Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Stjórnarflokkur Frjálslyndra sigraði f þingkosningunum í Kanada Bættu við sig þingsætum Ottawa. AP, Rcuters. JEAN Chretien, forsætisráðherra Kanada, og Frjálslyndi flokkurinn unnu ekki aðeins sigur í þingkosn- ingunum í landinu í gær, heldur jók flokkurinn meirihluta sinn, þvert of- an í það, sem spáð hafði verið. Er um að ræða mikinn persónulegan sigur fyrir Chretien en þetta er í fyrsta sinn frá stríðslokum, að einn og sami forsætisráðherrann sigrar í þrenn- um kosningum. Með sigrinum hefur Chretien tryggt sér sinn sess í kanadískri stjórnmálasögu en jafnframt sýndu kosningarnar vel þá gjá, sem er á milli austurs og vesturs í Kanada. í þremur vestustu fylkjunum sigraði bandalag hægriflokka með miklum yflrburðum en í austurhluta lands- ins, sem er miklu fjölmennari, átti bandalagið ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Chretien, sem hefur verið forsæt- isráðherra frá 1993, ákvað að boða til kosninga nú þótt hálft annað ár væri eftir af kjörtímabilinu, sem er fímm ár. Voru margir samherja hans and- vígir því og undir það síðasta bentu skoðanakannanir til, að mjótt yrði á mununum. Vegna þess gerðu leið- togar stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sér vonir um, að frjálslyndir misstu meirihluta sinn í neðri deild- inni. Úrslitin komu því mjög á óvart. Meirihluti Frjálslynda flokksins fór úr 161 sæti í 173 en í neðri deildinni situr 301 þingmaður. Mikilvægur sigur í Quebec Hyggjast leyfa líknar- dráp í Hollandi Amsterdam. AFP, AP, Reuters. ir 41%, Bandalagið 25%, Bloc Qu- ebecois 11%, íhaldsflokkurinn 12% og Nýir demókratar 8,5%. Sundraðir hægrimenn Joe Clark, fyrrverandi forsætis- ráðherra og leiðtogi Ihaldsflokksins, vann nauman sigur í sínu kjördæmi, Calgary í Alberta, en hann hefur strengt þess heit að hefja flokkinn aftur til þess vegs og virðingar, sem hann áður naut. Boðar það ekki gott fyrir Bandalagið, sem var stofnað upp úr Umbótaflokkinum fyrr á ár- inu og með það að markmiði að sam- eina hægrimenn í einum flokki. Leið- togi Bandalagsins, Stockwell Day, bókstafstrúaður, fynverandi predikari, segist þó viss um, að það muni komast til valda í Kanada. Ekki fer á milli mála, að meirihluti Kanadamanna er ánægður með efnahagsstjórnina en stjórninni hef- ur tekist að útrýma fjárlagahallan- um og hefur ráðist í nokkrar skatta- lækkanir. AP Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, og Aline, kona hans, veifa til stuðningsmanna í Quebec. Frjálslyndir misstu að vísu nokk- ur þingsæti í vesturfylkjunum en gerðu meira en að bæta það upp í austurhlutanum, til dæmis í Quebee, sem kom hvað mest á óvart. Þar unnu þeir átta sæti og hafa nú 37 eða jafn mörg og Bloc Quebecois, flokk- ur frönskumælandi Kanadamanna. Berst sá flokkur fyrir því, að Quebee segi sig úr lögum við Kanada. Úrslit- in eru því áfall fyrir aðskilnaðar- sinna. Kjörsóknin var ekki nema 63%, sú minnsta í Kanada í 75 ár. Af nærri 13 milljónum atkvæða fengu frjálslynd- Stærsta rán ísögu Danmerkur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. TVEIR menn á þrítugsaldri frömdu á mánudag stærsta rán í sögu Dan- merkur og klófesti danska lögreglan annan þeirra í gær. Hafði hann falið sig í íbúð í Kaupmannahöfn. Að sögn lögreglunnar fannst einnig nokkuð af fénu. Mennirnir rændu peningaflutn- ingabíl og höfðu sem svarar til 420 milljóna ísl. kr. upp úr krafsinu. Var óttast að þeir reyndi að komast úr landi með féð. Ránið var framið mánudagsmorg- un í Vestskoven suður af Kaup- mannahöfn. Annar bílstjórinn og sá sem nú hefur náðst, hinn 24 ára gamli Andrew Lawrence Johannis- son, dró upp skammbyssu og hlekkj- aði svo starfsbróður sinn við stýrið. Annar maður kom Johannisson til aðstoðar við að flytja peninginn yfir í bílaleigubíl sem reyndist vera á nafni bílstjórans. Johannisson var ráðinn til peningaflutningafyrirtækisins fyrir skömmu þrátt fyrir að hafa komist í kast við lögin. Lögregla vill þó ekki upplýsa hvað hann hafi brot- ið af sér. Gríðarlega umfangsmikil leit hef- ur farið fram að tvímenningunum auk þess sem gæsla hefur verið hert á landamærum. NEÐRI deild hollenska þingsins samþykkti í gær lagafrumvarp, sem kveður á um að læknum sé í ákveðnum tilfellum heimilt að aðstoða dauðvona sjúklinga við að binda enda á líf sitt, sé ströngum skilyrðum fullnægt. Öldungadeild þingsins tekur frumvarpið til afgreiðslu á næsta ári og víst þykir að það verði samþykkt, en þá yrði Holland fyrsta landið í heiminum til að heimila líknardráp. Síðan á áttunda áratugnum hafa dómar fallið og reglugerðir verið samþykktar í Hollandi, sem hafa gefið læknum nokkurt svigrúm til að aðstoða dauðvona sjúklinga við að binda enda á líf sitt. Hegningarlöggjöfinni hefur hins vegar ekki verið breytt til samræmis, og því hefur verið unnt að sækja læknana til saka fyrir morð. En verði frum- varpið að lögum yrði réttarstaða sjúklinga og lækna loks tryggð. Ströng skilyrði eru sett í frumvarpinu fyrir framkvæmd líknardrápa. Dauðvona sjúklingur, sem þjáist af óbærilegum og stöðugum kvölum, verður að vera með óskertri meðvitund og taka sjálfviljuga og ígrundaða ákvörðun um að binda enda á líf sitt. Læknir verður að hafa upplýst sjúkling um batahorfur og komist að öruggri nið- urstöðu um að ekki sé um raunhæfan valkost að ræða. Þá verður að leita álits annars læknis, auk þess sem líknardrápið verður að vera framkvæmt á viðeigandi læknisfræðilegan hátt. I drögum að frumvarpinu var gert ráð fyrir að ungmenni sem náð hefðu 12 ára aldri gætu óskað eftir aðstoð við að binda enda á líf sitt, án sam- þykkis foreldra, en í lokagerð frumvarpsins voru aldursmörkin færð upp í 16 ár. Nýtur víðtæks stuðnings Frumvarpið, sem neðri deild þingsins sam- þykkti með 104 atkvæðum gegn 40, nýtur víðtæks stuðnings í Hollandi, ef marka má skoðanakann- anir. Fylgjendur þess, þar á meðal Konunglega hollenska læknafélagið, telja að það tryggi rétt sjúklinga og færi iðju sem lengi hafi verið stunduð fram í dagsljósið. „[Samþykkt frumvarpsins] er í þágu þeirra sem þjást mikið og eiga ekki von um bata. Þetta fólk vill fá að deyja á mannúðlegan hátt, með reisn,“ sagði þingmaðurinn Thom DeGraaf í samtali við Reuters-fréttastofuna. Andstæðingar frumvarpsins, en meðal þeirra eru ýmsar trúarhreyfingar og stjómarandstöðu- flokkur kristilegra demókrata, óttast hins vegar að heimildin til líknardrápa verði misnotuð. Ýmsir hafa jafnvel dregið upp líkingu við Þýskaland nas- ismans. „Sömu röksemdir voru færðai- fram í Þýskalandi árið 1935 ... Hollendingar geta ekki lengur verið öruggir um líf sitt,“ sagði Bert Dor- enbos, talsmaður samtakanna Lífsóps. „Ef læknar hika ekki við að myrða fólk, munu þeir varla hika við að hætta læknismeðferð fólks sem þeim líkar ekki við,“ hélt Dorenbos áfram. 2.216 tilfelli á síðasta ári Samkvæmt opinberum tölum aðstoðuðu hol- lenskir læknar 2.216 sjúklinga við að binda enda á líf sitt á árinu 1999. í 90% tilvika var um að ræða fólk sem þjáðist af krabbameini. Þó er talið að fjöldi líknardrápa hafi verið mun meiri, en sér- fræðingar reikna með því að 60% tilvika séu ekki tilkynnt, vegna hættunnar á lögsókn. Arið 1993 samþykkti hollenska þingið reglugerð þess efnis að læknar sem aðstoðuðu sjúklinga við sjálfsvíg yrðu ekki sóttir til saka, þó áfram væru í gildi lög sem kveða á um allt að 12 ára fangelsis- refsingu fyrir líknardráp. Svipaðar reglur hafa verið settar í Belgíu, Sviss, Kólumbíu og Oregon- ríki í Bandaríkjunum, en líknardráp eru hvergi lögleg. í Norðurhéruðunum í Ástralíu var læknum reyndar heimilað að aðstoða dauðvona sjúklinga við sjálfsvíg árið 1996, en lögin voru afnumin ári síðar. Áform um samræmda skattheimtu af fjármagnstekjum í Evrópusambandinu Samkomulagi náð eftir að full- trúar Lúxemborgar létu undan Brussel. AFP, AP. EFNAHAGS- og fjármálaráðherrar Evrópusambandsins (ESB) komust á mánudag að samkomulagi, sem hefur það að markmiði að gera mönnum erfiðara um vik að skjóta sér undan því að greiða skatt af fjármagns- tekjum með því að færa spariféð á bankareikning utan heimalandsins. Harðar deilur höfðu staðið lengi um þessa skattasamræmingu ESB-ríkj- anna, og samkomulag náðist loks er Lúxemborgarar létu af andstöðu sinni. A ráðherrafundi sem hófst síðla sunnudags og varði fram á mánu- dagsmorgun náðist á grundvelli for- mennskutillögu Frakka samstaða um hvers konar bankareikningar eigi að falla undir hina samræmdu skatt- heimtu og hvernig aðildarríkin myndu skipta með sér því sem inn- heimtist. Fyrstu þrjú árin á að inn- heimta 15% skatt af vaxtatekjum fólks, en síðan á hann að hækka í 20%. Yfirvöld í því landi þar sem viðkomandi bankareikning- ur er skráður eiga samkvæmt sam- komulaginu að greiða 75% hins inn- heimta skatts til þess lands, þar sem eigandi bankareikningsins á lög- heimili. Að sjö árum liðnum stendur til að öll aðildarríkin taki upp kerfi til að skiptast á upp- lýsingum sem mun gera yfirvöld- um í hverju landi kleift að fylgjast með því hve þegn- ar viðkomandi lands þéna mikið í vexti í öðru ESB- landi - og skattleggja viðkomandi í samræmi við það. Þetta felur í sér, að reglan um bankaleynd verði í raun afnumin að hluta. En allstór hindrun er enn í vegi fyrir því að þessi áform komizt til framkvæmda, sem gætu gefið fjár- magnseigendum á flótta undan skattmanni nokkurn umþóttunar- tíma, en hún er sú, að kveðið er á um í samkomulaginu að það taki ekki gildi fyrr en hliðstæðir samningar hafa verið gerðh' við lönd utan ESB - svo sem Sviss, Liechtenstein og Mónakó, en einnig Bandarikin, þangað sem hætta væri á að fólk flytti sparifé sitt hið snarasta ef ekki væru hömlur við reistar. Víst þykir að ekki verði að- hlaupið að ná slíkum samningum, svo sem við Sviss, sem vakir mjög yfir hinum alþekktu ströngu reglum sín- um um bankaleynd. Leiðtogar ESB eiga eftir að leggja lokablessun sína yfir samkomulagið, er þeir koma saman í Nice í Frakk- landi í desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.