Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 29.11.2000, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknir á frammistöðu stjórnenda í Bandaríkjunum Konur hæf- ari leiðtog- ar en karlar Nýjar rannsóknir sýna að konur í stjórnun- arstöðum ná mun betri árangri en karlar á flestum þeim sviðum sem mæld eru. I nýju hefti Business Week er niðurstöðum úr sífellt fleiri könnunum á þessu sviði gerð skil og körlum ráðlagt að taka kvenkyns samstarfsmenn sér til fyrirmyndar. Reuters Carly Fiorina forstjóri Hewlett-Packard er önnur af tveimur konum sem eru meðal æðstu stjórnenda 500 stærstu bandarísku fyrirtækjanna. AUKNUM mæli leita bandarísk fyrirtæki eftir þjónustu ráðgjaf- arfyrirtækja sem framkvæma rannsóknir af þessu tagi. Niður- stöðurnar virðast þó ekki hafa breytt kynjahlutföllum meðal æðstu stjórn- enda 500 stærstu bandarísku fyrir- tækjanna þar sem einungis tvær konui’ sitja, þær Carly Fiorina hjá Hewlett-Packard og Andrea Jung hjá Avon. Af 1.000 stærstu fyrírtækj- unum í Bandaríkjunum er sex stýrt af konum en af öllum fram- kvæmdastjórastöðum innan banda- rískra fyrirtækja eru 45% skipaðar konum, og er þar líka átt við milli- stjórnendur. Hins vegar kemur fram að margar konur eru ráðnar í störf starfsmannastjóra eða upplýsinga- stjóra og þaðan eigi þær litla von um stöðuhækkun. Meðal kosta kvenna sem stjóm- enda eru að þær leita ekki persónu- legi'ar upphefðar í sama mæli og karlar, konur hafa meiri yfirsýn, eru ábyrgari, vandvirkari og samvinnu- fúsari. Aftur á móti mælast karl- menn í sumum tilvikum framar kon- unum hvað varðar hæfileika til áætlanagerðar og stefnumótunar, ásamt greiningu á tæknilegum vandamálum. Ekki er hægt að rjúfa hæfíleika til samskipta frá viðskipta- hæfileikum, að mati Joyce Fletcher, prófessors við Simmons-stjómunar- háskólann í Boston. Sá stjórnandi sem getur leyst úr ágreiningsefnum á vinnustað og lætur sér annt um starfsmennina nær góðum árangri. Fletcher leggur áherslu á að konur séu einmitt mjög hæfar á þessum sviðum en það hafi í gegnum tíðina verið túlkað sem gæska sem komi viðskiptaviti ekkert við. Á sama hátt er því að þjálfa starfsmenn og halda þeim upplýstum, tekið sem sjálf- sögðum hlut. Vel unnið starf verður ósýnilegt. Samt sem áður getur styrkur kvenna orðið þeirra stærsti veikleiki því með því að leggja svo hart að sér missa konur af því að byggja upp tengsl í viðskiptaheimin- um. Raunverulegar aðstæður Business Week vitnar til fimm bandarískra rannsókna þar sem frammistaða og árangur æðstu stjórnenda og millistjómenda ýmiss konar fyrirtækja var mældur á vett- vangi, þ.e. í raunverulegum aðstæð- um en ekki tilbúnum. Frammistaðan er mæld með viðtölum við yfinnenn, undirmenn og samstarfsmenn og nokkur svið eru metin. T.d. hæfileik- li www.microtouch.com SNERTISKJÁIR IÐNAÐARTÆKNI ehf. Þverholti 15A, simi 562 7127 ar til að móta stefnu fyrirtækis, setja starfsmönnum markmið, gera áæth anir og leiða starfsmenn áfram. í fyrstu var ekki ætlunin að gera rann- sóknir á mismunandi frammistöðu kynjanna í starfi stjórnandans, held- ur var einungis um reglubundnar mælingai' að ræða. Þátttakendur vissu því ekki að mat þeirra myndi enda sem hluti af rannsókn á mis- munandi stjórnunarháttum kynj- anna og má því segja að niður- stöðurnar séu ólitaðar. I öllum fimm rannsóknunum voru kvenkyns stjórnendur metnir hæfari við al- menna hvatningu til starfsmanna. Einnig voru þær taldar laða fram betra starf undirmanna sinna og hæfari til að hlusta á starfsmenn. I fjórum rannsóknum voru konur metnar betri við að hvetja til sam- skipta á vinnustað en í fimmtu rann- sókninni voru karlkyns og kvenkyns stjórnendur metin jafnhæf. í tveim- ur rannsóknum voru karlmenn taldir hæfaiá til stefnumótunar og grein- ingamnnu ýmiss konar og í öðrum tveimur voru konurnar taldar hæf- ari. Ein rannsókn mat kynin jafnhæf í þessum þáttum. Ein nefndra rannsókna, fram- kvæmd af Hagberg Consulting Group í Kaliforníu, leiðir í ljós að konur eru metnar betri eða hæfileikan'kari stjórnendur á 42 af 52 sviðum sem mæld voru með við- tölum við um 25 samstarfsmenn, yf- ir- eða undirmenn. Ails voru 425 stjórnendur metnir. í rannsókn Larry Pfaff, stjórn- unarráðgjafa kom fram að konur fá hærri einkunnir matsmanna í 17 af 20 þáttum sem mældir voru. Ráð- gjafarfyrirtækið Personnel Decis- ions International komst að þeirri niðurstöðu að konur væru hæfari í 20 þáttum af 23 sem mældir voru hjá 58 þúsund stjórnendum. Mismunandi hvernig kynin nálgast starfið Sumir rannsakendanna benda á að taka beri niðurstöðunum með fyrir- vara. Susan Gebelein, varaforstjóri Personnel Decisions, segir þessar niðurstöður ekki þýðingarmiklar í raunveruleikanum. Minniháttar mis- munur á kynjunum geti litið út fyrir að vera mikilvægari en hann er í raunveruleikanum. Gebelein segir að konur hafi alltaf komið betur út en karlar í könnunum af þessu tagi. Þær fá hæstar einkunnir innan fyrir- tækja þar sem karlmenn eru ráð- andi, því kona sem nær frama innan slíks fyrirtækis hljóti að vera yfir- burðamanneskja að öllu leyti. Robert Kabacoff, varaforstjóri Management Research Group, segir mismun á stjórnunarháttum kynj- anna liggja í að þær nálgast starfið og verkefni þess mismunandi. Að hans mati eru kynin jafnhæf til leið- togahlutverksins og hann telur nið- urstöður rannsóknanna ekki full- komlega réttar vegna þess að bornar hafi verið saman mismunandi stjóm- unarstöður. Kabacoff gerði rann- sókn sem leiddi í ljós að konur voru metnar hæfari í 11 þáttum sem mældir voru af 22, þ.e. kynin eru jafnhæf. í nýjustu rannsókn Kabacoffs mælir hann álit æðstu stjórnenda og stjórnarmanna fyrirtækja á milli- stjórnendum fyrirtækisins. Hann kemst að þeirn niðurstöðu að karl- kyns framkvæmdastjórar fá háar einkunnir frá yfirmönnum sínum þegar þeir eru harðir og sjálfsörugg- ir en lægri þegar þeir sýna samhygð og vilja til samvinnu. Kvenkyns stjórnendur fá aftur á móti lægri einkunnir fyrir að vera harðar og sjálfsöruggar og hærri þegar þær eru samstarfsfúsar. Og Business Week bendir á að þrátt fyrir að kon- ur hafi sýnt það og sannað að þær eru fullkomlega jafnhæfar karl- mönnum til stjórnunarstarfa, sé ólík- legt að þær fái tækifæri til æðstu starfa fyrr en yfirmennirnir losna úr viðjum fortíðarinnar. Stefnumótunarhæfilefkinn mikilvægastur Fram kemur að sumir stjórnendur hyggist breyta eða hafi breytt við- miðum sínum við mannaráðningar á þann hátt að af jafnhæfum einstakl- ingum, karli og konu, velji þeir kon- una. Ekki vegna jafnréttissjónar- miða eða til að gefa konunni tækifæri, heldur af því að þeir hafa trú á að hún muni skila betra starfi. Bent er á að hingað til hafi stjórnun- arhæfileikar kvenna verið vanmetnir og þær ekki hlotið verðskuldaða umbun fyrir störf sín. Þrátt fyrir að stjórnir fyrirtækja lýsi yfir vilja til að ráða stjórnendur með þá hæfileika sem hefur sýnt sig að konur búa yfir í ríkara mæli en karlar, er ekki víst að sá vilji verði að raunveruleika. Konur eru jú ráðnar í stöður millistjórn- enda en litlar breytingar hafa orðið á æðstu stöðum. Þetta reitir konur til reiði. Þær fá ekki umbun erfiðis síns og leita á önnur mið. Færst hefur í aukana að konur stofni eigin fyrir- tæki og í Bandaríkjunum eru fyrir- tæki í eigu kvenna níu milljónir tals- ins sem er tvöföldun frá því fyrir 12 árum. Rosabeth Moss Kanter, próf- essor við Viðskiptaháskóla Harvard, segir hópvinnu og samstarf við aðra mikilvæga þætti í starfi leiðtogans á upplýsingaöld. Hún segir að í rann- sóknunum fái konur einmitt háar einkunnir á þessum sviðum og fleiri, sem nútímaleiðtogi þurfi að hafa á valdi sínu. Stefnumótunarhæfileik- inn og áætlanagerð er aftur á móti mikilvægasti hæfileiki stjórnandans að mati Kanters. Það sýnir sig að konur leggja oft meiri áherslu á ann- að. „Ef litið er á konuna sem þann stjórnanda sem heldur öllum þráð- um saman á skrifstofunni en ekki sem harðan stjórnanda sem tekur áhættu, verður konum áfram haldið frá æðstu stjórnendastöðum, segir Kanter. Anu Shukla, sem nýlega seldi net- fyrirtækið Rubric Inc. sem hún stofnaði og stjómaði, segist ráða konur frekar en karla þar sem þær skili betra starfi. Hún segist þó með- vituð um að niðurstöðm- umræddra rannsókna eigi ekki við um allar kon- ur í stjórnunarstöðum. Shukla hefur einnig áhugaverða sýn á upplýsingaflæði innan f\TÍr- tækja: „Það er betra að hafa of mikið af upplýsingum en of lítið, segir hún. Það hefur hins vegar oft verið talin dyggð stjómandans að stjóma upp- lýsingaflæðinu vandlega. Innan fyr- irtækis Shukla, Rubric, höfðu allir starfsmenn greiðan aðgang að öllum upplýsingum. Shukla kom einnig á hefð fyrir því að reglulega vai- sex til átta starfsmönnum í einu boðið til hádegisverðar með forstjóranum til að ræða starfsemi fyrfrtækisins. Starfsmenn fyrirtækisins vom alls 85. Karlmenn á tilfinninganámskeió Reyndin er sú, að því er fram kem- ur í BW, að karlmenn upp til hópa hafa ekki þá hæfileika sem sem fyrir- tæki nýja hagkerfisins þurfa til að lifa af, konur hafa þá aftur á móti. Þarna er t.d. um að ræða sveigjan- leika og hæfileika til samvinnu við aðra, eins og komið hefur fram. Jam- es R. Traeger í London tekur kai'l- menn á þriggja mánaða námskeið til að hjálpa þeim að skilja gildi tilfinn- inga í samskiptum á vinnustað. Nám- skeið Traegers snúast um að brjóta niður ímyndina um hinn metnaðar- fulla, stjómsama mann sem alltaf vill hafa rétt fyrir sér og eiga síðasta orðið. Karlkyns stjórnendur læra þar að veita undirmönnum sínum vald til að vinna verk sín á þann hátt sem starfsmennirnir kjósa. Einnig að vera sveigjanlegir, hlusta á skoð- anir starfsmanna og viðurkenna að þeir eru ekki alvitrir. Einnig fá karl- arnir ábendingu: Lærið af kvenkyns samstarfsmönnum! Orkla kaupir Berlingske Ósló. Morgunblaðið FIMMTA stærsta fjölmiðlafyrii-- tæki Norðurlandanna verður til þeg- ar Orkla Media í Noregi yfirtekur Det Berlingske Officin í Danmörku, sem m.a. á dagblaðið Berlingske Tid- ende. Orkla Media er hluti af norsku samsteypunni Orkla. Eftir nokkurra mánaða samningaumleitanir er ljóst að Den Danske Bank mun selja Orkla Media hlutabréf sín í Det Berlingske Officin. Eftir viðskiptin sem taka gildi 15. desember, mun Orkla Media eiga 87% hlutafjár í Berlingske. Orkla hefur verið hlut- hafi í Berlingske frá árinu 1994. Kaupverð hefiu- ekki verið gefið upp en eftirstandandi hluthöfum verður gert sambærilegt tilboð í þeirra hlutabréf. Dönsk samkeppn- isyfirvöld hafa ekki tekið yfirtökuna til athugunar enn sem komið er. Det Berlingske Officin er stærsta fjölmiðlafyrirtæki Danmerkur en Orkla Media er annað stærst í Nor- egi. Sameiginleg velta Orkla Media og Det Berlingske Officin á síðasta ári nam um 62 milljörðum íslenskra króna. Berlingske verður sjálfstætt dótturfélag Orkla Media frá 1. jan- úar nk. Fleiri voru áhugasamir um að kaupa Berlingske. Þ. á m. útgáfufyr- irtækið Schibsted í Noregi, Sanoma í Finnlandi, MTG í Svíþjóð og þýska fjölmiðlafyrirtækið Springer. Ekki hefur verið gefið upp hverjir gerðu tilboð eða voru hugsanlegir kaup- endur fram á síðustu stundu. í fréttatilkynningu frá Orkla segir að fjárfestingin muni skapa grund- völl til frekari stækkunar fyiirtækis- ins á Norðurlöndunum og í Austur- Evrópu. Markmið Orkla Media er að fjárfesta í fjölmiðlum sem innihalda auglýsingar á þessum svæðum. Jan Lindh, forstjóri Orkla Media, segir í samtali við Berlingske Tidende að fyrirtækið muni nálgast nýtt við- fangsefni af auðmýkt, og tryggja áframhaldandi framgang næstelsta dagblaðs í heimi, án mikilla breyt- inga. Framkvæmdastjórar Berlings- ke verða áfram Joachim Malling og Niels Leth Espensen. Malling mun auk þess taka sæti í stjórn Orkla Media. ---------------- Nýr forstjóri General Electric JEFFREY Immelt hefur verið út- nefndur næsti forstjóri General El- ectric Co. í Bandaríkjunum. Immelt tekur við stai'fi forstjóra af John Welch, sem hefur stjómað General Electrict undanfarna tvo áratugi en hann mun láta af störfum í lok næsta árs. Welch hefur þótt hafa unnið mikið starf sem stjórnandi General og tekist að breyta því úr gamaldags framleiðslufyrirtæki í nútímafyrir- tæki en Welch var kosinn stjórnandi aldarinnar af Fovtune Magazine í fyrra. Þegai- Welch tók við árið 1981 var verðmæti félagsins 1.150 milljarðar króna en nú er markaðsverðmæti General Electric 44.000 milljarðar króna og það er því stærsta fyrir- tæki heimsins ef miðað er við mark- aðsverðmæti. Það hefur jafnan verið talið eitt best rekna stórfyi-irtæki í heiminum. Flestir fjármálasérfræðingar höfðu veðjað á Immelt sem næst for- stjóra General Electric. Immelt verður stjórnarformaður og æðsti yfirmaður samsteypunnar þegar Welch hættir og verður níundi yfir- maður Generl Electric í 108 ára sögu félagsins. Immelt, sem er 44 ára gamall, hefur starfað hjá General El- ectric allan starfsferill sinn eða í 18 ár. Nú síðast var hann yfirmaður GE Medical Systems sem veltir um 618 milljörðum íslenskra króna á ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.