Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 19
AKUREYRI
Strætisvagnar Akureyrar
Nýir strætisvagnar
teknir í notkun
FYRSTI Ikuarus-strætisvagninn af
þremur sem Strætisvagnar Akureyr-
ar hafa í hyggju að kaupa hefur verið
tekinn í notkun, en næsti vagn kemur
til bæjarins í nóvember og sá síðasti
bætist í flotann síðla næsta árs. Und-
irbúningur að endumýjun strætis-
vagna bæjarins hefur staðið yfir að
undanfómu og var ákveðið í lok síð-
asta árs að taka tilboði frá Ikaras-
verksmiðjunum í Ungveijalandi um
kaup á þremur vögnum.
Vagnamir era af nýrri gerð stræt-
isvagna, þeir fyrstu slíkir sem koma
hingað til lands. Þeir era talsvert
minni en þeir vagnar sem SVA hefur
notað til þessa, 8 metra langir í stað
11 metra, og taka 44 farþega. Meðal
þess sem vinnst við að nota minni
vagna er að þeir era liprari og þægi-
legri í umferð, spameytnari og menga
þ.a.l. minna. Þá verður rekstrarkostn-
aður lægri. SVA seldi einn strætis-
vagn fyrr á þessu ári en mun áfram
eiga hina eldri vagnana sem varabíla
og til að nota þegar álag er mikið.
Morgrmblaðið/Kristján
Fyrsti nýi strætisvagninn af gerðinni Ikarus hefur nú verið tekinn í
notkun á Akureyri, en fyrirhugað er að Strætisvagnar Akureyrar verði
með alls þrjá slíka í notkun þegar kemur fram á næsta ár.
Forsvarsmenn SVA telja eðlilegt
að einhveijir setji spumingarmerki
við kaup á Ikaras-vögnum, en
Reykjavíkurborg notaði vagna með
sama nafni fyrir nokkrum áram og
með misjöfnum árangri. Vagnar SVA
eigi þó ekkert sameiginlegt með þeim
eldri nema nafnið. Verksmiðjumar
hafi á liðnum áram getið sér gott orð
fyrir trausta og góða framleiðslu og
nota bæði Finnar og Svíar vagna það-
an í nokkram mæli.
Engar breytingar era fyrirhugaðar
á megin leiðakerfi SVA en nýtt leiða-
kerfi SVA tók gildi um síðustu ára-
mót. Hið nýja Teigahverfi, sem nú er í
byggingu, bætist þó inn í kerfið á
næsta ári. Þess má loks geta að um
þessar mundir fagna Strætisvagnai-
Akureyrar 20 ára aftnæli og samhliða
komu nýja vagnsins er kynnt nýtt út-
lit á vögnum SVA.
Leiða leitað til að
lækka kostnað af
sorpmálum
Jarðgerð
forgangs-
verkefni
VINNUHÓPUR, sem skipaður vai- í
tengslum við vinnu Staðardagskrár
21 til að álykta um gjaldtöku fyrir
sorphirðu og förgun á Eyjafjarðar-
svæðinu, leggur til að Akureyrarbær
skipi vinnuhóp sem geri tillögur sem
miðist að því að lækka kostnað bæj-
arins af sorpmálum.
Vinnuhópurinn telur að jarðgerð
og söfnun lífræns úrgangs sé
forgangsverkefni í bænum því al-
mennt er talið að slíkt sorp sé 30-
50% af heimilissorpi og bara það að
losna við þetta út úr almennu sorpi
geti sparað stórar upphæðir. Þess-
um árangri sé hægt að ná með því að
hanna hvetjandi gjaldtökukerfi fyrir
fyrirtæki og einstaklinga.
Hugmyndir vinnuhópsins vora til
umræðu í bæjarráði í vikunni þar
sem samþykkt var að vísa erindinu
til framkvæmdaráðs.
Vinnuhópurinn bendir á að skipta
megi gjaldtökumálum í þrjá flokka;
fyrirtæki, heimilissorp sótt og heim-
ilissorp gámastöð. Fram kemur að
heimilin hafi ekki þurft að borga fyr-
ir það magn sem tekið er frá þeim,
heldur sé greitt fast gjald á ári vegna
sorphirðu og förgunar. Að mati
vinnuhópsins er núverandi sorp-
hirðugjald upp á 3.500 krónur á
heimili á ári allt of lágt miðað við
raunkostnaðarforsendur. Kostnaður
við urðun sé um 2.200 krónur og við
sorphirðu um 5.200 krónur. Ef fylgja
ætti markmiðum þjónustugjalda,
með þeim væri sannarlega verið að
greiða fyrir veitta þjónustu, ætti
kostnaður á heimili að vera um 7.400
krónur á ári.
A Akureyri er rekin gámastöð þar
sem hægt er að koma með sorp og
jafnframt flokka sorpið að einhverju
leyti. Ekki er tekið gjald fyrir þessa
þjónustu en ljóst að mati vinnuhóps-
ins að þessi starfsemi kostar bæjar-
félagið þónokkrar upphæðir. A móti
komi að með þessu móti sé umferð á
sorphaugana minnkuð og þar af leið-
andi þurfi minni þjónustu þar. Þá
bendir vinnuhópurinn á að fyrirtæki
kaupi sér þjónustu sem miðist að því
að koma sorpinu frá fyrirtækjum en
að þau hafi ekki borið neitt urðunar-
gjald fyrir sorp til þessa.
Akureyri í lykilstöðu
Þá er bent á að Akureyri sé leið-
andi aðili í Sorpeyðingu Eyjafjarðar
og því í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á
framtíðarfyrirkomulag við sorphirðu
og gjaldtöku fyrir slíka þjónustu.
Einhver kunni að segja að með
gjaldtöku til fyrirtækja sé verið að
setja fram verri rekstrarskilyrði á
starfsvæðinu en á móti komi að með
flokkun geti fyrirtækin losnað við
slík gjöld.
Vinnuhópurinn telur að sorpmál
sé tækifæri til ímyndaruppbygging-
ar svæða og komi að því hvernig fyr-
irtæki meta starfsumhverfi sitt.
MSfMmmMEU — S WVM VMMM mMM MCEMM
á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 19:30
Snúum nú bökum sanian og styðjum okkar menn til dáða á Laugardalsvellinum í kvöld þegar
landslið íslands tekur á móti hörkutólunum frá Norður-írlandi í undankeppni HM.
Mætum öll og hvetjum okkar menn!
Miðasala er á Laugardalsvelli frá kl. 10:00. Miðaverð er kr. 2500 í stúku 1 og kr. 2000 í stúku 2
aðeins 500 miðar óseldir
P ♦
ÍCELANDAIR 'þm
jVMM |
■HK
SJÓVÁ-UMENIUR
IŒIANDA1R HÓTHJS
ppn OliufélagiO hf & XlMINN
ÍÍbdi ® BÚNADARBANKINN Iraustur bunkl COT
GOTTFÓLK McCANN-ERICKSON