Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 33
Fjölhæfur Fjölnir
Bókaútgáfan Bjartur
Þrjár nýjar
skáldsögur
EFTIRTALDAR
bækur koma út á
þessu hausti á
vegum bókaút-
gáfunnar Bjarts.
íslenskar
skáldsögur
Fyrirlestur um
hamingjuna eftir
Guðrúnu Evu Sigui^on
Mínervudóttur. Magnússon
160 bls.Verð 3.880.
Turninn eftir Steinar Braga
Guðmundsson. Fyrsta skáldsaga
Steinars Braga sem áður hefur sent
frá sér 2 ljóðabækur. 80 bls. Verð
2.980.
Bókaherbergið eftir Sigurjón
Magnússon. Fyrir þremur árum
sendi Sigurjón frá sér bókina Góða
nótt Silja. 126 bls. Verð 3.680.
Þýddar skáldsögur
Vansæmd eftir M.Coetzee í þýð-
ingu Rúnars Helga Vignissonar.
Coetzee er einn þekktasti rithöfund-
ur Suður-Afríku og hlaut hin virtu
Booker-verðlaun árið 1999 fyrir
þessa sögu. 230 bls. Verð 1.880.
Lestir undir smásjá eftir Bohumil
Hrabal. Þýðandi Baldur Sigurðsson.
112 bls. Verð 3.380.
Taumhald á skepnum eftir Magn-
us Mills. Þýðandi ísak Harðarson.
174 bls.Verð 1.880.
Parardísareplin eftir Martin A.
Hansen í þýðingu Jón Kalmans Stef-
ánssonar.
Sumarhús seinna eftir Judith
Hermann. Elísa Björg Þorsteins-
dóttir þýddi. 160 bls.Verð 1.880.
Barna- og unglingabækur
Ert þú Blíðfinnur? Ég er með
mikilvæg skilaboð eftir Þoi’vald
Guðrún Eva Gyrðir
Mínervudóttir Elíasson
Þorsteinsson. í þessari nýju sögu
fær Blíðfmnur óvænta heimsókn
sem hrindir af stað æsispennandi
atburðarás og markar upphaf að
nýjum kafla í lífi hans. 124 bls. Verð
2.480.
Einhyrningurinn eftir Guðrúnu
Hannesdóttur. Guðrún Hannes-
dóttir segir söguna og myndskreyt-
ir. 32 bls. Verð 1.880.
Þýddar barna- og ungl-
ingabækur
Harry Potter og fanginn frá
Azkaban eftir J.K. Rowling. Helga
Haraldsdóttir þýddi. Þetta er þriðja
bókin um Harry Potter sem kemur
út á íslensku. 320 bls. Verð 2.680.
Harry Potter og leyniklefinn eft-
ir J.K. Rowling. Helga Haralds-
dóttir þýddi. Önnur bókin í þessum
margverðlaunaða bókaflokki. 305
bls.Verð 2.680.
Hvernig tígrisdýrið lærir að
telja eftir Janosch. Lydía Óskars-
dóttir þýddi. 48 bls. Verðl.880.
Rit almenns eðlis
Undir leslampa eftir Gyrði Elías-
son. í þessari bók birtir Gyrðir hug-
leiðingar sínar um bókmenntir og
rithöfunda, íslenska og erlenda. 160
bls. Verð 1.880.
TOJVLIST
Salurinn
AFMÆLISTÓNLEIKAR
Kennarar Tónlistarskóla Kópavogs
og fleiri fluttu tónlist eftir Fjölni
Stefánsson. Fram komu: Margrét
Stefánsdóttir flauta, Gunnar Egils-
son klarinett, Kristín Mjöll Jakobs-
dóttir fagott, Sigurlaug Eðvalds-
dóttir fiðla, Ásdís Hildur Run-
ólfsdóttir víóla, Arnþór Jónsson
selló, Sturlaugur Jón Björnsson
horn, Þórunn Guðmundsdóttir
sópran, Ingunn Hildur Hauksdóttir
píanó, Eydís Franzdóttir óbó, Guðni
Franzson klarinett, Núia Margrét
Grímsdóttir píanó og Hamra-
hlíðarkórinn undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Mánudag kl. 20.
TÓNLEIKAR með verkum ein-
göngu eins tónskálds eru allt of sjald-
gæfir. Það er gott að geta séð hvernig
svipmót tónlistarinnar breytist með
tímanum og þroska tónskáldsins;
gott að geta séð ólíkar hliðar þess,
borið saman verk og spekúlerað í
einkennum og stíl. Tilefni þessara
tónleika var sjötugsafmæli Fjölnis
Stefánssonar, tónskálds og skóla-
stjóra Tónhstarskóla Kópavogs til
margra ára. Tónleikarnir voru gjöf
skólans til Fjölnis, og var kennaralið
skólans í öllum aðalhlutverkum
ásamt Hamrahlíðarkórnum undir
stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þar
var komið að enn öðru gleðiefni þess-
ara tónleika; því að eiga þess kost að
heyra á einum tónleikum kennara
eins tónlistarskóla leika. Þetta er líka
allt of sjaldgæfur viðburður. Hver
tónlistarskóli með sóma og æru ætti
að bjóða upp á kennaratónleika með
reglulegu millibili, bæði til að örva
nemendur og kennara, en ekki síður
til að leyfa þeim sem standa utan
skólanna að heyra hvað þar er að ger-
ast. Kennaratónleikar ættu að vera
jafn sjálfsagðir og nemendatónleikar,
og að sjálfsögðu ætti að vera gert ráð
fyrir því í samningum að kennarar
hefðu svigrúm til slíkra hluta. En það
kom sem sagt á daginn, fyrir þá sem
ekki vissu fyrir, að það er einvala lið
tónlistarmanna sem skipar kennara-
stöður í Tónlistarskóla Kópavogs;
listamenn í eigin rétti, sem ættu að
geta miðlað miklu til nemepda sinna.
Kynnir á tónleikunum var Ámi Harð-
arson, nýskipaður arftaki Fjölnis í
stöðu skólastjóra Tónlistarskólans.
Fjölnir Stefánsson á farsælan
starfsferil að baki, bæði sem tónskáld
og skólastjóri. Verkalisti hans er ekki
langur, enda sjálfsagt miklu meira en
fullt starf að sinna skólastjórastarf-
inu. Þeim mun brýnna er að fá tæki-
færi tU að heyra þetta mörg verk tón-
skáldsins hlið við hlið. Fjölnir nam
tónsmíðar í Lundúnum um miðjan
sjötta áratuginn hjá Matyas Seiber,
einu kunnasta tónskáldi síns tíma.
Raðtónlistin, þar sem verk eru samin
eftir fyrirframgefnum leikreglum,
lék í höndum Fjölnis, og mörg verka
hans bera einkenni hennar. Verk
hans, Fimm skissur, frá 1958, sem
Nína Margrét Grímsdóttir lék
frmúrskarandi vel á tónleikunum í
fyrrakvöld er sjálfsagt eitt þekktasta
verk Fjölnis. Þótt verkið sé bam síns
tíma, eldist það hreint ótrúlega vel;
það er fullt af rytma, húmor og gleði.
Sama má segja um kammerverkin
þrjú sem flutt voru á tónleikunum,
Tónaleik frá 1998, Sextett frá 1983 og
Dúó fyrir óbó og klarinettu frá 1974.
Það virðist sama hvaða aðferðum
Fjölnir beith-; verkin hafa músíkalst
inntak; innihaldið er ekki bundið í
viðjar aðferðanna. Söngverk Fjölnis
endurspegla þetta ekki síður. Þrjú
sönglög við ljóð úr Tímanum og vatn-
inu eru samin eftir raðtónlistarlög-
málum, en engu að síður ber tónlistin
orðið eins eðlilega og hugsast getur.
Tvö sönglög frá 1963 og 64 eru samin
í hefðbundnum stíl íslenska sönglags-
ins; Kvöldvísa og Litla barn með
lokkinn bjarta, sem er orðið eitt af
vinsælustu sönglögum okkar. Góðum
tónskáldum er ekki alltaf gefið að
geta útsett annarra verk. Þjóðlagaút-
setningar Fjölnis Stefánssonar era
hins vegar hreint ótrálega skemmti-
legar. Þar er það sem fyrr húmorinn
og gleðin sem ráða ferð og að við-
bættri fjörugri rytmík lyftir Fjölnir
þessum einföldu lagstúfum upp í ann-
að veldi. Lögin voru á sínum tíma út-
sett fyrir kennai'a Tónhstarskólans í
Kópavogi, Elísabetu Erlingsdóttur
og Kristin Gestsson sem gáfu þau út
á plötu á sínum tíma. Þórunn Guð-
mundsdóttir söng lög Fjölnis ákaf-
lega vel, og píanóleikur Ingunnar
Hildar Hauksdóttur var hrein snilld.
í þjóðlagaútsetningunum fór hún á
kostum og dró fram allt það besta í
þessari litríku músík. Það sem stóð
upp úr hjá þeim Þórunni og Ingunni
Hildi voru Krummakvæði, Grýlu-
kvæði og Vísur Vatnsenda-Rósu sem
Þórunn söng feiknarvel. Þiár sálmar
úr sálmabókinni 1589, útsettir 1958,
eru alls ólíkir þeim módem verkum
sem Fjölnir var að semja um svipað
leyti. Hér er horfið til baka; - langt til
baka, - til mótettunnar. Fallegur
kontrapunktur, hljóðlát fegurð og
andagift einkenna sálmana. Hamra-
hlíðarkórinn undir stjóm Þorgerðar
Ingólfdóttur söng. Raddblær kórsins
hæfir þessum verkum afar vel. Kór-
inn var ekki alveg nógu ömggur og
innkomur stundum á reiki. Hins veg-
ar vafðist ekkert fyrir kómum að
reiða fram nýlegan smell Fjölnis úr
Limram Þorsteins Valdimarssonar.
Þar söng Hamrahlíðarkórinn með
sönggleðina að vopni eins og hann
gerir best. Þetta vorá ánægjulegir af-
mælistónleikar og er afmælisbarninu
árnað heilla.
Bergþóra Jónsdóttir
Bach í Breiðholtskirkju
BACH í Breiðholtskirkju er yfir-
skrift tónleikaraðar tileinkaðrar
Johann Sebastian Bach 1685-1750.
Eru þetta 7. tónleikarnir og verða
fluttir fimmtudaginn 12. október
kl. 20. Organisti er Jörg E. Sond-
ermann. Aðgangseyrir er 900 kr.
sem rennur til Hjálparstarfs
kirkjunnar
Á tónleikunum verða fluttar átta
litlar prelúdíur og fúgur (BWV 553
- 560) 1: C - dúr, 2: d - moll, 3: e -
moll, 4: F - dúr, 5: G - dúr, 6: g -
moll, 7: a - moll, 8: B - dúr. Prel-
údíurnar eru eignaðar Bach en eru
eftir Johann Ludwig Krebs (1713
- 1780). Sónata nr. 5 í C-dúr
(BWV 529) Allegro - Largo - All-
egro Prelúdía og fúga í Es-dúr
(BWV 552), Soli Deo Gloria.
Jörg E. Sondermann er fæddur
1957 í Witten í Þýskalandi. Hann
stundaði kirkjutónlistarnám í Her-
ford og Dortmund og lauk þaðan
A-prófi (lokapróf) 1980. Eftir það
fór hann til Hamborgar og lauk
einleikaraprófi á orgel 1982. Árin
1979 - 1997 starfaði hann sem org-
anisti og kórstjóri í Westfalen og
frá árinu 1985 stóð hann fyrir tón-
listarhátíð, er nefnist „Westfal-
ische Bach-Tage“. Hann hefur
LISTASAFN REYKJAVÍKUR
- HAFNARHÚSIÐ
Café9.net
13-15: KinderCargo, verkstæói
þar sem börn geta unniö efni og
haldið tónleika víða um lönd, m.a. í
Þýskalandi, Hollandi, Sviss,
Frakklandi, Póllandi og Finnlandi.
Hér á landi hefur hann haldið tón-
leika á Akureyri, ísafirði, Selfossi
og í Hallgrímskirkju. Hann hefur
einnig orgeltónlistarstundir í
Hveragerðiskirkju annan sunnu-
dag hvers mánaðar.
I efnisvali sínu hefur hann lagt
mesta áherslu á verk J.S. Bach og
jafnframt Max Regers og sam-
tímamanna hans auk verka núlif-
andi tónskálda. Jörg Sondermann
flutti til íslands haustið 1997 og
hefur síðan starfað sem organisti í
Hveragerðis- og Kotstrandarsókn-
um. Hann hefur einnig kennt kór-
stjórn og orgelleik við Tónskóla
Þjóðkirkjunnar frá hausti 1999.
Tilefni þessa tónleikahalds er
250. ártíð Johanns Sebastians
Bach. Ásamt þekktari verkum
Bachs er hér um að ræða allar
þekktar frumgerðir og tilbrigði,
verk sem vafi er á að hann hafi
samið og verk sem upphaflega
voru ekki samin fyrir orgel, en
hæfa orgelinu (t.d. Kunst der
Fuge). Alls eru þetta 26 tónleikar
60 - 65 mínútna langir hver um
sig. Þetta mun í fyrsta sinn sem öll
skrifast á við jafnaldra í hinum
borgunum (alla miövikudaga frá
13-15).
www.cafe9.net
orgelverk Bachs era flutt hér á
landi af einum organista, en fyrir
hálfum öðrum áratug sameinuðust
íslenskir organistar um þetta viða-
mikla verkefni.
Næstu tónleikar í röðinni „Bach
í Breiðholtskirkju" verða 9. nóv-
ember, 14. desember, 1. janúar
2001 og 11. febrúar 2001.
Þrakískir
fornmunir
SÝNINGARGESTIR í listasafni
einu í borginni Sofiu í Búlagaríu
virða hér fyrir sér fagurlega
skreytt leirker er var meðal
muna er fundust við uppgröft í
þorpinu Starosel í miðhluta Búlg-
aríu.
Talið er að fornmunirnir, sem
komu í ljós við uppgröft f fornu
þrakísku hofi í nágrenni Starosel,
séu frá fimmtu og sjöttu öld fyrir
Krist. I hofinu var þá að finna
eitt stærsta grafhýsi sem fundist
hefur í landinu og er talið að þar
hafi Sitalces, einn voldugasti kon-
ungur Þrakíu, verið grafinn.
O J fcfi M-2OO0
Midvikudagur 11. október
Helgarlilboð til
London
19. október
kr. 24.900
Við höfum nú fengið viðbótarherbergi á Ambassador hótelinu í
Kensington á hreint frábærum kjörum. Þægilegt nýuppgert hótel
í hjarta borgarinnar, lítil herbergi, öll með baði, sjónvarpi og síma.
Rétt við Gloucester Road neðanjarðarstöðina. Morgunverður
innifalinn. Beint flug til London fimmtudaga og mánudaga í
október og nóvember.
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr.
19.900
Flugsæti, fimmtudaga til
mánudags.
Verð kr. 19.900 Skattar
kr. 3.790.-, ekki innifaldir.
HEIMSFERÐIR
Verð kr. 14.900
Flugsæti mánudaga til fimm-
tudags. Skattar kr. 3.790.-, ekki
innifaldir.
Verð kr. 24.900
Flug og hótel i 4 nætur, helgar-
ferð 19. okt. Ferð frá fimmtudegi
til mánudags, Ambassador
hótelið, Kensington, m.v. 2 í
hcrbergi mcð morgunmat.
Skattar kr. 3.790.-, ekki inni-
faldir. Fcrðir til og frá flugvelli,
kr. 1.600,-