins með sjálfstæði Kosovo verður friður á Balkanskaga. Öðm vísi gerist það ekki. Ég held að Vest- urveldin viti þetta allt saman, en þau þegja í bOi og segja ekki hvemig stað- an er í raun.“ Hann benti á að nú væri héraðið undir stjóm Sameinuðu þjóðanna og óvíst væri hvenær þær færu þaðan. Það yrði hins vegar ekki fyrr en máUð leystist. Níutíu af hundraði íliúa Koso- vo væm Albanar og svo hlyti að fara að eina lýðræðislega leiðin yrði farin og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá gætu vesturveldin ekki annað en hlustað á vilja Kosovo-búa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnir átak um bætta umgengni í borginni —— ■ Krrj- VrlFt Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Hér gefur að líta ástandið í miðborginni að morgni sunnudags í sumar. Morgunblaðið/Sverrir Átak til að bæta umgengni í borginni var kynnt á blaðamannafundi í gær. „Austurvöllur leit út eins o g ruslahaugur eftir síðasta vetura INGIBJÖRG Súlrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti á blaðamanna- fundi í gær nýtt átak um bætta um- gengni i borginni. „Kemur átakið ekki til af góðu,“ sagði borgar- stjóri, „því tímabært er að vekja at- hygli borgarbúa á því að umgengni um borgina er ekki nógu góð. Hana þarf að bæta.“ Benti borgarstjóri m.a. á að borgin hefði komið illa undan vetri sfðasta vor. Þegar snjóa leysti hefði komið f ljós mikið af alls kyns umbúðum utan af sæl- gæti og skyndimat sem langan tfma tók að hreinsa. „Og ef við tökum Austurvöll sem dæmi þá leit hann út eins og ruslahaugur eftir vetur- inn,“ sagði borgarstjóri og hólt áfram: „Við viljum því með þessu átaki koma í veg fyrir að við upp- lifum borgina aftur með þessum hætti næsta vor.“ Fram kom á fundinum að Reykja- vfkurborg veiji um áttatfu til nfutfu milljónum króna á ári hverju til hreinsunar gatna og gönguleiða og að stór hluti þeirrar upphæðar fari til hreinsunar á svæðum í miðborg- inni. Auk þess leggi ýmsar borgar- stofnanir í nokkum kostnað vegna hreinsunar á veggjakroti. Hrannar B. Arnarson, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, fullyrti enn fremur að hægt væri að spara hreinsunarkostnað borgar- innar um tugi milljóna króna á ári hverju myndu borgarbúar ganga betur um borgina okkar. Borgarstjóri greindi frá því að mest væri ruslið í miðborg Reykja- víkur, einkum eftir næturlíf borg- arbúa um helgar. „Við ákváðum að fara eina aðfaranótt sunnudags nið- ur í miðbæ og sjá hvernig hann liti út eftir fjörugt næturlíf," sagði borgarstjóri og greindi frá því að ástandið hefði víða verið slæmt. Einna verst hefði það þó verið í kringum skyndibitastaðina. „Þar var allt á floti í pappír, frauðplasti og umbúðum í kringum mat. En það sem verra var er að ruslaföt- urnar voru hálftómar. Ruslið var því ekki vegna þess að það vantaði ruslafötur heldur voru þær einfald- lega ekki notaðar." Þá sagði borg- arstjóri að áberandi mikið hefði verið af glerbrotum í bænum og taldi ástæðuna vera þá að fólk færi mikið með glös og flöskur út af skemmtistöðunum. Rusl er öllum til ama Á fundinum kom m.a. frain að borgaryfirvöld myndu bæta við ruslatunnum í borginni vegna átaksins en einnig munu auglýsing- ar birtast í fjölmiðlum næstu vik- urnar sem hvetja munu almenning til að nota ruslafötumar og henda ekki pappír, tyggjói, gleri og öðru rusli á göturnar. Borgarstjóri lagði enn fremur áherslu á að ekki væri hægt að bæta umrætt ástand nema með samstilltu ástandi borgaryfirvalda og borgarbúa. „Eg held að þetta sé ölluin jafnmikið til ama og það er enginn einn sem ræður við þetta,“ sagði hún. Benda borgaryfirvöld m.a. á að verslanir og skyndibitastaðir þurfi líka að leggja sig fram í þessum efnum m.a. með þvf að sjá til þess að nægilega mikið sé af ruslafötum utan dyra sem og með því að hreinsa til í nánasta nágrenni við útsölustaðina. Þá er bent á að æski- legrt sé að fulltrúar veitingastað- anna hleypi ekki gestum út með flöskur eða glös. Nær væri að senda gestina út með plastumbúðir þar sem glerbrot geti verið stórhættu- leg fyrir vegfarendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.