Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svíður í sviðasultu SAUÐFJÁRSLÁTRUN er nú að mestu lokið hjá Sölufélagi Austur- Húnvetninga á Blönduúsi. Þar verður lúgað meira en 53 þúsund- um fjár, að sögn Sigurðar Júhann- essonar framkvœmdastjúra. Stúr- gripum er slátrað allt árið, eftir því sem markaðurinn tekur við. Sigurður Þorkelsson var að svíða hausa þegar blaðamenn komu við á Blönduúsi. Megnið af hausunum fer í sviðasultu sem er búin til hjá Sölu- félaginu og seld um allt land. Þess má geta að Björn Kristjánsson hjá Sölufélaginu fékk gullverðlaun í fagkeppni kjötiðnaðarmeistara ár- ið 1998 fyrir sviðasultuna gúðu. Harður árekstur á Akureyri ALLHARÐUR árekstur varð í Þingvallastræti á Akureyri í gær- kvöldi. Engin meiðsl urðu á fólki en draga varð annan bílinn af vettvangi. Launhált var á götum Akureyrar. Lögreglumenn stöðvuðu marga bíla vegna þess að einungis logaði á öðru framljósinu. Ökumönnum er gefinn sólarhringsfrestur til að láta laga ljósabúnað en mega ella búast við sekt. Morgunblaðið/RAX StörfAl- þingis á áætlun STÖRF Alþingis eru á áætlun, að sögn eins varaforseta þings- ins, Isólfs Gylfa Pálmasonar, sem segir það óvenjulegt á þessum árstíma þegar fjárlög eru meðal annars til umræðu. Önnur umræða um fjárlaga- frumvarpið 2001 á að fara fram á morgun, fimmtudag, og þriðja umræða 8. desember næstkom- andi, ef allt gengur eftir. Samkvæmt starfsáætlun Al- þingis fer það í jólaleyfi föstu- daginn 15. desember og á að koma aftur til starfa mánudag- inn 22. janúar 2001. Þinglok fyi-ir jól eru þó háð afgreiðslu stón-a mála á borð við tekju- stofna sveitarfélaganna, sam- einingu ríkisbankanna og einkavæðingu Landssímans. ísólfur Gylfi sagði að eins og staðan væri nú væru allar líkur á að þingmenn og starfsmenn Alþingis færu í jólaleyfi hinn fimmtánda næsta mánaðar. „Það er í raun einstakt hversu vel okkur hefur gengið að vinna að fjárlögunum og gott að geta haldið áætlun þingsins, sem stundum hefur nú brugðist,“ sagði ísólfur Gylfi. ÍE kaupir fyrirtæki í lyfjarannsóknum og stofnar annað um krabbameinsrannsóknir Algengustu teg- undir krabbameins rannsakaðar Veltan á gjaldeyrismarkaði hefur stóraukist frá þvi 1 fyrra 700 milljarða kr. velta á árinu ÍSLENSK erfðagreining hefur stofnað nýtt fyrirtæki um rann- sóknir á krabbameini, en nýja fyrir- tækið hefur hlotið nafnið Islenskar krabbameinsrannsóknir ehf. og mun rannsaka allar algengustu gerðir krabbameina. Þá hefur IE einnig keypt íslenskar lyfjarann- sóknir ehf. (Eneode), af Þór Sig- þórssyni og fjölskyldu hans, en fyr- irtækið er rúmlega ársgamalt og hefur stundað þjónusturannsóknir fyrir lyfjaiðnaðinn. Páll Magnússon, framkvæmda- stjóri upplýsinga- og samskipta- sviðs ÍE, sagði í samtali við Morg- unblaðið að um 15 manns störfuðu nú að krabbameinsrannsóknum hjá |E og þeir myndu færa sig yfir til íslenskra krabbameinsrannsókna ehf. Hann sagði að búist væri við því að fyrirtækið myndi fljótlega vaxa og að innan skamms myndu um 40 til 50 manns starfa hjá því. Laufey Ámundadóttir, sem stýrt hefur krabbameinsrannsóknum ÍE, verð- ur framkvæmdastjóri fyrirtækisins. ÍE stundar nú þegar rannsóknir á krabbameini í lungum, húð, nýr- um, eistum, skjaldkirtli og blöðru- hálskirtli. Páll sagði að nýja dóttur- fyrirtækið myndi byggja á þessu starfi og rannsaka allar algengustu gerðir krabbameins. Þá væri í und- irbúningi átaksverkefni sem miðaði að heildstæðan rannsókn á öllu krabbameini á Islandi. Páll sagði að Þór Sigþórsson hefði verið ráðinn framkvæmda- stjóri Islenskra lyfjarannsókna og að starfsmenn þess, sem væru um 20 talsins, myndu allir halda vinnu sinni. Hann sagði að það hefði verið samkomulag kaupanda og seljanda að gefa ekki upp kaupverð fyrirtæk- isins. íslenskar lyfjarannsóknir ehf. sérhæfa sig í lyfjaprófunum og í lyfjaerfðafræðilegum rannsóknum. I fréttatilkynningu frá ÍE segir að vegna samninga við fjölmarga inn- lenda og erlenda samstarfsaðila sé líklegt að tekjur fyiirtækisins muni aukast hröðum skrefum á næstunni. Páll sagði að ætlunin væri að halda báðum þessum fyrirtækjum, þ.e. ís- lenskum krabbameinsrannsóknum og Islenskum lyfjarannsóknum, að- skildum frá sjálfu móðurfyrirtæk- inu. VELTAN á gjaldeyrismarkaði hef- ur stóraukist það sem af er þessu ári og margfaldast ef litið er til síð- ustu fjögurra ára. Þannig er veltan það sem af er árinu nú þegar orðin 230 milljörðum króna meiri en velt- an var allt árið í fyrra eða sem nem- ur rétt tæpum 700 milljörðum króna fram til 27. nóvember, en var tæpir 468 milljarðar króna allt árið í fyrra, samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Islands. Veltan var litlu minni árið 1998 eða tæpir 402 milljarðar kr., en hef- ur hins vegar fjór- til fimmfaldast frá árinu 1997 þegar heildarveltan á gjaldeyrismarkaðnum var rúmir 162 milljarðar kr. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka íslands, sagði að þegar gjaldeyrismarkaðir þroskuð- ust ykist veltan og yrði alltaf tölu- vert mikið margfeldi af undirliggj- andi viðskiptum með vörur og þjónustu vegna fjármagnsstrauma þar sem menn höguðu seglum eftir því hvernig vindar blésu hverju sinni á markaðnum. Ef litið væri til annarra landa væri veltan á gjald- eyrismarkaði í hlutfalli við viðskipti Velta á millibanka- markaði með 6 gjaldeyri 1997-2000 í milljörðum kr. 468,0 1997 1998 1999 2000 með vöru og þjónustu iðulega meiri en ofangreindar tölur bæru með sér. Már sagði að það sem yki þessa veltu núna væri sá þrýstingur sem krónan hefði verið undir undanfarið og sú staðreynd að Seðlabankinn hefði verið virkur á markaðnum með mjög stórar upphæðir til þess að verja krónuna. Áður hefði Seðla- bankinn verið mjög lítið inni á þess- um markaði. Ungur markaður Már benti ennfremur á að gjald- eyrismarkaðurinn hér á landi væri ungur. Hann hefði ekki orðið til fyrr en á árinu 1993 og í rauninni hefði hann ekki orðið virkur fyrr en skammtímahreyfingar fjármagns hefðu orðið frjálsar í upphafi árs 1995. Þá hefði einnig áhrif í þessum efnum að gerðar hefðu verið skipu- lagsbreytingar á markaðnum í júlí- mánuði 1997. Fram til þess tíma hefði markað- urinn verið skipulagður með þeim hætti að menn hefðu komið saman til fundar í Seðlabankanum þar sem gengisskráningin hefði farið fram, en eftir þann tíma hefði markaður- inn verið endurskipulagður sem samfelldur markaður. Það hefði aukið mjög virknina og viðskiptin á markaðnum og það sýndu veltutöl- urnar fynr árið 1998 í samanburði við árið 1997. Sérblöð í dag www.mbi.is ► i VERINU í dag er greint frá sölu Stofnfisks á hrogn- um og þjónustu til Skotlands, fjallað um rækju- verksmiðjuna í Bolungarvík og sagt frá hjátrú i tengsl- um við sjómennsku og sjósókn, auk frétta af ÉlIfö£UHÍiíí2iUft ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Örn jafnar metin við Guðmund D/1 Birmingham sækir um íslenskt ríkisfang D/4 ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.