Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 33 Hver er mað- urinn á Old Trafford? Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Dauðinn á Níl eftir Agöthu Christie. Leynilögreglumaðurinn Hercule Poirot er sívinsæll meðal lesenda Agöthu Christie en hún skrifaði alls þrjátíu og þrjár skáldsögur um hann. Tuttugu og tvær þeirra hafa nú verið gefnar út í íslenskri þýðingu. Dauðinn á Nfl er ein frægasta skáldsaga Agöthu Christie og kemur nú í fyrsta sinn út í íslenskri þýðingu. Bókin var upphaflega gefin út á ensku 1937 og er vel þekkt vegna samnefndrar kvikmyndar frá átt- unda áratugnum. Þar fór Peter Ust- inov með hlutverk leynilögreglu- mannsins Hercules Poirot sem er á ferðalagi á gufuskipi á Nflarfljóti þegar einn farþeganna finnst myrtur í klefa sínum. Úm borð eru fjölmarg- ir ferðalangar - og flestir virðast hafa eitthvað að fela. Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bók- in er255 bls. Verð: 3.480 krónur. • ÚT er komin bókin Stöngin inn!, fjörug fótboltasaga fyrir börn og unglinga eftir Haydn Middleton, kunnan breskan rithöfund sem skrif- að hefur fjölmargar barna- og ungl- ingabækur auk nokkurra bóka fyrir fullorðna. Teikningar í bókinni eru eftir Philip Reeve. Guðni Kolbeins- son þýddi söguna. í kynningu segir: „Luke Green er snjall strákur sem býr yfir einstökum hæfileikum í fótbolta. Hann er lukku- drengur hjá félaginu sínu.. Þjálfarinn hefur mikla trú á Luke og stefnir að því að koma honum í A-liðið því mikil- vægur leikur nálgast, en ekki eru all- ir í liðinu hrifnir af Luke og ýmsir öf- unda hann. Og aumingja Luke á líka við annan vanda að glíma: Mamma hans þolir alls ekki fótbolta!" Útgefandi er Vaka-HelgafeU. Bók- in er 128 bls., prentuð í Odda. Leið- beinandi verð er 1.990 krónur. BÆKUR íþrðttir RAUÐU DJÖFLARNIR. KNATTSPYRNUSTJÖRN- URNAR í SÖGU MAN- CHESTER UNITED eftir Agnar Frey Helgason og Guð- jón Inga Eiríksson. Kápa og um- brot: Egill Baldursson. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Bókaútgáfan Hólar, Akureyri, 2000,170 bls. ÞEGAR bókin um sögu Man- chester United kom út í fyrra gat undirritaður þess m.a. að gaman hefði verið að sjá ýtarlegri frásögn um einstaka sniflinga í sögu félags- ins. Nú hafa sömu höfundar sent frá sér bókina um stjörnurnar á Old Trafford og er ástæða til að þakka fyrir það. I bókinni er fjallað í máli og svarthvítum myndum um 83 leik- menn og þar af 13 í núverandi leik- mannahópi. Inni á milli er skotið ýmsum fróðleikspunktum úr sögu félagsins - einn kemur reyndar tvisvar fyrir (bls. 88 og bls. 126) - og aftast er listi yfir tíu leikja- og markahæstu leikmenn Manchester United, greint frá knattspymu- mönnum ársins úr röðum rauðu djöflanna og afrekaskrá félagsins birt auk heimildaskrár. Um árabil hefur Jack Rollin rit- stýrt upplýsingabók um leikmenn á Bretlandseyjum og eru tvær þeirra meðal heimilda höfunda. Einnig eins árs gömul árbók ensku knatt- spyrnunnar, sem Rollin ritstýrir, en 31. bókin í flokknum kom út fyrir líðandi tímabil. Þetta eru mjög þægileg og hentug uppsláttarrit með ýmsum tölulegum upplýsing- um, en höfundar Rauðu djöflanna ganga lengra með því að skrifa um leikmennina og birta af þeim mynd- ir. Það eykur gildi bókarinnar, sem verður fyrir vikið meira en venjuleg handbók um knattspyrnumenn. Samt sem áður er þetta einkan- lega upplýsingabók en textinn, sem er oftar en ekki skemmtilega skrif- aður og á stundum hreint frábær, samanber kaflana um Peter Schmeichel, Ole Gunnar Solskjær og Alex Stepney auk annarra, fær lesandann til að rifja upp liðin atvik og gefur þeim aukið líf. Lýsingin á stærstu stund Stepn- eys kvöldið 29. maí 1968 er gott dæmi: „United-liðið mætti þá Benf- ica frá Portúgal í úrslitaleik Evr- ópukeppni meistaraliða á Wembley- leikvanginum í London og voru liðin jöfn, 1-1, þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Portúgalski snillingurinn Eusébio slapp þá með boltann á tánum inn fyrir vörn Manchester United og úrslitin virt- ust ráðin. Svarti pardusinn, eins og hann var oft kallaður, skoraði yfir- leitt úr svona dauðafærum og bylm- ingsskot hans stefndi á feikna hraða í netið. Þögn sló á þúsundir stuðn- ingsmanna rauðu djöflanna og and- rúmsloftið í stúkunni minnti einna helst á jarðarför. Sumir lokuðu aug- unum. Draumurinn var búinn. Og skotið var sennilega óverjandi, en samt tókst Stepney að verja og tryggja sínum mönnum framleng- ingu, sem dugði til og höfðu þeir betur í lokin, 1-4. Fyrsti Evrópu- meistaratitill United-liðsins var kominn í höfn og þáttur markvarð- arins var alls ekki minnstur í þess- um áfanga.“ Aðeins tvær athugasemdir við annars frábæra lýsingu. Hafi bolt- inn verið óverjandi hefði Stepney ekki varið. Hitt er að United vann 4-1 en ekki 1-4. Höfundar nefna gjaman markatölu heimaliðs á und- an en það stríðir gegn málvenju að segja að lið hafi unnið 1-4. Sumir íþróttafréttamenn notuðu þetta óspart á tímabili en virðast flestir hafa hlustað á réttmæta gagnrýni og hætt að tala og skrifa á þennan hátt. Gera má því skóna að höfúnd- ar haldi áfram að gefa út bækur um Rauðu djöflana og sjálfsagt að hvetja þá til þess, en vonandi tala þeir þá um 4-1 sigra, hvort sem þeir vinnast heima eða á útivelli. Stundum gleyma höfundar sér í frásögninni og er það blettur á ann- ars skemmtilegri bók. í fyrsta lagi eru þeir óþarflega dómharðir gagn- vart sumum leikmönnum, eins og t.d. George Best, sem hafa átt við áfengisvandamál að stríða, því að umfram allt er þar um sjúkdóm að ræða. Hins vegar er rétt að ekki er hægt að mæla áfengisneyslu bót og allra síst hjá íþróttafólki. í öðru lagi er aldrei hægt að rétt- læta ofbeldi eins og höfundar gera í kaflanum um Eric Cantona með því að segja að áhorfandinn, sem Cant- ona sparkaði í á Selhurst Park árið 1995, hafi úthúðað Frakkanum og fjölskyldu hans „og átti því kannski ekkert betra skilið en gott karate- spark í skrokkinn“. Svona segja menn hvorki né skrifa enda sjá höfundar strax að sér og er það vel en þeir hefðu bet- ur sleppt fýrri athugasemd. „Þetta var engu að síður ófyrirgefanleg hegðun hjá Cantona..." eru samt orð að sönnu og öðrum til eftir- breytni. í þriðja lagi skín mannfyrirlitn- ingin út í kaflanum um Paul Ince. Setning eins og „Hann er sjálfum- glaður monthaus að eðlisfari“ á ekki að standa í svona bók og of fast er kveðið að orði þegar sagt er að í Liverpool vilji menn hvorki sjá hann né heyra. í fjórða lagi fer aldrei vel á því að hæla sér á kostnað annarra eins og gert er í fróðleikspunkti um mesta „skandalinn í sögu Manchester Un- ited (bls. 39). Þar er fjallað um fyr- irfram ákveðin úrslit í leik United og Liverpool 1915 og greint frá hlut leikmanna, einkum manna United, í hneykslinu. Greinai’góð frásögn en síðasta málsgreinin er út í hött: „Manchester United bjargaði sér frá falli umrætt ár og verður að virða West og samherja hans að þeir gerðu þetta að hluta félaginu til heilla, en Liverpool-leikmennirn- ir tóku við peningunum og töpuðu viljandi - svindlararnir..." Það er annars gaman að lesa um stjörnurnar á Old Trafford og bókin um rauðu djöflana er ekki aðeins skemmtileg aflestrar heldur að mörgu leyti góð heimild um viðkom- andi leikmenn. Steinþór Guðbjartsson MONSOON M A K E U P lifandi litir Þjóðhættir og frásögur Baekir Þjúðhættir GESTIR OG GRÓNAR GÖTUR Þórður Tómasson í Skógum. Mál og mynd, 2000, 214 bls. ALDREI opna ég svo bók eftir Þórð í Skógum að það veiti mér ekki ánægju. Því veldur að saman fer gott málfar, frásagnarlist og traust fræðsla. Svo er einnig um nýútkomna bók, sem ég nú hef milli handa. Bókin skiptist í tvo aðalhluta. Ber sá fyrri yfir- skriftina Gestir og gangandi (70 bls.), en sá síðari nefnist Héðan og handan. Fyrri hlutinn getur einna helst talist löng ritgerð um gesta- komur, gestrisni og siði ýmsa og málvenjur þar að lútandi. Víða er komið við og brugðið er upp fjölda- mörgum dæmum. Bráðskemmtileg er þessi ritgerð og stórfróðleg. Spillir engu þó að mér virðist um- gerð ritgerðarinnar studd spurn- ingaskrá Þjóðminjasafnsins, enda er ekki fjarri lagi að ætla að Þórð- ur hafi komið eitthvað að gerð hennar. Seinni hluti bókar er eins og tit- ill bendir til margvíslegri. Þar eru þættir um fólk, sem merkt var og minnisstætt hefur orðið margra hluta vegna. Síðasta sagnakonan er frásögn, að mestu eftir Kristínu Friðriksdóttur á Norðurhvoli í Mýrdal, um Önnu Guðmundsdótt- ur, er þar dvaldist lengi og var um margt merkileg. Einkum var hún hafsjór sagna, dulvitur og skyggn. Síðasta umferðakonan er þáttur um Vigdísi Ingvadóttur. Þá koma nokkrar einkar fróðleg- ar ritgerðir: Þankar um þing og þingstaði; þing, boðburður; mann- talsþing og hreppaskilaþing. AU- langt mál er um sumardaginn fyrsta, venjur og siði honum tengd- ar með fjölmörgum dæmum. Rit- gerð er um smalareið eða smala- búsreið. Þá eru frásöguþættir um tvær ljósmæður, Þórunni Jónsdóttur í Ey í Vestur-Landeyjum og Jó- hönnu Einarsdóttur á Steig í Veiði- leysufirði. Þar er Þórður kominn vestur á firði og genginn í sagna- smiðju Alexanders Einarssonar frá Dynjanda í Jökulfjörðum. Síðan bregður Þórður undir sig betri fætinum og skoðar Njáluslóðir, rústir Tröllaskógar (Önundur í Tröllaskógi) og Arbæjar. Þar voru myndir teknar, sem hér birtast. Alllöng frásögn er um Eystri- Skóga á 19. öld og búendur þar. Frásögn er af jarðskjálftanum 1896. Er þar næsta athyglisverð frásögn aldraðrar konu. Nokkrir smáþættir taka svo við, en mun lengri er ritgerð um frjósemistákn í fornri trú, sem Þórður telur sig hafa fundið minjar um á nokkrum stöðum og birtir myndir af. Rit- gerð er og um tilbera eða snakk. Bókinni lýkur á Ijóðrænni frásögn af ferð Þórðar á æskustöðvar sín- ar. Lesandinn nýtur vissulega hinn- ar góðu frásagnarlistar höfundar. Hann hlýtur einnig að undrast hversu gagnkunnugur hann er rit- uðum heimildum um þjóðhætti og sagnir. Og fræðasjór er hann ein- stakur. Helst mætti halda að það pokahorn væri ótæmandi. Hefur þó margt verið þaðan tínt. Sigurjón Björnsson Margnota kæli- og hitagelpokar Draga úr verkjum og minnka bólgu Kæli- og hitagelpokarnir frá Isgeli eru hitaðir í örbylgjuofhi eða vatni eða kældir í ísskáp og halda hitanum/kuldanum lengi í sér. Pokana má því nota jafht sem heita og kalda bakstra. ■ WBm > v .. V* 'X Hitabakstur eykur blóðflæði til vöðva, mýkir þreytta og stirða vöðva, dregur úr lið- og vöðvabólgum og tíðaverkjum. Kuldabakstur dregur úr bólgumyndun, minnkar blæðingu og dregur úr verkjum eftir áverka. Sölusta&ir: Lyfja, Lyf og heilsa, Borgarapótek, Crafarvogsapótek og flestar lyfjaverslanir tandsbyggðinni. Pokarnir fást einnig hjá KÁ Selfossi, KS Sauðárkróki og Samkaupum á Seyðisfirði og ísafirði. ..... —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.