Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 28 LISTIR ROÐ OC RECLA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Frá sýningunni í Neskirkju. Morgunblaðið/Ami Sæberg Listamennimir fjórir sem sýna verk sín í Neskirkju. Samsýning í Neskirkju SÝNING á verkum fjög-urra þroskaheftra myndlistarmanna, Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur, Elísabetar Yuka Takefusa, Inga Hrafns Stefánssonar og Ingunnar Birtu Hinriksdóttur, stendur yfir í Neskirkju þessa dagana. Sýnaþau þar verk, 21 að tölu, unnin í ýmis efni. Fjórmenningarnir vinna að list sinni undir handleiðslu Lóu Guð- jónsdóttur. „Þau fara í gegnum ákveðið ferli hjá mér,“ segir Lóa. „Þau hafa öll lokið grunnskólanámi og kunna því heilmikið í teikningu. Ég byrja á því að fara með þau í iitafræði og leyfi þeim að blanda liti eftir grunnlitunum. Þau fá einnig að kynnast akríl- og pastellitum. Síð- an fer ég með þau í hugmynda- fræði, líkt og gert er í mynd- listarskólum, og reyni að koma til móts við það sem í þeim býr. Ég enda síðan á því að kynna þeim listasöguna, skoða bækur og fleira. Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu.“ Lóa segir vinnuna sniðna að þörf- um hvers einstaklings, áhugasvið- um hans og orku. Hún leggur áherslu á gerð skissumynda og seg- ir hún Ijórmenningana, einkum Sigrúnu Huld, sem verið hefur lengst hjá henni, þrjú ár, hafa náð mjög góðu valdi á þeirri vinnu. Lóa segir markmiðið með framtaki sínu að koma upp listasmiðju, þar sem þroskaheftir listamenn geti unnið, ekki bara að myndlist heldur líka ljóðlist og öðru sem hugurinn girn- ist - „laða fram það sem í þeim býr“! Neskirkja hafði sjálf frumkvæði að sýningunni og kann Lóa kirkjunni bestu þakkir fyrir vikið. Vonar hún að þetta verði til þess að vekja athygli á listsköpun þroska- heftra og hvetja fleiri aðila til að standa fyrir sýningum af þessu tagi. Sýningunni lýkur 2. desember næstkomandi. Warhol sem þjóðfélags- rýnir ÞEIR eru ekki ófáir sem kannast við portrett bandaríska listamanns- ins Andy Warhol af leikkonunni Marilyn Monroe en Warhol vann fjölmörg afbrigði af þessu sem og öðrum portrettum sínum. Sú mynd af Monroe sem hér ber fyrir augu er meðal þeirra verka sem sjá má á sýningunni Andy Warhol: Þjóðfélagsrýnir, sem þessa stundina stendur yfir í Corcoran- gallerínu í Washington í Bandaríkj- unum og tileinkuð er listamannin- um. Skopsögusafn BÆKUR Skopsiigur FYNDNIR ÍSLENDINGAR Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók saman. Tryggvi Magnússon, Halldór Pétursson og Sigmund teiknuðu myndirnar. Nýja Bókafé- lagið, Reykjavík 2000. 256 bls. SKOPSÖGUR af fólki og fyrir- bærum, hnyttin tilsvör, vel gerðar skopmyndir og snjallar gamanvísur hafa löngum verið vinsælt skemmti- efni meðal íslendinga, eins og reyndar margra annarra þjóða. Hér í fámenninu hafa sögur af náungan- um nafngreinda þó að líkindum not- ið meiri vinsælda en annars staðar, og á það ekki síst við um sögur af fólki, sem flestir kunna einhver deili á. Hefur því og verið haldið fram, að sá sé meginmunurinn á fyndni Dana og íslendinga að Danir geti hlegið sig máttlausa yfir góðri sögu, sög- unnar einnar vegna, landanum stökkvi hins vegar ekki bros nema hann þekki þann sem sagan er um, og helst allt hans fólk. Vinsælar skemmtisögur ganga gjarnan í arf frá einni kynslóð til annarrar og aðlagast nýjum tímum og sögumönnum. Þá vill innihaldið stundum breytast og farið er að segja sögumar sem séu þær af allt öðrum mönnum en þær sögðu frá í upphafinu. Jafnframt verða til þjóð- sagnapersónur, sem sögur eru sagð- ar af þar sem landar koma saman. Flestir kannast þá við „sögupersón- urnar“, a.m.k. af afspurn og allir hlæja dátt. Þekktastir slíkra „sögu- persóna" eru líkast til þeir Arni Pálsson, prófessor, Halldór Kiljan Laxness og Ólafur Thors. Um þá alla eru margar sögur sagðar, sann- ar eða lognar, og skiptir ekki máli hvort er, nóg að sagan sé góð. Flestar eru sögurnar í þessari bók kunnuglegar og þarf það fáum að koma á óvart. Margar þeirra eru sóttar í eldri sagnasöfn af svipuðu tagi, t.d. íslenzka fyndni, sem mik- illa vinsælda naut á sínum, aðrar hafa verið á kreiki lengi og sumar birst í skrýtludálkum blaða og tíma- rita. Allt um það hafði ég gaman af að lesa bókina, margar sagnanna eru stórskemmtilegar, en ýmsar þeirra hafði ég þó heyrt í öðrum út- gáfum. Er þá ýmist að þær hafa ver- ið sagðar um ýmsa menn og konur, ellegar að orðalag er mismunandi frá einni útgáfu til annarrar. Það hlýtur ávallt að vera nokkurt smekksatriði hvernig efni er valið í bækur sem þessa, og ræðst það kannski ekki síst af kímnigáfu þeirra sem valið annast. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja, en þó verður að segjast eins og er, að ég þykist hafa heyrt miklu skemmti- legii sögur af t.d. Arna Pálssyni og Ólafi Thors en ýmsar þeirra sem hér eru prentaðar, og sumar sögumar í bókinni era satt að segja leiðinlegar. Af einhverjum orsökum á það eink- um við um sögur hafðar eftir yngri mönnum og vaknar þá spurningin hvort eiginlegir gárungar og skemmtisagnamenn séu að deyja út á Islandi. Svo er ekki annað eftir en að þakka aðstandendum bókarinnar fyrir skemmtunina. Svona bækur eiga alltaf rétt á sér. Þær létta fólki lund og viðhalda sérstökum og skemmtilegum þætti íslenskrar menningar. Kannski væri þó rétt, þegar næst verður hugað að útgáfu bókar á borð við þessa að sleppa hreinlega sögum af Árna Pálssyni, séra Bjarna, Ólafi Thors, Halldóri Laxness og Jónasi frá Hriflu, svo einhverjir séu nefndir. Þær eru flestar orðnar ansi lúnar og sumai’ afbakast og þynnast með hverri út- gáfu. Jón Þ. Þór Pétur Cunnarsson • ÚT er komin skáldsagan Myndin af heiminum eftir Pétur Gunnnrs- son. Sköpun heims- ins, Islands, mannsins - þetta eru yrkisefni Pét- urs Gunnars- sonar í skáldsögu sem er hin fyrsta í flokki sem hann kallar Skáldsaga Islands. í henni er staldrað við áfanga í sögu lands og þjóðar, staði og stundir sem skipt hafa sköpum. Pétur Gunnars- son tekur við af aðferð miðalda- manna, sem leituðust jafnan við að byrja á byrjuninni, þ.e. sköpun heimsins og rekja síðan söguna það- an í frá. Jafnframt vindur fram fjöl- skyldusögu Mána, þar sem einnig gengur á með dramatískum atburð- um. Um leið og Máni brýtur til mergjar stórar spurningar um hinstu rök þarf hann að kljást við þær í eigin lífi. Pétur Gunnarsson hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, síðast Stílverðlaun Þór- bergs Þórðarsonar árið 1999. Utgefandi erMál ogmenning. Bókin er 182 bls., unnin íPrentsmiðj- unni Odda hf. Kápuna hannaði Næst, en hana prýðir málverk eftir danska listamanninn Vilhelm Hammershpi. Verð: 4.290 krónur. • ÚT er komin bókin Leynilögg- an Svanur - með réttindi til að snuðra eftir Sören Olsson og And- ers Jacobsson. Jón Daníelsson þýddi. Svanur er yngsti lögreglumaður í Svíþjóð. Hann er leynilögreglu- maður. Hann er svo leynilegur að lögreglan veit ekki einu sinni af honum. Enginn veit að Svanur er lögreglumaður nema fjölskyldan. Svanur á bráðum afmæli. Hann langar til að fá löggudót í afmælis- gjöf. Hann óskar sér að fá margs konar löggudót, leynilögguáhöld, kylfu og áfengismæli. Hver var sá bíræfni þjófur sem stal öllum kartöfluflögunum hans Svans? Og hvaða ófreskja er það sem étur alla sokka í húsinu? Hér er meira en nóg að gera fyrir leynilöggu! Og þegar Svanur er kominn í leyni- lögreglufrakkann með allt leyni- löggudótið í vasanum, þá er hann Haraldur Tureson lögregluforingi, leynilegur rannsóknarlögreglu- maður með réttindi til að snuðra - mesti ógnvaldur allra bófa og bjargvættur allra sætra stelpna. Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bókin er 167 bls. Verð: 2.280 krón- ur. Alla daqa upp á borðið! Borðalmanak Múlaiundar er lausnin Nýjar bækur Síml: 562 8500 Símbróf: 552 8819 Veffang: www.mulalundur.is fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn yfir verkefni mánaðarins. Þau fást í helstu ritfangaverslunum landsins ásamt borðmottu Múlalundar. Þeir sem vilja geta haft samband við okkur og látið sérmerkja almanakið fyrirtæki sínu. Sýning á jólakortum grunn- skólabarna í Hafnarfirði JÓLASÝNING Hafnarborgar sem er í samvinnu við nemendur í fjórðu og fimmtu bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar verður opnuð á föstudag kl. 17. Sýningin nefnist Gleðileg jól og fjallar um jólakveðjuna og þá hugsun er liggur að baki þessari kunnuglegu kveðju, er við send- um á jólakortum til fjölskyldu og vina í tilefni jóla. Nemendur myndskreyttu jólakort með kveðju undir hand- leiðslu myndmenntakennara skólanna. Alls eru þetta um 500 kort sem hengd verða upp í Sverrissal og Apóteki. Allir skól- ar tóku þátt, Engidalsskóli, Hvaleyrarskóli, Lækjarskóli, Setbergsskóli, Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli. Lúðrasveit Tónlistaskóla Hafnarljarðar mun leika við opnunina. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11-17. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 7. janúar 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.