Morgunblaðið - 11.10.2000, Síða 62

Morgunblaðið - 11.10.2000, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 KIRKJUSTARF I DAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og-13-15 frá mánudegi til föstudags Lítil saga um gler ÉG fór með frænku mína utan af landi í Gleraugna- verslunina í Mjóddinni í Breiðholti. Þessi frænka mín er fullorðin kona sem hefur verslað í sömu versl- uninni í 20 ár en augnlækn- ir sem kom á Austfirðina benti henni á að fara í þessa verslun því þar fengi hún gler sem eingöngu fengjust þar við hennar hæfi. Hún varð mjög undr- andi og spurði hvort hún gæti ekki fengið glerin hjá þeim gleraugnasala sem hún hefði alltaf verslað við en það var ekki hægt. Seinna meir komst hún að því að tilnefndur augn- læknir er með stofu í sama húsi og gleraugnaverslunin og bendir eingöngu á þessa tilteknu verslun. Augn- læknirinn benti henni á að ef hún fengi einhvern til þess að taka fyrir sig gler- augun í Fríhöfninni þá slyppi hún við að borga virðisaukaskatt. Því spyr hún hvort ekki sé hægt að opna bara apótek í Frí- höfninni svo fólk geti feng- ið afgreidd lyfin sín þar, bara miklu ódýrari. 130962-5649. Frábær grein GUÐRÚN Sigurjónsdóttir hafði samband við Velvak- anda og vildi hún lýsa ánægju sinni með grein Sigursteins Mássonar í Morgunblaðinu 7. október sl. Segir hún að þetta sé al- veg frábær grein. Ruslpdsturinn plága RUSLPÓSTUR er orðinn plága fyrir fólk eins og okkur sem getur ekki tæmt póstkassana á hverj- um degi. Frímerktur póst- ur hefur allt of oft týnst vegna þess að hann komst ekki fyrir í póstkassanum. Veruleg óþægindi skapast þegar bréf komast ekki til skila. Auðvitað hunsum við öll þau fyrirtæki sem bjóða vörur eða þjónustu á þenn- an hátt vegna þess að þau hunsa ósk okkar sem er: Vinsamlegast engan ómerktan póst í þennan póstkassa. Þetta stendur greinilega skrifað á sér- búnu skilti sem er komið fyrir á jióstkassanum. ' E.H.Á. Tapad/fundid BMX-reiðhjól týndist BMX-reiðhjól, svart og bleikt með Mikka mús hjálpardekkjum týndist frá Suðurhólum 16 síðustu vik- una í júlí. Ef einhver veit um afdrif hjólsins þá vinsamlegast hafið sam- band í síma 557-8127. Leikfangaflugvél í óskilum LEIKFANGAFLUGVÉL fannst uppi í tré í Háaleit- ishverfinu fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 553- 0145. Rauð Game-Boy leikjatölva týndist RAUÐ Game-Boy leikja- tölva týndist miðvikudag- inn 4. október sl. á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjavik. Gæti verið í flugvél, rútu eða leigubíl. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 561-3135 eða 869-3949. Dýrahald Kettlingur í óskilum í Kópavogi UM það bil sex mánaða svört og hvít læða fannst föstudaginn 6. október sl. við Stórahjalla í Kópavogi. Upplýsingar í síma 664- 5514 eða hafa samband við Kattholt. Páfagaukur í óskilum SEX til níu mánaða gáru- ungi, karlfugl, fölblár með hvítan koll, flaug inn um glugga á Lindarsmára 13 fyrir stuttu. Upplýsingar í síma 564-3159 eða 695- 0259. Páfagaukur flaug út um glugga LJÓSBLÁR og ljósgulur páfagaukui- með hvíta bringu flaug út um glugga á Hofteigi fóstudaginn 7. október sl. Ef einhver hef- ur orðið hans var þá vinsamlega hafið samband í síma 695-8252. Læða hvarf að heiman SVÖRT, þriggja ára læða, hvarf frá Sörlaskjóli aðfaranótt laugardagsins 7. október. Hún er ómerkt. Ef einhver hefur orðið var við hana þá vinsamlegast hafið samband í síma 897- 7686. Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR fannst við Vesturberg fimmtu- daginn 5. október. Upplýs- ingar í síma 557-4336. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Börn að leik við Melaskóla. Víkverji skrifar... Safnaðarstarf Bandarískur félagsráðgjafí í kvenna- kirkjunni Á MORGUN, fimmtudagskvöldið 12. október, kl. 20 heldur Charlotte Ell- en, bandarískur doktor í félagsráð- gjöf, fyrirlestur í stofum kvenna- kirkjunnar í Þingholtsstræti 17. Fyrirlesturinn ber heitið: Liberating women by counseling and therapy og fjallar um möguleika kvenna til að hjálpa hver annarri að varpa frá sér því sem bindur þær og lifa góðu lífi. Charlotte Ellis á að baki langt starf við félagsráðgjöf þar sem hún hefur unnið sérstaklega með bömum og konum. Fyrirlesturinn er öllum op- inn. Samkirkjuleg fræðslukvöld EFNT verður til samkirkjulegra fræðslukvölda nú á haustmisseri í Strandbergi, safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju, mánudagana 16. október, 20. nóvember og 11. desem- ber. HeQast þau kl. 20.30. Fjallað verður um kristna bæna- og tilbeiðsluhætti. Sr. Gunnþór Inga- son sóknarprestur og sr. Jakob Rol- and, prestur kaþólskra í Hafnarfirði, verða í forsvari fyrir þessi fræðslu- kvöld. Mánudagskvöldið 16. október verður fjallað um bænahefð Bibl- íunnar. Mánudagskvöldið 20. nóv. verður litið á bænaaðferðir frum- kirkjunnar og kirkjufeðra og mánu- dagskvöldið 10. desember fjallað um samhljóm og sameiningarafl bæna- lífs. . Fræðslukvöldin eru þátttakendum ab kostnaðarlausu en æskilegt er að þeir skrái sig fyrirfram í síma Hafn- arfjarðarkirkju 555 1295 en það er hægt aila virka daga frá kl. 10-17. Samkirkjulegt starf af þessu tagi miðlar trúarverðmætum og skerpir trúarljósogloga. Prestarnir. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil böm sín. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, kaffiveitingar og samræður. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrir- bænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12-12.30. Orgelleikur og sálmasöngur. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests og djákna. Eftir kyrrðarstundina er létt máltíð í boði í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 11- 16. Kaffisopi, spjall, heilsupistill, létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Við göngum til bænagjörðar í kirkjunni kl. 12. Að henni lokinni er sameinast yfir kærleiksmáltíð (500 kr.). Síðan er spilað, hlustað á upp- lestur eða máiað á dúka og keramik. . Eldri borgurum sem komast ekki að öðrum kosti til kirkjunnar er boðið upp á akstur að heiman og heim þeim að kostnaðarlausu. Hafið samband við Svölu Sigríði Thomsen djákna í síma 520-1314. Laugameskirkja. Kirkjuprakkarar (6-9 ára) kl. 14.30. Fermingarfræðsl- an ki. 19.15. Unglingakvöld Laug- arneskirkju, Þróttheima og Blóma- vals kl. 20. (8. bekkur). Neskirkja. Opið hús kl. 16. Kaffiveit- ingar. Bænamessa kl. 18. Sr. Halldór Reynisson. Seltjamameskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverður á eftir í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarsins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. J2.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- loænir. Léttur málsverður í safnaðar- Háteigskirkja í Reykjavík. heimiiinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Organisti kirkjunnar leikur á orgeKð frá kl. 12. Kl. 12.10-12.25 er helgistund þar sem m.a. þakkar- og bænarefni eru lögð fram fyrir Guð. Eftir stundina í kirkjunni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Samvera fyrir fullorðna (opið hús) er svo í framhaldinu til kl. 15. Keyrsla til og frá kirkju stendur til boða fyrir þá sem þurfa. Þeh- láti vita í síma 557- 3280 fyrir kl. 10 á miðvikudags- morgnum. Þakkar- og fyrirbænaefn- um má koma til presta, djákna og annarra starfsmanna kirkjunnar. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtu- dögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Boðið er upp á léttan hádegis- verð á vægu verði að lokinni stund- inni. AIlu' velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára í dag kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18- 19. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára bama í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðar- heimilinu Borgum. TTT samvera 10- 12 ára barna í dag kl. 17.45-18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr- irbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl.13. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Boðunarkirkjan. í kvöld kl. 20 held- ur áfram námskeið þar sem dr. Stein- þór Þórðarson mun kenna þátttak- endum að merkja biblíuna og hvemig á að leita í henni. Eftir slíkt námskeið verður bibKan aðgengilegri og að- veldara að fletta upp í henni. Efni kvöldsins: Sköpunin. Allir era hjart- anlega velkomnir og aðgangur kost- ar ekkert. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund i Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshóp- ar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir. Ál- fanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 21.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund í Hraunbúðum. Allir velkomnir. Kl. 12-12.20 kyrrðar- og bænastund. Kl. 20-22 opið hús í KFUM&K húsinu fyrir unglinga. Hver rnætir með stráhatt? Ytri-Njarðvi'kurkirkja. STN-starf fyrir 6-9 ára í dag kl. 16.30 í umsjá Vilborgar Jónsdóttur. Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18. Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, ungl- ingafræðsla, grunnfræðsla, kennsla fyrir enskumælandi og bibh'ulestur. ÁUir velkomnir. Ath. breyttan tíma. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. STUNDUM heyrir Víkverji af fólki sem finnst maturinn, sem boðið er uppá í flugvélum, algjört óæti. Oft er þetta siglt fólk sem hef- ur víða farið og er eflaust hið fróð- asta um lönd og lýð. Það þusar fram og tilbaka um fisk syndandi í tor- kennilegum vökva, bragðlaust eða kalt kjöt, lasagna sem er lítið meira en eitthvert plastpasta. Segja menn þetta borið á borð fyrir sig í vélum Flugleiða sem og hjá öðmm flugfé- lögum heimsins og allt sé það meira og minna svipað og lítið varið í þessa fæðu. Víkverji hefur þráfaldlega ferðast með Flugleiðavélum og allnokkuð með vélum annarra flugfélaga líka og hann man hvorki til þess að hafa orðið sérstaklega fyrir vonbrigðum með matinn, né að hann væri bein- línis sérstaklega vondur. Hjá Flug- leiðum er fiskurinn yfirleitt nýr og ágætur, kjötið eldað og vel heitt og lasagna er bara lasagna og Víkverji skóflar því bara í sig eins og öðram mat og helst með brauði. Þá geta menn einnig bætt sér upp dauft bragð með salti og pipar og ekki þykir sumum verra að geta skolað öllu saman niður með einum eða tveimur bjórum ef þannig stendur á. Þegar flogið er frá íslandi snemma morguns er boðið uppá ýmis til- brigði við eggjahræru með brauði og kjöttutlu sem er kærkomið þegar menn hafa verið á fótum í tvo-þrjá tíma án þess að hafa fengið morgun- matinn. Er því að minnsta kosti þannig farið með Víkverja að hann hvolfir þessu öllu í sig með miklu af brauði og af bestu lyst enda þá yfir- leitt banhungraður. En er þessi óánægja ekki bara hrein matvendni - og gikksháttur eins og sagt var í sveitinni - að tala um vondan mat. Yfirleitt borðar fullorðið fólk möglunarlaust það sem fyrir það er borið. Og það ætti að hafa síast inní börnin líka þótt Víkverja sýnist kannski stundum að sú sé ekki alltaf raunin. Við eram ekkert að gera okkur rellu út af því hvort allt sem við fáum sé herra- mannsmatur því auðvitað er matur misjafnlega góður, það skal fúslega viðurkennt. En sá matur sem er ekki ofboðslega góður er samt lagt frá því að vera nokkurt óæti. Neysla í flugvélum markast að nokkru leyti af því að þar verða menn að búa við þrengsli, borða af plastbökkum og njóta yfirleitt ekki kosta þess að eiga huggulegt borðhald. Kannski verður fæðan lítið spennandi í og með þess vegna. Víkverji telur sig ekki matvandan en hann hefur gjarnan orðað það svo að suma rétti myndi hann ekki sjálf- viljugur panta sér á veitingahúsi eða elda sérstaklega fyrir sig. Eru það helst brauðsúpa og hrísgrjónagraut- ur, nánast allt annað fer vel í hann. Þessum tveimur réttum hefur hann þó einnig komið niður þegar mikið hefur legið við. Nema einu sinni. Þá var lengi búið að reyna við hrís- grjónagrautinn og lítið gekk. Þrautalendingin var að lauma rest- inni í vasann þegar enginn sá til - enda allir löngu farnir frá borðinu. Vasinn var náttúrlega ekki „vell- ingsheldur“ og laumuspilið uppgötv- aðist brátt. Raunar man Víkverji ekki sjálfur eftir atvikinu en stund- um fær hann að heyra þessa sögu. En hvað um það, er ekki rétt að meta á ný hvernig við förum með matinn og reyna að umgangast hann af dálítilli virðingu? Þetta er meira og minna allt saman gott, bara mis- gott, svo það er engin þörf að kvarta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.