Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 A------------------------------- MORGUNBLAÐIÐ Framtíðarsýn formanns LIF o g Af sjónarhóli Sigurðar FRÍMERKI í SÍÐASTA þætti var rætt um málgagn frímerkjasafnara, Frí- merkjablaðið, 1. tbl. 2. árgangs, og m. a. um stefnu þess í frímerkjamálum. Eins var að sjálfsögðu vikið að ýmsu því efni, sem þar birtist. Ætlunin var í beinu framhaldi af þeim þætti að fjalla síðan nokkuð um efni 2. tbl. þessa ár- gangs, sem nýlega er komið út. En svo hefur skipazt, að nú verður ein- ungis rætt um efni tveggja greina þessa blaðs. Annað bíður seinni tíma. Ritstjómargrein blaðsins er að þessu sinni eftir formann LÍF, Sigurð R. Pétursson. Nefnist hún Framtíðar- sýn. Par gerir Sigurður grein fyrir þeim áformum, sem sú stjóm, sem kosin var á landsþingi LÍF á liðnu vori, ætlar að beita sér fyrir á þessu ári og fram að næsta landsþingi og vonandi lengur. Þar segir m. a.: „Sam- kvæmt ákvörðun þingsins skal halda tvo fulltrúaráðsfundi með fulltrúum frá öllum klúbbum og nefndafor- mönnum í vetur og þar leitast við að samræma allt starf og gera það skil- virkara. Einnig er ákveðið að LÍF haldi fyr- ir áramót að minnsta kosti tvo opna ,-<> almenna fundi, sem ætlaðir era öllum söfnumm.“ Pessi ákvörðun var m. a. tekin í framhaldi af því, að fækkað var um tvo í stjóm LÍF á síðasta þingi. Var álitið, að með þeirri stefnubreyt- ingu yrði allt starf á vegum samtaka frímerkjasafnara skilvirkara en áður, eins og það var orðað með kunnu orðalagi, sem mér virðist vera hálf- gert tízkuorð nú á dögum, þegar margt á að framkvæma. Ég tel víst, að leiðari blaðsins hafi verið skrifaður snemma á liðnu sumri, þó að hann komi ekki fyrir augu safn- ara fyrr en í vetrarbyrjun. Hefur þess vegna nokkurt vatn mnnið til sjávar á þessum tíma. En hvað hefur orðið um ofangreindar ákvarðanir? Því miður heldur lítið til þessa, að því er ég veit bezt. Þetta hefur formaður FF, Sveinn Ingi Sveinsson, staðfest í sam- tali við mig nýlega. Ég hlýt að játa, að þetta framtaksleysi er óheppilegt, enda fer vart hjá því, að það er áhyggjuefni margra. Menn vom ein- mitt sammála um það á síðasta þingi, að eitthvað þyrfti að gera til þess að kynna betur frímerkjasöfnun og gildi hennar en við höfum almennt gert - og þá ekki sízt meðal unglinga, sem alls kyns önnur áhugamál sælq'a að nú á dögum og ekki sízt í tölvuvæddum heimi. En hvað segir einmitt í Framtíðar- sýn um unglingavandamálið? Þar kemst formaður LÍF svo að orði: „Þá hafa verið ræddar hugmyndir um hvemig við náum sem bezt til unga fólksins, en því miður hefur á undan- farandi ámm mjög dofnað yfir ungl- ingastarfi bæði hjá klúbbum og lands- sambandsstjórninni." Þvl miður em þetta orð að sönnu, en þetta er vanda- mál víða um lönd og ekki svo lítið með- al landssambanda frímerkjasafnara á öðram Norðurlöndum, svo sem mál- gögn þeima bera gleggst vitni um. Ég geri ráð fyrir, að formaður okkar hafi hér ekki sízt haft í huga, að á ungl- ingasýningu þeirri, sem hér var hald- in á liðnu sumri, NORDJUNEX 2000, var ekkert safn frá íslenzkum ungl- ingum og það í fyrsta skipti um langt skeið á norrænum unglingasýningum. Eins reyndist ekki unnt að koma sam- an liði úr þeirra hópi í spurninga- keppni þá, sem þar fór fram. Þannig fór einnig fyrir norsku söfnumnum. Engir unglingar komu þaðan. En það er víðar pottur brotinn. í nýjasta blaði finnska Landssambandsins, Filatel- isti 7/2000, kemst formaður þess m .a. svo að orði, þar sem hann ræðir um frímerkjasýninguna Álex 2000, sem haldin var á Álandi á liðnu sumri: „Við sundurgreiningu safnanna veitti mað- ur því athygli, að hið neikvæðasta var, að í ungliðadeildinni var einungis eitt safn og það var auk þess frá Eistlandi. Hvar vom söfh finnsku og sænsku unglinganna? Þetta lítur ekki vel út, þegar litið er til framtíðar.“ Af þess- um ummælum sést, að þeir era fleiri formenn norrænu landssambanda frí- merkjasafnara en formaður okkar, sem era áhyggjufullir yfir viðgangi frímerkjasöfnunar meðal unglinga. Þegar ég hafði lesið grein formanns LIF, varð ég vemlega hissa á annarri grein í sama blaði, sem nefnist Af sjónarhóli Sigurðar. Þar er átt við Sigurð H. Þorsteinsson, heiðursfor- seta LÍF. Hjá honum er nú ekki bölsýni fyrir að fara. Öðra nær. Er vissulega ánægjulegt, ef einhver sér ljós í þeirri dimmu eða deyfð, sem virðist vera meðal ungra safnara og formaður LIF hefur að vonum vera- legar áhyggjur af. í grein Sigurðar kennir því miður ýmissa missagna, ekki sízt um Félag frímerkjasafnara og samvinnu þess við póstyfirvöld fyr- ir og eftir einkavæðingu. Ég læt að sjálfsögðu formanni þess eða stjóm eftir að leiðrétta þær. Ég sé ekki ástæðu til að endur- prenta þær missagnir eða öllu heldur ýkjusögur, sem Sigurður sér eða seg- ir af sjónarhóli sínum. Það geta allir lesið í sjálfu blaðinu. En sumt er þess eðlis, að þeim, sem gerst þekkja til þessara mála, hlýtur að þykja næst- um nóg um. Hann talar um nokkur námskeið fyrir fullorðna. „Þau hafa verið á vegum Námsflokka Reykja- víkur, Landssambands íslenskra frímerkjasafnara," segir hann og heldur áfram, „fyrir þá er vildu taka að sér að leiðbeina ungu fólki og svo í einum skólanna í Reykjavík, en þar er eimitt að fara í gang námskeið um þessar mundir. Þá hefu Klúbbur Skandinavíusafnara haldið námskeið fyrir yngri safnara í Seljakirkju á vet- urna í vel á annan tug og era þau þeg- ar komin í gang á þessu hausti og lofa góðu.“ Og enn segir Sigurður H.: „skipta þeir er komið hafa á þessi námskeið hundraðum og leiðbeinend- urnir tugum.“ Að sjálfsögðu hefur þetta þá orðið á mörgum áram eða jafnvel áratugum. Ef hér er rétt frá skýrt, hljóta menn í fyrsta lagi að spyrja: Hvers vegna stendur á því, að formaður LÍF segir beram orðum í leiðara sínum, „því miður heíiur á und- anfömum áram mjög dofnað yfir unglingastarfi bæði hjá klúbbum og landssambandsstjóminni“? Ótrúlegt er, að þessi mikla starfsemi, sem Sig- urður H. lýsir hér, hafi getað farið fram hjá formanni LIF. I öðram lagi má spyrja: Hvers vegna sér þessa starfs, sem hér er lýst svo fjálglega, ekki stað á frímerkjasýningum ungl- inga? Ég Ut svo á, að hér skuldi bæði stjóm LÍF og heiðursforsetinn frí- merkjasöfnurum einhver svör. Væri gott að fá þau í næsta Frímerkjablaði eða jafnvel fyrr. Þau mættu gjaman koma til birtingar í frímerkjaþætti Mbl. Meðan þessara svara er beðið, verður eitthvað greint nánar frá efni í síðasta tölublaði Frímerkjablaðsins í næsta þætti. Jón Aðalsteinn Jónsson Umferðar- þing 2000 UMFERÐARÞING verður haldið á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún dagana 30. nóvember og 1. desember nk. Þingið hefst klukkan 10 fimmtu- daginn 30. nóvember og því lýkur föstudaginn 1. desember. Yfirskrift þingsins er: „Island verði fyrirtnyndarland í umferðarör- yggismálum fyrir árið 2012“. Fjallað verður um umferðaröryggisáætlun til ársins 2012 hér á landi og Láras Ágústsson, verkefnastjóri hjá dönsku Vegagerðinni, segir frá um- ferðaröryggisáætlun Dana sem mun spanna sama tímabil. Þá verður einnig fjallað um helstu efnisþætti áætlunarinnar hér á landi, sem era meðal annars ökuhraði, notkun ör- yggisbúnaðar, forvamir og fræðsla og ungir ökumenn. Meðal fyrirlesara er dr. Mark Horswill frá háskólanum í Reading í Englandi og mun hann fjalla um áhættuhegðun ökumanna. Umferðarþing er öllum opið með- an húsrúm leyfir og er þátttökugjald 6.000 kr. Þátttaka tilkynnist til Um- ferðarráðs. Tískuþáttur á netinu TÍMARITIÐ Hár & Fegurð hefur nýlega sett tískuþátt inn á netið. Þátturinn á netinu hefur að geyma svipmyndir frá íslandsmeistara- mótinu Tískan 2000 en Tímaritið Hár & Fegurð hefur haldið sam- bærileg mót í meira en áratug og eru þau talin af erlendum tísku- tímaritum vera meðal helstu stór- viðburða tískuheimsins í Norður- Evrópu, segir í fréttatilkynningu. Þeim sem vilja njóta tískuþáttar- ins er bent á slóðina http:// www.fashiontv.is. Fræðslu- fundur sykursjúkra FRÆÐSLU- og skemmtifund- ur Samtaka sykursjúkra verður haldinn í Hvammi, Grand Hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 30. nóvember kl. 20. Þar mun Edda Ásgeirsdóttir, næringarfræðingur, ræða um jólamatinn. Einnigverðaóvænt- ar uppákomur. Til sölu verða nýútkomin jólakort Samtaka sykursjúkra og jólapappír. Veit- ingar verða í boði samtakanna. Matur og matgerð Kólesteról- lausar kökur I dag býður Kristín Gestsdóttir lesendum sínum kólesteróllausa ---------------------------- hjónabandssælu og smákökur. I þeim báðum er haframjöl en það er talið kólesteróllækkandi. NÚ KÆTAST menn og fuglar í þeirri vetrarblíðu sem hefur ver- ið hér sunnanlands undanfarið. Við hjónin förum daglega nið- ur að Skógtjörn í stillunni og horfum á fjöll, hús, báta, ljós, fugla og seli standa á haus í spegilsléttum haffletinum. I ljósaskiptunum er þetta allt um- vafið rauðri birtu. Fuglar tísta en láta þó ekki hátt. Breiður af sendlingum stikla í þaranum svo að hann er allur á iði og einstaka rauðfætt- ur stelkur stendur upp úr þara- breiðunni. Um tuttugu eftirlegu- tjaldar sem ætla að hafa hér vetursetu hlaupa um í flæðar- málinu, lítið heyrist í þeim á þessum árstíma. 70-80 svanir synda norðanmegin í Skógtjörn- inni, líklega eru sumir þeirra af Reykjavíkurtjörn og hafa brugð- ið sér af bæ. Já, Skógtjörnin iðar af lífi þótt kominn sé vetur. í hjónabandssælunni hér á eftir er rabarbarasulta með gráfíkjum. Ég bætti gráfíkjum í sultuna, notaði ekki þessar þurru sem allir þekkja heldur hinar mjúku sem er raðað með ferskum ávöxtum í verslunum, oftast era þær í bökkum. Taka þarf hnúðinn af þeim en síðan sér hrærivélin um að blanda þeim í sultuna. Þær eru litlu dýrari en hinar en mun þægi- legra er að eiga við þær. Að sjálfsögðu má líka nota hinar. Þessar kökur vora bakaðar í þremur álformum, 20 sm í þver- mál. Sælcm hans Þóris 4 ’á dl hveiti 4 dl haframjöl 1 tsk. matarsódi 1 tsk. engifer 2 dl púðursykur 1 dl sykur 1 ’/2 dl matarolíg ’/2 dl léttmjólk __________2 eggjghvítur_________ ’/2 pundskrukka rabarbarasulta __________+ 8 gráfíkjur.________ Setjið allt nema sultu í hræri- vélarskál og hrærið vel saman. Takið um 2 msk. af deiginu frá og geymið. Smyrjið 3 álform, 20 sm í þvermál. Skiptið deiginu í form- in, þrýstið niður með hnúunum. Smyrjið sultunni jafnt ofan á. Bætið 1-2 msk. af haframjöli saman við það deig sem tekið var frá. Myljið yfir. Hitið bakarofn í 200 g C, blástursofn í 180 g C. bakið í 20 mínútur. Rúsínukökur með haframjöli, um 40 stk. _______3A dl matarolía____ _________’/2 dl síróp_____ __________1 dlsykur_______ ________I eggjahvítq______ ________2 ’/2 dl hveiti___ ________2 dl haframjöl____ 1 tsk. matarsódi 1 dl rúsínur Setjið matarolíu í hrærivélar- skál, mælið síðan síróp með sama málinu og hellið út í. Olían varnar því að sírópið klístrist við málið. Setjið þá sykur og eggja- hvítu út í og þeytið vel saman. Setjið hveiti, matarsóda og haframjöl út í og hrærið saman. Saxið rúsínurnar og setjið saman við. 4. Leggið bökunarpappír á bökunarplötu, búið til kúlur úr deiginu, aðeins stærri en stór vínber. Raðið á bökunarpappírinn. Þrýstið gaffli laust ofan á kúl- urnar svo að þær verði flatar. Hitið bakaraofn í 195g C, blástursofn í 175g C og bakið kökurnar í 10 mínútur. Alls ekki má hafa hærri hita, þá brenna rúsínurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.