Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 53
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 53 MINNINGAR AGUSTÞOR ÞÓRSSON + Ágúst Þór Þórs- son fæddist í Reykjavfk 9. desem- ber 1972. Hann lést af slysfórum 1. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 10. október. Það var erfitt símtal sem barst mér sunnu- daginn 1. október þeg- ar ég fékk tilkynningu um að hann Ágúst Þór væri látinn, hann hefði lent í slysi og kæmi ekki framar til vinnu, starfsmaður sem hafði starfað með mér í átta ár. Gústi, eins og hann var ávallt kallað- ur, var einn af okkar færustu tækni- mönnum og naut virðingar sem slík- ur. Og hann var ávallt sá einstaklingur sem hjálpaði til við að innleiða breytingar í starfsumhverf- inu, með því að hvetja félaga sína, en hann hafði jafnframt skýrar og ákveðnar skoðanir á því sem honum fannst ekki ganga upp. Gústi hafði blómstrað eftir að hann fann Erlu. Við samstarfsmenn hans fundum á honum mikla breyt- ingu eftir að hún kom í hans líf, því hann ljómaði allur og fann sig svo greinilega með henni. Þau höfðu í sameiningu keypt sér íbúð á Soga- veginum og Erla var oft með honum hér á vinnustað eftir vinnu og hún kynntist nánustu samstarfsmönnum hans. Með miklum söknuði kveð ég góð- an starfsmann sem í blóma lífsins hverfur svo skyndilega frá okkur. Fjölskyldu hans, Erlu og vinum votta ég samúð mfna og bið aimættið að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Ivar Harðarson, framkvæmda- stjóri þjónustusviðs Tæknivals. í dag kveðjum við hryggir góðan vin. Hann Gústi, þessi hægláti góði drengur, er dáinn. Það var mikið áfall fyrir okkur vinnufélagana þegar okkur barst sú frétt að hann Gústi vinur okkar og vinnufélagi hefði lent í umferðarslysi og væri látinn. Við hefðum kosið að þessa kveðjustund bæri ekki svo brátt að en við mennirnir fáum víst litlu um það ráðið hvenær okkar nærveru er óskað hinum megin. En okkur finnst erfitt að sætta okkur við það og við sem þekktum Gústa vitum að ekki verður auðvelt að fylla skarð hans í okkar hópi. Gústi var meira en vinur okkar því hann var einn af þeim vinnufélögum sem var með hvað lengstan starfs- aldur og því orðinn kjölfesta okkar í öllu því róti sem einkennir vinnu- staði þar sem langur starfsaldur heyrir til undantekninga og ekki síst þess vegna verður hans sárt saknað. Gústi var raungóður og lá aldrei á liði sínu og oftar en ekki kom Gústi auga á lausn mála þegar aðrir höfðu Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tældfæri 1 IKll blómaverkstæði IflINNA gefist upp. Gústi lét skoðanir sínar í Ijósi óháð því hvað öðrum fannst og tók virkan þátt í allri umræðu. Gústi hafði mjög ákveðnar skoðanir sem báru vott um sjálfstæði og greind og mótuðust einnig af því að Gústi hafði ungur orðið að axla ábyrgð og standa á eigin fótum. Þegar við vinnufé- lagamir hjá Tæknivali kynntumst Gústa fyrst fyrir u.þ.b. átta árum lét hann ekki mikið yfir sér, var mik- ill rólyndismaður og flíkaði ekki skoðunum sínum nema á hann væri gengið. Gústi vann sér þó fljótlega traust okkar félaganna með skop- skyni sínu og skoðanafestu og fljót- lega var ekki hægt að leiða neina umræðu eða vandamál til lykta nema skoðanir Gústa hefðu fengið að setja sitt mark á og oftar en ekki var það í formi leiftrandi gáska og hnyttni því Gústi sá alltaf hinar spaugilegu hliðar hlutanna og hafði lag á að koma öðrum í gott skap. Réttsýni var dýrmætur eiginleiki í fari Gústa og fengum við hinir að njóta þess þegar við ræddum málin um okkar starfsumhverfi eða annað sem þurfti einhverrar umræðu við. Á stundum sem þessum viljum við trúa því að til sé annar heimur og annað líf svo við fáum tækifæri til að hittast aftur og ræða málin með vin- um sem yfirgáfu okkur allt of fljótt. Erlu Rut og ættingjum Gústa vottum við okkar innilegustu samúð og Guð gefi ykkur styrk til að sigrast á sorginni. Vinnufélagar á verkstæði Tæknivals. Maður finnur aldrei eins mikið til vanmáttar síns gagnvart örlögunum eins og þegar manni berast svipleg tíðindi óvænt. Þannig fór það fyrir okkur þegar við fréttum að Ágúst væri allur. Það sem einkenndi Ágúst var fyrst og fremst léttleiki og glað- værð og þannig munum við muna hann um ókomna tíð. Það kemur líka upp í huga manns minningin um það hversu hjálplegur Ágúst var. Það var alveg sama hvað maður bað hann um að gera, alltaf var hann tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Okkur langar nú að leiðarlokum að senda nokkur kveðju- og þakk- lætisorð sem okkur fannst þegar við lásum þau eins og þau væru ort um hann og hans góða og einlæga pers- ónuleika. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Mnn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- astþér. (Ingibj.Sig.) Elsku Erla, Helga, Bjössi, Fjóla og aðrir aðstandendur, megi góður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og megi minningin um góðan dreng veita ykkur styrk á sorgar- stund. Gunnar, Matthildur og Sonja. Höggið er þungt og óvænt. Við höfum fylgst með tölum um látna í umferðinni og séð þær hækka stöð- ugt. Ef til vill hættir okkur til þess úr fjarlægð að horfa á þesssar tölur sem tákn um fjölda. En hver gamal- kunnur tölustafur hefur að geyma sögu um mikla sorg, mikla og óvænta angist, því þeir sem látast í umferðinni eru í einu vetfangi horfn- ir á braut. Oft ungt fólk í blóma lífs- ins. Slík harmafregn barst okkur í Tæknivali í vikunni sem leið. Ágúst Þór Þórsson var tæplega 28 ára þegar hann lést af völdum áverka sem hann hlaut í umferðar- slysi. Ungur og einarður maður með glæsta framtíð. Gústi, eins og hann var jafnan kallaður, var vel metinn af öllum sem til hans þekktu, hann var dulur að eðlisfari en ákveðinn og fylginn sér þegar því var skipta. Þegar ég kom til starfa í Tæknivali var Gústi kynntur fyrir mér sem einn af „elstu“ stai-fsmönnum fyrir- tækisins þótt ungur væri að árum. Skýringin var sú að hann gekk til liðs við Tæknival tvítugur og hafði unnið hjá okkur lengur en margir aðrir. I fyrirtækinu ljúka starfs- menn upp einum munni um ágæti Gústa. Hann ávann sér fljótt traust og virðingu samstarfsmanna og við- skiptavina. Við söknum góðs vinar sem með leiftrandi gamansemi gerði oft og tíðum hversdagsleikann að gleðistund. Minningin um Ágúst Þór lifir. Við þökkum honum samfylgdina og kveðjum góðan dreng. Megi góður Guð styrkja unnustu hans, Erlu Rut Kristínardóttur, foreldra og aðra ástvini á þessum þungbæru tímum. Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Tæknivals. Ég man eftir einu sérstöku um Ágúst. Hann var glaður maður og var ekki með neitt þvaður. Hann var ósköp eðlilegur líkt og ég. Ég sá síðan hann í því Ijósi; engil sem vakir og verndar mig. En líkt og sorgin kemur gleði á ný, og líkt og dauðinn kemur líf á ný. Fanney. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmari Graníl Blúgrýii Gabbró Líparít Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, simi 551 9090. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Eimrsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen fjútfararstjóri. iBaldur iFrederiksen útfararstjóri, glsími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Áskær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS STEFÁNSSON, sem lést 8. október á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnudaginn 8. október, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. október kl. 13.30. Guðrún Metúsalemsdóttir, Ragna Magnúsdóttir, Magnús Aðalbjörnsson, Finnur Magnússon, Guðrún Stefánsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Arngrímur Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALMA ELLERTSSON, Kópavogsbraut 1 a, lést föstudaginn 6. október. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstu- daginn 13. október kl. 15.00. Jarðsett verður í Kirkjugarði Hafnarfjarðar. ída Sveinsdóttir, Ríkharður Kristjánsson, Eva Sveinsdóttir, Jóhann Aadnegard, Bragi Sveinsson, Brynhildur Sigmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, BORGHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR, Bláskógum 11, Hveragerði, lést á sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, laugar- daginn 7. október. Útförin fer fram frá Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 14. október kl. 14.00. Steinar Logi Hilmarsson, Elsa Busk, Kristrún Heiða, Gunnar Már, Birgir Rúnar, Árni Þór og systkini hinnar iátnu. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN BÖÐVAR JÓNSSON tónmenntakennari, Hátúni 4, áður til heimilis í Safamýri 35, sem lést mánudaginn 2. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. október kl. 13.30. Þór Guðjónsson, Guðbjörg Ragnarsdóttir, Börkur Guðjónsson, Ólöf Árnadóttir, Gná Guðjónsdóttir, Eiður Páll Sveinn Kristmannsson, Brjánn Guðjónsson, Sigurlaug Hreinsdóttir, Herdís Brynjarsdóttir og barnabörn. + Þökkum öllum þeim, er heiðruðu minningu sonar okkar, bróður, mágs og frænda, TRAUSTAJÓNSSONAR, bónda, Randversstöðum, Breiðdal, og auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hans og útför. Emilía Mýrdal Jónsdóttir, Arnþór Jónsson, Sigríkur Jónsson, Freyja Jónsdóttir, Dagbjartur Jónsson, Geirþrúður Jónsdóttir, Eygló Jónsdóttir Jón Þórðarson, Margrét Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Jón Kristján Arnarson, Áslaug Sigurgestsdóttir, Michael Einar Reynis, og systkinabörn. X
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.