Morgunblaðið - 21.10.2000, Page 56

Morgunblaðið - 21.10.2000, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 MINNINGAR SIGURSTEINN JÓHANNSSON + Sigursteinn J<5- hannsson var fæddur í Kjólsvík við Borgarfjörð eystri hinn 3. september 1924. Hann lést á heimili sínu að kvöldi miðvikudagsins 11. október síðastliðins. Hann var sonur Jó- hanns Helgasonar, f. 30. desember 1891, og konu hans, Berg- rúnar Ámadóttur, f. 3. október 1986. Á fyrsta ári flyst hann með foreldrum sínum til Borgarfjarðar eystri, fyrst að Hrauni og þá að Tungu. Arið 1935 flytur fjölskyldan að Ósi og þar býr Sigursteinn til 1960 að hann flytur að Merki þar sem hann býr til dauðadags. Hann vann ýmis störf sem til féllu, t.d. við landbúnað og vega- gerð, en lengst starfaði hann við störf tengd sjávarútvegi, var með- al annars verkstjóri við Frystihús- ið á Borgarfírði frá 1967 til starf- sloka. Systkini hans eru: Árni Björg- < vin, f. 4. júlí 1918, d. 1921; Helga Sesselja, f. 29. desember 1919, d. 4. ágúst 1982; Ámý Ingibjörg, f. 2. janúar 1921; Ólöf Þóranna, f. 26. september 1922; Magnús, f. 3. mars 1926, d. 31. maí 1997; Hann- es Óli, f. 3. mars 1927; Anna Guð- ný, f. 31. júlí 1928; Jón Þór, f. 11. ágúst 1930; Þorgeir Stefán f. 25. mars 1932, d. 13. maí 1979; fda Borgfjörð, f. 1. júní 1933, d. 7. júní 1966; Sveinn, f. 20. september 1935; Guðmundur, f. 20. septem- ber 1935. ' Sigursteinn kvæntist Björgu Þórdísi Sigurðardóttir 3. október 1956. Foreldrar hennar voru Una Ng sem í Qarlægd fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum pfum dvel ég hjá. heyrirðu ei, hvem hjartað kallar á, heyrirðu ei storminn kveðju mína ber? þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. Elsku pabbi, nú þegar samfylgd okkar lýkur um stund, langar mig að þakka þér með nokkrum orðum allan þann styrk og þá hjálp sem þú veittir mér í gegnum lífið. , Meirihluta ævi minnar hef ég dvalið í Merki hjá ykkur mömmu, og við gengið saman til daglegra verka við heyskap, göngur o.fl. en á vet- urna þegar ég fór til vinnu annars- staðar á landinu tókst þú að þér að Krístín Árnadóttir f. 4. ágúst 1895, d. 21. apríl 1943 og Sig- urður Einarsson, f. 5. júlí 1889, d. 7. des- ember 1939, þau bjuggu að Merki, Borgarfirði eystra. Börn Sigursteins og Þórdisar eru: 1) Unnar Heimir, raf- verktaki á Egilsstöð- um, kvæntur Sigur- borgu Sigurðardóttir. Þeirra börn eru: a) fda Björg, sambýl- ism. Hjálmar Örn Amarson, þeirra sonur Skúli Berg. b) Einar Sigurberg, látinn. c) Unnar Geir. d) Hildur Evlalía. e) Aðalheiður Björt. 2) Jón Þór, tækjamaður á Homafirði, í sambúð með Svövu Herdísi Jónsdóttur. Synir þeirra eru: a) Magnús Smári. b) Stefán Reynir. Dóttir Jóns og Helgu Kristínar Jörgensdóttur er Þór- hildur María Vibekk. 3) Einar Sig- urður, rafvélavirki á Þórshöfn, kvæntur Önnu Li'su Wiium, þau skildu. Þeirra börn: a) Sigursteinn Þór, sambýliskona Sunna Lind Smáradóttir. b) Svava Hmnd, sambýlism. Hallgrímur Brynjólfs- son, þeirra dóttir Guðný Björg. c) Stefán Helgi, sambýlisk. Ásta Sig- urðardóttir. Núverandi sambýlis- kona Einars er Sigrún Birna Grímsdóttir, sonur þeirra er Grímur Ingi. 4) Grétar Smári, út- gerðarmaður á Hornafirði, í sam- búð með Gunnhildi Imsland, sonur hennar er Agnar Jökull Arason. Utför Sigursteins fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verð- ur frá Bakkagerðiskirkju sama dag. annast um bústofninn og þó að hann væri kannski ekki stór nú á seinni ár- um þá gaf það okkur báðum mikla gleði að hafa þetta áhugamál að sinna, þú talaðir stundum um það að eftir að þú lést af störfum við frysti- húsið hefði þessi búskapur okkar bjargað andlegri og líkamlegri heilsu þinni. Þó að við værum ekki ávallt sammála um alla hluti og stundum hvessti dálítið hjá okkur var vinátta okkar alltof sönn og traust til að það jafnaði sig ekki á skömmum tíma. Þegar ég fór svo alfarinn frá Borg- arfirði, þá kominn með fjölskyldu, voru erfiðustu sporin að skilja þig þar eftir. Við hefðum svo gjarnan viljað hafa þig áfram með okkur, en gömul tré verða ekki svo auðveld- lega tekin upp með rótum. Eins batt + Ástkær eiginkona mín, móðir og systir, HAFDÍS SÓLVEIG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 11. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Guðni Hjartarson, Vilhjálmur Magnússon, Ólöf ingunn Björnsdóttir, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir og fjölskyldur. + Bróðir minn, GUÐMUNDUR SNORRI GISSURARSON, húsasmíðameistari, Úthlíð 9, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 11. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jónína Ragnheiður Gissurardóttir. nærvera þín við mömmu, sem þá var orðin sjúklingur á Egilsstöðum, þig ennþá fastar við staðinn, frá henni gastu ekki farið og umhyggja þín og ræktarsemi við hana síðustu árin var aðdáunarverð. Þú áttir þó ófáar ferðirnar suður í Lón til okkar meðan við áttum þar heima og vai'st óþreytandi að finna þér þar verkefni, það var ýmislegt sem þurfti að lagfæra og bæta og allt var það gert af gleði og áhuga. Litlu afastrákarnir þínir höfðu líka mikið aðdráttarafl og að öllum öðrum ólöstuðum hefur enginn verið þeim betri vinur og verndari en þú, það er sárt til þess að hugsa að þeir skuli ekki fá að njóta þín lengur. Þakka þér líka af öllu hjarta þann styrk og stuðning sem þú veittir okk- ur, þegar við urðum svo að taka okk- ur upp og flytja úr Lóninu, þar sem við hefðum öll viljað vera áfram. Og það var von mín og vissa að á endan- um kæmir þú í „hornið" til okkar og okkur gæti öllum liðið vel saman á ný- Elsku pabbi minn, tómið sem þú skilur nú eftir verður aldrei fyllt, en hugur minn er fullur af minningum um þig - góðum minningum sem aldrei verða frá mér teknar. Guð geymi þig „Hér á ég spor - og hér ég ann hverjum steini. Mitt æskuvor héma fagnandi leið. Ég burtu fór, en ætíð lifði í leyni, hin ljúfa kennd til alls er heima mín beið. Um Dyríjallstind er enn sem dansi á kveldi blik af deyjandi eldi, en að morgni sem musteri hann skín í sólarglóð. Ég mun í sál minni geyma fegurð sumarsins heima. Hér er bemskubyggð mín.“ (Jónbjörg Eyjólfsd.) Þinn sonur, Jón Þór. Sveitin mín blómum skrýdda, fagra, bjarta sem bam ég undi í faðmi þér þessvegna er sama hvert ég fer og ferðast, ég finn þig ávallt í hjarta mér. Man ég fjallanna fógru tinda, tún og engi böðuð glóandi sól. Þreyttur í þínum örmum vil ég sofa, hjá þér ég kysi mér hinsta ból. (Helgi Eyjólfsson.) Elsku Diddi minn, besti tengda- pabbi sem hægt var að óska sér. Það er svo margt fallegt sem ég gæti skrifað um þig að ég veit ekkert hvar ég á að byrja. Við fengum ekki að eiga mörg ár saman en þau voru góð, þú varst minn besti vinur og við náðum einstaklega vel saman, þú vissir alltaf hvemig mér leið - stapp- aðir í mig stálinu ef ég var döpur og gladdist með mér þegar vel gekk. Fyrir tæpum fimm árum kom ég fyrst í Merki með Jóni Þór til að fara á þorrablót og þið Dísa tókuð mér strax eins og einni af fjölskyldunni, mér leið þar frá upphafi afskaplega vel. Við Jón Þór vorum í tvö sumur í Merki. Seinna árið var litli sonur okkar, Magnús Smári, fæddur og varð hann augasteinn þinn og eftir- læti æ síðan. Það sumar lenti Dísa í hræðilegu slysi og lá um tíma milli heims og helju og hefur verið á sjúkrahúsi upp frá því. Þá hjálpaði það þér mikið að hafa Magnús litla hjá þér og þá bundust þið órjúfanleg- um böndum. Ári seinna fæddist Stef- án Reynir og var einnig orðinn mikill afastrákur; þú vildir allt fyrir þá gera. Þó að vegalengdin á milli okkar væri alltof mikil vorum við alltaf í sambandi, töluðum oft saman í síma jafnvel 2-3 á dag og stundum ein- hverja klukkutíma í einu, og sem betur fer komstu nokkuð oft í heim- sókn, þá þurftir þú alltaf að vera að gera eitthvað og það var gaman að vinna með þér. Ég sé þig fyrir mér sólbrúnan og brosandi úti að slá lóð- ina, setja upp grindverk, smíða kofa og rólur og margt fleira, eða í kulda- galla úti að moka snjó, gefa hestun- um eða með afastrákana á sleða. í Ijóði sínu „Söknuður" segir Vil- hjálmur Vilhjálmsson m.a.: Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Égrýniútumrifurnar ég reyndar sé þig alls staðar. Þánapurter það næðir hér ognístirmig. Síðan ég fékk þessar hræðilegu fréttir að þú værir dáinn hef ég séð þig alls staðar. Og að koma niður í Merki og vita að þú kæmir ekki bros- andi út á tröppurnar að bjóða okkur velkomin var ólýsanlega erfitt. En það var léttir að fara og kveðja þig í síðasta sinn, kyssa þig á kinnina og þakka þér í huganum hvað þú varst mér alltaf góður. Það var gott fyrir þig að fá að deyja í rúminu þínu austur á Borgarfirði þar sem þú vild- ir helst af öllu vera, þó að ég geti ekki samþykkt að það hafi verið tíma- bært, þá hefði verið miklu erfiðara að horfa á þig sem sjúkling á stofn- un. Þú varst mikið veikur í vor og sumar og því miður samvera okkai- minni en annars hefði orðið, en svo var allt á réttri leið og þú ætlaðir að fara að koma og heimsækja okkur á Höfn, skoða nýja húsnæðið og passa Magnús svo að ég kæmist með Stef- án til Reykjavíkur, því alltaf vildir þú hjálpa okkur með allt, þér fannst verst í sumar að vera svona aumur og geta ekki komið og hjálpað okkur þegar við þurftum að flytja úr Lón- inu, en þú hjálpaðir mér samt með því að hvetja mig til bjartsýni og nú færi allt að ganga betur. Ég vildi að ég hefði borið gæfu til að gera meira fyrir þig og hafa þig hjá okkur, ég vildi að Guð hefði gefið okkur mörg ár í viðbót til að eyða saman og efla vináttuna, ég vildi að synir mínir hefðu fengið lengri tíma til að kynnast sínum góða afa. En ég vona og held að þú hafir samt vitað hvað mér þótti innilega vænt um þig. Elsku Diddi, ég kveð þig með söknuði, vú'ðingu og þakklæti fyrir hvað þú varst mér alltaf góður. Þegar fram líða stundir koma fal- legar minningar í stað sársaukans. Guð geymi þig. Við hafsins nið er sælt að sofna og dreyma, það er söngurinn heima - er mér fylgir á fjarlæg draumasvið. Um gluggann minn - í kvöld hann kemur með blænum eins og kveðja frá sænum eftir árlanga bið. (Jónbjörg Eyjólfsdóttir.) Þín Svava Herdís. Hinsta kveðja frá tengdadóttur. Við kveðjum þig með sára sorg í hjarta söknuðurinn laugar tári kinn. Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta dökkur skuggi fyllir huga minn. í miðjum leik var komið til þín kallið klippt á strenginn þinn. Eitt af vorsins fógrum blómum fallið. (Hákon Aðalsteinsson.) Margt er það, margt er það, sem minningamar vekur. Þæreruþaðeina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Minning þín verður ljósið í lífi okk- ar. Vertu sæll. Þín tengdadóttir, Signrborg. hann ræður meiru en tveir litlir strákar. Við höldum samt ennþá að við getum alveg skroppið til Guðs og komið með þig niður. Elsku afi, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrii' okkur þessi fáu ár sem við fengum að eiga þig að, þakka þér fyrir allar fallegu gjafirnar sem þú gafst okkur, fyrir allar skemmti- legu ökuferðirnar sem við fórum með þér, fyrir allar sögurnar sem þú sagðir okkur og allar fallegu vísurn- ar sem þú söngst okkur. Það var gott að sofna í afafangi þreyttur eftir erfiðan dag og afi söng: Lítill drengur lúinn er lokaraugumsínum hjartans vinur halla þér hægt að brjósti mínu. Það var líka gott að vakna eld- snemma alla morgna sem afi var í heimsókn, biðja mömmu að opna dymar, og hlaupa yfir ganginn inn í afaherbergi, skríða í „holuna" hjá þér og verma litla fætur. Þú varst alltaf svo góður við okkur og tókst alltaf svari okkar ef við vorum skammaðir og sagðir ævinlega: „Það má ekki skamma svona lítinn strák“, faldir okkur undir vanganum og sagðir: „Æ, blessaður kallinn". Það er gott að vera lítill og skilja ekki sorgina á svona stundum, en það er ekki gott að fá ekki að eiga þig lengur að og fá að þroskast með þér. Mamma og pabbi munu þó sjá til þess að við munum þig alltaf, þau segja okkur seinna frá öllu því góða- sem þú gerðir fyrir okkur og hvað okkur þótti í einlægni vænt hverjum um annan. Seinna þegar okkar tími kemur fórum við líka til Guðs, þá þekkjum við strax aftur „afa Sigur- stein“ frá Borgarfirði, því hann bíður fagnandi við himnahliðið, tekur okk- ur í faðminn og felur okkur undir vanganum og segir: „Æ, blessaður kallinn, ertu nú kominn til afa“. En þangað til, elsku afi, hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Þínir afastrákar, Magnús Smári og Stefán Reynir. Diddi afi er kominn í stjörnuna sína uppi á himninum. í vetur get ég séð stjörnuna hans þegar hún skín skær á himinhvolfinu, því ég veit að stjarnan hans Didda afa verður skær. Mikið á ég eftir að sakna hans afa míns. Hann var svo góður við mig, hafði alltaf tíma fyrir mig. Skoða dýrin, fara í fjöruna, fara í bíltúr eða út í Hafnarhólma að horfa á fuglana. Ég kveð þig heitu hjarta - minn hugur klökkur er. Ég veit, að leið þín liggur svolangtíburtfrámér. Mér Ijómar ljós í hjarta, -semlýsirharmaský, þá lífsins kyndla kveikti þín kynning björt og hlý. Ogþegarvoriðvermir ogvekurblóminsín, í hjartans helgilundum þá hlær mér minning þín. (Jón Þórðarson.) Blessuð veri minning, elsku Didda afa. Aðalheiður Björt. Elsku besti afi okkar, „Sigur- steinn afi“. Við erum ennþá svo litlir að við skiljum ekki að þú skulir vera dáinn og komir aldrei aftur í heimsókn til okkar og talir aldrei aftur við okkur í símann. Þú gast ekkert komið til okkar í sumar því að í vor varstu las- inn og lentir á spítala. Þá varst þú nýbúinn að koma til okkar og passa okkur svo að mamma og pabbi kæm- ust í kórferðalag, en síðast þegar við sáum þig varst þú á spítalanum á Egilsstöðum að jafna þig eftir veik- indin en við vorum ekki sáttir við að þú værir þar og vildum taka þig með af spítalanum. En þú ætlaðir að koma til okkar um helgina og vera hjá Magnúsi meðan mamma færi með Stefán til Reykjavíkur - en nú er allt breytt. Guð vildi víst líka fá þig til sín og Elsku Diddi afi, ekki bjóst ég við að þurfa að kveðja þig strax en svona er lífið. Ég mun alltaf minnast þín sem ungs í anda, hlaupandi upp um öll fjöll og ftrnindi og oftar en ekki komstu til baka með grjót sem fór í fallega garðinn þinn. Ferðirnar sem þú fórst með okkur niður í víkur eru líka eitthvað sem ég mun aldrei gleyma, enda voru þetta oftar en ekki miklar ævintýraferðir. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur systkinin þegar við komum til þín, áttir eitthvað gott og fórst með okk- ur út í hús að skoða kanínumar eða þau dýr sem þú varst með í það skiptið og alltaf var aðeins skroppið niður í fjöru. Litli sonur minn var svo heppinn að fá að kynnast þér og kallaði þig alltaf gamla afa og það fannst þér ansi sniðugt hjá honum. En nú segir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.