Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 67
HARRISON FORD
MICHELLE PFEIFFER
Yfir 32.000 áhorfendur!
Hvað b>
BENEATH
EfMGIR VEOJJULEGIR EWGLAR
ATH. Man Utd er sýnd í Regnboganum
TRy
í OIGiTÁl
Reuters
Halló pabbi! ASIMO heilsar „pabba“ sfnum, Hir-
oyuki Yoshino, forstjóra Honda.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Þær burstuðu keppinautana, enda
sláandi líkar Diaz, Barrymore og
Liu. Jóhanna, Regfna og Sólveig
setja sig í stellingar.
Tvífarakeppni
Algjörir englar?
Á DÖGUNUM fór fram tvífarakeppni í
tilefni frumsýningar myndarinnar Charl-
ie’s Angles, Engla Charlies. Myndin
skartar þeim Cameron Diaz, Drew Barry-
more og Lucy Liu og berjast þær gegn ill-
um öflum með bardagafimi, nýjustu
tækni, og ómældu magni af kynþokka.
Ur hópi 50 tilnefninga voru útkallaðar
þær Jóhanna „Barrymore“ Þorkelsdóttir
22 ára, Regína „Diaz“ Jónsdóttir 17 ára og
Sólveig „Liu“ Sigurðardóttir 19 ára. Þær
eru líka sláandi líkar söguhetjum myndar-
innar eins og sjá má á myndinni sem tekin
var af tvíförunum þremur á frumsýningu
myndarinnar síðasta föstudag. Ekki
fylgdi sögunni hvort þær sýndu bíógest-
um fimi sína í bardagalistum.
SDR-3X sparkar sérsniðnum fót-
bolta. Hversu langt ætli líði þar til
vélmenni geti keppt við menn?
Nýjasti
fjölskyldu-
meðlim-
urinn?
SONY KYNNTI um síðustu helgi nýjustu
uppfinningu sína: vélmenni f mannsmynd.
Vélmennið gengur undir nafninu SDR-3X
og kemur í kjölfar vélhundsins AIBO sem
Sony kynnti í fyrra.
SDR-3X getur, að sögn framleiðenda,
framkvæmt allar grunnhreyfingar og skip-
anir. Vélmennið hefur 24 liðamót sem gera
því kleift að halda jafnvægi, ganga 15
metra á mínútu, standa á öðrum fæti,
breyta stefnu og sparka bolta. Vélmennið
hefur tvær myndavélar fyrir augu og getur
með sérstakri tækni greint liti. Þannig get-
ur SDR-3X fylgt skipunum um að sparka
bolta af ákveðnum lit. Hann tekur á móti
raddskipunum gegnum hljóðnema í „eyrun-
um“ og getur skilið 20 skipanir, þó væntan-
lega bara á japönsku enn sem komið er.
SDR-3X er um hálfur metri á hæð og
vegur 5 kíló og má sín því lítils við hlið
ASIMO, vélmennis sem Honda kynnti á
mánudaginn. ASIMO hefur verið kallaður
„dansandi vélmennið" því til viðbótar við
grunnhreyfingar getur hann líka dansað og
gengið upp og niður stiga. ASIMO er líka
nokkuð stór, eða 120 sm og 43kg og ætti
því hæglega, auk þess að sparka stórum
boltum, að geta sparkað bæði í SDR-3X og
Aibo-vélhundinn.
ISE2ÍSEZ3
0FE Hausverk.is
Olf^hju tai«il»í1liirl
thlOIB VtNJUUGtB tNGLfiP.
Hasargrínmynd ársins er komin.
Sat tvær vikur í rdð í toppsætinu í Bandaríkjununt.
Með þeim sjóðheitu englum, Cameron Diaz, Lucy Liu,
Drew Barryntore og grinistanuni Biil Murray.
Hasar og grín sem þú átt eftir að fíla í þotn.
Svalasta myndin í dag og upptull af sjóðheitri tónlist
rfON OIAX LtUBVJ BARRYMORfi LUCY UU TjL r OsKA.8JJUL NRINH4-M
i A -'IL _ ^ Æ 1
. ••• mWiŒSEa&tS ■'tkk r- r W’,WmkiW HB ’SHBK jugH|; H
III if |
m m m Mb m m S m ws m Sýnd kl. 6, 8, og 10. b.i. 16 ára.
m m m Jm M
fJm
Rappsveitin sýndi mikla tilburði. Sigurður prestur leiðir sönginn en Lárus lækn-
ir, lengst til hægri, lætur einnig ljós sitt skína.
Afmæli heldri manna
Hvammstangi. Morgunblaðið.
ÞAÐ VAR mikið um dýrðir
í Félagsheimilinu á
Hvammstanga á dögunum
þegar Lárus Þ. Jónsson
læknir og formaður sókn-
arnefndar Hvammstanga-
kirkju og sr. Sigurður
Grétar Sigurðsson sóknar-
prestur buðu í sameigin-
legt 70 ára afmæli sín.
Lárus var fertugur en
Sigurður þrítugur. Boðs-
bréf hafði verið borið í
hvert hús héraðsins og þar
tilkynnt að gjöfum væri
vinsamlegast beint í söfn-
■■aaatwwMWWMBBi
unarsjóð fyrir safnaðar-
heimili Hvammstanga-
kirkju, en nýverið var
tekin ákvörðun um bygg-
ingu þess.
Skemmst er frá að segja,
að húsfyllir var hjá afmæl-
isbörnunum, ungir sem
aldnir komu og skemmtu
sér hið besta við fjöl-
breytta dagskrá. Til
skemmtunar var m.a. tón-
listarfólk með einleik og
samleik, hópur frá Heil-
brigðisstofnun Hvamms-
tanga, kirkjukórinn, karla-
kvartett, spaugarar, og
fleira í bundnu og óbundnu
máli. í lok dagskrár flutti
presturinn blessunarorðin,
með þátttöku rappsveitar,
sem að mestu var skipuð
krökkum úr æskulýðsstarfi
í héraðinu. Þá var flugelda-
sýning, kaffihlaðborð og
loks dansað nokkra stund.
I söfnunarsjóðinn kom hátt
á annað hundrað þúsund.
Þess má geta að söfnunar-
reikningur er í Sparisjóði
Húnaþings og Stranda nr.
640500.
□□[5olby|
O I G I T A L
Hasargrinmynd ársins er komin. Sat tvær vikur i röö i toppsætinu i Bandarikiunum.
Meö þeim sjóöheitu engluin, Qameron Diaz, Lucy Liu. Drew Barrymore og grinistanum Bill Murray.
grín sem þú átt eftir aö fíla í hotn. Svalasta rnvndin í dag og upptull af sjóöheitri tónlist.
8 09 10. B. i. 12 ára.
Simi 462 3500 • Akureyri • www.netl.is'horgarbio