Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 21 Gamli skQlastjórabiistaðurinn fær nýtt hlutverk Heilsdagsskóli vinsæll Stykkishólmi - Þetta er þriðja árið sem Grunnskólinn í Stykkishólmi starfrækir heilsdagsskóla og hafa viðtökur foreldra verið góðar. I vetur dvelja þar á milli 20-25 nem- endur, en fjöldinn er misjafn milli daga. Skólinn hefur fengið til af- nota nýtt húsnæði, sem er gamli skólastjórabústaðurinn sem er á skólalóðinni. Heildagsskólinn er fyrir nemendur í 1. til 3. bekk auk þess að hægt er að biðja um pláss fyrir nemendur í 4. bekk. Skólinn starfar frá kl 12-16. Þá hafa flestir nemendur lokið bekkj- arkennslu þann daginn og þá tek- ur við hjá mörgum íþróttiðkun og tónlistarnám. Þegar nemendur mæta er þeim boðið upp á hádeg- ismat. Starfsmenn fylgja nemend- um í tónlistarskólann og á æfingar hjá íþróttafélaginu. Eins er krökk- unum hjálpað með heimanámið. Takmarkið er að krakkarnir hafi lokið starfsdeginum þegar foreldr- arnir sækja þau þegar heildags- skóla lýkur. Við skólann er 3 stöðugildi og er umsjónarmaður hans Guðrún Marta Ársælsdóttir. Að sögn Gunnars Svanlaugs- sonar skólastjóra hefur starf heilsdagsskólans gengið vel og verið að þróast. Með nýju húsnæði hefur aðstaðan gjörbreyst. Hús- næðið er notað fyrir sérkennslu fyrir yngi'i deildir grunnskólans fram að hádegi svo að það nýtist mjög vel. Gunnar er ánægður hvernig til hefur tekist og segir það sama sé hjá foreldrum. Heils- dagsskólinn bætir þjónustuna við útivinnandi foreldra og þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af krökkun- um á meðan. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Nemendur og starfsfólk heildagsskólans í Stykkishólmi. Nú hefur skól- inn fengið gamla skólastjórabústaðinn til afnota og mun það húsnæði bæta mjög aðstöðu skólans í framtíðinni. Heiðurs- skjöldur Sjó- vár-Almennra afhentur HEIÐURSSKJÖLDUR Sjóvár-Al- mennra verður afhentur föstudag- inn 13. október. Að þessu sinni hlýtur skjöldinn Björgunarsveitin Garðar á Húsavík sem fulltrúi þeirra aðila sem þátt tóku í björg- unarstarfi eftir að rúta steyptist út í og sat föst í Jökulsá á Fjöllum, 16. ágúst sl., segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: „Þetta er í annað sinn sem skjöldurinn er af- hentur en hann er eina og æðsta viðurkenning sem félagið veitir. Tilgangur hans er að veita viður- kenningu til þess/þeirra aðila sem komið hafa í veg fyrir tjón eða slys eða sýnt hafa þarft framtak í for- vörnum. Afhendingin fer fram á Hótel Húsavík kl. 11 að viðstöddum full- trúum björgunarsveitanna, lög- reglu, Vestfjarðaleiðar, bæjaryfir- valda og öllum þeim sem á einhvern hátt komu að björgunarsgarfinu. Að auki verða viðstödd Kaethe Fellinger en hún var farþegi í rút- unni og starfaði fyrir ferðaskrif- stofu hópsins. Þá mun Jóhannes Ellertsson, eigandi Vestfjarðaleið- ar, afhenda björgunarsveitarmönn- um þakkarbréf sem borist hafa frá nokkrum þeim sem björguðust.“ ---------------- Stofnun kjör- dæmisráðs Samfylking- arinnar í Suð- urkjördæmi STOFNFUNDUR kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fór fram í Tryggvaskála á Selfossi laugardaginn 7. október. Össur Skarphéðinsson, formaður Samíylk- ingarinnar, flutti tölu og óskaði Sunn- lendingum, Hornfirðingum og Suð- urnesjamönnum til hamingju með áfangann. Margrét Frímannsdóttir, Lúðvík Bergvinsson og Sigríður Jó- hannesdóttir ávörpuðu fundinn og litu til framtíðar í nýju kjördæmi. Á fundinum var kjörin tíu manna stjóm og tíu manna varastjóm sem skiptir með sér verkum og var leitast við að láta stjórnina endurspegla hið stóra kjördæmi sem best. í stjórn vom kjörin Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, Árni Gunnarsson, Kristinn M. Bárðarson, Unnar Þór Böðvarsson, Dagbjört Hannesdóttir, Sólveig Adolfsdóttir, Bjöm Herbert, Sveindís Valdimarsdóttir, Gunnar Borgþór Sigfússon og Sigurður M. Ágústsson. í varastjóm vom kjörin Elín Björg Jónsdóttir, Magnús Ágústsson, Guð- jón Ægir Sigurjónsson, Gunnar Þór Jónsson, Gísli Sverrir Árnason, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Eysteinn Eyjólfsson, Vilhjálmur Skarphéðins- son, Sigurður Kristinsson og Hilmar Knútsson. Hvernig er í vinnunni? Við bjóðum þér aðstöðu til afkasta með breiðri línu af skrifstofuhúsgögnum frá einum stærsta húsgagnaframleiðanda í Evrópu.þýska fyrirtækinuWelle. Auk þess höfum við nú á boðstólum góða og sérlega fallega skrifstofu-, fundar- og gestastóla frá Rovo Chair int. í Þýskalandi, sem eru vandaðir og margverðlaunaðir stólar. Kíktu við, húsgögnin eru uppsett í nýjum og glæsilegum sýningarsaJ skrifstofutækjadeildar. Sími 530 2800 H ; J www.ormsson.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.