Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nei, nei herra biskup, kirkjan má vera, við berum bara út prestinn.
Sleipnismenn vilja lög-
leiða örygffisbelti í rútur
ÓSKAR Stefánsson, formaður Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis, segir
að félagið sé því fylgjandi að setja ör-
yggisbelti í rútur. Hann minnir á að í
ársbyrjun 1998 hafi félagið sent þá-
verandi dómsmálaráðherra, Þor-
steini Pálssyni, bréf þar sem stjórn
og trúnaðarmannaráð skoraði á
stjórnvöld að beita sér fyrir því að
sett yrði í lög að öryggisbelti skyldu
vera í öllum hópferðabílum.
Félagið fór fram á að lögin tækju
gildi ekki síðar en 1998. Óskar segir
dómsmálaráðuneytið ekki hafa stað-
ið sig sem skyldi í þessu máli og gef-
ur lítið fyrir þær röksemdir gegn því
að sett verði öryggisbelti í eldri hóp-
ferðabfla. Hann spyr hvort þeir bflar
sem ekki eru taldir þola öryggisbelti
eigi yfirleitt að vera notaðir til fólks-
flutninga. í bréfi Sleipnis frá 1998 er
ekki tekin afstaða til þess hvort yfir-
byggingar hópferðabfla muni gefa
sig undan þunga farþega sem hangi í
bflbeltum hvolfi rútunni.
Hinsvegar er bent á að þegar hóp-
bifreið veltur séu minni líkur á því að
hún endi á hvolfi þegar allir farþeg-
amir hanga í bflbeltum. Bifreiðin
muni annaðhvort ekki hafa sig upp í
veltu á toppinn eða að hún muni ekki
stöðva þar heldur velta yfir á hina
hliðina. Þá segir í bréfinu að megin-
orsök alvarlegra slysa sé sú að far-
þegar kastist til eða jafnvel út úr rút-
unni.
Óskar segir það sína reynslu að
farþegar noti öryggisbelti þar sem
þau séu fyrir hendi.
Frábær dýna á
Serehadé
Queen 153 x 203cm
King 193 x 203cm
Cal. King 183 x 213cm
kr.78.700
kr.114.400
kr.114.400
verö með undirstöðum
SUÐURLANDSBRAUT 22 « SIMI 553
Rabb í stofu 201 í Odda
Orðræða um
kynferði og völd
Guðný Guðbjörnsdóttir
MORGUN verður
Rannsóknastofa í
kvennafræðum
með hádegisfund í Odda,
stofu 201, klukkan 12.00 til
13.00. Þar mun dr. Guðný
Guðbjömsdóttir prófessor
tala um rannsóknir sinar á
kynferði og stjórnendum í
skólakerfinu. Rabb hennar
ber yfírskriftina: „Orð-
ræða um kynferði og völd“.
Hún var spurð hver væri
niðurstaða rannsókna
hennar.
„Ég vil taka fram að
rannsókn mín sem ég er að
segja frá núna er framhald
af rannsókn sem ég gerði á
stjórnendum í mennta-
kerfinu 1997, en þá var ég
að bera saman kven- og
karlstjómendur og mis-
mun á þeim. Rannsóknir á leiðtog-
um og stjómendum vom fyrst ein-
göngu gerðar á körlum bæði í
atvinnulífi og skóla, vegna þess að
þá voru svo fáar konur í þessum
störfum, þ.e. á tímabilinu 1920-
1970. Síðan var farið að beina at-
hyglinni að kvenstjómendum og
þá kpm oft í ljós töluverður mun-
ur. Ákveðnar staðalmyndir fóra
að mótast. Að skoða konur í þess-
um efnum er mikil framför frá
fyrri rannsóknum vegna þess að
þá var starf kvenna sýnilegra og
konur gátu heyrt og skilið hvemig
er best að haga sér en um leið var
ákveðin hætta á nýjum staðal-
myndum. Það komu fram hug-
myndir, t.d. konur dreifðu ábyrgð,
væra sérstaklega góðar í sam-
skiptum, litu á sig sem eina úr
hópnum, vildu samráð um völd og
ákvarðanir og legðu áherslu á
sameiginlega sýn, á meðan staðal-
myndin af karlmönnum var að
þeir væra einir á toppnum, ein-
staklingshyggjumenn, sjálfstæð-
ir, ríkjandi, skynsamir og árásar-
gjarnir. Síðan hefur komið í Ijós að
það er einföldun að horfa á bara á
einstaklinga og kynferði. Það era
að talsverðu leyti aðstæður sem
skipta máli og orðræðan um konur
sem stjómendur í skólum hefur að
veralegu leyti mótast af þeim að-
stæðum sem þar eru.“
- Eru þær aðstæður sérstakar?
„Kvenundirmenn eru í meiri-
hluta, „neytendur" era böm og
ungt fólk. Því er mjög mikilvægt
að stjómunin nái jafnt til sið-
rænna, tilfinningalegra og vit-
rænna þátta, ekki síst á jjetta við
um samskipti fólksins. I könnun
minni 1997 kom í ljós að það var
ekki mikill munur á stjórnunarstfl
karl- og kvenstjórnenda í mennta-
kerfínu. Bæði kynin sýndu ein-
kenni hins mjúka stjórnunarstíls
sem löngum er kenndur við konur.
í þessari athugun ákvað ég að
varpa ljósi á margbreytilegan
skilning kvenstjórnenda og sjá að
hvaða leyti aðstæður skipta máli.
Rannsóknin byggist á ítarlegum
viðtölum við kvenstjómendur á
öllum skólastigum. Öll viðtölin
vora tekin upp á band og afrituð,
síðan skoðaði ég þessi
viðtöl með það að
markmiði að greina
fyrst og fremst hvernig
skólastjómendurnir
tala um kynferði og
völd í sínu starfi.
Það kemur greinilega fram í
viðtölunum tvenns konar orð-
ræða. Annars vegar krafa um
aukna skilvirkni og fagmennsku í
starfi og hins vegar ákveðnar
væntingar, sérstaklega til kven-
stjórnenda, um skilning, mýkt og
jafnvel undirgefni í starfi. Þessar
tvær orðræður stangast stundum
á og það veldur oft töluverðu álagi
► Guðný Guðbjömsdóttir fædd-
ist 25. maí 1949 í Reykjavik. Hún
tók stúdentspróf frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni 1969 og
BA-próf í sálarfræði frá Vassar
College í New Yorkfylki og M.Sc-
próf í sálfræði frá háskólanum i
Manchester 1974 og doktorspróf
í uppeldis- og menntunarfræði
frá háskólanum í Leeds 1987.
Hún hefur starfað lengst af við
háskólakcnnslu, varð Iektor
1975, dósent 1987 og prófessor
árið 2000. Hún sat á Alþingi fyrst
sem varamaður 1991 til 1995 og
sem aðalmaður frá 1995 til 1999.
Guðný er gift Gísla Pálssyni pró-
fessor í mannfræði og eiga þau
tvö börn.
sem lítið er sinnt á kerfisbundinn
hátt. Það er ekkert grín að koma
annars vegar til móts við kröfur
um sparnað og hærri meðalein-
kunn í skóla og sinna hins vegar
fjölskyldum, börnum og foreldr-
um sem era í mikilli neyð. í rann-
sókn minni kom í Ijós að konur
virðast staðsetja sig, eins og ég
orða það, í annarri hvorri orðræð-
unni. Annars vegar segja þær: Ég
lít fyrst og fremst á mig sem
stjómanda og fagmann. Hins veg-
ar era svo þær sem segja að hin
siðrænu og tilfinningulegu vanda-
mál séu brýnni að leysa en t.d. að
skólinn sýni háar einkunnir. Loks
era aðrar sem reyna að samhæfa
þetta og tekst misvel.“
- Má draga almennar ályktanir
afþessu?
„Lýsing á orðræðu er eitt og at-
hafnir era annað. Það má velta því
fyrir sér hvort það skipti máli hvar
þær staðsetja sig upp á árangur í
starfi, það var ekki skoðað sér-
staklega í þessari rannsókn. Það
er eitt af því sem þarf að rannsaka
nánar. Einnig væri áhugavert og
fróðlegt að skilja betur hvort þessi
samhæfing í menntageiranum sé
yfirfæranleg á önnur fyrirtæki því
það er að koma í ljós að vinsælustu
stjómendur hafa þau einkenni
sem oft era tengd við konur, þ.e.
líta á sig sem einn af hópnum,
hlusta vel og hafa góð samskipti
og hafa þann sveigjan-
leika að geta tekið mið
af aðstæðum. Þessar
konur geta verið mjög
harðar við ákveðnar að-
stæður en sýnt aðrar
hliðar þegar kring-
umstæður krefjast þess. Þessi
rannsókn er enn í gangi og ég er
nú aðeins að segja frá fyrstu nið-
urstöðum. Þess má geta að þetta
er hluti af stærri rannsókn um
menntun og kynferði sem ég er nú
að kenna um og á næsta háskóla-
ári mun ég ásamt fleiram kenna
námskeið um konur og karla sem
leiðtoga og stjómendur.
Hluti rann-
sóknar um
menntun og
kynferði