Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ ✓ I dag er miðvikudagur 29. nóvem- ber, 334. dagur ársins 2000. .Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jóh. 14,17.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Bar- bara og Dettifoss koma í dag Freri fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Rán kemur í dag. Sveabulk og Selfoss fóru í gær. Fréttir Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjafar- innar, 800-4040, frá kl. 15-17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvalla- götu 48. Flóamarkaður og fataúthlutun. Opið frá kl. 14-17. Aflagrandi 40. Postu- línsmálun fellur niður í dag. Árskógar 4. KI. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-16.30 klippimyndir, útsaumur o.fl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sal, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. fjxílstaðarhiíð 43. KI. 8- 13 hárgreiðsla, kl. 8- 12.30 böðun, kl. 9-12 vefnaður, kl. 9-16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Jólahlaðborðið verður íimmtudaginn 7. des kl. 18. Allir velkomnir. Skráning á skrifstofu og í síma 568-5052. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 hárgreiðslustofan og handavinnustofan opn- ar, kl. 13 opin handa- vinnustofan. Vélag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15-16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl. 16.30-18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara í Hafnarfírði, Hraunseh, Reykjavíkurvegi 50. Myndmennt kl. 13:00. Pílukast kl. 13:30. í Aíyrramálið er púttæfíng í Bæjarútgerðinni kl. 10-12. Á morgun verður opið hús kl. 14. Bók- menntakynning. Upp- lesarar: Guðrún Helga- dóttir, Einar Már Guðmundsson, Þor- steinn frá Hamri, Ragn- heiður Gestsdóttir og höfundar bókarinnar Dís. Söngur: Vox fem- inae. Kynnirverður Guðmundur H. Garðars- son. Á föstudag þarf að ereiða jólahlaðborðið 7. aesember. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffístofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeginu. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ í dag kl. 10. Söngfélag FEB kóræf- ingkl. 17. Línudans- kennsla Sigvalda fellur niður. Jólavaka FEB verður haldin 9. desem- ber, söngur, upplestur, hugvekja o.fl. nánar auglýst síðar. Skráning hafm á skrifstofu FEB. Jólaferð á Suðurnesin laugardaginn 16. desem- ber. Upplýst Bergið í Keflavík skoðað. Ekið um Keflavík, Sandgerði og Garð. Súkkulaði og meðlæti á Ránni, Kefla- vík. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 15. Æski- legt að fólk skrái sig sem fyrst. Silfurlínan opin á mánudögum og miðviku- dögum frá kl. 10-12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10-16. Upp- lýsingar í síma 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansa hjá Helgu Þórarinsdóttur, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 13.30 Tónhornið, allar veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Miðvikud. 6. des. verður farið í heimsókn til eldri borg- ara á Selfossi. Fjölbreytt dagskrá í félagsheimil- inu Inghóli. Kaffíveiting- ar, skráning hafin. Allar upplýsingar um starfs- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 10.30 boecia, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb og tréskurður. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta á þriðju- og föstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan er opin alla virka daga. Leikfimi kl. 9 og kl.10, vefnaður kl. 9, keramik- málun kl. 13, enska kl. 13.30. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, kl. 9- 12 útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hæðargarður 31. Kl. 9 opin vinnustofa, og fóta- aðgerð, kl. 13 böðun. Hvassaleiti 58-60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau, og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grens- áslaug, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9-16 fótaaðgerðarstofan opin, kl. 9-12.30 útskurður, kl. 9-16.45 handavinnu- stofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13-13.30 bankinn, kl. 14 félags- vist, kaffi og verðlaun. Fimmtudaginn 30. nóv- ember kl. 20 verður kvöldskemmtumn í boði Bandalag Kvenna. Til skemmtunar, söngur og dans, kaffiveitingar. Nánari upplýsingar hjá ritara. í síma 568-6960. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- línsmálun, kl. 13-16 myndlistarkennsla, glerskurður og postu- línsmálun, kl. 13-14 spurt og spjallað. Jóla- fagnaður verður 7. des- ember. Aðventuferð. Föstudaginn 8. desem- ber kl. 13 Sam- starfsverkefni Olíufé- lagsins hf. Essó og lögreglunnar. Hópbílar sjá um aksturinn. Ekið verður um Sundahöfn og nýja Bryggjuhverfið í Grafarvoginum. Helgi- stund í Laugarneskirkju i umsjón sr. Bjarna Karlssonar sóknar- prests. Kaffiveitingar í þjónustumiðstöðinni, Vesturgötu 7. Allir vel- komnir. Upplýsingar og skráning í síma 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og búta- saumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafai-vogi, hittast á morgun fimmtudag kl. 10 í Keilu í Mjódd. Spiluð keila, spjallað, kaffi. Allir vel- komnir. Nánari upp- lýsingar veitir Ingibjörg Sigurþórsdóttir í síma 545-4500.“ Háteigskirkja. Opið hús í dag fyrir 60 ára og eldri í safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 10- 16. Ýmislegt á prjónun- um. Súpa og brauð í há- deginu, kaffi og meðlæti kl. 15. Ath. takið með ykkur handavinnnu og inniskó. Vonumst til að sjá sem flesta. Gengið inn Esjumegin. Á morg- un kl. 10 „foreldramorg- unn“, kl. 16-17.30 „bros og bleiur“ fyrir foreldra um og undir tvltugt. Bústaðakirkja, starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13-16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Allir velkomnir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12.1 kvöld kl. 19.30 félagsvist. Kvenfélag Háteigssókn- ar. Jólafundur félagsins verður þriðjudaginn 5. desember í safnaðar- heimilinu. Konur sem ætla að koma láti vita í síðasta lagi 1. desember í síma 553-6697 Guðný, eða 5612163 Snjólaug. Munið eftir jólapökkun- um. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík heldur basar og hlutasölu laugardag- inn 3. desember í Sóltúni 20. Slysavarnakonur eru beðnar um að koma með hluti á vinnufundinn sem verður fimmtudaginn 30 nóv. og hefst kl. 19 eða hafa samband við Birnu í síma 695-3012. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SlMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 669 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 669 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RtTSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjaid 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver á að borga? í FRAMHALDI af því sem fram kom í fréttum Stöðvar 2 sunnudaginn 26. nóv- ember sL, langar mig að taka undir orð Jóhönnu Sigurðardóttur um skatt- greiðslur fyrirtækja i sjáv- arútvegi. Hver á að borga? Við hinn almenni launagreið- andi eða vel stæð og vel efnuð sjávarútvegs fyrir- tæki? Ekki, segir Kristján Ragnars grátandi. Það er nú meira hvað maðurinn getur grátið án þess að fella tár. Eg er venjulegur laun- þegi og um síðustu mán- aðamót voru launin mín 213.509 kr. og af því greiddi ég 122.014 kr. í skatt. Þar af voru 34.727 kr. í eftir á greidda skatta, vegna þess að á síðasta ári var ég að syngja í tveggja manna hljómsveit og það var nóg til þess að ég fékk í höfuðið 190.000 kr. í skatt, af því að ég var svo vitlaus að stofna ekki fyrirtæki um þennan söng minn. Eg spyr því, hver á að borga? Hverjir borga? Það erum við, hinn almenni launþegi sem borgum brús- ann fyrir hin voldugu sjáv- arútvegsfyrirtæki sem eru öll á hausnum að sögn hins grátandi Kristjáns Ragn- arssonar. Þeir hafa það best sem gráta mest. „Grátandi kem ég nú Guð minn til þín,“ segir í fallegu ljóði. En Guð minn góður, grenjuskjóður eru ekki meðtaldar og þar er Krist- ján Ragnarsson fremstur í flokki. Thorsteinn Sveinsson, Aðalgata 15, Siglufjörður. Valhöll á Þing'völlurn MEÐAN við heitum ís- lendingar verður Valhöll á Þingvöllum ekki seld út- lendingi. Ef farið verður að hrófla við undirstöðunum, hrynur sjálf byggingin! Þegar menn eru háattir að þekkja hornsteina íslensks þjóðfélags er illa komið! Vigfús Bjömsson, Snægili 10, Akureyri. Tapað/fundið Gullhálsfesti og armband töpuðust GULLHÁLSFESTI og armband með bismai-k- munstri töpuðust í Leið 5 frá Lækjartorgi um kl. 14.30 fimmtudaginn 23. nóvember sl. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband við Maríu í síma 561-0144 eða 866-8195. Grátt seðlavesk i tapaðist GRÁTT seðlaveski tapaðist mánudaginn 6. nóvember sl. frá Lækjartorgi að Kaffi Austurstræti. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila því í óskilamunadeild lögreglunnar eða að hafa samband í síma 562-6056 eða 847-6354. Hefur einhver séð Lobo? 19. NÓVEMBER sl. hvolfdi bifreið á Nesjavalla- vegi, austan við Hafravatn. Við slysið slapp út hundur af tegundinni beagle og gegnir nafninu Lobo. Hundurinn er svartur, hvítur og ijósbrúnn og er með fjólubláa hálsól. Þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar, vinsamlegast hringið i Ágúst í síma 863- 6271. Sparta hvarf úr Þingholtunum SPARTA er grábröndótt 6 mánaða læða, klædd í ang- órupels og kíkti út á lífið um síðustu helgi. Hún hef- ur ekki enn skilað sér heim. Sparta er með öllu ómerkt, enda laus og liðug og til í flest. Ef þið hafið komið auga á dömuna endilega látið mig vita í síma 847- 4810 eða 562 -2042 Ragnar. Hennar er sárt saknað. Kisi í óskilum GRÁR köttur (fress) með hvítar loppur og hvítt á bringunni, hefur gert sig heimakominn í Stigahlíð 54. Upplýsingar í síma 568- 8810.' Tinni týndist TINNI er svartur og hvítur fress. Hann er hvarf frá Digranesvegi í Kópavogi þriðjudaginn 21. nóvember sl. Tinni er með rauða háls- ól og innan í stendur nafnið hans. Fólk er beðið að ath. geymslur og bílskúra. Uppl. í síma 898-1369 eða 898-1396. Krossgáta LÁRÉTT: I tvöfaldan hnút, 8 tala, 9 smástrákur, 10 afkvæmi, II fiskur, 13 sáran, 15 sverðs, 18 dreng, 21 málmur, 22 samsulli, 23 fiskar, 24 sorglegt. LÓÐRÉTT: 2 formóðir manna, 3 marra, 4 stökkva, 5 hand- legg, 6 lof, 7 vangi, 12 guð, 14 blóm, 15 rökkri, 16 duglega, 17 stíf, 18 matarsamtíningur, 19 stillt, 20 bréfspjald. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 smala, 4 fróma, 7 aldið, 8 nemur, 9 art, 11 taða, 13 hríð, 14 lygin, 15 kost, 17 étur, 20 hak, 22 motta, 23 lánum, 24 geiga, 25 reika. Lóðrétt: 1 snatt, 2 andúð, 3 arða, 4 fant, 5 ósmár, 6 af- ræð, 10 rugla, 12 alt, 13 hné,15 kámug, 16 sótti, 18 tangi, 19 remma, 20 hala, 21 klár. Víkverji skrifar... SUND er íþróttaiðkun sem marg- ir leggja stund á, ekki endilega sem alvöru íþrótt, heldur allt eins til að sýna sig og sjá aðra, hreyfa sig kannski pínulítið og ræða landsins gagn og nauðsynjar í heita pottin- um. Sem er kannski aðalatriðið í augum sumra. Oðru hverju leggur Víkverji leið sína í sundlaugar. Hin opinbera ástæða hans er að sjálfsögðu þörf fyrir hreyfingu. Það eru nefnilega tíu þrep úr anddyrinu niður í bún- ingsklefann, fimm þrep þaðan og út og síðan þrjú ofan í grunnu laugina. (Og ekki má gleyma bakaleiðinni). Auk þessarar miklu hreyfingar í öll- um þessum tröppum hefur Víkverji notið haustblíðunnar, skolað af sér eins og reglur gera ráð fyrir og skipt um nærföt og sokka, sem algengt er á bestu bæjum þegar líður að jólum. Með þessum strjálu ferðum hefur Víkverji þó hvergi nærri nógu oft farið í sund til að teljast til fasta- gesta sem eiga sínar föstu sturtur, ákveðna skápa og hver veit hvað. Þeir þekkja líka alla verðina (Vík- verji kannast bara við einn fyrrum nágranna) og það er gagnkvæmt, verðirnir þekkja fastakúnnana með nafni og spyrja hvernig þeir hafi það. Ef þeir hafa ekki mætt í nokkra daga halda þeir uppi spurnum hjá kunningjum hans og fá þá kannski að vita að hann hefur bara skroppið út á land eða eitthvað. Þeir eru því menn með mönnum, fastagestirnir, og okkur hinum ber að fara með löndum og gæta þess að fara ekki um yfirráðsvæði þeirra. xxx ANNARS fer þetta nú allt fram í mesta bróðerni og vitanlega taka fastagestirnir okkur hinum vel. Þeir sjá að batnandi mönnum er best að lifa. En þá sjaldan Víkverji skellir sér í 100 metrana hittir hann stöku sinnum einhvern sem hann kannast við og þá er yfirleitt sama setningin uppi á teningnum með mikilli undrun: „Nei, þú hér!“ Eða: „Ertu nýr hér?“ Mætti helst skilja þessar upphrópanir þannig að Vík- verji kynni alls ekki að synda. En með þessum upphrópunum hefur verið gjörsamlega flett ofan af Vík- verja sem hafði nefnilega komið í sund í nokkur skipti og reynt að hegða sér eins og fastagestur: Hafði gengið að öllu eins og hann þekkti svæðið út og inn, kinkað kolli og passað að heilsa verðinum sem hann þekkti til að hinir vesalingarnir sem voru að koma í fyrsta sinn gætu nú séð að þar færi hagvanur maður sem þeir gætu lært af. Nei, en þá kom gamli barnaskóla- félaginn. „Eru nýr? Ég man ekki eftir að hafa séð þig hérna áður.“ Víkverja varðist þessari atlögu nokkuð fimlega að honum fannst með því að spyrja á móti hvort félag- inn gamli væri einn af hádegis- fastagestunum. Hann kvað svo ekki vera og þá gat Víkverji óðar sagt hróðugur að hann tæki sínar skorp- ur í sundinu og einna helst í hádeg- inu. (Var nærri búinn að segja að það hefði hann gert lengi). Hann slapp þannig fyrir horn. Spjallið varð heldur ekki mikið lengra því báðir voru á brókinni, annar á leið í frekari föt og hinn úr. Spurning er hvaða svör Víkverji getur haft uppi þegar hann fer næst í sund, varla fyrr en á þorranum, og hittir kunn- ingjann í Vesturbæjarlauginni. Sennilega væri best að segja að hann hefði stundað aðrar laugar í millitíðinni. Til dæmis kerlaugina heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.