Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 31 LISTIR Stórkostlegt upphaf Malcolm Troup, formaður Evrópusam- bands píanókennara, var yfírdómari í fyrstu íslensku píanókeppninni sem haldin var hér um helgina. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við hann eftir keppnina og spurði hann um gæði hennar, skoðun hans á íslensku tónlistarlífi, landi og þjóð. Morgunblaðið/Kristinn Malcolm Troup YFIRDÓMARINN í fyrstu píanó- keppninni sem haldin var hér á landi um helgina á vegum íslands- deildar EPTA (Evrópusambands píanókennara) var Malcolm Troup, formaður Evrópusambands píanó- kennara. Malcolm sem hefur stýrt ótal dómnefndum víða um heim var í sinni íyrstu heimsókn til íslands þótt hann hafi kynnst fjölda Islend- inga sem hafa stundað framhalds- nám í píanóleik í Lundúnum. Þegar blaðamaður hittir Malcolm að máli efth- keppnina, segir hann heim- sóknina til Islands hafa verið stjarnfræðilega lífsreynslu. „Ég vissi ekkert á hverju ég ætti von en síst bjóst ég við að finna hér land sem væri eins framsækið og raun ber vitni um leið og það stendur við upphaf nýira tíma. Það sem gerir landið spennandi er hvað öll nú- tímavæðing hefur átt sér stað á skömmum tíma, þannig að þið ger- þekkið fortíð ykkar og eigið því kannski síður á hættu að glata því sem gerir ykkur sérstök. Það kom mér líka á óvart hvað þjóðin er vel upplýst og skapandi og hugarfarslega opin. Þetta er svo ólíkt því sem maður finnur til dæm- is í Noregi. Ég hef margoft leikið þar með ýmsum hljómsveitum og tónlistarhópum, auk þess að vera í dómnefndum þar, sem og í Dan- mörku, og ég verð að segja að ég er orðlaus yfir því_ hvað íslendingar eiu ólíkir þeim. Ég er alveg heillað- ur eftir þessa fimm daga sem ég hef dvalið hér.“ Við erum stolt af því að leggja nafn okkar við þessa keppni Malcolm segist ákaflega ánægður með alla undirbúningsvinnu Is- landsdeildar EPTA fyrir keppnina. Allt skipulag og framkvæmd hafi verið til mikillar fyrirmyndar og hvergi hafi borið skugga á. „Við hjá Evrópusambandi píanókennara er- um stolt af því að leggja nafn okkar við þessa keppni,“ segir hann og bætir því við að þær raddir heyrist oft að keppni sé sjálfsögð í íþrótt- um en eigi alls ekki heima í tónlist vegna þess að þær flokki nemendur í „sigurvegara“ og „tapara". „Ég er ekki alls kostar sammála þessu,“ segir hann. „Keppni eins og sú sem hér var háð, gefur nemend- um markmið til að keppa að, þeir leggja sig fram - en á annan hátt en áður. Ég skil vel áhyggjur fólks þegar það segir að við Úfum í heimi sem elur á samkeppni en það er nú einu sinni svo að við lifum í marg- flóknum heimi og það hefur sýnt sig að keppni er hluti af framsækni og leit okkar að og háleitari markmiðum. Ef við bönnuðum keppni í hvaða mynd sem væri, er ég hræddur um að við ættum erfitt með að gera okkur grein fyrir gæð- um og svala þeirri þrá að vera stöð- ugt að bæta okkur. Við byggjum í heimi þar sem meðalmennskan þætti alveg nógu eftirsóknarverð. Keppnin snýst ekki aðeins um að sigra Annað sem skiptir máli í keppni sem þessari er að keppendur eru svo ungir. Það skiptir ekki sköpum fyrir þá hvort þeir sigra eða ekki. Þeir eru byrjaðii' að þjálfa sig í að taka þátt í keppni og það er ekki lítils virði. Það er líka svo margt sem spilar inn i val á sigurvegara og það ger- ist oft í alþjóðlegri keppni að kepp- endur sem ekki sigi'a, kynnast um- boðsaðilum, tónskáldum, hljóm- sveitarstjórum og öðrum hljóðfæra- leikuium sem þeir mynda tengsl við. Þau tengsl geta orðið þeim til gæfú í framtíðinni. Ég tel mjög viðeigandi fyrir Is- lendinga að hefja keppnina á þessu ári, vegna þess að Reykjavík er ein af menningarborgum Evrópu og það er ljóst að hljóðfæraleikararnir eru tilbúnir, sem og kennararnir þeirra og það eru frábærir píanó- kennarar hér á landi, bæði íslenskir og erlendir. Þið hafið fulla ástæðu til að byggja vel undir þessa keppni og þróa hana yfir í alþjóðlega keppni. Ég upplifði þá keppni sem var að ljúka hér í Salnum í Kópa- vogi að minnsta kosti sem stórkost- legt upphaf." Maleolm segir það oft hafa komið sér á óvart í gegnum árin hversu margir góðir píanóleikarar hafi komið til framhaldsnáms í Lundún- um og hafa sumir þeirra verið nem- endur hans. „Ég velti því oft fyrir mér hvaða píanóleikaranýlenda þetta væri eiginlega. Þetta voru yf- irleitt stúlkur sem höfðu mjög háan standard og hefðu sómt sér vel sem einleikarar hvar sem er í heiminum. Þessir nemendur hafa flestir hins vegar snúið aftur heim, tekið til við kennslu og eru að ala upp hér píanóleikara sem eru á heimsmæli- kvarða." Píanóleikarar á heimsmælikvarða Er það álit þitt á þeim nemend- um sem tóku þátt í keppninni hér að þessu sinni? „Það er ekki spurning að sigur- vegarinn, Víkingur Heiðar Ólafs- son, er á heimsmælikvarða og margir af þeim sem tóku þátt i keppninni fylgja honum fast eftir. Það er svo margt fleira sem þarf til að vinna keppni í píanóleik heldur en að leika verkin sem lögð eru fyr- ir keppendur. Urslitin snúast ekki síður um tjáningu píanóleikarans; hverju hann bætii' sjálfur við verk- ið, tilfinningalega og líkamlega. Sigurvegarinn okkar um helgina hefur þetta allt til að bera, þrátt fyrir ungan aldur en hann er aðeins sextán ára. Það var líka mjög ánægjulegt að vinna með dómnefndinni hér. Við máttum ekki ræða um píanóleikar- ana eða bera saman bækur okkar fyrr en við hittumst í lokin til að gefa þeim stig. Það sem kom mér á óvart var að það var enginn þrýst- ingur eða klíkuskapur í valinu. Það gætu margar dómnefndir og keppn- ishaldarar eriendis lært ýmislegt af þeim vinnubrögðum sem voru hér viðhöfð. En við skulum ekki gleyma því að keppni af þessu tagi snýst ekki aðeins um píanóleikarana, heldur er hún líka tækifæri fyrir tónskáldin. Ég varð þeiirar óvæntu ánægju að- njótandi að heyra verk eftir nokkur íslensk tónskáld sem voru leikin af keppendum, alveg einstök verk. Á þessum örfáu dögum hefur mér orðið ljóst að ísland er ekki bara píanóleikaranýlenda, eins og ég hélt áður en ég kom hingað, heldur virð- ist þið tónlistarnýlenda. Sinfóníuhljómsveit íslands kom mest á óvart Ein mesta uppgötvunin var þó Sinfóníuhljómsveit íslands. Ég fór á tónleika hjá henni og heyrði hana spila Wagner með öllum þeim út- búnaði sem slíkum flutningi tilheyr- ir. Ég var gríðarlega hrifinn. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að svona lítil þjóð ætti svo marga hljóðfæraleikara á heimsmæli- kvarða og sinfóníuhljómsveit sem meira að segja Bayreuth gæti verið stolt af. Við getum nefnt 1. fiðlu- leikai-a hljómsveitarinnar, 1. selló- leikarann - já, hreinlega hvem og einn sem leiðir hinar aðskiljanleg- ustu deildir hljómsveitirnar. Eg hlustaði á tónleikana í kvikmynda- húsinu þar sem hljómsveitin spilar og varð alveg undrandi þegar mér var sagt að hér væri ekki til neitt tónlistarhús íýrir hana. Það þótti mér hræðilegt. Mér er sagt að bygging tónlistarhúss hafi lengi verið á döfinni hér, allt of lengi, en ég vona að úr því verði fljótlega bætt. Það er sorglegt að svona dá- samleg hljómsveit skuii ekki hafa viðunandi hús til að leika í.“ Tíminn, götin og sandurinn Smátt stórt? Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Vignis hjá Sævari Karli. MYNDLIST Gallerí Sævars Karls MÁLVERK & HÖGGMYNDIR - VIGNIR JÓHANNSSON Til 1. desember. Opið á verslunartíma. NÚ fer hver að verða síðastur að skoða sýningu Vignis Jóhannssonar hjá Sævari Karli. Hún er beint framhald pælinga listamannsins um tímann, holurnar og speglanirnar sem hann sýndi í Listasafni ASI í janúar, en sú sýning var framhald sýningar hans hjá Sævari Karli í desember á síðasta ári. Ef til vill er prógramm Vignis of þétt til að sjá megi almennilega muninn á þróun hans frá einni sýningu til hinnar næstu. Ein bragarbót er þó eftir- tektarverð frá síðustu sýningu lista- mannsins á sama stað. í stað hins þunga áfallna eirmálms notar Vignir nú svart svampgúm sem ígildi sandsins umleikis speglana, ígildi vatnsins. Þetta er mikil framför í efnisvali og leysir verk Vignis undan hefðinni sem íþyngdi þeim áður. Vandinn við bronsið var merkingin sem efnið fel- ur óhjákvæmilega í sér og biýtur í bága við tímalaust inntakið í hug- leiðingum listamannsins. Svartur svampurinn er mun nær því að vinna með hugmyndinni, enda er um sviðsetningu að ræða en ekki minn- ismerki. Hins vegar þyrfti Vignir að halda ótrauður áfram göngu sinni á vit léttleikans og útrýma eftir föngum þeim þunga og drunga sem svo oft plaga verk hans. A þeim vettvangi sem Vignir skipar sér hafa nefnilega átt sér stað róttækar breytingar í notkun og vali efnis. Hið volduga hefur látið undan síga fyi'ir stöðugt léttari ásýnd og efnisminni. Þetta má sjá í verkum ítalskra listamanna af arte povera-skólanum, en þeirri hefð tengist Vignir einna helst. Á sama hátt og þeir losuðu sig smám saman við eðalfínan efnivið þarf Vignir að segja skilið við ýmsar áherslur sem varna því að verk hans skíni sem skyldi. Trúlega er of þétt milli sýn- inga hans til að hann fái nægilegt tækifæri til að meta fyrri árangur áður en hann hellir sér út í fram- haldið. Að minnsta kosti vantar tölu- vert á að sýningin hjá Sævari Karli nái þeim hæðum sem listamaðurinn setti sér í gryfju Listasafns ASÍ, í janúar. Meiri yfirlega og minni aksjón munu ábyggilega skila Vigni varanlegri árangri á komandi árum. Hann er við rætur nýs áfanga og nú ríður á að hann velji sér réttu leiðina að settu marki. Halldór Björn Runólfsson BÆKUR M y n d a b æ k u r 1. YÐUR ER í DAG . . . 2. ENGILL AF HIMNI 3. IIANN ER UPPRISINN Páskafrásaga Jóhannesarguðspjalls í smámyndum frá endurreisnar- tímabilinu. Jólafrásagan í myndum eftir Giuliano Ferri. Englafrásögur Biblíunnar í smámyndum frá mis- munandi tímabilum listasögunnar. Utgefandi allra ritanna á Islandi er Hið íslenska biblíufélag. VIÐ vitum, að sá er les sögu, eða heyrir hana sagða, dregur mynd af efni hennar í huga sér, misskýra að vonum og misauðvelda að fanga. Listafólki veitist léttar en okkur hin- um að fella geðhrif sín í orð, tón eða mynd. Ekki þýðir það þó, að þeirra tjáning sé okkar æðri, mynd barns og fullorðins skilur aðeins þjálfunin ein að. Þegar list er tengd frásögnum af samskiptum guðs og manns, þá herðist að gátuhnútum, engin leið að fella dóm um fegurð eða snilli, því hann verður aðeins dómur um þann er dæmir, ekki það sem dæmt er. Sú staðreynd rýrir samt á engan hátt gildi þess að ganga í listasali, að hlið bróður eða systur — bera saman sitt orð, sinn tón eða sinn pensildrátt við þeirra. Slík ganga auðgar, við hljót- um af því dýpri skilning á eigin skynjan, nemum af, þroskumst. Allar bækurnar þrjár hafa snert gleðistreng í brjóstum þeirra er bibl- íufélaginu stjórna nú. Svo mun verða um fleiri. Látleysi bókanna, snjallar myndir textanum til skýringar auka gildi þeirra, og þótt undarlegt megi virðast, þá gerir smæð þeirra það líka, í mínum huga — það er svo auð- velt að grípa þær, stinga í vasa, seil- ast til þeirra og skoða á iðutorgi hraðans, er líf okkar einkennir nú. Frágangur allur til sóma. Sig. Haukur Nýjar plötur • ÚT er komin geislaplatan Ykkar einlægmeð söng Elsu Sigfúss. Á plötunni syng- ur hún 26 lög. Þetta er önnur geislaplat- an með úrvali af söng Elsu, en upp- tökur með söng Elsu eru vel á Elsa Sigfúss. fjórða hundrað talsins. Út komu nokkuð á annað hundrað 78-snúninga hljómplötur. Allnokkuð er til af upptökum í fórum Ríkisútvarpsins sem aldrei hafa komið út. Úpptökurnar á þessum síðari diski spanna allan söngferil Elsu, 1937 til 1962. Pétur Pétursson og Bjarki Sveinbjörnsson fjalla um Elsu í stuttum greinum í bæklingi sem fylgir disknum. Útgefandi er Smekkleysa. Um- sjón útgáfu: Vala Kristjánsson og Trausti Jónsson. Afritun annaðist Þórir Steingrímsson á Tæknideild Ríkisú tvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.