Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 23
Fundur FVH um útrás íslenskra fyrirtækja og fjárfestingar útlendinga hér
Lítið um
erlendar
fjárfestingar
ÁHRIF fjárfestingar íslendinga er-
lendis og útlendinga hér á landi á
gengi krónunnar var til umræðu á
fundi Félags viðskiptafræðinga og
hagfræðinga í gær. Yngvi Harðarson
hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efna-
hagsspám hóf umræðumar og stýrði
þeim.
Yngvi sagði að sveiflur hefðu al-
mennt aukist á mörkuðum en ekki
aðeins á krónumarkaðnum hér
heima. Gengi krónunnar hafi sigið í
sumar í kjölfar fregna um minnkandi
afla, mikinn viðskiptahalla, minni
hagvöxt og vegna meiri verðbólgu en
er að jafnaði í nágrannalöndunum.
Hann sagði erlent flæði fjármagns
inn í landið, aðallega í formi lánsfjár,
hafa stutt við gengi krónunnar og
það flæði stafi meðal annars af mikl-
um vaxtamun við útlönd.
Þá sagði Yngvi erlendar fjárfest-
ingar Islendinga, sérstaklega lífeyr-
issjóða, hafa aukist mikið. Þetta hafi
hafist fyrir alvöru hjá lífeyrissjóðun-
um árið 1997. Fjárfestingar fyrir-
tækja erlendis hafi einnig verið
nokkuð áberandi þó þar sé um mun
lægri upphæðir að ræða.
Yngvi sagði að máli gæti skipt
hvort útlendingar muni taka þátt í
þeirri einkavæðingu sem fyrirhuguð
er á næsta ári.
Hann sagði að um mitt ár hafi er-
lendar fjárfestingar Islendinga í
verðbréfum numið 165 milljörðum
króna og þar af séu fjárfestingar líf-
eyrissjóða um 130 milljarðar. Fjár-
festingar fyrirtækja sagði hann
nema um 35 milljörðum króna. Fjár-
festingar útlendinga hér á landi hafi
hins vegar verið litlar.
Hreinn Jakobsson forstjóri Skýrr
sagði að til að fyrirtæki geti haldið
áfram að vaxa víkki þau starfsemi
sína stundum með því að fara til út-
landa. Áður hafi fyrirtæki meira
reynt að auka hlutdeild sína hér inn-
an lands en nú sé svo komið að fyrir;
tæki sæki til útlanda til að vaxa. í
auknum mæli sé þetta gert með því
að fjárfesta í fyrirtækjum erlendis.
Hann tók undir með Yngva að fjár-
festingar útlendinga hér á landi séu
ekki miklar og að þær hafi ekki farið
vaxandi.
Áhrif beinna fjárfestinga
á gengið eru hverfandi
Amar Jónsson, sérfræðingur í
gjaldeyrisviðskiptum hjá Lands-
banka íslands, sagði meðal annars
að Islendingar hafi farið út í að
kaupa sjávarútvegsfyrirtæki erlend-
is á þeim forsendum að þeir telji sig
hafa hlutfallslega yfirburði til að
stjórna slíkum fyrirtækjum. Reynsl-
an hafi þó verið misjöfn og í sumum
tilvikum hreinlega slæm. En áhrif
þessara fjárfestinga íslendinga í fyr-
irtækjum erlendis á gengi krónunn-
ar sagði Arnar að væru hverfandi.
Varðandi auknar fjárfestingar líf-
eyrissjóðanna erlendis sagðist Ai'nar
telja að þær séu nokkuð sem sjóðsfé-
lagar ættu að fagna. Hann sagði þó
að menn yrðu að hafa í huga að með
því að fara með fjármunina út sé
opnað fyrir gjaldmiðlaáhættu og að
vaxtamuninum sé fórnað. Til lengri
tíma sagðist hann telja að ávöxtunin
yrðimjöggóð.
Sigurgeir Jónsson deildarstjóri af-
leiðuviðskipta Kaupþings sagðist
telja að erlendar fjárfestingar ættu
almennt séð til skemmri tíma ekki að
hafa mikil áhrif á gengi krónunnar.
Ástæðan sé sú að yfirleitt sé um arð-
samar fjárfestingar að ræða sem
bæti stöðu þjóðarbúsins.
Krónan gæti
veikst nokkud enn
Eftir nokkrar umræður bað Yngvi
þátttakendur í pallborðinu að lýsa
skoðunum sínum á því hverjar horf-
ur séu varðandi gengi krónunnar.
Ai-nar sagðist telja að eftir á að
hyggja hafi sveiflan á gengi krón-
unnar í sumar verið eðlileg. Vaxta-
munurinn sé sterkasta vörn krón-
unnai’ og sagðist Arnar ekki hafa trú
á að hann hyrfi. Hann sagði jafn-
framt að viðskiptahallinn gæti ekki
gengið til lengdar en hins vegar hafi
ekki verið erfiðleikum bundið að
fjármagna hann og aðgangur að fjár-
magni sé með ágætum. Þá taldi hann
að NOREX-samstarfið kunni að
valda innstreymi fjár. Hann nefndi
sem dæmi að vitað væri að íslensk
skuldabréf séu einn albesti fjárfest-
ingarkostur í Evrópu í dag en
gjaldmiðlaáhættan komi þar á móti.
Hann sagðist telja líkur á að krónan
héldist tiltölulega stöðug og að hún
kynni jafnvel að styrkjast nokkuð ef
aðstæður verði hagstæðar.
Sigurgeir sagði að ef horft væri til
hagvaxtarspár Þjóðhagsstofnunar
fyrir næsta ár upp á 1,6% geti verið
að fram undan séu breyttar aðstæð-
ur í efnahagslífinu. Hann sagðist
ekki álíta að önnur eins veiking sé
fram undan og sú sem varð í sumar
en hins vegar kunni að vera að krón-
an veikist nokkuð enn. Sigurgeir
sagðist telja að vaxtamunur muni
minnka en að staðan verði þó þannig
að vaxtamunurinn muni bæta upp
langtímaáhættuna, sérstaklega til
lengri tíma litið.
Guðmundur Þór Þórhallsson, for-
stöðumaður verðbréfaviðskipta Líf-
ESB samþykkir lík-
lega stórsamruna
Ósld. Morgunblaðið.
BÚIST er við að Framkvæmda-
stjórn ESB samþykki samruna
America Online og Time Warner í
dag, að því er ft.com greinir frá.
Talið er að ákvörðun forsvars-
manna Time Warner og breska út-
gáfufélagsins EMI um að hætta
við samruna sé ástæða samþykkis
ESB.
Á föstudag er búist við að Fram-
kvæmdastjórnin gefi grænt ljós á
samruna annaira tveggja stórfyr-
irtækja, Vivendi og Seagram, sem
m.a. á Universal Music og Canal
Plus.
Öll þessi fyrirtæki hafa lýst yfir
áætlunum um að dreifa tónlist á
Netinu eða um farsíma. Þau hafa
hins vegar fallist á athugasemdir
samkeppnisyfirvalda, a.m.k. að
hluta.
Vivendi og Seagram hafa t.d.
samþykkt að gera ekki sérstaka
samninga um sýningar kvikmynda
Universal á sjónvarpsstöðvum
Canal Plus. AOL og Time Warner
hafa boðist til að sleppa því að
gefa AOL-netsíðum einkarétt á
dreifingu á tónlist frá Time Warn-
er.
Morgunblaðiö/Ámi Sæberg
Yngvi Harðarson stýrir umræðum á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
eyrissjóðs verslunannanna, sagðist
taka undir spár verðbréfafyrirtækj-
anna sem hefði almennt verið að spá
nokkurri veikingu krónunnar. Einar
Sigmundsson, forstöðumaður gjald-
eyris- og verðbréfamiðlunar FBA,
sagðist ekki telja að útlit væri fyrir
styrkingu en ekki væri heldur
ástæða til að gera ráð fyrir mikilli
veikingu.
Hreinn sagði hornsteininn í hag-
stjórninni undanfarin ár hafa verið
að halda stöðugu gengi og að hann
hefði ekki orðið var við að menn séu
að hvika frá því. Viðskiptahallinn sé
vandamál en ef betri tök náist á hon-
um eigi gengið að geta haldist tiltölu-
lega stöðugt.
Marineruð lúða oghörpuskel
á salatbeði með sítrus og mangóvinigrette
Léttsteikt lambafilletmeð sólþurkuðum tómötum
röstikartöflum og hvítiauksconfit
•
Sukkulaðikaka hússins
með hindbeTjacolis ogvanillúkremi
Kynnið ykkur þjónustuna!
Árshátíðir • Afmæli • Fundir
Ráðstefnur • Tónleikahald
- sniðið að ykkar þörfum.
Nánari upplýsingar í síma 568 0878.
á gódri stund
BORGftRDÆTUR 20. og 21. okt. PftlM! GUNNARSSON 27. og 28.okt
Fyrirtæki og hópar
M « TO| | [ i § [i rf>] |
HttiM j r #* 1