Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 50
^SO MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ERLA ÁRNADÓTTIR + Erla Árnaddttir fæddist í Vík, Staðarhreppi í Skagafirði 6. desem- ber 1921. Hún lést á Landakotsspítala 28. september síðastlið- inn og fór útfór hennar fram frá Fossvogskirkju 6. október. Elsku amma mín. Ég veit ekki hvar ég á að byrja á því að lýsa því hve mikið mér þótti vænt um þig, þykir reyndar enn, og hve mikil áhrif þú hafðir á mig. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Þrátt fyrir að ég hafi hitt þig allt of sjaldan upp á síð- kastið, vantar stóran part í líf mitt nú þegar Jjú hefur yfirgefið þennan heim. Eg gat alltaf leitað til þín, þú varst umhyggjan og hlýjan ein, gjör- samlega ógagnrýnin og fordómalaus á allt bullið sem mér datt í hug að ræða um við þig. Ég þekki fáar manneskjur sem höfðu eins marga góða kosti til að bera og þú amma, alltaf varstu sönn, heiðarleg, blíð og Wgóð. Aldrei sá ég þig í vondu skapi, þú virtist hafa endalaust jafnaðargeð sama hvað bjátaði á hjá þér. Ég er svo fegin að Hulda mín hafi fengið að kynnast þér, því að konu eins og þig mun hún seint hitta aftur. Ég man þegar ég var lítil og lagði það í vana minn að koma til þín með fallega steina sem ég fann og gaf þér. Þá sýndirðu mér steina- safnið þitt og alltaf hlustaði ég jafn áhuga- söm á þann fróðleik sem þú hafðir um þá. Mér fannst það æðis- legt og til marks um það hélt ég áfram að færa þér steina til 21 árs aldurs, þegar ég gaf þér steina úr Miðjarðarhafinu, ég hefði líklega haldið því áfram ef þú værir hér enn, amma mín. Manstu þegar ég gisti stundum hjá þér á Melabrautinni? Ég man það eins og gerst hafi í gær, hvernig þú straukst mér blíðlega um höfuðið og raulaðir fyrir mig vögguljóð - þá leið mér vel. Svo einhverjum árum seinna þegar ég flutti á Nesið þá gekk ég mikið í nágrenni við þig, í og úr skóla og fimleikum á hverjum degi. Oftar en ekki sá ég þig álengd- + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GRÓA J. JAKOBSDÓTTIR frá Vatnagarði, Eyrarbakka, lést á dvalarheimilinu Ljósheimum á Selfossi mánudaginn 9. október. Jarðarförin auglýst síðar. ar og ætlaði að heilsa upp á þig, en það var hægara sagt en gert að ná þér þar sem þú þrammaðir í sund, ég þurfti að hafa mig alla við til þess að ná þér þrátt fyrir að vera rúmlega 50 árum yngri en þú og íþróttamann- eskja í þokkabót - svo mikill var krafturinn í þér. Þú varst líka með eindæmum skemmtileg og fyndin - manstu hvað við Indriði grenjuðum úr hlátri af frásögum þínum þegar við heimsótt- um þig heim á Skólabrautina í vor? Við gengum út, montin af því að eiga svona skemmtilega og hressa ömmu og ekki má gleyma því hvað þú varst falleg og tignarleg allt til síðasta dags. En amma mín, nú hefur þú þrammað á betri stað og hefur það vonandi gott. Afi Indriði og Hrafn eru örugglega ánægðir að fá þig til sínj ég myndi vera það. Ég gleymi þér aldrei amma mín og hlakka til að hitta þig aftur. Ástar- og saknaðarkveðjur. Þín Svala. Nú hefur Erla frænka okkar kvatt þetta líf og langar okkur að minnast hennar í nokkrum orðum. í huga okkar var hún einstök frænka sem ávallt var til staðar þar sem hennar var þörf. Frá því að við munum eftir okkur var Erla frænka í dagsins önn að sinna sínu fólki. Hún fann sér allt- af tíma til að líta til, vitja um eða hringja í þá sem voru henni kærir, hvort sem þeir voru henni nákomnir eða þeir sem hún skynjaði að þurftu á henni að halda. Glaðværð og hlýja fylgdi Erlu hvert sem hún fór. Þegar við vorum börn var Erla hluti af sumrinu, þá kom hún norður í sveitina og dvaldi þar meðal ættingja. Eftir að við systurnar urðum full- orðnar kynntumst við Erlu betur og skynjuðum hvað hún hafði mikið að gefa. Þegar börnin okkar fæddust var hún fyrst manna til að mæta á fæð- ingardeildina og deila með okkur gleðinni. í huga barna okkar og eig- inmanna var hún líka einstök frænka. Þrátt fyrir erfiðleika og veikindi sl. ár hélt Erla glaðværð sinni og reisn og reyndi ætíð að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Við kveðjum Erlu með söknuði, hún kenndi okkur margt. Við send- um fjölskyldu hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Arngunnur, Steinunn og Ingibjörg. Óþúyndislegaland og hið sterka tryggðaband við þitt líf og ótal undur, eldfjöll jökla, hraun og sand. Öll þín gæði gafstu mér og gleðina að lifa hér. Sælt mér finnst að ferðalokum aðfáaðverahlutiafþér. (Ómar Ragnarsson.) Kæra Erla, nú er lífsvagninn þinn kominn á leiðarenda og minningam- ar hrannast upp. Ég minnist okkar ógleymanlegu ferðalaga sumar eftir sumar. Þið Indriði komuð á hverju sumri norður í Skagafjörð, sem var ykkur báðum svo kær, og þá fómm við gjarnan í ferðalög. Undirbúning- urinn byrjaði í Messuholti, að útbúa nesti og annað sem til þurfti. Þegar við voram ferðbúin setti Sigurþór bílinn í gang og við ókum af stað, oft- ast til fjalla. Þú kunnir svo sannar- lega að meta leiðsögumanninn og bíl- stjórann. Við vomm í ríki öræfanna, þar sem fegurðin og kyrrðin er ólýs- anleg, náttúmperlur íslands heill- uðu okkur. Við vomm líkt og ein í heiminum með fjöllin, jöklana, sand- ana og bláan himininn og þessa dýrð kunnum við svo vel að meta. Kæra Erla, þú reyndist dætrum Sigurþórs sönn frænka og fylgdist vel með litlu börnunum þeirra og gafst þeim hlýju og gleði. Börn, tengdabörn, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Systir okkar og mágkona, SÓLVEIG FINNBORG HELGADÓTTIR frá Hnífsdal, er látin. Útför hefur farið fram. Sigríður J. Helgadóttir, Pálína Helgadóttir, Tómás Helgason, Vigdís Björnsdóttir. + Hjartkær móðir okkar, JÓHANNA KRISTÍN HELGADÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, að kvöldi laugar- dagsins 7. október. Þóra, Kristín, Ásta, Þráinn og Sigurjón Sigurðarbörn. + Ástkær eiginmaður, minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN PÁLSSON útgerðarmaður frá Þingholti, Vestmannaeyjum, er lést miðvikudaginn 4. október, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 14. október kl. 10.30. Þóra Magnúsdóttir, Magnús Kristinsson, Lóa Skarphéðinsdóttir, Jóna Dóra Kristinsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Bergur Páll Kristinsson, Hulda Karen Róbertsdóttir, Birkir Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. HALLDOR AÐALS TEINN HALLDÓRSSON + Halldór Aðal- steinn Halldórs- son fæddist að Bjargi, Neskaupstað, 16. janúar 1949. Hann lést 30. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seyðisfjarð- arkirkju 7. október. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öilum sem fengu að kynnastþér. (Ingibj. Sig.) Seyðisfjörður skartaði sínu feg- ursta að morgni síðasta dagsins í september. Fjöllin böðuðu sig í spegilsléttum firðinum og sólin skein. Síðdegis þegar skipti um og gerði hryssingslega rigningu og napur vindur blés um plássið skynjuðu menn að vet- ur var í nánd. Gott sumar var á enda, nátt- úran að leggjast í dvala. í einu vetfangi var líf Halldórs Aðal- steins Halldórssonar líka á enda, en hann lést með sviplegum hætti aðfaranótt 30. september. Við kynntumst Hall- dóri, eða Lilla eins og hann var jafn- an kallaður, þegar þau Jónborg hófu sambúð fyrir rúmum áratug. Síð- ustu árin hafa þau verið nágrannar okkar og með okkur haldist mikil og góð vinátta. Þeir sem kynntust Jón- borgu og Halldóri tóku strax eftir því hve einkar samhent þau vom í öllu því sem þau tóku sér fyrir hend- ur og hve vel þau áttu saman. Mikill samgangur var á milli heimila okkar og margt sem við + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, sonur minn, bróðir okkar og mágur, PÉTUR J. KJERÚLF lögfræðingur, Faxatúni 28, Garðabæ, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn 8. október. Hafdís Ágústsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn, Guðlaug P. Kjerúlf, systur hins látna og fjölskyldur. Ég kveð þig, Erla, með þakklæti og virðingu, það er mér dýrmætt að eiga svo góðar minningar, sem ég á um þig. Við Sigurþór sendum fjölskyldu Erlu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Fjóla B. Bárðdal, Messuholti. Ein mesta gæfa í lífi mínu var þeg- ar ég kynntist á áttunda áratugnum því frábæra fólki sem var í matarfé- laginu Gnægtum. Gnægtir vora þá í Rúblunni, á skrifstofu vinar míns og velgjörðar- manns Sigurðar Baldurssonar hæstaréttarlögmanns, Laugavegi 18. Þar kynntist ég Erlu, sem var rit- ari og hægri hönd Sigurðar í mörg ár. Erla var ekki bara ritari og hægri hönd Sigga Bald. - hún var félagi. Hún var falleg, heilsteypt og yndis- leg kona, sem gott var að vera ná- lægt og ieita til. Hún var sannur vin- ur vina sinna, hafði skemmtilega frásagnargáfu, mjög minnug á menn ög málefni, vel lesin og Ijóð kunni hún fjölmörg utanbókar. Hún var góðum gáfum gædd og varði málstað þeirra sem minna máttu sín. Gaman var að heyra hana segja frá bemsku sinni - Skagafjörður og systkini hennar áttu svo stóran sess í hjarta hennar. Við andlát Erlu er mér fyrst og fremst í huga þakklæti fyrir vináttu, hlýju, elsku og dásamlega brosið, - fyrir allar samverastundirnar sem við áttum. Þær minningar munu ætíð færa mér gleði og trú á hið góða í heimi hér. Öllum þeim sem áttu Erlu að sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur, einkum einkadóttur henn- ar, Önnu Siggu, sonum hennar, tengdabörnum, barna- og barna- börnum. Blessuð sé minning Erlu Árna- dóttur. Kristín Jóna Halldórsdóttir. gerðum í sameiningu. Þeir góðu dagar sem við höfum átt með þeim eru okkur dýrmætir. Lilli var mikill vinur vina sinna og ávallt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Sama var hvort hann var beðinn um eitthvert smáviðvik, eins og að líta á sláttuvél eða eitt- hvað sem krafðist meiri fyrirhafnar eins og að aka Ingu Hrefnu dóttur okkar yfir Fjarðarheiðina í skólann á Egilsstöðum þegar veður vora vá- lynd. Honum þótti það ekki tiltök- umál og leysti úr öllum vanda með ánægju. Lilli var mörgum mannkostum búinn. Hann var lífsglaður svo eftir var tekið, gamansemi var einkennandi fyrir hann og ávallt stutt í hláturinn. Hann átti auðvelt með að hrífa sam- ferðafólk sitt með sér með glaðværð sinni. Lilli var vandaður og góður maður, einstakt ljúfmenni eru orð sem lýsa honum vel. Nú þegar róið er á ný mið þökk- um við af alhug að hafa átt hann að vini og' fyrir þær góðu minningar sem hann skilur eftir í huga okkar. Minning hans lifir og hún hefur gert okkur sem eftir lifum ríkari. Við áfangaskil fylgir djúp þökk og virð- ing. Elsku Jónborg og fjölskylda, við sendum ykkur öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessum erf- iðu tímum. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást að hugir í gegnum dauðann sást. Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Hanna Þórey og Sveinbjöm Órri. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.