Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 54
54 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIJÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Þrúöur Sigurð- ardúttir, Hvammi í Ölfusi, fæddist í Reykjavík 15. júlí 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 28. september siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hveragerðis- kirkju 7. október. Jarðsett var i Kot- strandarkirkjugarði. Elsku langamma, ég bið: Vertu rólegt, hjarta mitt, biddu um að stund skiln- aðarins megi verða fögur. Að hún verði ekki dauði, heldur fullkomnun. Að ástin breytist í endurminningu og sársaukinn í ljóð. Að fluginu ljúki með því, að vængir skýli hreiðrinu. Að hið síðasta handtak eigi yndis- leika blómsins að kvöldi. Fagra kveðjustund, tefðu augnablik, að þín síðustu orð verði þögnin. Ég hneigi höfuð mitt, og held kerti mínu hátt, vona að það megi lýsa þér á leiðinni. Þín Eva Dögg. Elsku amma, þrír mánuðir og tveir dagar eru frá því afi kvaddi okkur hinsta sinni. Skrítið en samt ekki þegar tvær manneskjur hafa eytt öllum stundum saman í 56 ár. Minningarnar eru endalausar því stundirnar voru margar, öll jólaboð- in sem voru fastur liður annan í jól- um, sumardvalir í sveitinni hjá ykk- ur á mínum yngri árum og hvað þú reyndir alltaf að virkja okkur stelp- urnar í húsverkunum en ég var ein af þeim sem þú sást undir iljarnar á þegar það var nefnt því útiveran og fjósið heilluðu meira. Það er svo margt sem ég átti eftir að upplifa með þér og afa en ég hugga mig við það að þið eruð núna með góða yfirsýn yfir okkur öll og fylgist enn betur með því sem á daga okkar drífur og takið þátt í öllu með okkur, en bara á annan máta en þið gerðuð áður. Minningin er góð sem ég á um þig, amma mín, hún er um stóra konu með risastórt hjarta sem rúmaði alla þessa stóru fjölskyldu og miklu ileiri. Að lokum er hér kveðja frá mér og Tóta til þín og afa: Bærinn, fjallið, lækurinn, Ölfusið. Afi, amma, pabbi, mamma, erfitt er þau að kveðja. Sumrin, hlýjan, vetur- inn, kuldinn. Minningarnar eru margar og ekki úr huga okkar farn- ar. Þau sem alla elskuðu, og við sem elskuðum þau svo heitt, eru nú farin að hitta þann sem sól- ina skapaði og ekki á jörðina okkar aftur rat- aði. Sársauki, reiði, vonska og tár. Ég vona að tíminn muni lækna okkar sár. Aðalheiður og Þórður. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma. Veikindin búin að herja á þig í tvö ár, líkaminn búinn en þú áttir samt svo mikið eftir. Það á eftir að verða tómlegt um jólin þar sem við höfum alltaf hist uppi í sveit á annan í jólum. Þetta er fastur liður í okkar fjölskyldu og þar hittast allir og eiga góðar stundir hjá ömmu og afa í Hvammi og ef það kemur einhver nýr í fjölskylduna, er hann kynntur þar fyrir ættingjun- um. Ekki er langt síðan afi skildi við, aðeins þrír mánuðir. Það sýnir sig hversu samrýnd þið voruð og fylgist vel að. Amma, þú fylgdist alltaf svo vel með börnum þínum öllum eins og þú sagðir þá varstu mjög rík, áttir tíu böm og ótal barnaböm og barna- barnabörn. Það verður skrýtið að fá ekki hringingu á afmælisdegi okkar og barna okkar því alltaf mundir þú eftir öllum afmælisdögum og hringd- ir. Það var ekki komið afmæli fyrr en amma var búin að hringja. Þetta þótti okkur afskaplega vænt um. Það var virkilega gaman að spjalla við þig og þó að við höfum kannski ekki hitt þig oft, vissir þú alltaf hvað var að gerast á hverjum stað og þú varst alltaf tilbúin til að ræða málin. Þú varst mjög félagslynd kona og það þekktu svo margir Þrúði Sigurðar- dóttur í Hvammi. Það var alltaf svo gott og notalegt að koma á heimili ykkar afa, þvílíkar kræsingar alltaf og góðar móttökur. Elsku amma og afi, við þökkum ykkur fyrir sam- fylgdina, megið þið hvíla í friði. Við söknum ykkar. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Þig umveQi blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi éghittiþigekkium hríð, STEINGRIMUR ODDSSON + Steingrímur Oddsson fædd- ist 7. október 1914. Hann lést 29. ágúst síðastlið- inn og fór útför hans fram í kyrr- þey 8. september. Við lát Steing- ríms Oddssonar streyma fram minn- ingar um æðrulaus- an vin með hlýtt hjarta, öllum minn- isstæðan, nú allan. Það er ljúft að eiga samleið með slíkum. Steingrímur kunni þá list að gera orðræður sínar svo skýrar að tekið var eftir. Hugsunin hnífskörp, öll töluð orð án tildurs. Framsetningin leiftrandi, skilaði sér líkt og full- mótað málverk eða mynd á tjaldi. A langri ævi sem málarameistari var nærvera hans ávallt kærkomin. Hann kom að starfi með sérstöku hugarfari. Þegar mönnum var heitt a- í hamsi og allt að verða um seinan, valdi hann þá leið að róa geð manna. Þegar þar var komið var eftirleik- urinn auðveldur. Hornsteinn að ævi- langri vináttu var lagður í skíðabrekkunum við gamla KR-skálann í 600 m hæð yfir sjó. Jafn- framt skíðaferðum urðu ferðalög á hestum, vítt og breitt um landið, ár- viss viðburður. Myndað- ist þarna nokkur kjarni skíða- og ferðafélaga er haldið hafa hópinn í ára- tugi. Af þeim mörgu hestum er Steingrímur eignaðist um ævina mun Gaukur frá Gauksmýri í Húnavatnssýslu vera eftirminni- legastur. Þetta var einn af þeim gæðingum er Páll Sigurðsson, oft kenndur við Fornahvamm, hafði töfrað fram ómældan vilja og kraft hjá. Ef lýsa ætti þeim hesti þá mun helsta líkingin vera Dala-Brúnn Daða sýslumanns í Snóksdal, en sá hestur barg sýslumanni þegar þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ármann, Eydís, Sóley og fjölskyldur. Eitt sinn skal hver deyja er það sem við fáum öll í vöggugjöf. En þrátt fyrir þá staðreynd snertir fregnin um dauðann hvem streng í vitund okkar þegar einhver nákom- inn á í hlut. Hún Þrúður var með sjúkdóm sem tækni nútímans hefur enn ekki tekist að lækna ef hann er á háu stigi. Þeir, sem næst henni stóðu gerðu sér grein fyrir að um bata var ekki að ræða heldur aðeins bið eftir því sem ekki verður umflúið. Það eru ekki nema þrír mánuðir síðan ég fylgdi honum bróður mínum til grafar, manninum hennar Þrúðar. Það hafði verið ætlun mín að skrifa nokkur orð um bróður minn og þá einkum vegna óska frá mágkonu minni. Sjálfum finnst mér erfitt að tjá mig þegar svona nákomnir eiga í hlut. Þannig dróst það daga og vikur og að lokum varð ég því afhuga þeg- ar svo langur tími var liðinn. Þessari grein er því ætlað að vera minning umjiau bæði. Eg hef orðið þess var að ættingj- um okkar bræðra þykir undarlegt að við skulum ekki hafa haft samskipti fyrr en við erum orðnir fullorðnir. Orlagavaldurinn var berklaveikin sem orsakaði að fjölskyldan tvístrað- ist. Við Guðmundur erum hálfbræður og er hann átta árum eldri en ég. Móðir okkar var Guðný Benedikts- dóttir ættuð úr Fljótum í Skagafirði. Bergur faðir Guðmundar lést árið 1917 þá var Guðmundur tveggja ára. Þá fór hann í fóstur til Péturs móð- urbróður síns og Kristínar konu hans. Þau fluttust til Reykjavíkur um svipað leyti en Benedikt eldri bróðir okkar fylgdi móður sinni. Árið 1922 stofna foreldrar mínir til sam- búðar, en hún varði ekki nema tæp tvö ár, þá veiktist móðir mín þannig að hún gat ekki annast heimilið og ungbarn. Móðir okkar lést á Krist- neshæli 1927. Benedikt bróðir okkar dvaldist sem ungur maður í Eyjafírði og lést þar 1943. Þessi örlagavaldur orsakar að Guðmundur átti engar minningar um foreldra sína og ég ekki heldur um móður mína og hafa ber einnig í huga að flutningar milli byggðarlaga á Islandi á þessum tíma rufu tengsl milli ættingja meira en þótt fólk flytti nú í fjarlæga heimsálfu, það skilur varla fólk sem gengur nú með farsíma á sér daglega. Fyrstu minningar sem ég á um Guðmund bróður minn er þegar ég fer fyrst til Reykjavíkur. Þá var Guð- mundur til heimilis hjá Pétri og Kristínu fósturforeldrum sínum og þar dvaldi ég í Reykjavíkurreisunni. menn Jóns Arasonar hugðust hremma hann í þröngu gili en hest- urinn komst undan með sýslumann og sneri þannig við Islandssögunni. Ættir Steingríms eru dreifðar um Borgarfjörð. Það fólk er stóð honum næst voru frændur og vinir á Hæli í Flókadal. Þangað leitaði hann og dvaldi oft. Ætt þessa fólks er rakin frá Bjarna Hermannssyni, bónda að Vatnshorni í Skorradal, og er þaðan mikill ættbálkur rak- inn. Steingrímur var fæddur 7. okt. 1914. Hann lærði málaraiðn hjá Lúðvík Einarssyni málarameist- ara, en hann mun fyrstur Islend- inga hafa lokið prófi í því fagi, ásamt Ástu „málara“, þekktri kjarnakonu á árum áður. Steing- rímur starfaði við iðn sína alla tíð við góðan orðstír. Árið 1951 kvænt- ist hann Laufeyju Ingjaldsdóttur hárgreiðslumeistara. Laufey var glæsikona en hún lést fyrir nokkr- um árum. Allan sinn búskap bjuggu þau í Sörlaskjóli hér í bæ. Það var mikil gæfa að hafa kynnst Steingrími Oddssyni. Það gat enginn orðið annað en betri maður við þá viðkynningu. Hans verður sárt saknað af vinum og fé- lögum sem eru þess fullvissir að aldrei mun snjóa yfir öll hans spor. Þórir Jónsson. Mér er minnisstætt að hann bauð mér í bíó eitt kvöldið og þá sérstak- lega hvað hann var virðulega klædd- ur, í svörtum frakka með „batterspí" hatt sjálfur hef ég efalaust klæðst því besta sem ég átti, en engan átti ég frakkann og því síður hatt. Mér er ekki minnisstætt hvað verið var að sýna á tjaldinu í Gamla bíói þetta kvöld, en aftur á móti man ég glöggt að bróðir minn bauð mér gosdrykk og súkkulaði í hléinu og hann lét ekki þar við sitja því þegar sýningunni var lokið húkkaði hann leigubíl sem stóð við gangstéttarbrúnina. Hann vildi greinilega sýna litla bróður að það væri ekki neinn kotungsbragur á menningarlífinu í Reykjavik. Á þeirri stundu datt mér síst í hug að ég væri í samfylgd með verðandi sveitabónda. Segja má að eftir þessa bíóferð hafi samskipti á milli okkar rofnað. Árið 1945 íluttist ég til Reykjavíkur, þá fæ ég þær fréttir af Guðmundi að hann sé orðinn bóndi í Borgarfirði. I kjölfarið kom róman- tíska sagan af ungu ráðskonunni frá Reykjavík sem réð sig eftir blaða- auglýsingu og bóndann sem beið á bryggjunni í Borgarnesi með tvo gæðinga til að taka á móti ráðskon- unni. Má telja að þar hafi kviknað ást við fyrstu sýn. Þegar þau Guðmund- ur og Þrúður voru flutt að Hvammi í Ölfusi eftir veruna í Borgarfirði tók- ust góð tengsl á milli okkar fjöl- skyldna sem staðfest hafa verið við hátíðleg tækifæri svo sem ættarmót með vissu millibili og Hvammur er vinsæll viðkomustaður þegai- keyrt er austur fyrir fjall. Okkur hjónum er minnisstæð fyrsta veislan sem við vorum boðin til þegar elsta dóttir þeirra, Guðný, var fermd. Það staf- aði virðuleika og reisn frá húsmóður- inni í Hvammi og veislufongin voru ekki skorin við nögl. Gestrisni og rausn hefur ætíð einkennt Hvamms- heimilið síðan. Nokkrum árum eftir að hjónin fluttust að Hvammi var ég eitthvað að aðstoða við að mála inn- anhúss. Þá kynntist ég stjórnsemi Þrúðar í samskiptum við börnin. Háttatíminn var fast mótaður og fótaferð einnig, hvert þeirra hafði sitt verk að vinna eftir aldri og getu og þau eldri aðstoðuðu þau yngri. Ef gestur kom að kvöldlagi, sem oft bar við í Hvammi, þá skyldi það ekki raska þeirri reglu og svo virtist að börnin virtu þessar reglur án þess að malda í móinn. Regla og skipulag kom sér vel á heimili sem á voru 10 börn. Á þessu sviði sem öðru voru þau hjónin samtaka. Börnin bera foreldrum sínum góðan vitnisburð og telja sig hafa lært margt af þeim sem komið hefur þeim vel við uppeldi sinna barna. Þau Guðmundur og Þrúður voru virtir þegnar í sinni sveit og gegndu þar trúnaðarstörf- um einkum þó Þrúður. Guðmundur sagði oft í hálfkæringi að þess háttar stúss höfðaði ekki til sín „þið ættuð frekar tala við hana Þrúði“. í félags- lífi innan sveitarinnar voru þau bæði þátttakendur. Þau hjónin voru á margan hátt ólík, höfðu skiptar skoð- anir á mönnum og málefnum og voru órög að ræða það mál í áheyrn ann- ara. Guðmundur gat verið stríðinn og glettinn í tilsvörum og var jafnvel tamt að kveða fastar að orði en hann í raun meinti til að íramkalla meiri snerpu í umræðuna, lognmolla var honum ekki að skapi. Þrúður svaraði af festu og fylgdi sínum málstað vel eftir. Deilur milli þeirra voru ekki djúpstæðar og ætíð greint á milli að- al- og aukaatriða. Guðmundur hafði yndi af hestum frá því hann var unglingur, átti sjálf- ur gæðinga en hafði jafnan nauman tíma til að stunda reiðmennsku, helst þá á haustin í tengslum við göngur og réttir og þá þurfti vasapelinn að vera með í fór og þótt bróðir minn virtist ekki vera sérlega sönghneigð- ur þá átti hann til að gerast for- söngvari við slík tækifæri. Hann kunni skil á ljóði og lagi þegar hann söng með miklum raddstyrk um „guðaveiga" sem lífga sálaryl. Honum þótti við hæfi að hefja glas í hendi við hátíðleg tækifæri en þar var konan honum ekki sammála og vildi ekki veita vín á þeirra heimili. Slíkt olli ekki ósætti þótt út af brygði í stöku tilfellum og hvorki Guðmund- ur né Hvammsheimilið eru þekkt fyrir misnotkun á áfengi. Hvammur var ríkisjörð en er nú kominn í eigu afkomenda Guðmund- ar og Þrúðar. Það var þeirra metnað- armál. Þessara merku hjóna mun verða minnst með söknuði en þeirra stóri hópur afkomenda mun fylla í skarðið sem dugmiklir þegnar þessa lands. Guðmundur og Þrúður báru gagnkvæma virðingu hvort fyrir öðru og sambúð þeiiTa var reist á traustum grunni. Nú á seinni árum kom glöggt fram hvað tilfinninga- böndin voru sterk, þau máttu helst ekki hvort af öðru sjá og í þau fáu skipti sem ég talaði við Þrúði eftir að Guðmundur dó voru henni efst í huga minningar um hann. Þrúður var trúhneigð og aðhylltist kristileg- ar kenningar um lögmál lífs og dauða og nú þegar þau eru bæði horfin af sjónarsviði okkar sem eftir lifum er það ósk okkar að henni verði að trú sinni að ná aftur fundum við sinn kæra lífsförunaut eftir stuttan að- skilnað. Við hjónin sendum afkomendum þeirra hjóna hugheilar samúðar- kveðjur. Hjálmar Jónsson. Elskulega Dúdú frænka. Það er skammt stón-a högga á milli í fjölskyldu þinni. Ekki er langt um liðið síðan þú fylgdir eiginmanni þínum og nú hafið þið sameinast á ný. Margar góðar minningar á ég frá þeim tímum sem ég var hjá ykkur hjónum í Hvammi. Eflaust er ég ein af fáum borgarbörnum sem urðu þeirra forréttinda aðnjótandi að komast í sveit. Margt var brallað og ýmislegt að- hafst, verkefnin næg og vel þegin. Oft á tíðum var ég skítug upp fyrir haus en aldrei eins sæl fyrir vikið. Stígvélin eftir í fjóshaugnum og hvað með það! Svona vildi ég hafa þetta og komst upp með það og var aldrei skömmuð fyrir útganginn á mér. Þegar ég eignaðist mín börn varst þú verulega stolt því þær fæddust sama dag og hún Erna þín. Krossana sem þú gafst þeim bera þær alltaf þegar þær punta sig. Mig langar að þakka þér elskulega Dúdú mín fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér og Munda. Alltaf var jafn gott að sækja ykkur heim. Guð geymi þig elskulega frænka og hafðu þökk fyrir allt og allt. Börnum og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning þín, Dúdú mín. Hallveig Sigurðardóttir og fjölskylda. Elsku amma mín. Alltaf varstu nú þrjósk og vildir öllu ráða. En eitt er víst að dauðann réðstu ekki við. Minningin um þig og afa lifir í brjósti mínu og ég veit að við munum sjást aftur er minn dagur rennur upp. Síðan ég man eftir mér var alltaf fastur tilhlökkunarpunktur að fara upp í sveit. Þó ég vildi ólm fá að gista saknaði ég alltaf mömmu á kvöldin. En þá huggaðir þú mig, sagðir mér að hátta og gafst mér svo mjólk og kex. Eftir það lagðist ég á dýnu á gólfinu hjá rúminu ykkar afa, las barbapabba og fór svo að sofa al- sæl. Elsku amma, þegar ég lít aftur sé ég hve ótrúlega heppin ég var að eiga þig að. Hve lengi þú þraukaðir í rauninni fárveik var ótrúlegt og megum við vera þakklát fyrir þenn- an tíma. Þó þú segðir í seinasta skiptið sem ég sá þig í okkar tölu að þú værir alls ekki tilbúin að fara vona ég að það hafi breyst í tæka tíð og þú hafir orðið eins sátt og þú gast orðið. Elsku amma mín, ég sakna þín og mun eflaust alltaf gera. Ég mun sakna sveitaferðanna og alls sem í kringum þig var. Þó veit ég að þú munt alltaf vera til staðar en á annan máta en ég er vön. Ég mun elska þig og afa að eilífu. Þín dótturdóttir, Jóna Kristín. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.