Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Krefjast aðgangs að gögnum um dauðaWallenbergs Moskvu, Stokkhólmi. AFP. RÚSSAR hafa viðurkennt að hafa tekið sænska diplómatinn Raoul Wallenberg af lífl árið 1947. Fjöl- skylda Wallenbergs er hins vegar ef- ins um sannleiksgildi fullyrðingarinn- ar og hefur farið fram á að fá að sjá skjöl sem staðfestingar henni. Wall- enberg bjargaði lífi tugþúsunda gyð- inga í seinni heimsstyijöldinni. Alexander Jakovlev, sem fer fyrir rússneskri rannsóknamefnd, sagði á mánudag að Walienberg hefði verið skotinn af pólitískum ástæðum. Ekki reyndist unnt að ná í Yakovlev í gær en einn af meðlimum neftidarinnar, Stanislav Aiexandrov, sagði AFP- fréttastofunni að leynileg skjöl sem væru í fórum saksóknara rússneska hersins sýndu fram á að Wallenberg hefði verið tekinn af lífi í hinum ill- ræmdu höfuðstöðvum KGB við Lubj- anka-torg í Moskvu. Stofnun Simon Wiesenthal hvatti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til þess að sýna fjölskyldu Wallenbergs sönnunargögnin. Sænsk yfirvöld ef- ast raunar um að nokkur gögn muni taka af öll tvímæli um örlög Wallen- bergs. Skrifstofa saksóknara níssneska hersins vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið en sagðist hafa fengið kröfú frá fjölskyldu Wallenbergs um að honum yrði veitt uppreisn æru og nú þyrfti að taka afstöðu til þeirrar kröfu. Hvarf Wallenbergs ráðgáta Hvarf Wallenbergs, sem vann í sænska sendiráðinu í Búdapest í seinni heimsstyijöldinni, hefur aldrei verið að fullu skýrt. Wallenberg færði sér stöðu sína sem diplómat í nyt til að útvega tugþúsundum gyðinga sænsk- an passa og forðaði þeim þannig frá útrýmingarbúðum nasista. Starfsfé- lagar hans sáu hann síðast 17. janúar 1945 þegar hann var á leið til fundar við fulltrúa herliðs Sovétmanna sem tók yfir Búdapest eftii- ósigur nasista. Sovétmenn sögðu íýrst að hann hefði verið drepinn á götum Búdapest, en 1957 sendu þeir út yfirlýsingu þai- sem sagði að Wallenberg hefði dáið af hjartaáfalli 17. júlí 1947 meðan hann var í haldi í Lubjanka. Hins vegar staðhæfa nokkrir sem lifðu af vist í fangabúðum Sovétríkj- anna að þeir hafi hitt Wallenberg síð- ar. Sérstök sænsk-rússnesk nefnd rannsakar nú ráðgátuna um Wallen- berg og mun skila skýrslu um málið í janúar. Hugðist selja Stórabeltisbrúna Kaupmannahftfn. Morgunblaðið. ÁFORM um að selja brúna yfir Stórabelti til Bandaríkjamanna voru stöðvaðar í síðasta mánuði er yfirmaður fyrirtækisins sem byggði brúna og sá um reksturinn var rek- inn. Hingað til hefur verið talið að deilur um brúartoll hafi kostað Michael Christiansen vinnuna en vikublað Barsen upplýsti um helg- ina að ástæðan hafi verið fýrirhug- uð sala en hefði hún orðið að veru- leika er fullyrt að Eyrarsundsbrúin hefði farið sömu leið. Christiansen var framkvæmda- stjóri Sund og Bælt Holding, sem er í eigu danska ríkisins. í ágúst sl. kynnti hann áætlanir um að selja bandarískum fjárfestum Stórabelt- isbrúna og leigja hana síðan til að nýta sér undanþágur í skattalögum. Með þessu hefði fyrirtækið sparað sér sem svarar til 15 milljarða ísl. kr. og stytt endurgreiðslutíma lána vegna brúarsmíðinnar verulega. Aætlanir Sund og Bælt voru komnar svo langt á veg að þær voru lagðar fyrir samkeppnisráð áður en gengið yrði til samninga. Það var ekki fyrr en samgönguráðherrann Jacob Buksti fékk veður af fyrir- ætlunum Christiansen að þær voru stöðvaðar. Raunar gekk Buksti skrefi lengra því hann var svo reið- ur Christiansen að þeim síðar- nefnda var ekki lengur vært hjá fyrirtækinu. Kohl vill friðmælast við Scháuble ER HELMUT Kohl kynnti bók sína, „Dagbókin mín 1998-2000“, sl. föstudag, lét hann þau orð falla, að sér þætti mjög miður að vinslit skyldu hafa orðið með sér og Wolfgang Schauble. Þakkaði Kohl Scháuble enn og aftur íýrir stuðning hans og lið- sinni, en pólitískur ferili þerra beggja lá saman um langt árabil. Þeir hafa ekki talast við frá því í janúar sl., en Scháuble, sem var þingflokksformað- ur Kristilegra demókrata (CDU) og tók við flokksformennskunni eftft að Kohl sagði af sér í kjölfar kosninga- ósigm’sins haustið 1998, sakar Kohl um að hafa staðið að baki samsæris um að stuðla að falli sínu úr flokks- leiðtogasætinu, þegar leynireikn- ingahneykslið svokallaða stóð sem hæst sl. vetur. „Ég hef mikinn áhuga á því að þeg- ar hríðinni slotar takist okkur að koma sambandi okkar aftur í eðlilegt horf,“ sagði Kohl á föstudaginn. Scháuble hefur ekkert viljað tjá sig, „hvorki um bók Kohls né kynning- una á henni,“ eins og haft er eftir tals- manni Scháubles í Die Welt í gær. Þeir sem til þekkja telja víst, að Scháuble muni, í bili að minnsta kosti, halda sig við að hafna því að friðmælast við Kohl. Til þess séu sár- in enn of djúp. Á metsölulista Fyrsti almenni söludagur „Dag- bókar“ Kohls var í gær og fór hún strax á metsölulista. Byrjunarupplag bókarinnar er 240.000 eintök. Að mati Allensbach-skoðanakannana- stofnunatinnai’ er aðalástæðan fyrir þessum áhuga ekki mat fjölmiðla á bókinni - þeft hafa almennt ekki gefið henni góða einkunn - heldur sé skýr- ingin ekki sízt fólgin í því að margt fólk vantreysti frásögnum fjölmiðla af málum Kohls og leynireikninga- hneykslinu. Þetta valdi því að þeim mun fleiri en ella séu viljugir til að kynna sér sýn Kohls á atburðarásina. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 25 E-MOTION parket-mynstraða gólfefnið er unnið úr pressuð- um viðartrefjum og er með níðsterka, glæra plastvörn, E-MOTION er plastparket af bestu gerð í tveimur slitþols- flokkum. Hentar jafnt á heimili sem skrifstofur. Einnig hægt að fá í útfærslu sem ekki þarf að líma. Aflaðu þér nánari upplýsinga um eiginleika þessa hagkvæma og fallega gólfefnis. E-MOTION - steinliggur á gólfinu þínu fyrirjól... Glær plastvörn Viðarmynstraður pappír HDF plata úr viðartrefjum Stöndugt undirlag Umboðsmenn um land allt Teppaland GÓLFEFNI ehf. Fákafeni 9*108 Reykjavík • Símar 588 1717 og 581 3577 k* Fax 581 3152 • golfefni@golfefni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.