Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
W& \ I íY' J8M1U#PKIIW. ð I
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 47j
Hvor sigrar, Kasp-
arov eða Kramnik?
SKÁK
L o n d o n
KASPAROV-KRAMNIK
8.10.-4.11.2000
EINVÍGI þeirra Kasparovs og
Kramniks, sem hófst á sunnudag-
inn, hefur vakið gríðarlega athygli.
Allar helstu fréttasíður á Netinu,
hérlendis sem erlendis, hafa birt
fréttir af einvíginu og nánast allar
skáksíður sem eitthvað kveður að
eru með daglegar fréttir og jafnvej
beinar útsendingar frá einvíginu. I
gær var fyrsta einvígisskákin bh't
hér í skákþættinum án skýringa,
en Bragi Kristjánsson hefur skoð-
að þessa athyglisverðu skák nánar
og þar kemur m.a. í ljós hinn sál-
fræðilegi þáttur einvígis af þessu
tagi, þar sem báðir keppendur
leggja áherslu á að koma andstæð-
ingnum á óvart í byrjuninni og þar
með að gera þrotlausan undirbún-
ing hans fyrir einvígið að engm
Hvítt: Kasparov
Svart: Kramnik
Spænski leikurinn
1. e4 -
Taugastríðið hefst strax í fyrsta
leik. Flestir bjuggust við því, að
Kasparov myndi leika 1. d4.
1. - e5 2.RfB Rc6
Kramnik er vanur að tefla Petr-
ovsvörn, 2. - Rf6, en hefur að
þessu sinni ekki áhuga á að sjá
hvaða launráð Kasparov hefur
bruggað honum í þeirri byrjun.
3.Bb5 -
Á síðustu árum hefur Kasparov
haldið sig við Skoska leikinn, 3. d4,
en nú bregður hann fyrir sig þeim
spænska.
3. - Rf6
Kramnik beitir gömlu afbrigði,
sem kennt er við Berlín, en það var
síðast teflt í heimsmeistaraeinvígi
áriðl981, þegar Kortsnoj tefldi
það gegn Karpov með litlum ár-
angri. Kramnik er undir áhrifum
af skákum, sem tefldar voru á
minningarmóti um Rubinstein í
Póllandi fyrir tveim mánuðum.
4.0-0 Rxe4 5.d4 Rd6 6.Bxc6
dxc6 7.dxe5 Rf5
Á alþjóðlegu mótum Skákar,
fyrir 15 árum, gerðu menn tilraun-
ir með 7. - Re4, en sá leikur hefur
ekki náð fótfestu í fræðunum.
8.Dxd8+ Kxd8 9.Rc3 Bd7!?
Ungverski stórmeistarinn, Zolt-
an Almasi, kom fyrstur með þenn-
an leik á fyrmefndu móti, og hélt
auðveldlega jafntefli í skák við
Shírov, lettneska stórmeistarann,
sem nú er sestur að á Spáni.
Kramnik hefur tekist að koma
Kasparov í opna skjöldu með byrj-
anavali sínu og hefur, þegar hér er
komið, 25 mínútna forskot á
klukkunni.
10.b3!? -
Shírov endurbætti taflmennsku
sína með þessum leik, strax í
næstu umferð, í skák við Krasenk-
ov frá Póllandi.
10. — h6 ll.Bb2 Kc8 12.h3 -
Kasparov bregður hér fyrir sig
annarri leikjaröð, en tefld var í
framannefndri skák, en þar vann
hvítur auðveldlega, eftir 12. Hadl
a5 13.h3 b6 14.a4 Bb4 15. Re2 He8
16.Rf4 g6 17.g4 Rg7 18.Hd3 Re6
19.Rxe6 Bxe6 20.Rd4 Bd7 21.Re2
Bd6 22.f4 f5 23.exd6 Hxe2 24.dxc7
Kxc7 25.Be5+ Kc8 26.Hfdl Be6
27.Hd6 og svartur gafst upp.
12. - b6 13.Hadl Re7!?
Nú kemur endurbót Kramniks á
taflmennsku Pólverjans í ljós. Það
er grundvallaratriði fyrir svart að
koma í veg fyir framrás hvítu peð-
anna á kóngsvæng, f2-f4-f5, svo að
Kramnik undirbýr að halda fót-
festu á f5-reitnum, auk þess sem
hann getur varnað hvíta riddaran-
um þess, að komast til f4 með R-
g6-
14. Re2 -
Tímamunurinn var nú orðinn
ein klukkustund.
14. - Rg6 15. Rel -
Það var núna fyrst, sem Kramn-
ik þurfti að sökkva sér niður í stöð-
una. Hann hefur líklega haft alla
skákina fram að síðasta leik Kasp-
arovs á rannsóknarborðinu heima.
15. - h5
Undirbýr að skorða hvítu peðin
á kóngsvæng á hefðbundinn hátt,
með R-e7-f5, ásamt h5-h4.
16. Rd3 -
Til greina virðist koma að not-
færa sér síðasta leik svarts með
16. Rf3!?, ásamt Rg5 síðar.
16. - c5 17.c4 a5 18. a4 h4
19.Rc3 Be6 20.Rd5 Kb7 21.Re3
Hh5!
Kramnik sækir að hvíta peðinu
á e5. Þegar Kasparov neyðist til að
valda það með f2-f4, þá kemur
R-e7-f5.
22. Bc3 He8 23.Hd2 Kc8 24. f4
Re7! 25.RÍ2 Rf5
og teflendur sömdu um jafntefli.
Klukkan: Kasparov átti 9 mínút-
ur eftir til að ná 40 leikja markinu,
en Kramnik 29.
Fjöltefli Þrastar
Þórhallssonar
Þröstur Þórhallsson tefldi fjöl-
tefli á við 33 börn og ungmenni hjá
Taflfélagi Reykjavíkur sl. laugar-
dag. Fjölteflið var þáttur í 100 ára
afmælishátíð félagsins. Þröstur
sigraði í 30 skákum, en gerði 3
jafntefli. Þeir sem náðu jafntefli
við stórmeistarann voru Dagur
Ai-ngrímsson, Guðmundui’ Kjart-
ansson og Anna Margrét Þrastar-
dóttir. Allir sem tóku þátt í fjöltefl-
inu fengu verðlaun og þau sem
gerðu jafntefli við Þröst hlutu sér-
staka viðurkenningu. Auk þeirra
sem náðu jafntefli tóku þessir þátt
í fjölteflinu: Atli Freyr Kristjáns-
son, Anna Hildigunnur, Ragnar
Örn Hjálmarsson, Stefán Ingi
Arnarson, Marteinn Briem, Jón
Arnar Briem, Páll Steinar Sigur-
björnsson, Geirlaugur Sigur-
björnsson, Einar Sigurðsson, Er-
lingur Atli Pálmarsson, Ólafur
Freyr Jónsson, Dofri Snorrason,
Örn Stefánsson, Helgi Ragnar
Jensson, Kristinn Símon Sigurðar-
son, Víkingur Fjalar Eiríksson,
Flosi Brynjólfsson, Víðir Orri
Reynisson, Haraldur Haraldsson,
Aron Ingi Óskarsson, Ásgeir Mog-
ensen, Víðir Petersen, Sveinn Al-
exander Sveinsson, Hlín Önnu-
dóttir, Örn Erlingsson, Matthías
Trausti Sigurðsson, Árni Freyr
Gunnarsson, Sunnefa Gunnars-
dóttir og Salóme Jórunn Bern-
harðsdóttir.
Umsjón með fjölteflinu hafði
Torfi Leósson, umsjónannaður
unglingaæfinga hjá TR
Hannes og Jón Viktor
í 8.-11. sæti
Hannes Hlífar Stefánsson og
Jón Viktor Gunnarsson eru í 8.-11.
sæti eftir fjórar umferðir á þriðja
alþjóðlega Þórshafnarmótinu sem
nú stendur yfir í Færeyjum.
Hannes gerði jafntefli við Teimour
Radjabov (2476) í fjórðu umferð og
Jón Viktor sigraði Olli Salmensuu
(2458). Staða efstu manna:
1. Alexander Grischuk 4 v.
2. Ruslan Ponomariov 314 v.
3. -7. Lev Psakhis, Alexander Baburin,
Stuart Conquest, Vadim Milov, Henrik
Danielsen3v.
8.-11. Stanislav Savchenko, Hannes H.
Stefánsson, Teimour Radjabov, Jón V.
Gunnarsson 2!4 v.
Hannes mætir danska
stórmeistaranum Henrik Daniels-
en (2519) í fimmtu umferð og Jón
Viktor mætir hinum sterka úkra-
ínska stórmeistara Stanislav
Savchenko (2579).
Skákmót á næstunni
11.10. SA. Fischer-klukkumót
16.10. Hellir. Unglingameistara-
mót
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
BRIDS
llmsjún Arnúr G.
Raparsson
__Gylíi Baldursson og
Orn Arnþórsson unnu
minningarmótið um
Einar Þorfínnsson
Minningarmót Bridsfélags Selfoss
um Einar Þorfinnsson var haldið sl.
laugardag og spiluðu 28 pör. Gylfi
Baldursson og Örn Arnþórsson sigr-
uðu eftir hörkukeppni, hlutu 132 stig
yfir meðalskor.
Spilaður var barometer og veitt
silfurstig fyrir efstu sætin.
Röð næstu para:
Steinberg Ríkarðss. - Hermann Láruss. 124
Gunnar Þórðarson - Bjöm Snorrason 111
Símon Símonarson - Sverrir Kristinss. 93
Birkir Jónss. - Jón Sigurbjörnss. 75
Kristján M. Gunnarss.- Helgi Helgason 75
Bridsfélagið þakkar þátttakend-
unum fyrir skemmtilegt mót og
stjórnandanum Sveini Rúnari Ei-
ríkssyni fyrir góða mótsstjórn. Einn-
ig fá stuðningsaðilar mótsins þakkir
fyrir hlýhug til bridsfélagsins.
íslandsmót í
einmenningi
íslandsmótið í einmenningi 2000
verður spilað í Þönglabakkanum 13-
14. október nk. Mótið hefst kl. 19 á
föstudagskvöld og lýkur um kl. 20 á
laugardagskvöld.
Spilað er eftir mjög einföldu
standard-kerfi. Kerfiskort eru send
út til þeirra sem þess óska. Þátttöku-
gjald er kr. 2.500. Keppnisstjóri er
Sveinn Rúnar Eiríksson. Skráning
er hafin í s. 587 9360 eða bridge@-
bridge.is
Ath.: Spilamennska hjá BR fellur
niður á föstudag vegna íslands-
mótsins.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á tíu borðum
mánudaginn 9. október sl. Miðlung-
ur 168. Efstvoru:
NS
Sigurður Gunnlaugss. - Sigurpáll Aras. 229
Jóhanna Jónsd. - Magnús Gíslas. 190
Sigurjón Sigurj.s. - Sigurþór Halldórss. 172
AV
DóraFriðleifsd.-GuðjónOttóss. 199
Leó Guðbrandss. - Aðalsteinn Guðb.s. 184
JónAndréss.-GuðmundurGuðmundss. 183
Tvímenningur verður spilaður
fimmtud. 12. október og sveita-
keppni mánudaginn 16. október.
^GPAI á\
Æ 3L M ^
Frábærar vörur á góðu verði
I
i
o
> '
Kynnum frábærar nýjar
línur í húðsnyrtivörum
í dag í Lyfju í Hamraborg
Kópavogi og á morgun
í Lyfju í Hafnarfirði.
& LYFJA
- fyrir útlitið
KYNNINGARTILBOÐ
20% afsláttur af öllum OPAL
LONDON vörum eða...
...ef þú kaupir
tvo hluti þá
færðu
frábæran
nuddhanska
í kaupbæti.
Heildsöludreifing
llMM
sfmi 699 1175
Arsfundur
Samtaka atvinnulífsins
11. o k t ó b e r 2 0 0 0 S ú 1 n a s a / - H ó t e 1 S ö gu
Dagskrá
Ávörp
14:00 Fundarsetning Ræða: Finnur Geirsson, formaðurSA.
14:30 Ávarp: Davíó Oddsson, forsætisráðherra.
14:50 Kaffihlé
Nýja hagkerfið
15:10 „Áhrif upplýsinga- og fjarskiptatækni á hagvöxt"; Nicholas Vanston, forstöðumaður rannsóknarsviðs hagfræóideildar OECD.
Umsögn 1 - Nýja hagkerfið og íslenskt efnahagslíf; Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóóhagsstofnunar.
Umsögn 2 - Nýja hagkerfið, nýir viðskiptahættir; Hannes G. Sigurósson, aðstoðarffamkv.stj. SA.
Fyrirspurnir
Almenn fundarstörf
16:00 1. Skýrsla framkvæmdastjóra fýrir liðió starfsár; Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA. 2. Ályktun ársfundarSA. 3. Önnur mál.
16:30 Áætluð fundarslit.
« J£ E Fundarstjóri: Valur Valsson, forstjóri Islandsbanka-FBA hf.
. '5 * B
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS
Sérmerktar
gjafavörur
r
Okeypis
bæklingur ^
www.postlistinn.is
sími 557 1960
Islenski Póstlistinn