Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Átta verkefni með ís- lenzkri aðild styrkt Ljósmynd/Pétur Ingi Björnsson Atriði úr sýningu Leikfélags Sauðárkrúks, Nornin Baba Jaga. Sú vonda og sú vinnusama EVRÓPUSAMBANDIÐ veitir í ár 8 menningarverkefnum, sem Island á aðild að, styrki úr menningaráætlun Evrópusambandsins - Menning 2000. Styrkirnir nema um 60 milljónum króna. Islendingar eru í forsvari fyrir 3 verkefnum. Alls eru veittar 34,5 miUjónir evra (um 2,6 milljarðar ísl. kr.) til 231 verk- efnis. íslendingar eru í forsvari fyrir eft- irfarandi 3 verkefni sem hljóta styrk í ár: Leikhópurinn Fljúgandi fiskar, í samstarfi við Leikfélag íslands, Þjóð- leikhúsið og Stöð 2, til að setja upp nýstárlega uppfærslu á Medea eftir Evripídes í leikgerð Ingu Lísu Middleton og Þóreyjar Sigþórsdótt- ur. Listamenn og stofnanir frá Finn- landi og Bretlandi taka þátt í upp- færslunni og verður sýningin einnig sýnd í þeim löndum. Verkið var ný- lega frumsýnt í Iðnó. Sjálfstæðu leikhúsin til að halda evrópska listaþingið IETM, sem fór fram í Reykjavík dagana 5.-8. októ- ber sl. Belgía, Danmörk og Austur- ríki stóðu að umsókninni ásamt ís- landi en þátttakendur á þinginu voru frá flestum löndum Evrópu en einnig frá Bandaríkjunum, Kanada, Túnis og Israel. Bókaútgáfan Fjölvi til að þýða fjög- ur evrópsk bókmenntaverk: E1 in- viemo en Lisboa eftir A. Munoz Mol- ina, Unfinished Tales of Numenor and Middle-Earth eftir J.R.R. Tolk- ien, Vissi d’amore eftir P. Capriolo og O Vale da Paixao eftir L. Jorge. Finnska útgáfúfyrirtækið Oy Like Kustannus LTD hlýtur styrk tii að þýða Norðurljós eftir Einar Kárason. Bókakynning í Kaffíleikhúsinu KYNNING á nýjum bókum hins nýja bókaforlags Sölku verður í Kaffíleik- húsinu í Hlaðvarpanum í kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20.30. Lesið verður upp úr þremur nýjum þýðingum. Þær eru Kossinn eftir Kathryn Harrison, A lausu eftir sænska kímniskáldið Marianne Eilenberger og Fegraðu líf þitt eftir Victoriu Morgan. Enn fremur verður lesið upp úr Matarsögum en í þeirri bók segja 17 þekktar íslenskar konur ýmsar skemmtilegar eldhússögur og gefa jafnframt margvíslegar uppskriftir. Þá munu söngkonurnar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Margrét Pálma- dóttir taka nokkur lög fyrir gesti en báðar standa þær að útgáfu nýrra hljómdiska fyrir þessi jól. Bækur S a g n a |i æ 11 i r GÍSLI HELGASON í SKÓGARGERÐI Austfirðingaþættir og aðrar frá- sagnir. Indriði Gíslason bjó til prentunar. Mál og mynd, 2000,407 bls. FYRIR allmörgum árum (1949) kom út dálítið kver, Austfirðinga- þættir (146 bls.) eftir Gísla Helgason, bónda í Skógargerði á Fljótsdalshér- aði. Bók sú hafði að geyma fjórtán frásöguþætti. Stundum hef ég einnig rekist á frásagnir eftir hann á liðnum árum, t.a.m. í Göngum og réttum og Múlaþingi. Kunnugt var mér því um að þessi austfirski bóndi gat gripið til pennans. Á óvart kom mér þó að rit- smíðar hans, allar á einn stað komnar, fylltu fjögur hundruð þéttprentaðar blaðsíður. Indriði, sonur höfundar, hefur safnað saman og búið til prent- unar allt þetta efni. Er það býsna margbreytilegt, en fjallar þó allt um austfirskt mannlíf. Lífskjör, búnaðar- hætti, ferðavolk, svo og minningabrot Verkefni með þátttöku Islendinga íslendingar taka þátt í eftirfarandi 5 verkefnum sem hljóta styrk í ár: Trans Dance Europe, danshátíð menningarborga Evrópu, til að setja upp og sýna í Avignon, Bergen, Bol- ogna, Brussel, Helsinki, Prag og Reykjavík. Islenski dansflokkurinn tekur þátt í verkefninu. Markmiðið með hátíð- inni er að leiða saman nýja strauma og gefa mynd af því sem er að gerast í evrópskri danslist á árinu 2000. Dans- flokkamir eru ólíkir og sýna allt frá óformlegu hiphoppi til hefðbundins nútímadans. Danshátíðin var í Reykjavík um mánaðamótin októ- ber-nóvember. Walk About Stalk er verkefni unn- ið af listamönnum úr þremur ólíkum listgreinum: byggingarlist, tónlist og dansi. Listamennimir koma frá Belg- íu, íslandi, Noregi og Finnlandi. Hug- myndir frumbyggja Ástralíu um „walkabout" og sameiginlegur áhugi og hrifning hópsins á kvikmyndinni „Stalker" eftir Tarkowsky vom út- gangspunktar verksins. Um var að ræða innsetningar og sýningar sem vom á Vindhátíð menningarborgar Reykjavíkur í september síðastliðn- um. Minjasafn Austurlands tekur þátt í verkefninu „Aðferðir og afurðir með tilliti til menningararfs" - Culturally Aligned Product and Processes Capps ásamt aðilum frá Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Grikklandi og Irlandi. Framlag Minjasafns Austurlands verður að rannsaka fomar aðferðir höfundar. Skemmst er frá að segja að bók þessi iðar af mannlífi, einkum frá nítjándu öld og frá fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Margar em mannlýsing- ar snjallar og hnitmiðaðar og per- sónur sumar æði skrítilegar í háttum. í upphafi bókar ritar Indriði um höfundinn, ætt hans og uppvöxt, bú- skap og ritstörf. Þá gerir hann og grein fyrir útgáfunni. Að öðm leyti skiptist bókin í þrjá aðalhluta: Minn- ingabrot og aðrar frásagnir; minnis- stæðir samtíðarmenn og af fyrri tíðar mönnum. Hverjum hluta fylgja marg- ar aftanmálsgreinar, þar sem ýmsar gagnlegar skýringar er að finna. Að lokum em skrár yfir mannanöfn, sem em að vonum mjög mörg, hestanöfn, bókmenntaverk og (þjóð)sagnaper- sónur, nöfn á stöðum, húsum og öðr- um vistarverum, önnur nöfn, heim- ildaskrá sundurliðuð og loks mynda- skrá. Þetta rek ég svo ítarlega, því að við útskurð og gerð bygginga úr torfi og timbri. Rannsóknimar beinast að því að hægt verði að kenna aðferðim- ar ungmennum í gegnum hagnýt verkefni og þannig halda arfleifðinni lifandi. Aðstandendur verkefnisins munu síðan standa saman að útgáfu handbókar. Goðsagnir kynntar Norræna húsið ásamt fleiri íslensk- um stofnunum og vísindamönnum taka þátt í verkefninu A Europe of Tales - A new media programme of European myths and legends for cultural education sem Finnar stýra. Frakkar og ítalir taka einnig þátt í því. Markmiðið með verkefninu er að kynna goðsagnir og þjóðsögur land- anna ungmennum og bömum á að- gengilegan og skemmtilegan hátt á Netinu. Hlutur Islands verður að kynna goðsagnir Snorra Eddu og Eddukvæða. Sjómipjasafn Þjóðminjasafnsins tók þátt í verkefninu „Fólk og bátar í norðri“ - People and Boats in the North of Europe ásamt Svíum, Dön- um, Finnum, Færeyingum og Norð- mönnum. Verkefnið var óvenjuleg sýning á gömlum trébátum frá öllum Norðurlöndunum, Eistlandi og Hjalt- landi. Hún var sett upp um borð í flutningaskipi sem síðastliðið sumar heimsótti ellefu hafnir í sex löndum. Flutningaskipið lá í Reykjavíkurhöfn í júní síðastliðnum og vakti sýningin athygli. Fjöldi viðburða var tengdur sýningunni: farið var í hópsiglingu á gömlum bátum, boðið upp á þjóðlega rétti, sýnd bátasmíði og flutt tónlist tengd strönd og hafi, svo fátt eitt sé nefnt. til mikillar fyrirmyndar er það, eins og raunar öll útgerð þessarar bókar. Fyrsti hlutinn hefst á þætti um íoð- ur höfundar, Helga Indriðason, bónda í Skógargerði, ætt hans, upp- vöxt og búskap. Þá er þáttur er nefn- ist Minningar úr Möðruvallaskóla, en þar dvaldist Gísli við nám í tvo vetur um aldamótin. Hann var þar einmitt þegar skólahúsið brann og segir frá þeim atburði. Fróðlegar eru og frá- sagnir hans af kennurunum, einkum Ólafi Davíðssyni, Halldóri Briem, Stefáni Stefánssyni og Hjaltah'n skólastjóra. Þá koma margir stuttir frásagnarþættir, margir hveijir allr- ar athygli verðir, þó að of langt sé að staldra við þá. ÁÍlmargar frásagnir eru af kaupstaðarferðum. Þar var hinn erfiða fjallveg Fjarðarheiði að fara og urðu sumar ferðirnar æði harðsóttar og kostuðu stundum mannslíf. LEIKLIST L e i k f é I a g Sauðárkróks NORNIN BABAJAGA Höfundur: Jevgení Schwartz. Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Skúli Gautason. Sunnudagurinn 19. nóvember 2000. RÚSSNESKA leikskáldið Jevgení Schwartz er meistari í þeirri list að færa gömul ævintýri í leikbúning og gefa þeim nýjar víddir um leið. Hér er á ferðinni rússneskt ævintýri um nomina illu, Böbu Jögu, og viðskipti hennar við fjölskyldu eina, ekkjuna Vassilísu og tápmikla syni hennar þrjá. Þegar leikurinn hefst hefur hún hneppt tvo þeirra í álög, breytt þeim í tré, og móðirinn hefur leitað þeirra æ síðan. Hún ræður sig í vinnu hjá nominni með þeim skilmálum að hrósi húsmóðirin henni fyrir störfin verða drengimir frelsaðir. Hún vinn- ur sín óvinnandi verk með prýði og nýtur aðstoðar þriggja dýra sem einnig em í vist hjá Böbu Jögu. Þriðji sonurinn kemur á vettvang og málin stefna í hnút, en vitaskuld endar æv- intýrið eins og rétt er og skylt. Leikfélag Sauðárkróks teflir hér fram, ef marka má leikskrá, fremur óreyndum leikhóp. Hæfileikar em þó greinilega fyrir hendi því öllum tekst í öðmm hlutanum, Minnisstæðum mönnum, em frásagnaþættir um marga menn, sem höfundur kynntist, s.s. Runólfur Bjamason í Hafrafelli, Jósep Axfirðingur, Ekkjufellsbræð- ur, Eðvald Eyjólfsson póstur og Steindór póstur Hinriksson frá Dal- húsum. Sá þáttur er lengstur og einkar skemmtilega skrifaður. Þessu til viðbótar em einir tólf þættir um menn misjafnlega langir. Margir myndu kannski staldra helst við frá- sagnir um Pál skáld Ólafsson. Þar em ýmsar missagnir leiðréttar og skáld- skapur birtur, sem útundan hefui- orðið. I síðasta bókarhluta segir frá fyrri tíðar mönnum. Sumir þeirra lifðu þó fram undir aldamótin nítján hundmð. Em það níu þættir mislangir og ítar- legir. Er þar margt góðra bita. Eg hygg að margir, sér í lagi Aust- firðingar, taki þessari bók fegins hendi. Höfundur skrifar lipran stíl og er hispurslaus og óhræddur við að segja kost og löst á mönnum. Atvika- lýsingar sumar em bráðskemmtileg- ar. Það hefur síður en svo verið deyfð- ardmngi yfir mannlífi þar eystra fyrr átíð. Sigurjón Björnsson að móta skýrar persónur og gefa þeim sjálfstæðan lit innan sýningar- innar. Mikið mæðir á Ásu Björgu Ingimarsdóttur og Sigurlaugu Vor- dísi Eysteinsdóttur í hlutverkum Böbu Jögu og Vassilísu. Báðar gerðu þær vel, og það sama má segja um köttinn Kötju sem María Markovic gerði eins kattarlega og verða má, auk þess sem búningur hennar og andlitsgervi var listavel útfært. En þó hver og ein persóna sé góð verður lítið líf á sviðinu ef samskiptin em ekki skýr. Hér hefði leikstjórinn, Skúli Gautason, að mínu viti mátt vinna betur. Of oft vom staðsetning- ar ómarkvissar og óþarflega mörg lykilaugnablik fóm forgörðum án þess að viðbrögð og afstaða persón- anna væri ljós. Sérstaklega á þetta við um samskipti fólks og dýra við nomina. Baba Jaga er mikið illyi-mi og hefur örlög þeirra allra að ein- hverju leyti í hendi sér. Hins vegar örlaði varla á hræðslu eða virðingu fyrir valdi hennar hjá þeim. Þetta gerði Ásu Björgu nokkuð erfitt fyrir að skapa ógn meðal leikhúsgesta, enda gömul sannindi að vald og myndugleiki á sviði em búin til af mótleikurunum. Það er kannski skilj- anleg ákvörðun að leggja mesta rækt við einstakar persónur þegar óvanir leikai-ar eiga í hlut, en mig gmnar að vel hefði mátt ná lengra með sýning- una sem heild. Ógetið er þáttar brúðuleikhússins í sýningunni, en því er beitt á afar hugvitsamlegan hátt og gleymist seint. Það er rússneskt yfirbragð á sýn- ingunni. Leikmynd, búningar (sum- ir) og tónlistin ýta undir þá stemmn- ingu. Og margt er framandlegt í verkinu sjálfu, kringumstæðum og tilsvömm. Fyrir vikið verður allt enn ævintýralegra. Leikfélag Sauðárkróks hefur eflt liðsstyrk sinn með þessari sýningu og vonandi halda allir þátttakendur áfram að glíma við leiklistina, þangað eiga þeir fullt erindi. Þorgeir Tryggvason Rósa sýnir í Galleríi Nema hvað SÝNING Rósu verður opnuð í Galleríi Nema hvað á Skóla- vörðustíg á föstudaginn kl 16. Sýningin er opin daglega kl.14-18 en henni lýkur mið- vikudaginn 6. desember næst- komandi. Nytjalist úr náttúrunni í Stykkishólmi FARANDSYNINGIN Nytjalist úr náttúranni verður opnuð í Norska húsinu í Stykkishólmi annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Markmið sýningarinnar er að sýna það besta af nytjalist samtímans. Hlutimir vom alhr sérhannaðir fyrir þessa sýningu. Lögð er áhersla á að samtvinna góða hönnun, hugvit og gott handverk. Þema sýningarinnar er vatn. Sýningin er framlag Handverks og hönnunar til dagskrár Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Þátttakendur em: Ánna Sigríður Hróðmarsdóttir, Amdís Jóhanns- dóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Brita Kristina Berglund, Brynja Baldurs- dóttir, Dýrfinna Torfadóttir, Elísabet Ásberg, Georg Hollanders, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Guðrún Indriða- dóttir, Helga Kristín Unnarsdóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Jónas Bragi Jónasson, Lára Gunnarsdóttir, Ólöf Matthíasdóttir, Lydia Jósafatsdóttir, Margrét Adolfsdóttir og Leo Santos- Shaw, Margrét Guðnadóttir, Margrét Jónsdóttir, Philippe Ricart, Pia Rakel Sverrisdóttir, Ragnheiður Guð- mundsdóttir, Signý Ormarsdóttir, Sigríður Anna Sigurðardóttir og Þor- björg Valdimarsdóttir. Sýningin er opin alla daga kl. 16-18 og stendur til 3. desember. Sýningin er styrkt af Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Austfírskur fróðleikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.