Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 13
MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 13 nýttist önnin. „í samningum verður ávallt að fara bil beggja að iokum. Hitt má til sanns vegar færa að ríkið hefur ekki sýnt mikinn samningsvilja í viðræðum sínum við kennara til þessa. Nú virðist að upp sé að koma sú staða að jafnvel verði ekki samið á þessu ári og spurt er: er verið að gefa út skilaboð til annarra stétta um það hver verði stefna stjómvalda í kjara- málum næstu misserin?" Eins og margir aðrir þingmenn lagði Jón Bjamason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, áherslu á að með verkfall- inu hefðu tæplega 20 þúsund ung- menni verið svipt sínu dagiega lífi. Benti hann jafnframt á að aldurs- skeiðið 16 til 20 ára væri mikilvægur mótunartími. „Brottfall í framhalds- skólum við eðlilegt skólahald er um 40%. Við röskun á skólagöngu og röskun á fjölskylduhögum fólks á þessum aldri eru auknar líkur til að fleiri finni til tilgangsleysis og hætt- ara við að þeir lendi í fíkniefnum eða öðram brotlendingum. Nemendur halda ekki lengi úti í sjálfsnámi. Flestir bíða nú og vita ekki hvort á að læra eða leita að vinnu. Það má vel vera að hér á höfuðborgarsvæðinu finnist tímabundin atvinna fyrir meginþorra unglinga. En víða úti um land er allt atvinnulíf í lægð yfir há- vetrartímann og því enga atvinnu að fá. Þetta ástand þrúgar daglegt líf þessara einstaklinga og fjölskyld- unnar allrar með ófyrirsjáanlegum afieiðingum." Sigríður Anna Þórðardóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og for- maður menntamálanefndar Alþingis, lagði áherslu á að ábyrgð deilenda væri þung gagnvart þeim 20 þúsund ungmennum og fjölskyldum þeirra sem biðu þess að mál leystust og skólarnir tækju til starfa að nýju. „Það er enginn ágreiningur um það að kjör kennara þarf að bæta. Til að það takist verða menn að koma sér upp úr hjólföranum, kasta burt úr- eltu og stöðnuðu launakerfi, sem þrengir að starfsemi framhaldsskól- anna og ræða nýjar leiðir. Við þurf- um sveigjanlegt og opið launakerfi sem hentar þörfum framhaldsskól- anna og styrkir skólastarfið í land- inu. Eitt er að minnsta kost alveg víst, þessi alvarlega deila verður ekki leyst hér í sölum Alþingis." Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði stöðuna í kjaradeilu framhaldsskólakennara við ríkið vera ömurlega. „Hún er öm- urleg fyrir nemendur sem horfa á önnina tapast og sumh- hafa þegar horfið frá námi. Hún er ömurleg fyiir kennara sem héldu að hin almenna stefna ríkisstjómarinnar og stuðn- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Steingrímur J. Sigfússon hóf umræðuna á Alþingi. ingsmanna hennar á Alþingi væri fyrir þá eins og aðra. Hún er ömurleg fyrir foreldra sem óttast um framtíð bama sinna ef þau flosna upp frá námi. Og það er við þessar aðstæður sem menntamálaráðherra kemur þeim skilaboðum á framfæri á heima- síðu sinni að hann ætli sér hvorki að kannast við ástæður deilunnar né að axla ábyrgð á lausn hennar.“ Svanfríður sagði hins vegar að lög- in væra alveg skýr þegar kæmi að því hver bæri ábyrgð í deilunni. Mennta- málaráðherra færi með yfirstjóm framhaldsskólans. Hann bæri ábyrgð á skólahaldinu. Kennsla er krefjandi starf I máli Þuríðar Backman, þing- manns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kom fram að kenn- arar þyrftu að fá leiðréttingu á kjör- um sínum. Þær leiðréttingar þyrftu líka að koma til ætti að vera hægt að laða að góða einstaklinga til að kenna í framhaldsskólum landsins. „Þetta er krefjandi starf og það er ljóst að margir kennarar hyggja á breyting- ar og önnur störf ef verkfallið dregst á langinn eða væntanlegur samning- ur verði ekki að þeirra mati viðun- andi,“ sagði hún. Geir H. Haarde fjármálaráðherra, sagði að enn betur væri að koma í Ijós, bæði í þessum umræðum sem og í umræðum úti í þjóðfélaginu, að krafa kennara um rúmlega 70% launahækkun á ekki hljómgrann. „Hún hefur ekki hljómgrann í þess- um sal, hún hefur ekki hljómgrunn úti á meðal þjóðarinnar. Því fyrr sem kennaramir sjálfir gera sér grein fyrir þessu því fyrr verður hægt að leysa þessa deilu. Ég tel að lausn deilunnar felist í nokkram þáttum. Að sjálfsögðu í beinum launahækk- unum að einhverju leyti. En einnig í skipulagsbreytingum sem miðast að því að gera starf skólanna sveigjan- legra, miðast að því að auka sjálf- stæði skólanna og fá kennarana tU þess að leggja sitt af mörkum til að bæta skólastarfið í iandinu. Ég tel að það sé vel hægt að leysa þetta mál á forsendum af þessu tagi á tiltölulega stuttum tíma ef báðir aðilar einsetja sér það. Ríkið er tilbúið til þess fyrir sitt leyti en kennararnir þurfa fyrst að koma sér niður á jörðina og sætta sig við það að kröfur þeirra hafa ekki þann hljómgrann sem þeir óska. Þeir þm’fa að setjast að samningaborði með breyttu hugarfari." Steingrímur J. Sigrússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, vék undir lok um- ræðunnar m.a. að skrifum mennta- málaráðherra á heimasíðu sinni á Netinu. „Það vekur upp spumingar um hvað vakir fyrir mönnum eins og menntamálaráðherra með skrifum á heimasíðu sinni eða ítrekuðum til- raunum hæstvirtra ráðherra, líka hæstvirts fjármálaráðherra, að gera forystumenn kennara ótrúverðuga, ráðast á þá sérstaklega og beina að þeim spjótum sínum.“ Spurði hann síðan hvort það væri vænlegt til ár- angurs að „kasta sprengjum og ráð- ast að viðsemjendum sínum inni í miðri kjaradeilu." Björn Bjamason menntamálai’áð- herra lagði í lok umræðunnar áherslu á mikilvægi þess að lausn yrði fundin á deilunni og ítrekaði það mat menntamálaráðuneytisins að ef verkfall leystist í þessari viku og kennsla gæti hafist í byrjun þeirrai’ næstu ætti að vera unnt að ljúka þeirri önn sem nú stæði í raun yfir á framhaldsskólastiginu. Síðan svaraði hann þeirri gagnrýni sem beint hefði verið að skrifum hans á Netinu. „Ég vil segja það að þau orð sem ég hef látið falla um þetta mál era á engan hátt með þeim hætti að þau eigi að koma nokkram manni á óvart,“ sagði hann og sagði síðar: „Við höfum öll okkar hlutverki að gegna og við ber- um öll okkar ábyrgð. Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð í mínum störf- um og ég skorast heldur ekki undan þeirri ábyrgð að lýsa skoðun minni þegar mér finnst að það sé nauðsyn- legt,“ sagði hann. „Ég mun halda áfram að gera það hvað sem háttvir- tur þingmaður Steingrímur J. Sig- fússon segir.“ Landbúnaðarráðherra svarar fyrirspurn um kúariðu í Evrópu Engin ástæða til frestun- ar tilrauna með fósturvísa GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði í fyrirspurna- tíma á Alþingi á mánudag að hann teldi nýjar fréttir um kúariðu í Evrópu ekki gefa tilefni til þess að fresta afmarkaðri til- raun með innflutning á norskum fósturvís- um hingað til lands. Hvergi hefði á það verið bent að fóstur- vísar bæru með sér sjúkdóma. Hins vegar opnaði staðan á evrópska kjötmark- aðnum ný sóknarfæri fyrir íslenska bændur til að selja hreinar kjötafurðir. „Ég hef sagt það á fundi að nú eigi íslenskir bændur að stofna með sér félag og selja í gegnum Netið á heimasíðum íslenskt kjöt og auglýsa þar hina hreinu ís- lensku náttúru og þá hörðu kröfu- gerð sem hér er uppi til að vernda sérstöðu íslenska landbúnaðarins," sagði ráðherra. Þuríður Backman, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, bar upp fyrirspurnina til ráðherra og benti m.a. á að um alla Evrópu væri að koma upp kúariðusmit í naut- gripum og það á svæðum sem hingað til hefðu verið talin laus við slíkt smit. Vegna tengsla kúa- riðu við Creutzfeldt- Jakob sjúkdóminn í mönnum væri kúa- riðusmit að eyðileggja kjötmarkaðinn í við- komandi löndum í Evrópu. Spurði hún því ráðherra hvort hann teldi þessar fréttir ekki vera ástæðu til þess að fresta tilraunum með norska fósturvísa. Draumurinn um Búkollu í máli ráðherra kom m.a. fram að einstaklingur sem dáið hefði af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum í Noregi hefði ekki dáið af því af- brigði sem sneri að kúariðu. Sagði ráðherra Ijóst að kúariða hefði ekki komið upp í Noregi. Tók hann þó fram að tilraunin með kynbæt- ur á íslenskum nautgripum með norskum fósturvísum yrði stöðvuð ef eitthvað kæmi upp sem ógnaði stöðunni á íslandi í þessum efnum. „Ég vil þó leggja á það áherslu að hér er engin norsk kýr að koma í íslensk fjós ... heldur er einungis um að ræða mjög takmarkaða til- raun á tveimur búum,“ sagði ráð- herra. Þuríður lagði á hinn bóginn áherslu á að ekki væri hægt að fullyrða það að kúariða væri ekki í Noregi. „Þetta er dulin sýking og erfitt að fullyrða að smit sé ekki til staðar,“ sagði hún og hélt áfram. „Ég ætla þó að vona að draumar ráðherra um hina hreinu Búkollu fái staðist og að það verði með þeim hætti að til- raunin verði blásin af og bændur geti hér áfram ræktað upp hina hreinu Búkollu til útflutnings inn á þá markaði sem nú eru að hrynja." _ Guðni Agústsson Ráðstefna um framtíð villtra laxa- stofna og fískeldi á fslandi fslendingar eiga möguleika á að forðast mistök annarra Scanpix ÍSLENDINGAR eiga möguleika á því að grípa til ýmiss konar aðgerða til þess að draga mjög úr hættu á erfðablöndun kvíaeldislaxa og villtra laxa verði áætlanir um stórfellt sjókvíaeldi á laxi að veraleika á næstu ár- um. Það er mat tveggja bandarískra vísinda- manna, dr. Freds Allen- dorfs og dr. Ians Flemm- ings, sem era í hópi virtustu sérfræðinga á sviði stofnerfðafræði ann- ars vegar og samskipta eldisstofna og villtra laxa- stofna hins vegar. Þeir segja jafnframt að villtum laxastofnum sé mikil hætta búin samhliða sjó- kvíaeldi og hættan sé því meiri sem eldisstofnamir séu ólíkari villtu stofnun- um. Því séu hugmyndir um notkun á norskum eld- islaxi neikvæðar. Ofangreint og margt fleira kom fram á ráð- stefnu sem Veiðimálastofnun hélt í gær ásamt Landssambandi veiðifé- laga og Landssambandi stanga- veiðifélaga. Til stóð að ráðstefnan færi fram með þátttöku fulltrúa frá fiskeldisgeiranum, en þeir afboðuðu þátttöku sína. Allendorf sagði í erindi sínu að um væri að ræða flókin fræði og það væri fátt um einföld svör við mörg- um spurningum sem vöknuðu. Viss- ar staðreyndir væru þó óumdeilan- lega fyrir hendi og meðal þeirra væri að „eldisfiskar sleppa, þeir blandast villtum laxi, hrygna með þeim og afkvæmin hafa breytta genauppbyggingu. Það leiðir af sér að stofninn missir eiginleika sína,“ sagði Allendorf. „Hver stofn hefur sína genaupp- byggingu og sums staðar era marg- ir stofnar á litlu svæði, en allir mjög ólíkir. Ég gæti nefnt rannsóknir sem gerðar hafa verið á laxastofn- um Colombia-árkerfisins, en fyrir hundrað árum gengu um 15 milljón- ir laxa árlega í ána og þverár henn- ar. I dag era þetta innan við milljón fiskar. Stofnarnir hafa á þessu tíma- bili orðið fyrir þremur meiri háttar skakkaföllum, fyrst var það ofveiði, síðan stíflugerð sem skerti búsvæði og loks stofnablöndun þegar gripið var til þess að sleppa laxi af öðram stofnum í árnar til að styrkja göng- urnar. Það leiddi af sér augljósa erfðamengun sem gerði illt verra,“ eins og hann komst að orði. Og Allendorf sagði enn fremur: vEf laxar sleppa úr kvíum við Islandsstrendur gæti það haft slæmar afleiðingar. Stofnablöndun þessara fiska við villta laxa myndu að öllum líkindum leiða af sér veik- ari stofna." Verulegar búsiQar Dr. Ian Flemming hefur stundað vistfræðirannsóknir sem tengjast samkralli eldisstofna og villtra laxa- stofna í Noregi síðustu níu árin og hann greindi frá rannsókn sem gerð var á ánni Imsu. Þar var sleppt bæði villtum löxum og eldislöxum og vora allir laxarnir merktir og genauppbygging þeirra rannsökuð. Átti að sjá hvernig fiskunum reiddi af í hrygningu. Tilraunin fór fram á ólaxgengu svæði og í ljós kom að eldislaxarnir stóðu sig verr í hrygn- ingu heldur en villtu laxarnir, náðu aðeins um þriðjungs árangri og vora einkum hængarnir kyni sínu til lítils sóma. Vel gekk hins vegar hjá villtum hængum og eldishrygnum. Seiðaframleiðsla þessa blandaða samfélags reyndist vera 31-32% lakari heldur en búast mátti við að sögn Flemmings og ein niðurstaða rannsóknarinnar var á þann veg að yrði villtur stofn fyrir árlegu áreiti af þessu tagi myndi hann fljótlega verða fyrir veralegum búsifjum. Flemming bætti við þetta, og raunar kom Allendorf inn á það einnig, að þegar væri mikið magn af eldisfiski í umferð í hafinu. Hann sagði t.d. að 20—10% laxa sem veidd- ust á Færeyjarmiðum væru eldis- fiskar, 28-40% laxa sem veiddust í sjávarveiði við Noreg væra af eldisupprana og 15-35% laxa í ein- stökum ám í Noregi væra eldislax- ar. í versta dæminu reyndust 97% laxa í norskri á vera af eldis- upprana. Fyrirbyggjandi aðgerðir Flemming lauk máli sínu með þeim orðum að íslendingar hefðu góða möguleika á því að gera ekki sömu mistök og víða hafa verið gerð og næstum ómögulegt er að bæta fyrir. Ef ákveðnin væri óhagganleg að hefja laxeldi í sjó væra nokkrir þættir sem mætti huga að til að draga mikið úr þeirri hættu sem líf- ríkinu gæti stafað af eldinu. í fyrsta lagi sagði Flemming, að hafa eldis- kerin á landi, slíkt væri víða hægt, hefði sér skilist, hér á landi vegna jarðhita. Væra kerin á landi væri ólíklegt að lax slyppi í hafið og líkur á að smitsjúkdómar færa á kreik myndu stórminnka. í öðra lagi mætti athuga að nota ófrjóa laxa. í þriðja lagi ætti að kortleggja landið og velja hvar heppilegt væri að hafa eldi. Taka út viss svæði þar sem göngur villtra laxa era sterkar og friða þau fyrir sjókvíaeldi. I fjórða lagi að merkja allan eldislax til að hann þekktist úr, þannig mætti sjá hvaðan laxarn- ir slyppu, hvenær og hugsanlega hvernig. Loks í fimmta lagi, að koma upp vönduðu vinnuferli í tengslum við eldið, eftirliti með bún- aði og vinnubrögðum, umhverfis- vöktun, öraggu heilbrigðiskerfi, skýrsluhaldi, auk aðgengilegra áætlana um endurveiði strokulaxa, þegar vart yrði við slys, og gæða- stjómun."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.