Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGL UNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3M0, ÁSKRIÍ7-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Enn hægt að ljúka önninni BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra sagði í umræðum á Alþingi í gær um verkfall framhaldsskóla að ef verkfallið leystist í þessari viku og kennsla hæfist í byrjun næstu viku ætti að vera hægt að ljúka önn- inni enda væru þá þrjár vikur til loka hennar. Kennarar yrðu hins vegar að taka mið af efnahagsleg- um staðreyndum og hinni almennu stefnu sem öll ríkisstjómin og stuðningsmenn hennar hefðu mót- að. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tók í sama streng og sagði að kenn- arar yrðu að koma sér niður á jörð- ^ina ef mögulegt ætti að vera að ná kjarasamningum. Kennarar yrðu að sætta sig við að kröfur þeirra hefðu ekki fengið þann hljómgrunn sem þeir óskuðu. Kjaradeilan var rædd á Alþingi að frumkvæði Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns Vinstrihreyfingar- innar. Steingrímur og aðrir full- trúar stjórnarandstöðunnar gagn- rýndu framgöngu stjórnvalda í málinu. Hann sagði menntamála- ráðherra reyna að skella skuldinni á kennara og hvítþvo sjálfan sig um iLjfð- Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagðist telja yfirlýsingar ráðherr- anna á þingi bera þess merki að þeir væru ekki áhugasamir um að leysa deiluna. Stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í gær. Stór hluti framhaldsskólanema hefur fengið sér vinnu í verkfalli kennara, en það hefur nú staðið í þrjár vikur. Nemendur sem Morg- unblaðið ræddi við í gær em von- daufir um lausn deilunnar og telja mestar líkur á að haustönnin sé þeim ónýt. Menntamálai'áðherra sagði að það væri afstaða ráðuneytisins að „júnna nemenda, sem væru í starfs- ifámi meðan á verkfallinu stæði, væri hluti af námi og ætti að vera metin að fullu þannig að heildar- lengd náms breyttist ekki vegna verkfallsins. ■ Nemendur verða/4 ■ Dellendur/12 * Ofremdarástand að skapast í meðferð unglinga með geðröskun Innlagnir hafa aukist um 75% 75% AUKNING hefur orðið á inn- lögnum unglinga með geðröskun í haust frá sama tíma í íyrra. Ófremd- arástand hefur skapast á bama- og unglingageðdeild Landspítalans á Dalbraut vegna þessa. Aukninguna má að hluta rekja til þjónustusamn- ings sem gerður var milli Barna- verndarstofu og barna- og unglinga- geðdeildar sl. vor. Á tímabilinu frá september til 21. nóvember voru lagðir inn 20 ungl- ingar vegna geðröskunar í fyrra en á sama tíma núna eru innlagnir 35. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir deildarínnar, segir að of margir hafi verið lagðir inn á deildina sem sé mjög slæmt því þrengsli geti virkað illavið meðferð. Ólafur segir að miðað við kröfur og væntingar um þjónustu frá barna- og unglingageðdeild sé mjög þrengt að deildinni, sérstaklega hvað varðar innlagnir á unglingum. Þrjár deildir eru starfræktar á barna- og unglingageðdeild. Tvær deildir eru fyrir börn, fjögur sólar- hringsrými og tvö dagrými. Sami fjöldi rýma er á framhaldsmeðferð- ardeild fyrir börn á Kleifarvegi. Á unglingadeild eru skráð flmm sólar- hringsrými, tvö dagrými og tvö bráðarými. Löng bið er eftir þjónustu á göngudeild, að sögn Ólafs, og hann segir einnig: „Iðulega er ekki pláss fyrir unglinga sem þurfa að leggjast inn. Sumir þeirra þurfa að liggja lengi inni. Deildin er hins vegar þannig skipulögð að hún getur ein- ungis sinnt skemmri tíma meðferð, en í sumum tilvikum gengur það ekki og þess vegna stíflast deildin," segir Ölafur. Hann segir að fyrir komi að ungl- ingar séu lagðir inn á fullorðinsgeð- deildir. Þar sé einnig eríltt að kom- ast að og auk þess sé vinna við unglinga það sérhæfð að tregða sé hjá starfsmönnum fullorðinsgeð- deilda að taka við unglingum. Til þarf að koma framhaldsmeðferðardeild Ólafur segir að að einhverju leyti sé aukning á innlögnum unglinga til komin vegna þjónustusamnings sem gerður var síðastliðið vor milli Barnaverndarstofu og barna- og unglingageðdeildar. Einnig virðist sem tíðni geðrask- ana hjá unglingum hafi aukist, al- tént berist af einhverjum ástæðum mun meira af bráðamálum til deild- arinnar núna en áður. Erfltt sé þó að fullyrða um hvort hér sé um að ræða topp á sveiflu eða viðvarandi þróun. „Við þurfum aukin úrræði. Sér- staklega höfum við bent á að til þurfi að koma framhaldsmeðferðardeild fyrir unglinga þar sem færi gefst til að meðhöndla unglinga með alvar- legar og langvinnar geðraskanir til lengri tíma,“ segir Ólafur. Þarna er verið að ræða um deild með 5-6 plássum. Árlegur rekstrarkostnaður gæti hugsanlega verið 20-30 millj- ónir kr. lyA.ð okkar mati er mjög brýn þörf á þessu úrræði.“ Bama- og unglingageðdeild fékk nýlega afhent eitt af þeim bráða- birgðahúsum sem sett voru upp á Hvolsvelli eftir jarðskjálftana í sum- ai'. Ekki hefur þó fengist fjárveiting til að kaupa á innanstokksmunum í húsið og hefur það því ekki verið tekið í notkun. Til stendur að nota það fyrir aðstöðu starfsmanna deild- arinnar. „Við höfum beðið um við- byggingu því við teljum mikla þörf á frekari úrræðum. En þetta er bráða- birgðalausn til þess að bæta vinnu- aðstöðu starfsfólks sem er sinna málum á göngudeild," sagði Ólafúr. Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Berglind Rdsa Guðmundsddttir, sextán ára nemandi í Menntaskdlanum í Kdpavogi, vinnur á skurðgröfu í verkfallinu. Hærra verð sjávarafurða VERÐ sjávarafurða í íslenskum krónum hækkaði um 5% frá 1999 fram í nóvember í ár, að því er kemur fram í Hagvísum Þjóðhags- stofnunar. Verðið í krónum hækk- aði að meðaltali um 10,5% milli ára- nna 1997 og 1998 en lækkaði um 2,5% milli áranna 1998 og 1999. Verð á sjávarafurðum í heild hefur hækkað um 1,6% frá janúar á þessu ári. Unninn botnfiskur hefur hækkað um 2,2%, humar um 13,7%, loðnumjöl og -lýsi um 16,7%, sfld um 2,1% en skelfiskur hefur lækkað um 5,6% og óunninn, ísaður fiskur um 15,2%. í þessum tölum er ekki tekið tillit til breyt- inga á gengi krónunnar. Hringdu í 907 2121 o^þúlgætir-unnid milljón! 2 > t'H M ■ O EÞbu svarar spurninguiini kbstar simtaliö 199 kr Keppendur veróa aö vera.dc'.n.i t'ða eldri. Líkur á uppsögn launaliðar samninga HALLDÓR Bjömsson, varaforseti ASÍ, telur meiri líkur á því en minni að Jaunalið kjarasamninga félaga í ASÍ verði sagt upp í byijun næsta árs. Hann segir að eins og nú horfir í verðlagsmálum standi kaupmáttur launa í besta falli í stað á næstu árum. Hann gagnrýnir sérstaklega að stjómvöld skuli ekki ætla að lækka tekjuskatt til samræmis við hækkun sveitarfélaganna á útsvaii. Hagdeild ASÍ sendi í gær efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis minnisblað þar sem kemur m.a. fram að árið 2003 hverfi tæplega fjórðung- ur af almennum launahækkunum sem samið var um í vor í skattahækk- un. Halldór segir að ASÍ sé ekki að fara fram á lækkun skatta, einvörð- ungu að skattar verði ekki hækkaðir. Hann bendir jafnframt á að stjóm- völd hafi lofað í vor að skoða kosti og galla þess að taka upp fjölþrepa skattþrep. Það hafi ekki verið gert, en hins vegar sé rætt um að lækka skatta á eignir og íjármagn. Skattabreytingarnar ræddar á Alþingi Halldór segir að skattahækkunin sé í andstöðu við yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá því í vor. Hún sé einnig neikvætt innlegg í umræður í nefnd samningsaðila sem falið er að meta hvort ákvæði samninga um verðlagsforsendur standist. „Ég tel meiri líkur en minni á að fé- lögin segi upp þessu ákvæði þegar til endurskoðunar kemur í febrúar. Þró- unin hefur verið öll á þann veg. Slíkt hefði auðvitað gífurlegar afleiðingar og mjög erfitt yrði að koma slíkum samningum saman aftur.“ Gagnrýni ASÍ á skattatillögur rík- isstjórnarinnar var rædd á Alþingi í gær. Stjórnarandstæðingar töldu ástæðu til að skoða málið betur í efna- hags- og viðskiptanefnd og gagn- rýndu að málið hefði verið afgreitt úr nefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður sagði að stjómvöld yrðu að átta sig á að kjarasamningar væm í hættu. Ogmundur Jónasson alþing- ismaður sagði nauðs}mlegt að ræða frekar í nefndinni nýjar upplýsingar frá samtökum launafólks. Stjórnarliðar undruðust þessa gagnrýni og benti Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, á að tækifæri gæf- ist til að ræða málið frekar þegar fmmvarpið kæmi til annarrar um- ræðu. ■ Gagnrýna/36 ■ Skatthlutfall/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.