Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR A1 Gore brýnir fyrir Bandarfkjamönnum að sýna biðlund Segir að traust manna á lýðræðinu sé í veði Washington. Reuters, AP, The Washington Post. Reuters AI Gore varaforseti ávarpar bandarisku þjóðina í Washington. AL Gore, varaforseti Bandaríkj- anna og forsetaefni demókrata, flutti sjónvarpsávarp í fyrrinótt og skoraði á Bandaríkjamenn að sýna biðlund meðan deilan um úrslit for- setakosninganna í Flórída yrði leidd til lykta fyrir dómstólum. Gore virð- ist eiga á brattann að sækja því skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Bandaríkjamanna hafi fengið sig fullsaddan á kosninga- karpinu og vilji að varaforsetinn játi sig sigraðan. Sjónvarpsávarpið gæti því reynst mikilvægasta ræða Gores á 24 ára stjórnmálaferli hans. Varaforsetinn talaði í tæpar fimm mínútur og lýsti sér sem verndara lýðræðisins og stjórnarskrárinnar. Hann lagði áherslu á að traust manna á lýðræðisfyrirkomulaginu væri í húfi því um tíu þúsund at- kvæði hefðu aldrei verið talin í Flórída, ríkinu sem ræður úrslitum í forsetakosningunum. „Verði atkvæðin hunsuð jafngild- ir það því að hunsa lýðræðið," sagði Gore. „Ef við hunsum atkvæði þús- unda manna í Flórída í þessum kosningum, hvernig geta þá Banda- ríkjamenn treyst því að atkvæði þeirra verði ekki hunsuð í komandi kosningum? Þetta er það sem við höfum beðið um frá kjördeginum, að öll atkvæð- in sem greidd voru í Flórída verði talin - við viljum ekki endurtaln- ingu eftir endurtalningu eins og sumir hafa haldið fram, heldur eina fullgerða og nákvæma talningu. Við höfum ekki fengið hana enn.“ Repúblikanar sakaðir ura „skipulagðar þvinganir" Varaforsetinn sakaði repúblikana um að hafa tafið handtalningu at- kvæða í nokkrum sýslum og knúið kjörstjómina í Miami-Dade til að hætta handtalningu með „skipu- lögðum þvingunum“. Þannig hefðu þeir hindrað að niðurstaða hand- talningarínnar lægi fyrir nú. „Atkvæði er ekki bara pappírs- snifsi," hélt hann áfram. „Atkvæði er rödd manns, yfirlýsing um sann- færingu hans, og við megum ekki láta það viðgangast að þaggað sé niður í þessum röddum. Sumir vilja að þessar kosningar verði leiddar til lykta sem allra fyrst,“ sagði Gore. „Ég er á öðru máli. Ég tel að stjómarskráin skipti meira máli en hentugleiki." Joseph I. Lieberman, varafor- setaefni demókrata, tók í sama streng í sjónvarpsþætti og sagði að „ský efasemda" yrði yfir næsta for- seta Bandaríkjanna ef öll atkvæðin í Flórída yrðu ekki talin. Hann gagn- rýndi einnig George W. Bush, for- setaefni repúblikana, fyrir að lýsa yfir sigri á sunnudag eftir að kjör- stjóm Flórída tilkynnti að hann hefði farið með sigur af hólmi í rík- inu. Ari Fleischer, talsmaður Bush, sagði að „ekkert nýtt“ hefði komið fram í ræðu Gores og taldi ekki að hún yrði honum til framdráttar. „Mér sýnist að hann hafi minni áhuga á nákvæmni en meiri á end- urútreikningi atkvæðanna til að breyta niðurstöðu þessara jöfnu kosninga." Þolinmæðin að bresta Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að þolinmæði Bandaríkja- manna sé að bresta, nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá kosningunum. í Gallup-könnun, sem CNN-sjónvarp- ið birti skömmu fyrir ávarp varafor- setans, sögðust 56% aðspurðra telja að Gore ætti að játa sig sigraðan en 38% sögðu að hann ætti að halda baráttunni áfram. 42% sögðust ánægð með framgöngu hans í deil- unni um endurtalninguna. 48% studdu afstöðu hans fyrir viku og 52% fyrir hálfum mánuði. Könnunin var gerð á sunnudag og mánudag. Skekkjumörkin vora 4%. í skyndikönnun ABC-sjónvarps- ins og The Washington Post, sem gerð var á sunnudagskvöld eftir að Bush var lýstur sigurvegari, sögðu 60% aðspurðra að Gore ætti að játa sig sigraðan en 35% sögðust styðja baráttu hans fyrir dómstólunum. 48% aðspurðra vora þeirrar skoðun- ar að handtelja hefði átt atkvæði, sem talningarvélar gátu ekki talið, en 45% voru hlynnt handtalning- unni. Skekkjumörkin vora 4%. ,A1 Gore þarf að sannfæra þjóð- ina um að kosningunum sé ekki lok- ið,“ sagði Larry Hugick, talsmaður fyrirtækis sem annast skoðana- kannanir, Princeton Survey Re- search Associates. „Hann þarf að fullvissa fólk um að hann sé aðeins að reyna að vera sanngjarn - og að þetta haldi ekki áfram endalaust,“ sagði Andrew Kohut, sem hefur unnið úr nokkrum skoðanakönnun- um í tengslum við kosningamar. Deilt um tímasetn- ingu sjálf- stæðis Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ANFINN Kallsberg, lögmað- ur Færeyja, og samstarfs- menn hans í Þjóðarflokknum og Sjálfstjórnarflokknum hafna algerlega yfirlýsingum Hpgna Hoydal, formanns Lýðræðisflokksins, um að Færeyingar verði orðnar sjálfstæð þjóð innan fimm til sex ára að því er segir í frétt Ritzau-fréttastofunnar. Flokkarnir þrír sitja saman í stjórn og tilkynntu fyrir mán- uði að gengið yrði til þjóðar- atkvæðis um sjálfstæði í apríl nk. Kallsberg segir yfirlýsingar Hoydal brot á samkomulagi sem stjórnarflokkarnir hafi gert með sér um að ákveða ekki hversu langan tíma taki að ná fullu sjálfstæði. „Þetta kemur ekki til greina. ... Hér er verið að tala um að minnsta kosti tvö- falt lengri tíma, segir Helena Dam úr Sjálfstjórnarflokkn- um og segir hugmyndir Hoydal og flokksmanna hans um fullt sjálfstæði á sex árum óraunhæfar. Telur Dam að víðtækur stuðningur fáist við tillögu um sjálfstæði svo fremi sem eyjarnar öðlist efnahagslegt sjálfstæði án þess að flana að neinu. „Það þýðir að við verðum að sjá til þess að efnahagslegt sjálf- stæði frá fjárframlögum Dana verður að fást með hraða sem íbúar og fyrirtæki í Færeyjum ráða við. Vísar Dam til þess að meirihluti Færeyinga styður ekki sjálf- stæði ef það þýði að fjárfram- lög Dana hverfi á aðeins fjór- um árum. Stjórnarmyndun í biðstöðu Þrátt fyrir að George W. Bush hafi lýst yfir sigri og sagst reiðubúinn að hefja stjórnar- myndun, er ekki þar með sagt að hann fái lyklavöldin í Washington. Margrét Björg- úlfsdóttir kannaði líkurnar á því að næsta forseta Bandaríkjanna tækist að skipa rík- isstjórn áður en hann sver embættiseið hinn 20. janúar 2001. Reuters Bill Clinton Bandaríkjaforseti á fundi í Hvíta húsinu í gær þar sem rætt var um væntanleg stjórnarskipti. Forsetanum á hægri hönd er John Podesta skrifstofustjóri og lengst t.v. er Bruce Babbitt innanríkisráð- herra. AÐ MÖRGU er að hyggja við stjóm- arskipti í Bandaríkjunum. Banda- ríkjaforseti skipar sjálfur sína stjóm, en útnefningar hans verða síðan að hljóta staðfestingu öldungadeildar þingsins. Áður en til slíks kemur er bæði starfsferill og einkalíf viðkom- andi aðila rannsakað nokkuð ná- kvæmlega af alríkislögreglunni FBI og fylgja fjölmiðlar fast á eftir í að grafast fyrir um persónulega hagi þessa fólks. Að viðbættri stjóminni þarf einnig að manna 760 háar stöður og það þarf líka að rannsaka hagi þeirra manna og kvenna sem skipuð era í þær. Það er því ljóst að hver dagur er dýrmæt- ur og tíminn fer að verða naumur fyr- ir næsta forseta til að koma skikki á hlutina áður en hann tekur við emb- ætti. Venjulega hefur kjörinn forseti 10 vikur til stefnu frá kosningum fram að embættistöku, en nú era þrjár vik- ur liðnar síðan kosið var og enn ekki búið að úrskurða sigurvegara. Ekki ber að skilja það sem svo að öll stöðugildi séu fullmönnuð þann 20 janúar. Undir venjulegum kring- umstæðum tekur það u.þ.b. eitt ár að setja rétta menn á réttan stað. En þetta eru engir venjulegir tímar og þar sem skipting sæta í öldungadeild- inni virðist stefna í það að verða jöfn milli flokkanna tveggja má búast við því að forsetanum reynist erfitt að fá umdeildar útnefningar staðfestar. Margir muna til dæmis enn eftir máli Zoe Baird, sem varð að draga sig til baka eftir að í hámæli komst að hún hafði ráðið ólöglega bamfóstru og ekki greitt tilskilin gjöld af launum hennar. Lok, lok og læs í miðborg Washington, nánar til- tekið í skrifstofuhúsnæði á hominu á 18 stræti og G stræti NW, eru tvær auðar hæðir, m.a. útbúnar 540 símum og 300 tölvum, sem bíða efticr starfs- fólki næsta forseta. Auk þess era út- nefndum forseta ætlaðar 5,3 milljónir dala á fjárlögum til þess að undirbúa embættistöku og stjómarskipti. Þessum peningum hefur ekki verið útdeilt enn. Eftir að George W. Bush var lýstur sigurvegari í forsetakjörinu í Flórída sl. sunnudagskvöld tilkynnti hann bandarísku þjóðinni að nú myndi hann hefja stjómarmyndun. Varafor- setaefni hans Dick Cheney stýrir verkinu en jafnframt hefur Bush út- nefnt Andrew Card sem skrifstofu- stjóra Hvíta hússins. Card er ekki aðeins fyrram sam- gönguráðherra úr ríkisstjóm föður Bush, heldur sá hann einnig um flutn- ingana þegar Bush eldri tapaði fyrir Clinton fyrir átta árum. Það má leiða Líkur að því að Bush muni reyna að sannfæra almenning enn frekar um stöðu sína sem kjörinn forseti með því að skipa fleiri menn í ríkisstjóm. Þar fara fremst í flokki Colin Powell sem hefur lengi verið orðaður við embætti utam-íkisráðherra og Condoleezza Rice sem öryggisráðgjafi forsetans. Bush sagði ennfremur að Cheney myndi hefja viðræður við ríkisstjórn Clintons um aðgang að aðstöðu, trún- aðarskjölum og viðkomandi gögnum nauðsynlegum til þess að hefja mynd- un stjómar og gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Talsmenn ríidsstofnunar- innar sem sér um starfsmannahald og húsnæði - General Services Admin- istration - segja að hvorki fjármunum né skrifstofuhúsnæði verði ráðstafað fyrr en æðstu dómstólar hafa útkljáð fyrirliggjandi mál og vitna í lög frá ár- inu 1963 sem kveða á um nauðsyn þess að hafa ótvíræðan sigurvegara. Því hefur Bush svarað að hann muni íhuga að taka á móti einkaframlögum til að fjármagna ferlið. Ósóttar pantanir Það era ekki bara stjórnmálamenn sem naga neglur yfir áframhaldandi óvissu. Hótelhaldarar og veitinga- menn sitja uppi með óstaðfestar pant- anir. Washington-borg fyllist venju- lega af fólki sem kemur til þess að vera við embættistöku nýs forseta, hótelherbergi era upppöntuð með margra mánaða fyrirvara, glæsivagn- ar aka um götur borgarinnar, allt er á fullu í veitingabransanum og minja- gripasalar hugsa sér gott til glóðar- innar. Um er að ræða háar fjárhæðir, til að mynda er áætlað að 70.000 gest- ir hafi eytt um 95 milljónum dollara þegar Bill Clinton tók við embætti Bandaríkjaforseta í annað sinn árið 1997. Nú kveður við annan tón og telja menn að með hveijum deginum sem líður án þess að úrslit fáist séu þeir að tapa peningum. Þrátt fyrir að öll hótel komi til með fyllast, hvort heldur Bush eða Gore fari með sigur af hólmi, og fína fólkið muni svífa um á dansleikjum að kvöldi 20. janúar, ótt- ast sumir að undanfarin átök verði til þess að dempa tóninn og draga úr fagnaðarlátunum. Eitt er þó víst, nefndin sem sér um embættistökuna hefm- ekki setið auð- um höndum. Boðskortin hafa verið send í prentun - nafnlaus að vísu - og í þessari viku munu smiðir hefjast handa við að reisa palla fyrir framan þinghúsið þar sem kjörinn forseti sver embættiseið. Menn era líka til- búnir með varaáætlun ef það skyldi snjóa, en ekki hafa verið gerðar ráð- stafanir ef enginn nýr forseti skyldi nú verða til staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.