Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þankabrot um kennaraverkfall FYRIR nokkru birtist í einhverju dag- blaðanna viðtal við góðan og grandvaran menntaskólakennara sem hefur kennt í marga áratugi og ef- laust átt sinn þátt í að koma fjölda fólks til manns eins og sagt er. Eitt vakti sérstaklega athygli mína, en það var frásögn hans af því að þegar hann hóf kennslu á sínum tíma hafi laun mennta- skólakennara og al- þingismanna verið áþekk, gott ef alþing- ismaðurinn bar ekki ívið minna en menntaskólakennarinn úr býtum í lok hvers mánaðai-. Þetta var um miðja öldina og sýnir nokkuð vel að þáverandi ráðamenn, þeir sem Kennarar Framtíð þjóðarinnar byggist á menningar- og menntmiarstigi hennar, segir Friðrik Rafnsson, og grunnur- inn að þeirri framtíð er auðvitað lagður á öllum skólastigum. stýrðu hinu unga íslenska lýðveldi, lögðu mikið upp úr því að fá úrvals- fólk til kennslustarfa og vildu greiða því góð laun fyrir þau störf. Þeir vissu sem var að góð menntun var grundvallarforsendan fyrir því að byggja hér upp metnaðarfullt og nútímalegt þjóðfélag, drífa íslend- inga út úr torfkofunum. Flestir núverandi ráðamenn þjóðarinnar eru næsta kynslóð á eftir hinni metnaðarfullu lýð- veldiskynslóð sem vissi hvað skort- ur var og vildi allt gera til að af- stýra því að þeirra eigin börn liðu viðlíka skort, meðal annars með því að veita þeim sem besta menntun. En gildismatið þeirra hefur gi'einilega mikið breyst, því sem kunnugt er hefur launamunurinn á milli menntaskólakennara og al- þingismanns aukist jafnt og þétt, ef til vill í öfugu hlutfalli við mikilvægi þessara starfsstétta ef svo má að orði komast. Því þótt flestir alþing- ismenn vinni vissulega þjóð sinni gott gagn hefur stór hluti af því valdi sem þeir höfðu áður færst út í hið svokallaða at- vinnulíf, en hins vegar hefur mikUvægi kenn- ara sennilega aldrei verið meira en nú í því samfélagi sem við köll- um upplýsinga- eða þekkingarsamfélag. En sem kunnugt er hefur launaþróunin verið þeim svo óhag- stæð að fjölmargir reyndir kennarar hafa horfið tU annarra starfa og nýliðun í stéttinni er hættulega lítil. Framtíð þjóðarinn- ar byggist á menning- ar- og menntunarstigi hennar og grunnurinn að þeirri framtíð er auðvitað lagður á öllum skólastig- um, ekki síst í menntaskólunum sem fólk sækir á viðkvæmu ólgu- skeiði í lífinu. Þess vegna er hún næsta óhugnanleg sú fyrirlitning og átakanlegt það skeytingarleysi sem yfirvöld hafa sýnt mennta- skólakennurum í yfirstandandi verkfalli. En fyrst og fremst bera þó öll svör ráðamanna undanfarið átakanlegan vott um að þeir hafa engan metnað til að halda uppi merki lýðveldiskynslóðarinnar í menntamálum, það er ekki reynt að sá til framtíðar heldur snýst allt um að hafa betur í augnablikinu, þvinga menntaskólakennarana til hlýðni jafnvel þótt það kosti þúsundir nemenda ómælda erfið- leika. Auðvitað eiga stjórnvöld eftir að hafa betur í bili og þeim tekst vís- ast að halda nokkurnveginn sínu striki í launamálum menntaskóla- kennara. Hins verður sennilega ekki auðvelt fyrir þau að axla þá sögulegu ábyrgð að hafa með skammsýni og brengluðu gildismati lagt sitt af mörkum til að rýra menntunarstig þjóðarinnar með því að neita að greiða kennurum sóma- samleg laun fyrir það skapandi uppbyggingarstarf sem þeir inna af hendi á hverjum einasta degi. Sú öfugþróun sem hefur verið látin viðgangast í launamálum mennta- skólakennara getur því orðið upp- hafið að endalokum þess þekking- arsamfélags sem hefur verið byggt hér upp undanfarna áratugi. Höfundur er ritstjóri Tfmarits Máls og menningar ogþýðandi. Súrefiiisvörur Karin Herzog Oxygen face Friðrik Rafnsson MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 HáRSERÐU AF HVERJU SUMIR VILJATAKA VINNUNA MEÐ SER HEIM Rekstrarleigusamningur £ngin útborgun 23.264 kr. á mánuði Fjármögnunarleiga Útborgun 245.984 kr. 15.534 kr. á mánuði Rekstrarleigusamningur £ngin útborgun 25.219 kr. á mánuði Fjármögnunarleiga Útborgun 260.040 kr. 16.393 kr. á mánuði ■fS'. VIRO FRÁ I 1.759.036 kr. ánvsK. RENAULT MASTER lihi Rekstrarleigusamningur £ngin útborgun 41.904 kr. á mánuði Fjármögnunarleiga Útborgun 439.759 kr. 27.377 kr. á mánuði Fjármögnunarieigan er miBuB viB 25% útborgun ogaB lániB ú tekiB íeHendri myrrtkbrfu til 60 mán. Rckstrarieigan er miBuB viB 24 mdnuBi og 20.000 km akstur á ári, rekstrarieigan er þá tekin í eriendri myntkörfu. ATVINNUBÍLAR FyRIRT/EKJAÞJÓNUSTA Grjóthálsi 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225 RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.