Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 54
fá MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR ÖRN BIRGIS + Einar Örn Birgis var fæddur 27. september 1973 í Reykjavík. Hann lést hinn 8. nóvember sl. Utför Einars Arnar fór fram fimmtudag- inn 23. nóvember frá Hallgrímskirkju. Kveðja frá knatt- spyrnudeild HK Með sorg í hjarta kveðjum við félaga og leikmann okkar frá í sumar, Einar Öm Birg- is. Einar var fenginn til þess að koma til liðs við meistaraflokk HK í sumar þegar sýnt var að félagið væri í erfið- leikum á Islandsmótinu. Einar Öm lét ekki sitt eftir liggja og endaði tímabilið sem markahæsti maður liðsins. Það var mikið lán fyrir félags- menn okkar að fá að kynnast þeim einstöku mannkostum sem Einar Öm hafði til að bera. Frá fyrsta degi er hann kom til leiks og starfa hjá okkur geislaði af honum mikil hlýja og vinátta í garð allra. Einar Örn var sönn fyrirmynd ungra knattspymuiðkenda í félaginu, hvort heldur var innan eða utan vallar. Og ávallt var hann reiðubúinn til að miðla af þeirri þekkingu sem hann hafði öðlast sem knattspymumaður á meðal þeirra bestu, til okkar yngri fé- laga. Kæri vinur, Einar Öm, hvíl þú í friði. Nú þegar við kveðjum góðan vin, sendum við fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um þeim blessunar á erfiðum tímum. Knattspyrnudeild HK. Kveðja frá leikmönnum Þróttar 1996 til 1997 Árið 1997 náðu Þróttarar að vinna sér sæti í efstu deild. Þar átti Einar Örn hvað stærstan þátt, með fram- göngu sinni innan vallar sem utan. Einar átti frábært leiktímabil, skor- aði mörk, lagði upp mörk og það hreinlega geislaði af honum í öllum hans tilburðum. Skapgerð hans og persónuleiki, glaðværð og umhyggja hreif okkur hina með. Eftir fram- göngu Einars var tekið og fór svo að hann hélt í atvinnumennsku árið eft- ir. Það lýsir þessum trausta félaga, að hann hélt alltaf tengslum við hóp- inn. Við þökkum þér, einlægi og ' trausti vinur, samveruna og þær ófáu gleðistundir sem þú gafst okkur. Guð blessi minningu þína og veiti fjöl- skyldu þinni og unnustu styrk í sorg- inni. Willum Þór Þórsson. arúmi sem erfitt verður að fylla. En minning um góðan vin geymist í hjarta mínu um alla ei- lífð. Megi tilvera þín í himnaríki vera eins björt og sál þín er. Ingi Þór Guðmundsson. Elsku Einar Öm. Það er svo erfitt að átta sig á tilgangi lífsins þeg- ar maður eins og þú er tekinn í burtu. Það er svo sárt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig og hlæja með þér aftur. Ég man svo vel eftir kynnum okkar íýrir sjö árum, þú varst að selja sæl- gæti í sjoppuna í FB. Það var ótrúlegt hvað við gátum talað saman, það var eins og við hefðum alltaf þekkst, þú gafst þér alltaf tíma til að staldra við og spjalla, þú áttii' stóran þátt í því að gera starfið í sjoppu útskriftamema skemmtilegt. Einnig minnist ég þeirra stunda sem við áttum saman þegar við vorum að skemmta okkur, alltaf varstu svo glaður, góður, einlægur, heiðarlegur og fallegur að ég átti erfitt með að trúa að svona strákar væra til. Ég er svo þakklát fyrir að leiðir okkar lágu saman aftur þegar ég kynntist Inga og var ég búin að sjá margar stundir í framtíðinni fyrir mér þar sem þú og Gulla, ég og Ingi mynd- um skemmta okkur mikið saman. Ég skil ekki af hveiju þú þurftir að fara, framtíðin blasti við þér, draumur þinn um að opna eigin búð hafði ræst og þú varst búin að finna ástina í lífi þínu. Það blundar svo mikil reiði innra með mér, en ég ætla að reyna mitt besta til að bæla hana niður og hugsa um að þér hafa verið ætluð æðri og betri störf annars staðar. Einar minn, ég veit að þú ert engill og munt passa okkur öll. Ég ætla að kveðja þig með því að segja þér hversu þakklát ég er fyrir að hafa fengið að kynnast þér og ég á eftir að sakna þess að fá ekki að njóta nærvera þinnar aft- ur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Gulla, Aldís, Birgir, Gúddí, Biddi og fjölskyldur ykkar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð og engillinn ykkar hann Einar gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg um ókomna tíð. Rannveig J. Haraldsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. (V.Briem) Elsku Einar Öm! Það er mikill söknuður í hjarta mínu að missa eins góðan vin og þú varst. Við gátum tal- að um allt milli himins og jarðar. Þú varst alltaf svo jákvæður og sást já- kvæðar hliðar á hlutunum og spilaði kímnigáfa þín þar stórt hlutverk. Tengsl okkar vinanna vora mikil í gegnum fjölskyldur okkar, Fossvog- inn, handboltann og sem sambýling- ar í Noregi í hálft ár. Er mér þá minnisstæð ein saga þar sem þú ætl- aðir að fá þér að borða eitthvað fljót- legt og gott. Þar sem þú varst nýfl- uttur inn í nýja íbúð með öllu nýju og vanur hótel mömmu ákvaðst þú að fá þér ristaðbrauð með tilheyrandi. Þú skelltir brauði f brauðristina og fórst svo upp í sófa að horfa á sjónvarpið. ^Allt í einu, þér til undranar, barst mikill reykur um alla íbúð. Varst þú nú fljótur að átta þig á því að þessi reykur kom úr brauðristinni og eftir nánari athugun kom í ljós að þú hafð- ir gleymt að taka leiðbeiningabækl- inginn út úr nýju brauðristinni. Þessi saga segir meira en mörg orð um þig, kæri vinur. Þegar ég hugsa til þess að —geta aldrei hitt þig og spjallað saman úm allt og ekkert fyllir það mig tóm- Mig langar með nokkrum orðum að minnast Einars Amar vinar míns, eins og hann birtist mér fyrir sjónum, en er nú látinn langt fyrir aldur fram. Hann var tekinn frá okkur án nokk- urs fyrirvara sem gerir þennan orðna hlut enn erfiðari að kyngja en ella. Lífið virtist brosa við Einari þar sem honum gekk allt í haginn á öllum þeim sviðum sem skiptu hann máli. Ég man fyrst eftir Einari í Foss- vogsskóla sem náunga, sem sjálfspil- aði út í eitt í fótbolta á skólalóðinni. Hann var einu ári yngri en sá hópur sem hann hélt sig mest með seinna meir. Kannski þess vegna datt hann ekki almennilega inn í vinahópinn okkar fyrr en í Réttó og enn betur þar á eftir. Sjálfur umgengst ég hann mest frá og með menntaskólaárun- um. Við voram ekki alltaf að gera eitthvað merkilegt, heldur oft bara að hanga, s.s. í heita pottinum í laugun- um á góðvirðisdögum, í billjard, að tefla eða bara að kjafta. í kringum Einar var alltaf nóg að gerast hvem- ig sem á það er litið. Hann átti gríðar- lega mikið af kunningjum og var mik- ið á ferðinni, ýmist til að sinna þeim eða áhugamálum sínum sem að mestu voru tengd hinum ýmsu íþrótt- um. Hann var góður í þeim íþróttum sem hann lagði fyrir sig. Einar var fæddur sigurvegari. Hann var vinur vina sinna og það var gott að tala við hann. Þó að hann gæti verið alvarlegur og einlægur í góðu tómi, þá gat hann líka verið glettilega stríðinn og spaugsamur og átti það til að taka hinar ótrúlegustu rispur í þeim efnum sem engan endi virtist ætla að taka. Hann gat tekið löng sóló. Þegar vinahópurinn hittist um helgar gat Einar gjörbreytt stemmningunni með nærveru sinni. Hann var lykilmaður í að lyfta upp partýum. Þetta gerði hann iðulega án þess að lyfta glasi, ólíkt flestum okk- ar vinanna á slíkum stundum. Einar var öraggur með sig og hafði vel efni á því. Hann var mælskur og góður í að hrífa fólk með sér. Ég sé fyrir mér þegar hann kemur til okkar þar sem vinahópurinn ætlar að eiga góða kvöldstund saman, sem reyndar hafa verið ófáar, og byrjar að reyta af sér brandarana og segja sögur þar sem hann gerir grín að ein- hveijum okkar vinanna, en einnig að sjálfum sér. Einar var gæddur þeim hæfileika geta gert það sem aðrir upplifa sem ofurvenjulega reynslu að stóram og góðum brandara. Vina- hópurinn gerði áður fyrr mikið grín að tónlistarsmekki Einars, sem okk- ur vinum hans þótti furðulegur og hæfa frekar stelpum á gelgjuskeiði. En Einari var alveg sama og hló bara með okkur. Þannig var Einar. Hann fór ekki leynt með það sem honum fannst og við voram famir að virða það og þar með datt grínið upp fyrir. Þó að hann hafi verið vinsæll meðal vina sinna og hafi ræktað vel sam- band sitt við þá duldist það engum hversu heimakær og mikill íjöl- skyldumaður hann var. Honum leið einna best heima hjá sér enda þægi- legt andrúmsloft á heimili foreldra hans. Síðsumars keypti hann svo íbúð ásamt Gullu, unnustu sinni, sem ég átti reyndar ekki kost á að njóta sam- verastunda né gleðjast með honum í. Reyndar átti ég þess ekki kost á að rækta samband við hann allra síðustu mánuðina eins og ég hefði nú óskað að hafa gert. Það verður að bíða betri tíma. Gullu, Birgi, Aldísi, Bidda og Gúddí votta ég mína dýpstu samúð. Hugur minn er hjá ykkur. Deyrfé, deyjafrændur, deyrsjálfuriðsama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (ÚrHávamálum.) Blessuð sé minning þín. Þín er sárt saknað. Gunnar Árni Gunnarsson. Mig langar að minnast Einars Amar, bekkjarbróður míns úr Foss- vogsskóla, með nokkram orðum. Einar Öm var alltaf vítamín- sprautan í bekknum og það var aldrei lognmolla í kringum hann. Hann hélt uppi leikrænni tjáningu fyrir bekkinn í tímum, oft við lítinn fögnuð kennarana, en svo brosti hann bara blítt og þá fyrirgáfu kennaram- ir allt. Einar Öm hafði alltaf svör við öllu á reiðum höndum og það er hæfileiki sem ég öfundaði hann oft af. Ef hann var t.d. spurður af kennara hvers vegna hann væri seinn í tíma, þá gat hann spunnið upp sögu á örskots- stundu sem var svo ótrúleg að brátt vora allir famir að brosa. í dag er mér mjög minnistætt ein- lægt samtal sem við áttum fyrir um tveimur áram þar sem við voram ekki lengur bara pollar með sítt að aftan heldur ungt fólk með alla okkar drauma og væntingar til lífsins. En lífið er hverfult. Kallið er komið, komin er nú 9tundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn slðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð á sorgarstundu. Ásdis Rósa Ásgeirsdóttir. Okkur langar í fáum orðum að minnast félaga okkar Einars Amar. Við voram hanni slegnir þegar frétt- in barst um að hann væri farinn frá okkur. Vinskapur okkar hófst í barnaskóla og fljótlega fóram við að æfa saman fótbolta hjá Víkingi. Það var þar sem við áttum okkar bestu stundir. í æfinga- og keppnisferðum naut Einar Öm sín best, alltaf léttur í lundu og til í að sprella. Einar Öm var mikill keppnismaðui' og ákaflega hæfileikaríkur í öllum þeim íþróttum sem hann tók sér fyrir hendi. I Réttó var hann valinn íþróttamaður ársins enda valinn í skólaliðið í öllum grein- um og einnig naut hann velgengni ut- anskóla með þeim félögum sem hann æfði með. Við áttum saman góðar stundir í Heimilistækjum þar sem faðir Einars vann en þar lékum við okkur stundum í billiard og borð- tennis. Sölu-genið hefur Einar erft frá föður sínum og sáum við það fljótt á yngri árum að Einar myndi verða sölumaður. Það var því alveg eftir spá okkar að Einar fór af stað með að opna verslun á Laugaveginum. Því miður fékk hann ekki tækifæri til að rækta það sem hann hóf þar. Við viljum þakka Einari, Aldísi, Birgi og íjölskyldu fyrir þær yndis- legu stundir sem við áttum í Dala- landinu og sérstakar þakkir fyrir all- ar þær samlokur og heita kakóið sem Aldís útbjó fyrir okkur. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér,vinur. Far vel á braut Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut (Vald. Briem.) Elsku Aldísi, Birgi og fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Ein- ars Amar. Þínirvinir, Lárus, Gísli, Guðmundur og Halldór. Það er komið að kveðjustund en samt er lífið einhvem veginn rétt að byija. Steini og Axel era komnir með tjöl- skyldur, Villi er loksins búinn með lög- fræðina og draumur Einars um eigin atvinnurekstur er orðinn að veruleika. Við sitjum eins og svo oft áður héma á Baldursgötunni, félagamir, og riijum upp allar þær ánægjulegu stundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Við spjöllum um heima og geima, dreypum á kaffi og sötrum smákonna. Koníaksglösin era þijú, kaffiboll- amir þrír, en samt eram við fjórir því Einar Öm er með okkur eins og hann verður alltaf. Alla tið á meðan jörðin snýst í kringum sólina. Það er sögu- stund og Einar er hi-ókur alls fagnað- ar. Hann rifjar upp söguna af Steina frá Hollandi þegar hann bað húsvörð- inn að gera við eldhúsvaskinn en enskukunnáttan var ekki betri en svo að húsvörðurinn lét gera við baðher- bergisgluggann í staðinn. Hann gerir líka að umtalsefni ótal ferðir Axels til útlanda til þess að kynna sér helstu nýjungar í baráttu miðaldra karl- manna við ótímabært hái'los. Það er margs að minnast og sögumar era margar. Það eru líka til ótal skemmtilegar sögur þar sem Einar er í aðalhlut- verki. Það líðm’ okkur seint úr minni þeg- ar Einar var nýfluttur tfl Noregs tfl að spila með Lyn og keypti sitt fyrsta heimilistætó sem var brauðrist. Það ævintýri endaði með því að allt til- tækt slökkvilið Oslóborgar var kallað út því Einar hafði í ógáti ristað leið- beiningamar sem fylgdu brauðrist- inni með jómfrúarbrauðsneiðunum. Það er síðan í fullkomnu samræmi við kímnigáfu Einars að hann fór í fram- haldinu í verslunina þar sem hann keypti brauðristina og reyndi að skila henni á grandvelli þess að um gallaða framleiðslu væri að ræða. Við munum það líka eins og það hefði gerst í gær þegar við fóram að heimsækja Einar til Noregs og við þurftum að greiða yfirvigt í Leifsstöð af því við voram með allan þvottinn hans Einars í fartestónu. Hann var ekkert sérstatóega hrifmn af norsk- um þvottahúsum og fannst betra að senda þvottinn bara heim til Islands til mömmu. Það stendur okkur einnig ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum þegar við voram fengnir til að vaka eina nótt yfir flugeldabirgðum Þróttar og Ein- ar ákvað að halda sína prívat flug- eldasýningu klukkan þijú að nóttu svona rétt tfl að þakka íbúum hverfis- ins fyrir stuðninginn á nýafstöðnu keppnistímabili. Þær era svona minningamar sem við eigum saman, vinimir, og þær getur enginn tekið frá okkur. Atvik sem þessi lýsa Einari líka vel; glað- værðinni, lífsgleðinni, hjálpseminni og væntumþykjunni sem hann ber til okkar allra. Já, lífið er rétt að byrja og við sitj- um hérna fjórir, vinimir, í fullvissu um það að við eigum eftir að halda áfram að skiptast á sögum um ókomna tíð. Einar er allt um kring og þannig verður það áfram því vináttan varir að eilífu og eilífðin er lengri en ör- stutt ævi hvers og eins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorsteinn Halldórsson og Axel Goniez. MAGNA SÆMUNDSDÓTTIR + Magna Sæ- mundsdóttir fæddist á Krakavöll- um í Flókadal í Fljót- uin 19. september 1911. Hún lést 13. nó- vember sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 20. nóvember. Elsku Magna amma. Mig langar að kveðja þig með nokkr- um orðum. Það era svo margar myndimar af þér í huga mínum. Þú: í Hríseyjargötunni, að vinna í þvottahúsinu Mjallhvít, halda heim- ili með mömmu þinni og pabba, mik- ið sem þú hugsaðir vel um þau, að elda mat og baka í litla eldhúsinu þínu, að segja sögur frá gömlum tímum, lesa, mála myndir, sauma út, búa til jólakort, rækta blóm, skrifa bréf til vina og ættingja, fylgjast með hverjum nýjum einstaklingi sem bætist við fjölskyldutréð, hvað það gladdi þig að fá litla nöfnu. Aldrei sastu auðum höndum. Það var alltaf hægt að leita ráða hjá þér, þú varst vel að þér á öllum sviðum, fjársjóður sem alltaf var hægt að leita í og aldrei tæmdist. Þegar ég heimsótti þig á síðasta afmælis- deginum þínum, þegar þú varðst 89 ára, sagð- ir þú við mig „Ertu komin og ég sem á ekkert stórafmæli“ en ég sagði við þig „Amma mín, hvert ár sem bætist við hjá okk- ur er stórt“ og þú sam- þykktir það. Síðasta heimsókn mín til þín á dvalar- heimilið Hlíð var fyiir nokkrum dögum, sú mynd verður vel geymd, þar sem við sátum, drakkum kaffi með sykur- mola, ég hélt í hlýju mjúku höndina þína og við töluðum mikið um mömmu, þú saknaðir hennar svo sárt og áttir erfitt með að sætta þig við fráfall hennar, sárið í sálinni var djúpt, þér fannst þú ekki hafa kvatt hana og talaðir um að þig dreymdi hana mikið. Ég veit að hún hefur tekið vel á móti þér. Elsku amma, öll myndbrotin í huga mínum um þig verða vel geymd og gott að geta kallað þau fram hvenar sem er. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kolbrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.