Morgunblaðið - 11.10.2000, Page 52

Morgunblaðið - 11.10.2000, Page 52
52 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA SÍMONARDÓTTIR MELSTEÐ + Helga Símonar- dóttir Melsteð fæddist á Þingvöll- um 22. maí 1914. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skógar- bæ 1. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hailgrimskirkju 6. október. Paðvarstþú. Þúsemmérþóttisvo væntum. Varst sú sem elskaðir Island og náttúruna. Þú sem þekktir fjöll og firði með nafni. Varst sú sem varst alltaf að hjálpa öðrum. Þú sem varst sjálfstæð, sterk og þrjósk. Varst sú sem huggaðir aðra. Þú sem sorgina vel þekktir. Varst sú sem gafst öðrum styrk. Þú sem gafst okkur hugrekki. Varst sú sem gafst okkur ráð. Þú sem kenndir mér svo margt. Varst sú sem stjómaðir Ijölskyldunni vel. Þú sem varst miðpunktur okkar allra. Varst sú sem ég svaf hjá til fóta. Þú sem ég söng bænimar með. Varst sú sem hélst fjölskyldunni saman. Þúsemégsyrginú, ertþúammamín. Helga Dröfn Gunnlaugsdóttir Melsteð. Legsteínar SÓLSTEINAR «ið Hýbýlaveg, Kópavogl Simi 564 4566 Mér verður hugsað aftur til daganna þegar amma var hraust. Þeg- ar amma fór enn á gönguskíði og þegar amma var enn á Rauðó, tii daganna þegar ég var bara krakki. Stund- um dvaldi maður hjá ömmu daglangt. Og oft- ar kom það fyrir að ég og Elva frænka gistum hjá ömmu. Það var vaknað snemma á morgnana og strax tek- ið til við einhverja iðju. Það var litað, skrifað og föndrað í eldhúsinu sem var griða- staðurinn. Um hádegisbil fóru svo að streyma inn gestimir sem virtust vera óteljandi yfir daginn. Enda var heimilið hennar ömmu á Rauðarár- stíg 3 líka opið fyrir öllum. Fólk naut þess að spjalla við ömmu yfir kaffi- bolla. Hún var svo með eindæmum ráðagóð og hjálpsöm. Hún var líka höfuð fjölskyldunnar. Heimili hennar var samkomustaður. Jafnt hversdags sem á hátíðarstundum. Minnast allir hennar veglegu boða á aðfangadags- kvöld þar sem alltaf var fjölmennt. Fullorðnir ræddu heimsmálin og bömin bám saman jólagjafir millum þess að gimilegum pönnsum og smá- kökum var rennt niður. Amma fylgdist grannt með öllum gjörðum bama sinna, bamabama og síðar bamabamabama. Þetta var ekkert einfalt verk þar sem fjölskyld- an er mjög svo stór. Hún tók líka þátt í uppeldi margra bamabamanna og þykir vel hafa til tekist. Þegar amma dvaldi á hjúkmnarheimilum, nú síð- ast á Skógarbæ, var hún enn dugleg að fylgjast með fjölskyldunni. Fékk hún heimsóknir ættingja sem færðu henni nýjustu fréttir og myndir. Amma lét það sér ekki nægja heldur fylgdist hún líka grannt með sjón- varpsfréttum og svo auðvitað fótbolt- anum. Amma var ekki bara á heimavelli á OSWALDS si'mi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI.STIiÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK Davið /nger Ólafur l'tfarnrstj. I hfara> srj. i hfat u i stj. LIKKISTUVJNNUSTO FA EYVINDAR ÁRNASONAR Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja mL UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Rauðarárstígnum, það var hún líka þegar hún var komin austur í Þing- vallasveit. Það var hreint ævintýri að dvelja þar með ömmu. Veit ég að margir eiga góðar minningar frá dvöl sinni með henni þar. Það fyrsta sem maður lærði nöfnin á var fjallahring- urinn. Amma hlýddi mér yfir og ég svaraði: „Skálafell, Búrfell, Botnssúl- ur, Armannsfell, Skjaldbreiður, Tindaskagi, Hrafnabjörg, Amarfell, Hengill. Amma, má ég telja Sandey með af því hún er svo flott“. Svo fékk maður að læra nöfnin á eyðibæjun- um, gjánum og veiðistöðunum. Heið- arbær, Snókagjá, Kötlutangi. Amma leiddi mann í allan sannleikann um þjóðgarðinn, fór með mann niður leynieinstigi og sýndi hella sem eng- inn lifandi maður vissi um. Og skautatjörnin var algjört hernaðar- leyndarmál. Amma lumaði alltaf á einhveiju. Þó að aldurinn hefði sagt til sín og ekki leyft ömmu að njóta síðustu ára sinna sem skyldi þá lét hún aldrei bil- bug á sér finna. Þegar amma er nú fallin frá veit ég að allir sem kynntust henni eiga eftir að minnast hennar sem hjartahlýrrar, hjálpsamrar, kjarnakonu sem lét sér fátt fyrir bijósti brenna. Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir. Mig langar til þess að minnast hennar ömmu minnar, Helgu Mel- steð, með fáum orðum. Mér varð það til gæfu er ég var lít- ill snáði að fá að umgangast ömmu mikið því allur hópurinn bjó á Rauð- arárstíg 3 og þar gekk mikið á. Helst minnist ég ömmu að því leyti að hún var alltaf að, við ýmis verkefni og til- búin að hjálpa til ef þurfti. Það voru t.d. ófáar stundimar þar sem hún sat og hjálpaði mér við lærdóminn og ekki skorti hana þolinmæði þrátt fyr- ir að drengurinn væri oft með hug- ann annars staðar. Seinna er ég var við nám á Hvanneyri og þurfti að skila verkefni um plöntur, hjálpaði amma auðvitað. Eftir það segi ég gjaman að hún amma mín hafi fengið 9,5 í einkunn fyrir plöntusafnið. Einnig met ég það mikils að hafa fengið tækifæri til þess að vera með henni á Þingvöllum í bústaðnum, við veiðar, uppi á fjöllum og að bera steina fyrir hana í safnið og margt fleira spennandi, sem of langt væri að telja upp - en það er víst að hún var skörungur mikill, hún „amma dreki“. Síðasta ferðalagið með henni var svo í sumar sem leið, þá fómm við systkinin og mamma á Þingvöll í bústaðinn. Þar naut hún sín og horfði yfir sveitina, borðaði pönnukökur í massavís og átti stund í sveitinni sinni. Húmorinn var skammt undan og dagurinn henni mikils virði. Elsku amma, hvíl þú í friði. Gunnlaugur Símonarson Melsteð. Frágangur afmælis- ogminning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þijú er- indi. Greinarhöfundar em beðn- ir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefhi undir greinunum. Ég var að frétta lát mágkonu minnar Helgu Símonardóttur Mel- steð, sem lengst af bjó á Rauðarár- stíg 3 í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Gunnlaugi Bjarnasyni Mel- steð, og síðan eftir lát hans 1962 með börnum þeirra og barnabörnum, uns heilsa hennar bilaði fyrir nokkram áram, svo að hún varð að flytjast á heilsuhæli og dveljast þar síðustu árin. Andlát hennar kom svo sem ekki á óvart núna, hún orðin hálfní- ræð og hafði lokið miklu og ströngu ævistarfi með dugnaði og sæmd. Bæði var fjölskyldan í stærra lagi og margt vandamanna og vina jafn- framt velkomið til stuttrar og langr- ar dvalar ef svo stóð á enda engum ofaukið ef gest bar að garði. Helgu var líka þannig farið að hún mátti ekkert aumt sjá án þess að rétta hjálparhönd eða leita ráða til að bæta úr böli og erfiðleikum náung- ans. Sýndi það sig þá tíðum, þegar mest við lá, hve dugleg hún var og ráðagóð og ósérhlífin. Við hjónin, ég og Katrín Sylvía, systir hennar eram sannarlega í þeim hópi, sem á henni þakkarskuld að gjalda. Foreldrar Helgu, Jónína Sveins- dóttir og Símon Daníel Pétursson, bjuggu allan sinn búskap í Vatnskoti í Þingvallasveit. Það var næsti bær við Þingvöll norðan vatnsins, innan þjóðgarðsins. Símon var síðasti bóndinn í þjóðgarðinum, bjó þar til ársins 1964. Jónína lést árið 1957 en Símon vildi ekki yfirgefa þennan stað, sem hann hafði tekið tryggð við og notið lífsins á. Þar var að vísu ekki mikilli búsæld fyrir að fara, helst þó fyrir sauðfjárbúskap, en sauðfé mátti ekki koma í þjóðgarðinn eftir hann var stofnaður um 1930. Mikil búbót var þó silungs- og murtuveiði í vatninu. Hins vegar era Þingvellir helgasti og sögufrægasti staður á íslandi og Iandslag þar er stórbrotið, fjölbreytt og heillandi fyrir þá sem þangað koma og ekki síður fyrir þá sem langa viðdvöl eiga. Þau Helga og Gunnlaugur reistu sér snemma sumarbústað í Vatns- koti, þótt erfiðlega gengi að fá leyfi til þess svona inni í þjóðgarðinum og gekk það í miklu þófi. Loks hjó þó Jónas Jónasson frá Hriflu, sem þá var formaður Þingvallanefndar, á hnútinn með því að segja að harðleik- ið þætti sér að meina dótturinni að dveljast stundarsakir við og við hjá föður sínum meðan hann gæti verið þar, en hann hafði þar lífstíðarábúð. Þýddi öðram þá ekki að mögla leng- ur. Sáu það allir, þegar Símon var orðinn einn í „Kotinu", að það var engin fyrirsjón og hann þurfti á eftir- liti og hjálp að halda. Dætumar skiptust á að dveljast hjá honum, og kom það mest niður á Helgu eftir að sumarbústaðurinn komst upp. En hún naut þess þá líka að dveljast á Þingvöllum margan sólríkan sumar- daginn og taka á móti góðum gestum þegar svo bar undir. Börnin höfðu líka gott af útvistinni í sveitasælunni. Helga Símonardóttir var engin meðalmanneskja. Hún var skapvís og skoðanaföst. Hún var þó glaðlynd og ræðin og gerði sér ekki mannamun en kom hreint fram við alla, æðri sem lægri. Hvergi held ég hún hafi glaðst sjálf ogglatt aðra eins og á ferðalög- um um Island. Hún hafði glöggt auga fyrir fegurð og sérkennum landsins og var fundvís á góð myndefni, hvar sem farið var um landið, byggðir og óbyggðir. Er mér ljúft að játa, að ég á henni og systkinum hennar mest að þakka að ég datt í „delluna" og fór að taka myndir. í ferðalögum með þessu mágafólki mínu var engin hætta á að ég gleymdi myndavélinni heima eða trassaði að birgja mig upp af filmum til ferðarinnar. Ævidvöl og starfi Helgu hér á jörð er nú lokið. Eftir hana liggur mikil vinna í þágu annarra, skyldra og vandalausra. En sé framhald þessa lífs einhvers staðar, eins og við viljum trúa, er það engum vafa undirorpið að Helga Símonardóttir situr ekki iðjulaus þar fremur en hér. Hún verður fijót að finna sér verkefni við sitt hæfi, verkefni sem bíður þess að verða af höndum leyst á nýjum stað, og eins hitt, að hún velur sér ekki auðveldasta og léttasta starfið sem býðst, heldur það sem best má koma öðram að góðu liði. Ég óska henni fararheilla og góðr- ar framtíðar á nýjum vettvangi um leið og ég votta eftirlifandi fjölskyldu hennar og vinum samúð mína. Ivar Bjömsson. Við systkmin viljum minnast Helgu Melsteð. Helga spilaði stórt hlutverk í uppvexti okkar. Fyrir okkur var hún rösk og ákveðin kona. Hún kenndi okkur að það þýddi ekki að væla yfir orðnum hlut heldur spýta í lófana og halda áfram. Hún bauð okkur oft með sér í sumarbústað sinn á Þingvöllum, hún vildi sjálfsagt bæta okkur upp það sem við höfðum ekki. Hún tók okkur með á gula bílnum sínum sem var af Saab-gerð. Okkur þótti þetta vera eitt af eftirminnilegustu hlutum sem við gerðum á sumrin. Móðir okkar kom alltaf reglulega til Helgu á Rauðarárstíg 3 og við komum oft með henni þangað, það var mjög hlý- legt og heimilislegt í stofunni hjá Helgu. Heimili hennar hefur verið sú fyrirmynd sem við höfum síðar reynt að skapa á heimilum okkar. Við gleymum ekki hversu ákveðin persóna Helga var og stappaði í okk- ur stálinu. Við hlið hennar þýddi ekki að væla eða vera súr. Hún var vön að afgreiða það með sinni röksemi og hvetja mann til dáða. Hún gerði mik- ið fyrir okkur, ekki bara þessar ferðir í sumarbústaðinn á Þingvöllum, held- ur einnig það sem skipti okkur enn meira máli sem var sú góðvild í okkar garð sem hún sýndi. Þegar við voram að alast upp skipti það mjög miklu máli fyrir okkur. Stærsta minning okkar um Helgu Melsteð og Rauðar- árstíg3, heimili hennar, var jólaböllin sem hún hélt á hverju ári. Hún leit á það sem sjálfsagðan hlut að við systk- inin kæmum á þau. Við komum á hverju ári á jólaball með fjölskyldu hennar og var það æv- intýri líkast, þama var fjölskyldan hennar samankomin og barnaböm hennar. Einhvem veginn vorum við fljótlega hluti af þessum hóp. Ár eftir ár komum við á þessi jólaböll og upp- lifðum sanna fjölskyldustemmningu. Þessi jólaböll era eitt af því góða í minningu okkar um Helgu Melsteð. Þegar móðir okkar veiktist mjög mikið gistum við hjá henni, hún hafði nóg með sig og sína fjölskyldu en hún var alltaf tilbúin að hjálpa móður okkar í þrengingum hennar og veik- indum. Við hugsum til Helgu með hlýhug og söknuði því enn í dag búum við að þeirri gjafmild og góðmennsku sem hún sýndi okkur systkinunum. Við sendum fjölskyldu hennar okkar samúðarkveðjur. Ólafur Fjeldsted, Númi Númason, Sæmunda Fjeldsted, Hinrik Fjeldsted. Ég vil kveðja vinkonu mína, Helgu Melsteð, með nokkrum orðum um það, hvað hún gerði mikið fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég kynntist Helgu fyrst árið 1946. Ég hafði verið að vinna í Borgarfirði og þurfti far í bæinn. Bróðir hennar, Aðalsteinn Símonarsson, bauð mér far, en hann vildi endilega að við stoppuðum í kaffi hjá systur hans, Helgu Melsteð. Hann spurði hana hvort hana vantaði ekki vinnukonu og ég var ráðin með það sama. Ég hafði herbergi á Rauð- arárstíg 3. Þannig að það það eru 54 ár síðan við hittumst fyrst. Upp frá því hófst vinskapur sem sem hélst alla tíð. Eftir að ég hætti vinna fyrir hana hélt ég áfram komum mínu til hennar. Síðar leigði ég og maður minn íbúð í kjallaranum á Rauðar- árstíg 3. Hún var dugleg og hjálpsöm kona og síðar eftir að ég skildi reyndist hún mér vel. Hún hjálpaði mér og síð- ar þegar ég lenti í slysi og veikindum á eftir var hún hjálparhella min og bauðst til þess að hafa böm mín hjá sér meðan ég var á sjúkrahúsi. Hún hefur í gegnum tíðan verið mér sem eldri systir sem ávallt veitti ráð. Fyr- ir mér að koma á Rauðarárstíg 3 á heimili hennar var eins og að koma á mitt eigið heimili, slík var gestristni hennar Helgu. Ég kom þar oft og töl- uðum við mikið saman. Hún var rösk manneskja og ósérhlífin. Ég kveð þessa bestu vinkonu mína með sökn- uði en minnist hennar. Fjölskyldu hennar sendi ég samúðarkveðjur. Megi drottinn blessa ykkur öll. Ingibjörg Albertsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.