Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBL.-iÐIÐ FRÉTTIR Skála- brekka í Þingvalla- sveit til sölu Ríkisstjórnin samþykkir nvtt frumvarp til heildarlaga um útlendinsra Fjallað sérstaklega um rétt flóttamanna til hælis hér JÖRÐIN Skálabrekka í Þing- vallasveit hefur verið auglýst til sölu. Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni, segir einstakt að jarðir á þessum slóðum komi í sölu. Eigandi jarðarinnar er öldruð kona og hefur hún í samráði við afkomendur ákveðið að selja. Enginn búskapur er á jörðinni. Skálabrekka á neta- veiðirétt og land að vatninu. Magnús segir að mikil við- brögð hafí orðið við auglýs- ingunni. Hann segir að sveit- arfélagið hafi forkaupsrétt að jörðinni sem er rétt fyrir ut- an þjóðgarðinn. Magnús segir að margir hafi lýst þeirri skoðun við sig að ríkið eigi að eiga þessa jörð. Ekkert verð er sett á jörðina og segir Magnús ljóst að hér sé um eign fyrir fjár- sterka aðila að ræða. Sumar- bústaðalóðir með leigurétti, 300-400 fermetrar að stærð, gangi á 4-5 milljónir króna. Sá hluti Skálabrekku sem boðinn er til sölu núna er tal- inn vera á milli 400-500 hektrar, og sumt af honum er ofan vegar. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti nýtt frumvarp til laga um útlendinga á fundi sínum í gærmorgun og var frumvarpið afgreitt til stjómarþing- flokka til umsagnar. Sólveig Pét- ursdóttir, dóms- og kirkjumálaráð- herra, sagði í samtali við Morgunblaðið að í lögunum væru m.a. ákvæði um leiðbeiningaskyldu stjórnavalda gagnvart flóttamönn- um, en í núgildandi lögum er bara ein grein sem fjallar um flótta- menn. „Þetta er mjög stórt frumvarp og felur í sér heildarendurskoðun á lögum um eftirlit með útlendingum sem er frá 1965 og er ætlað að leysa þau af hólmi,“ sagði Sólvegi. „Fyrirmyndin að þessu frumvarpi eru norræn lög, en tekið er tillit til íslenskra aðstæðna og í því er mið- að við að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar og tekið tillti til ým- issa athugasemda sem hafa komið fram um þessi mál.“ Ákvæði um réttar- stöðu útlendinga Sólveig sagði að það væri búið að bíða lengi eftir nýjum lögum á þessu sviði ekki síst þar sem kom- um útlendinga hingað til lands hefði fjölgað mjög mikið undanfarin ár. I frumvarpinu er að finna ákvæði um réttarstöðu útlendinga hér á landi ásamt reglum um komu þeirra, dvöl og brottfór. Því er lagt til að heiti nýrra laga vísi til út- lendinga almennt en ekki verði ein- göngu vísað til eftirlits með út- lendingum. Sólveig sagði að í frumvarpinu væri að finna mörg merkileg nýmæli. „Gert ráð fyrir breyttu heiti Út- lendingaeftirlitsins, en það mun heita Útlendingastofnun. Það er verið að undirstrika það að það er ekki bara verið að fjalla um eftirlit með útlendingum heldur málefni þeirra og réttarstöðu almennt. í frumvarpinu er fjallað sérstak- lega um rétt flóttamanna til hælis hér á landi og vemd gegn ofsókn- um. Þá er gert ráð fyrir því að það megi veita útlendingi, að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum, búsetu- leyfí eftir samfellda þriggja ára búsetu hér á landi, en búsetuleyfið er ótímabundið dvalarleyfi. Eitt af skilyrðunum er að viðkomandi hafi sótt námskeið í íslensku." „Flóttamenn eru skilgreindir sér- staklega í frumvarpinu og sá sem fellur undir slíka skilgreiningu á rétt á hæli hér á landi. Það er líka fjallað sérstaklega um vemd flótta- manna gegn ofsóknum, en með því emm við að uppfylla skyldui- okkar m.a. gagnvart samningi Sameinuðu þjóðanna gagnvart pyntingum. Það er hins vegar alveg ljóst að við höfum gætt þess mjög vel og Útlendingaeftirlitið í sínum ákvörð- unum að það er ekki úrslitaatriði hvort að menn hafa komið til lands- ins með fölsuð skilríki eða ekki átt farmiða til baka. Það sem er aðalat- riðið varðandi flóttamenn sem hér biðja um pólitískt hæli, er hvort að þeim stafi einhver hætta eða ógn af því að verða sendir til baka til þess lands sem þeir komu frá, eða til síns heimalands." Skýrari reglur um málsmeðferð Að sögn Sólveigar er í frumvarp- inu einnig fjallað um sameiginlega vemd þeirra sem lenda fjöldaflótta, t.d. vegna styrjalda. Þá er fjallað ít- arlega um málsmeðferð, sem og andmælarétt og leiðbeiningaskyldu til útlendinga og aðstoð til þeirra, en samkvæmt nýju lögunum eiga þeir rétt á talsmanni þegar um al- varleg mál er að ræða. Síðan eru líka fjölmörg ákvæði í þessum lög- um sem snerta aðild íslands að Schengen-samkomulaginu. „Hér er um að ræða afar við- amikið frumvarp sem þarf að skoða vel í þingnefnd, en ég tel að þetta frumvarp, ef það verður að lögum, að þá verði það til bóta bæði fyrir útlendinga og stjórnvöld og leiði til þess að gætt verður nánar að rétt- arstöðu manna almennt í þessum málum, ásamt því að reglur um málsmeðferð verða mun skýrari. Is- lensku lögin eru komin til ára sinna en ég held að menn telji samt al- mennt að Islendingar standi sig vel í þessum málum, þannig að ég held að málefni útlendinga hafi verið í nokkuð góðu lagi hér á landi. Það blasir við að það hafa orðið miklar breytingar í heiminum og það er mikill fjöldi manna sem fer á milli landa og því er orðið tímabært að koma með ný lög.“ fslenska ákvæðið gefur hættulegt fordæmi ÞÓRUNN Sveinbjamardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sat lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag í sendinefnd þingmannasam- takanna Globe, ásamt Kolbrúnu Halldórsdótt- ur, þingmanni Vinstri hreyfmgarinnar græns framboðs. Báðar eiga þær sæti í um- hverfisnefnd Alþingis. Megintilgangur Globe samtakanna er að stuðla að umhverfis- vernd og áttu þau áheymarrétt á ráð- stefnunni. Þórunn og Kolbrún gátu því fylgst með öllum opnum um- ræðum og fundum. í samtali við Morg- unblaðið sagði Þórunn að sem stjómarand- stöðuþingmaður og full- trúi í umhverfisnefnd hefði það verið nauðsynlegt fyrir sig að sitja þetta mikilvæga ráðstefnu. Hins vegar væri það alvarlegt mál að samkomu- lag hefði ekki náðst. Stjómvöld hefðu haft góðan tíma frá ráðstefnunni í Kyoto í Japan fyrir þremur áram til að vinna að sínum málum. „I öllum iðnvæddum löndum hefur losun gróðurhúsalofttegunda aukist á undanfómum áram og allt bendir til að hún haldi áfram að aukast, ekki síst eftir að samkomulag náðist ekki. Það er síðan spurning hvort sá póli- tíski vilji, sem á skorti í Haag, verði til staðar í maí á næsta ári þegar halda á ráðstefnunni áfram með fundi ráð- herra aðildarríkjanna. Auðvitað von- ar maður að svo verði en vettvangur- inn verður öðravísi þá þegar umhverfisvemdarsamtök verða ekki á staðnum til að beita þrýstingi," sagði Þórann og bætti við að hún hefði áhyggjur af stefnu Bandaríkja- manna komist George W. Bush til valda í Hvíta húsinu. Fátt benti til að sú ríkisstjóm hefði þann pólitíska vilja sem þyrfti til að ná samkomulagi um að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Þetta gæti breyst með auknum þrýstingi almennings á stjómvöld Vesturlanda. Þórann sagðist ekki hafa orðið vör við mikla umræðu á ráðstefnunni um sérákvæði íslands. Hins vegar hefði hún heyrt þá skoðun margra þing- manna innan Globe-samtakanna að ákvæðið gæfi hættulegt fordæmi. Þegar byrjað væri að gefa undanþág- ur vissu menn ekki hvar þær enduðu. Til dæmis hefði komið á ráðstefn- unni að Króatía kom með breytingartillögu sem byggði á svipuðum forsendum og sú ís- lenska. „Satt best að segja var íslenska ákvæðið ekki í neinum brenni- depli á ráðstefnunni. ís- lenska sendinefndin fann sér skjól undir regnhlífinni svokölluðu með Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Mér sýnd- ist sendinefndin hafa valið sér þá að- gerð að láta lítið fyrir sér fara, fá tU- löguna samþykkta í undimefnd og vona síðan hið besta á lokasprettin- um. Sjálfri finnst mér það ekki góð pólitík því að þá eram við ekki að axla sameiginlega ábyrgð á ferlinu,“ sagði Þórann. Alþingi taki upp ný vinnubrögð Þórunni finnst það ámælisvert að fulltrúar allra stjórnmálaflokka hafi ekki átt sæti í íslensku sendinefnd- inni í Haag, líkt og algengt væri hjá Norðurlandaþjóðunum, t.d. Finn- landi. „Mér finnst mjög brýnt að Alþingi íslendinga taki upp ný vinnubrögð hvað þetta varðar. Þetta er spuming um eðhleg og lýðræðisleg vinnu- brögð. Þessi ráðstefna, ásamt um- ræðunni um loftslagsbreytingar, skiptir ekki aðeins Island miklu máli heldur aUa jarðarbúa. Það hlýtur að vera fengur í því að sem flestir þing- menn hafi aðgang að þessum ráð- stefnum og tækifæri tU að kynna sér málefnin til hlítar. Þetta tækifæri fengum við Kolbrún í Haag,“ sagði Þórann en þær fengu tvo fundi með íslensku sendinefndinni eftir að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra varð við þeirra ósk um það. Þórunn Sveinbjarnardóttir D.K. Hirlekar, aðalræðismaður íslands í Bombay, Þorsteinn Pálsson sendiherra, Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Nirupam Sen, sendiherra Indlands á íslandi með aðsetur í Ósló. Morgunverður í boði aðalræðismanns s Islands í Bombay D.K. Hirlekar, aðalræðismaður Is- Iands í Bombay, hólt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta morgunverðar- boð er sá síðarnefndi heimsótti Indland í upphafí þessa mánaðar. í heimsókninni til Bombay hitti for- setinn einnig nokkra helstu kaupsýslu- og athafnamenn borgar- innar. Daginn áður en morgunverðar- fundurinn var haldinn var í dag- blaðinu The Economic Times New Delhi umfjöllun um ísland í tilefni af fyrstu opinberu heimsókn fs- lensks forseta til Indlands. Þar lýsir Savio W. Barretto landinu frá sjón- arhóli ferðalangs, sem er að upp- götva landið. Fram kemur að Hirl- ekar hafi átt þátt í að semja greinina. Einnig er birt æviágrip Ólafs Ragnars. Mission Iceland ..ÍS-SSSSSXST-. Awm œid COftfei fCfcofflC ÍD 9- W Yegurinn um Sel- strönd rofnaði SKARÐ kom í veginn urn Sel- strönd í miklum vatnavöxtum í fyrrinótt. Veginn tók sundur skammt frá bænum Hellu. Jón H. Elíasson, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík telur að um 20-30 m3 hafi skolað burt en við það myndaðist um 2 m skarð í veginn. Jón segir að úrhellis- rigning hafi verið á Ströndum í fyrradag og fram á nótt og hljóp mikill vöxtur í ár og læki. Tilkynnt var um atburðinn um kl. 7 í gærmorgun. Vega- gerðin lauk viðgerð um þrem- ur tímum síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.