Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 29 LISTIR Málverkið og takmörk þess MYNDLIST Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigurður Árni Sigurðsson með eitt af Samhengisverkuin sínum. Fyrirlestur um verkið Frænda Rameaus Gal lerí Sævars Karls MÁLVERK & TEIKNINGAR SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON Til 20. október. Opið á verslunartíma. MYNDLISTIN lætur ekki að sér hæða. Tveimur árum fyrir dauða sinn sagðist bandaríski listmálarinn Philip Guston ekkert vita hvað mál- aralist væri. Eitt vissi hann þó, að málaralistin hefði ekkert með efnið að gera sem í listaverkið færi. Guston var mjög uppsigað við allar þær kenningar sem tóku málverk fyrir efniviðinn sem í það færi en liti fullkomlega framhjá myndgerðinni sjálfri. Að þessu leyti var hann ekki alls fjarri hugmyndum býsanskra hugsuða sem vöruðu við því að myndverkið - íkonið - væri tekið fyrir efniviðinn og eftmlíkinguna. Reyndar eru allar tilraunir listar- innar til að telja niður listaverkið að magninu til býsna gagnslitlar þegar til lengdar lætur. Fullyrðingin að verkið sé ekki annað en það sem áhorfandinn sér er í hæsta máta vafasöm. Hvernig sem hlutum er hagrætt er aldrei hægt að ganga út frá því að allir sjái eins né heldur að menn beini sjónum að sama atriðinu í listaverkinu. Vandinn frammi fyrir málverkinu er gjarnan ramminn og striginn. Hann truflar ýmsa frá því að njóta þess sem málað er. Sama fólk virðist ekki láta rammann og glerið utan um ljósmyndina, eða skjáinn, kassann og takkana á sjónvarpsskjánum trufla áhuga sinn á ljósmyndalist eða myndbandalist. Það sannar að það er vonlaust að upphefja fordóma þeirra sem horfa. NYTJALIST úr náttúrunni er heiti sýningar sem er framlag Handverks og hönnunar til dagskrár Reykjavík- ur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Sýningin var fyrst sett upp í Ráðhúsi Reykjavíkur í lok ágúst en nú er hún komin á ferð um landið. Fyrst verður hún sett upp hjá Gunn- arsstofnun á Skriðuklaustri í Fljóts- dal. Markmið sýningarinnar er að sýna það besta af nytjalist samtím- ans og eru hlutir á henni allir sér- hannaðir fyrir þetta tilefni. Lögð er áhersla á að samtvinna góða hönnun, hugvit og gott handverk. Þema sýn- ingarinnar er vatn. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Arndís Jóhannsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Brita Kristina Berg- lund, Brynja Baldursdóttir, Dýr- finna Torfadóttir, Elísabet Asberg, Georg Hoolanders, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Helga Kristín Unnarsdóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Jóans Bragi Jónas- son, Lára Gunnarsdóttir, Olöf Matt- híasdóttir, Lydia Jósafatsdóttir, Margrét Dolfsdóttir og Leo Santos- Shaw, Margrét Guðnadóttir, Mar- grét Jónsdóttir, Philippe Ricart, Pia Rakel Sverrisdóttir, Ragnheiðm1 Guðmunsdóttir, Signý Onnarsdótt- Sumir sjá enga list ef verkið er ekki málverk. Ahorfendur sjá það sem þeir vilja sjá og sjá ekki það sem þeir kæra sig ekki um að sjá. Sigurður Árni virðist færa sér í nyt erfiðleikana sem menn hafa stað- ið frammi fyrir gagnvart öllum hin- um endalausu skilgreiningum og endurskoðunum sem mætt hafa á málaralistinni á seinni hluta ald- arinnar. Verk hans virðast skáskjóta sér hjá öllum viðteknum skoðanaskipt- um um dauða og endurlífgun mál- verksins og vísa þess í stað veg til möguleika sem ekki hafa verið kann- aðir til hlítar. Þannig blandast ýmsar tilraunir saman í verkum hans, geometrískur einfaldleiki, raðtækni eða seríalismi, kerfisgerð, optísk list og hugmyndl- ist. Ber striginn í bakgrunni er eins og landspilda sem formin svífa yfir og varpa á skugga sínum. Þannig gælir Sigurður við þá hugmynd að striginn sé auður og litmynstrin svífi ir, Sigríður Anna Sigurðardóttir og Þorbjörg Valdimarsdóttir. Sýningin stendur á Skriðuklaustri frá 13. til 22. október og er opin laug- ardag og sunnudag kl. 14-18 en aðra daga í samráði við forstöðumann Gunnarsstofnunar. Aðgangur er ókeypis. ofan við hann án þess að snerta grunninn. Um leið gerir hann okkur grein fyrir því hvernig skynjunin svíkur, eða öllu heldur hve auðvelt er að blekkja augað. í Ópinu, verki sem skírt er eftir hinu þekkta málverki Munch, er skuggum varpað undir og yfir sjálft myndefnið svo áhorfandinn fer að ef- ast um hvað kallast getur bakgrunn- ur eða forgrunnur. En það er einmitt eitt af sérkennum Ópsins eins og Munch lét það frá sér fara að ólíkir fletir myndarinnar sameinast í einu stóru flæði sem ekki verður svo auð- veldlega greint sundur í forgrunn og bakgrunn. Þannig rannsakar Sig- urður myndrænar aðferðir og beinir sjónum okkar að ákveðnum atriðum sem ekki liggja í augum uppi en skipta höfuðmáli þegar kemur að tæknilegri útfærslu verksins. Þá eru á sýningu Sigurðar Árna tvær teikningar af eldhúskollum sem gefa góða mynd af óvenjulegri nálg- un hans við teiknilistina. Þar kemur fram annars konar myndi-æn tog- streita milli röklegrar ályktunar og vandræða sem sjónin ratar í þegar rökrænt samhengi svíkur hana. Þá eru stólateikningarnar lýsandi dæmi um hve stutt er frá raunsærri mynd- gerð til óhlutbundinnar í list Sigurð- ar Árna. Og það er reyndar svo með sjón okkar að sé hún ekki stillt inn á rétta hugræna bylgjulengd hendir það okkur að nema tilveruna með undarlega sértækum hætti. Á þessu sést að verk listamannsins fjalla ávallt um það hvemig við sjáum og ályktum. Halldór Björn Runólfsson FRIÐRIK Rafnsson flytur fyrirlest- ur fóstudaginn 13. október kl. 20 í Alliance Frangaise, Austurstræti um eitt þekktasta verk 18. aldar í Frakk- landi, „Frænda Rameaus“ eftir Den- is Diderot (1713-1784) sem kom út í flokki Lærdómsrita hjá Hinu ís- lenska bókmenntafélagi sl. vor í þýð- ingu hans. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hugsanir eru mínar gleðikonur" og þar mun verða leitast við að skýra hvers vegna þessi höfundur og hugs- uður virðist njóta sífellt meiri hylli, jafnvel svo að nýverið spáði franskt bókmenntatímarit því að mjög yrði sótt í verk hans á 21. öldinni. Auk þess verður reynt að tengja Diderot og „Frænda Rameaus" við íslenska sagnahefð og áhugasvið, einkum þó hinn sígilda áhuga íslendinga á sög- um af sérvitringum og einkennileg- um mönnum, segir í fréttatilkynn- ingu. VIL.T AUKA VELGENGNI ÞINA? DALE CARNÉGIE ' NÁMSKEIÐIÐ HJÁLPAR PÉR AÐ: ♦ VERÐA HÆFARI I STARFI ♦ FYLLAST ELDMÓÐI ♦ VERÐA BETRI í MANNLEGUM SAMSKIPTUM ♦ AUKA SJÁLFSTRAUSTIÐ ♦ VERÐA BETRI RÆÐUMAÐUR ♦ SETJA PÉR MARKMIÐ ♦ STJÓRNA ÁHYGGJUM OG KVÍÐA VERTU VELKOMINN Á KYNNINGARFUND SOGAVEGI FIMMTUDAG STJORNUNAR SKOUNN SOGAVEGI 69 • 108 REYKJAVÍK ■ SlMI 581 2411 Sýning á Skriðuklaustri Nytjalist úr náttúrunni Sjáðu okkur og Agora ::: Laugardalshöll 11.-13. október . . rflVið erum í básum :: C3: as: ::: : : :: — :: I vé'rdhTLjós • Vmröi Ljös: Noatun 1? 105 Roykjavík:: : : : vördiijos.is :: aimi 5H.2002 : sirnbnM 655.1620 : :: :::::
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.