Morgunblaðið - 11.10.2000, Page 48
^8 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Gleði frá Prestbakka tryggði sér sterka stöðu í kynbótamatinu með afbragðs frammistöðu á
landsmótinu í sumar. Knapi var ÞorvaldurÁrni Þorvaldsson.
Þilja frá Hólum heldur Hólavcldinu við í hryssuflokknum ásamt móður sinni og systur.
Knapi er Egill Þórarinsson.
Kynbótamat Bændasamtakanna
Spenna að mynd-
ast kringum
Sleipnisbikarinn
Þrír nýir hestar komast inn á topp tíu listann hjá stóðhestum með
15 til 49 dæmd afkvæmi og sömuleiðis í flokki stóðhesta með færri
en 15 dæmd. Valdimar Kristinsson skoðaði þessa tvo flokka og
sömuleiðis efstu hryssurnar í nýja kynbótamatinu.
Ýmir frá Holtsmúla I er verðugur fulltrúi ungu kynslóðarinnar í röðum stóðhesta. Byrjar ferilinn svo að segja á
toppnum. Knapi er Þórarinn Eymundsson.
TROSTAN frá Kjartansstöðum
*em lengi vel hefur vermt efsta
sætið í flokki stóðhesta með 15 til
49 dæmd afkvæmi er nú kominn í
annað sætið en Kraflar frá Miðsitju
hefur nú tekið yfir. Þeir lækka þó
báðir í einkunn, Kraflar lækkar úr
130 stigum í 129 en Trostan úr 131
í 128. Kraflar skilaði aðeins 4 nýj-
um afkvæmum í dóm á árinu sem
verður að teljast lítið hjá efsta
hesti á listanum en Trostan skilaði
7 afkvæmum sem ætti að teljast
viðunandi fjöldi en ekki þó meira
það. Þriðji hesturinn á listanum
er sigurvegarinn frá landsmótinu í
sumar í flokki fyrstu verðlauna-
hesta fyrir afkvæmi, Gustur frá-
Hóli II. Hann er nýr á þessum
lista, var með 14 dæmd afkvæmi í
fyrra en skilaði 14 dæmdum af-
kvæmum í ár sem er frábær árang-
ur því ofan á bætist að hann hækk-
ar um eitt stig í einkunn, er með
127 stig.
Trostan er horfinn af íslenskum
ræktunarvettvangi fyrir allnokkr-
um árum og mun því ekki fara
hærra á listanum né í stigum og
ekki mun hann eiga möguleika á
Sleipnisbikarnum sökum fjarveru
sinnar. En eitt er víst að ef marka
má kynbótamatið má ætla að full
•not hefðu verið fyrir þennan hest í
íslenskri hrossarækt.
Það verða hins vegar að öllum
líkindum þeir Kraflar og Gustur
sem næstir munu berjast um
Sleipnisbikarinn á landsmóti. Það
kann hins vegar að standa nokkuð
tæpt að þeir nái fjöldanum fyrir
næsta landsmót sem verður 2002.
Gust vantar 22 afkvæmi í dóm en
Kraflar 14. Ef sami fjöldi skilar sér
frá þeim á næsta ári og gerði í ár
verður staða Gusts hvað fjöldann
varðar mun betri, verður með 42
afkvæmi. Það er því ljóst að ætli
Brynjar bóndi í Feti sér að koma
fram með Kraflar sinn fram verður
hann að gera rækilega liðskönnun
tryggja fleiri afkvæmi í dóm
undan klárnum en komu í ár. Hvað
stigin varðar stendur Kraflar betur
að vígi og má því ætla að keppni
þessara tveggja hesta gæti orðið
spennandi.
Fleiri valkostir með
Qölgun landsmóta
Þegar velt er vöngum yfir vænt-
anlegum Sleipnisbikarhafa verður
að taka með í reikninginn að nú
þegar landsmótin eru haldin á
tveggja ára fresti hafa stóðhesta-
eigendur meira val og sveigjanleika
hvar og hvenær þeir tefla hestum
sínum fram til heiðursverðlauna.
Gott dæmi þar um er þegar eig-
endur Orra frá Þúfu frestuðu af-
kvæmasýningu hans til heiðurs-
verðlauna ’98 til landsmótsins í
sumar.
Með slíkum valmöguleikum
—skapast svo svigrúm fyrir hesta
sem jafnvel enginn hefur reiknað
með eins og gerðist með Stíganda
frá Sauðárkróki ’98. Með landsmót-
um annað hvert ár er jafnvel hugs-
anlegt að enginn stóðhestur komi
fram til heiðursverðlauna á lands-
móti eða þá að farið sé nokkuð neð-
arlega á listann yfir stóðhesta með
50 dæmd afkvæmi.
En það eru fleiri inni í Sleipnis-
bikarsmyndinni því fjórði hestur á
þessum lista Oddur frá Selfossi
gæti einnig komið sterklega til
greina. Hann er með 126 stig og 41
dæmt afkvæmi og ætti því að vera
kominn vel yfir 50 afkvæma markið
eftir tvö ár. í ár komu fram 13 ný
afkvæmi hans í dóm og vantar að-
eins 9 til að komast á heiðursverð-
launastallinn. Það gildir svipað með
Odd og Kraflar að nú þarf að
skipuleggja vel á næstu tveimur
árum hvað kemur fram undan hon-
um í dóm. Til að hækka hann í stig-
um þarf að tryggja að aðeins komi
góð afkvæmi í dóm en þau lakari
verði látin sitja heima.
Óður frá Brún, sem sýndur var
til fyrstu verðlaun á landsmótinu í
sumar, er í fimmta sæti með 125
stig og 18 dæmd afkvæmi, 13 skil-
uðu sér í dóm í ár. Þá kemur næst-
ur Kolskeggur frá Kjarnholtum
sem er með 124 stig og 15 dæmd
afkvæmi. Báðir þessir hestar, Óður
og Kolskeggur, eru nýir á þessum
lista, voru báðir með inna við 15 af-
kvæmi í fyrra. Kolskeggur er fall-
inn fyrir nokkrum árum og má
gera ráð fyrir að uppgangur hans á
kynbótamatslistanum verði enda-
sleppur af þeim sökum. Páfi frá
Kirkjubæ sem var lengi vel í efstu
sætum er nú sjöunda sæti með 124
stig og 28 dæmd afkvæmi, 8 ný af-
kvæmi skiluðu sér í dóm á árinu.
Jafn honum í stigum er Toppur frá
Eyjólfsstöðum en með 37 dæmd af-
kvæmi og þar 5 ný afkvæmi á
þessu ári.
Síðan eru jafnir með 123 stig
Safír frá Viðvík og Sólon frá Hóli.
Sá fyrrnefndi með 31 dæmt af-
kvæmi en sá síðarnefndi með 26.
Það vekur athygli með þennan lista
að 8 hestar eru lækkandi í einkunn
einn hækkar um 1 stig og einn
heldur sínu frá fyrra ári.
Ungu hestarnir
atkvæðamiklir
í ungliðaflokknum þar sem eru
hestar með færri en 15 dæmd er
eðlilega mikil gerjun. Þrír nýir
hestar komast þar inn á topp tíu
listann og er sá sem efsta sætið
vermir Ymir frá Holtsmúla einn
þeirra. Vafalaust er það frækileg
frammistaða hestsins á landsmóti
sem öðru fremur fleytir honum í
þessar hæðir en þar varð hann
efstur fjögurra vetra stóðhesta.
Ymir er með 133 stig en fast á
hæla hans kemur Hamur frá Þór-
oddsstöðum sem er með 131 stig og
þar mun það vera óslitin sigur-
ganga hans frá því hann var fjög-
urra vetra gamall sem tryggir hon-
um þennan sess. Síðan koma fjórir
hestar jafnir með 130, Glaumur og
Fannar frá Auðsholtshjáleigu,
Frami frá Svanavatni og Hljómur
frá Brún.
Jafnir 8. til 10. sæti með 129 stig
eru svo hinn íðilfagri Seifur frá
Efra-Apavatni, Skorri frá Blöndu-
ósi og Hrókur frá Glúmsstöðum II.
Seifur hledur sinni einkunn frá
síðasta ári en ungu hestarnir Ýmir,
Glaumur og Fannar, eru að hækka
sínar einkunnir, Ýmir um heil 8
stig. Hinir hestarnir lækka um 1 til
3 stig.
Af þesum tíu hestum sem hér
eru taldir upp eru sex þeirra synir
Orra frá Þúfu sem er enn ein fjöðr-
in í glæstri stöðu hans.
Þrenna heldur forystunni
Af hryssuflokknum er sömu sögu
að segja í síðasttalda flokknum, þar
eru 3 nýjar meðal tíu efstu. Þrenna
frá Hólum er sem fyrr efst með 135
stig en eitt nýtt afkvæmi undan
henni kom fram í dómi á árinu.
Hún lækkar um 1 stig en næstar
koma jafnar með 133 stig stjarna