Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 45
UMRÆÐAN
„Við fluttum inn vinnu-
afl en fengum fólk“
Alþjóðavæðing er
hugtak sem oft bregður
fyrir um þessar mund-
ir. Menn eru nú sem
aldrei fyrr að hasla sér
völl víða um heim og
þar erum við Islending-
oi cngu eituuauu. viu
stefnum á landvinninga
á sviði viðskipta og
lista. íslendingar eru í
útrás og sækja í aukn-
um mæli á erlenda
markaði og eftir er-
lendu fjármagni. Á
sama tíma er verið að
laða til íslands erlent
fólk til starfa í bygging-
ariðnaði, fískvinnslu,
þjónustustörfum, hátæknistörfum og
víðar. Allskýr stefna og reglur munu
vera um framkvæmd erlendra við-
skipta en svo er síður varðandi hinn
mannlega þátt. Þýski rannsóknar-
blaðamaðurinn Gúnter Walraff sagði
með tilvísun til Þýskalands eitthvað í
þessa veru: „Við fluttum inn vinnuafl
en fengum fólk.“ Þetta er kannski
kjami málsins. Margt af því fólki sem
hingað kemur til að vinna sest hér að
og á stundum fylgja í kjölfarið systk-
ini og aðrir nákomnir úr fjölskyld-
unni. Þessir einstaklingar þurfa að fá
þjónustu og stofnanir samfélagsins
þurfa að geta veitt hana. Þeir þurfa
að fá tækifæri til að læra íslensku
með skipulögðum hætti, þeir þurfa
upplýsingar um rétt-
indi og skyldur og um
íslenskt samfélag, siði
og venjur. Það þarf
einnig að skapa skilyrði
fyrir gagnkvæm sam-
skipti þeirra sem koma
ug uivKai sein iýrn er-
um. Við þurfum að læra
að virða hvert annað,
líka það sem ólíkt er
varðandi menningu,
hegðun og útlit. Við
þurfum að skapa fólki
af erlendum uppruna
skilyrði til að njóta sín í
íslensku samfélagi og
gera því kleift að aðlag-
ast en jafnframt að
halda sérkennum sínum. Við það
verður íslenskt samfélag ríkara. Við
sem fyrir erum þurfum líka að aðlag-
ast nýju samfélagsformi - gagn-
kvæm aðlögun þarf að eiga sér stað.
En þetta gerist ekki af sjálfu sér.
Lærum af reynslu annarra
Á sjöunda áratugnum þegar t.d.
Þýskaland, Danmörk og Svíþjóð
voru að kalla eftir vinnuafli víða að úr
heiminum var í aðalatriðum álitið að
þessi aðlögun gerðist sjálfkrafa.
Menn voru bjartsýnir, vinna var næg
og mikill uppgangur og menn sáust
ekki fyrir. Á tímum atvinnuleysis og
efnahagserfiðleika snerist dæmið
við. í dag eru alvarleg vandamál í
Innflytjendur
Við þurfum að skapa
fólki af erlendum upp-
i*nr»o oViljrvAi onfnV
Snjólaug G. Stefáns-
dóttir, til að njóta sín í
íslensku samfélagi.
þessum löndum vegna fordóma, kyn-
þáttahaturs, ofbeldis og átaka.
Við stöndum í gættinni. Við getum
boðið það fólk sem hingað kemur vel-
komið með myndarskap, við getum
líka hallað hurðinni og látið sem við
sjáum það vart. Ymislegt gott hefur
verið gert hér á landi sem byggja
þarf á, en meira þarf til. Reykjavík-
urborg setti af stað vinnunefnd, sam-
stai-fsnefnd um málefni nýbúa,
skömmu fyrir síðustu áramót með
þátttöku starfsmanna ýmissa stofn-
ana borgarinnar. Nefndinni var ætl-
að að kortleggja þjónustu borgarinn-
ar við nýbúa, láta kanna viðhorf
þeirra til ýmissa þátta er varða ís-
lenskt samfélag og þjónustu, vinna
að stefnumótun, stuðla að fræðslu og
kynningu á málefnum þeirra o.fl.
Nefndin hefur haft samráð við fjöl-
marga aðila, við fjölmenningarráð
Snjólaug
Stefánsdóttir
sem er vettvangur útlendinga á ís-
landi, við starfsmenn félags-
málaráðuneytisins og fleiri ráðu-
neyta, sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu, RKÍ, fulltrúa vinnu-
markaðarins o.fl.
Sameiginlegt átak
Nefndin telur skipta máli að
stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins,
félagasamtök og fleiri skapi sér sam-
eiginlegan vettvangi til að vinna sam-
an að framkvæmd og stefnumótun í
málaflokknum. Mikilvægt er að sam-
einast sé m.a. um öfluga fjölmenning-
móttöku, upplýsingöflun og -miðlun
og markvissari íslenskukennslu fyrir
þá sem hingað flytja. Til að sinna
þessum verkefnum hefur verið lagt
til að stofnað verði svo kallað Al-
þjóðahús sem yrði vettvangur sam-
ráðs og samstarfs, auk þess sem það
sinnti ráðgjafar- og þjónustuhlut-
verki við stofnanir og samtök. Lyk-
ilatriði er jafnframt að stofnunum
sveitarfélaga og ríkis sé gert kleift að
veita okkur öllum sem hér búum,
hver sem uppruni okkar er, sem sam-
bærilegasta þjónustu.
Dagana 12. og 13. október verður
haldin ráðstefnan Heimurinn er
heima sem fjallar um fjölmenningar-
legt samfélag á íslandi. Þar munu
fjölmargir aðilar fjalla um málið frá
ýmsum hliðum. Þessi ráðstefna er
liður í starfí samstarfsnefndar
Reykjavíkurborgai' um málefni
nýbúa og er ætlað að varpa ljósi á
stöðu mála í dag og til framtíðar.
Höfundur er verkefnisstjóri á þróun-
ar- og fjölskyldusviði í Ráðhúsi
Reykjavíkur og formaður sam-
starfsnefndar um málefni nýbúa.
Leikhús lífsins
HVÍLÍKT lán að
hafa náð að sjá sýn-
ingu Þjóðleikhússins á
Sjálfstæðu fólki nú í
haust - það náðist
nefnilega ekki síðast
liðið vor. Framboð af
menningu er svo mik-
ið að erfitt er að ná
öllu því sem hugurinn
girnist. Ég er sjálf
þessi þveri íslending-
ur sem seiglast áfram
og næ að komast það
sem ég ætla mér, þó
það kosti blóð, svita
og tár.
En hví þessi hug-
leiðing sem engum
kemur við, tímaskortur minn að ná
menningarviðburðum líðandi
stundar? Þá kem ég að kjarna
málsins. Mér var sem ég væri
stödd á skrifstofu Hjálparstarfs
kirkjunnar að tala við konu sem
var að berjast við að halda íbúð-
inni sinni svo hún
þyrfti ekki að fara út
á leigumarkaðinn.
Hún sagði ákveðin:
„Ég fer aldrei aftur út
á leigumarkaðinn - al-
veg sama hvað kann
að gerast, frekar
svelti ég.“ Hún hafði
leigt í mörg ár, börnin
stöðugt að skipta um
skóla. „Hvað getur þú
gert fyrir mig - mig
vantar svo margt?“
„Hvernig má það
vera?“ spyr ég og haf-
ist er handa að graf-
ast fyrir um hvemig
manneskjan hafi kom-
ist í þessar aðstæður í okkar vel-
ferðarsamfélagi. Hin hefbundna
saga kemur í ljós. Lítil menntun,
lág laun, heilsuleysi, slys, örorka,
börn, skuldir. Um stund held ég að
ég sé að hlusta á sögu sléttlausrar
konu í Indlandi - nei, þetta er hún
Ragnheiður
Sverrisdóttir
Lífskjör
*
Oréttlætið sem sett er í
lög, segir Ragnheiður
Sverrisdóttir, er löglegt
og engu má breyta.
Ásta sem býr á stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Málið er kannað niður í
kjölin, víst ætti hún að geta lifað
af því sem hún hefur frá hinu opin-
bera ef... Já, það eru þessi EF. Ef-
in sem upp koma eru af ólíkum
toga en öll bera þau að sama
brunni. Ef ég hefði ekki unnið
hlutavinnu, ef ég hefði ekki slas-
ast, ef ég hefði ekki misst mömmu,
ef ég gæti bara unnið svart, ef ég
hefði ekki tekið lán, ef íbúðin væri
ekki svona dýr, ef ég væri ekki
heilsulaus öryrki, ef börnin þyrftu
ekki svona mikið. Já, ef lífið væri
ekki svona flókið og margbreyti-
legt þá...
Ég fletti upp í Laxness og les:
„Að vera fátækur bóndi er fólgið í
því að fá aldrei notið þeirra fríð-
inda sem stjórnmálamennirnir
bjóða eða lofa, og vera ofurseldur
þeim hugsjónum sem aðeins gera
hina ríku ríkari og fátæku fátæk-
ari.“ (Sjálfstætt fólk, s. 500.)
Ég sé fyrir mér framtíðina. Hér
verða tvær þjóðir, ein rík, hin fá-
tæk, ein þurfandi, hin með ofgnótt.
En Rauðsmýrarfólkið hefur tengsl
inn í ríkisstjórnina og það gerir
gæfumuninn. Óréttlætið sem sett
er í lög er löglegt og engu má
breyta - þar eru líka alls konar
Bjartar sem vilja halda í sitt fyrir
sig og sína.
Framtíð líknarstarfa á Islandi
er björt. Næg verkefni. Einkavæð-
um það. „Köllum það velferðar-
þjónustu, gerum það hagkvæmt.
Stofnum þurfamannabúðir fyrir
þetta fólk, hlúum að því, segjum
því hvering það á að lifa. Það get-
ur hvort sem er ekki bjargað sér
sjálft. Tilraunin Bjartur í Sumar-
húsum hefur löngu sannað það.
Höfundur er djákni og starfar sem
fræðslufulltrúi á Biskupsstofu og
hefur einnig starfá skrifstofu Hjálp-
arstarfs kirkjunnur.
'jf
Heimsendir gíróseðlar -
greiðslukortablónusta
S: 535 1823/535 1825
Fæst í apótekum
Fullkomið
kerfi með
heildarlausn
fyrir
lagerrymið
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
AUÐBREKKU 1 200 KÓPAVOQI
SlMI: 544 5330 FAX: 544 5335
I www.straumur.is I
Hokkískautar:
Reimaðir
Stærðir 37-46
j|^ Verð aðeins
WCT kr. 9.338
Hokkískautar:
Smelltir
Stærðir 36-46
Verð aðeins
kr. 5.990
Listskautar:Vinil
Hvítir: 28-44. Svartir: 33-46
Stærðir 28-36
kr. 4.201.
Stærðir 37-46
kr. 4.689
Smelluskautar:
Stærðir 29-41
| ^ Verð aðeins
► <£ kr. 4.989
Listskautar: _
Leður Opið laugardaga frá kl. 10-14 ("E
Hvítir:
Stærðir 31-41 ggg œ
„ smr6BB ^mmWmwJj
Skeifunni 11, sími 588 9890
Nýjung:
Skautar undir HYPNO
jr línuskautaskó
JT ________kr. 4.823
Barnaskautar
iSmelluskautar)
Stærðir 29-36
Verð aðeins
fZtri. kr. 3.989