Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 57 FRÉTTIR Ferðaþjonustuaðilar á Vesturlandi funda Tekið verði af festu á lausagöngu búfjár og umhverfisspjöllum Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Ferðamálasamtök Vesturlands héldu aðalfund sinn í Hótel Höfða í Ólafsvík. Fundur um áhrif j ar ðhitavir kj ana á umhverfíð Hellnum. Morminblaðið. FERÐAMALASAMTÖK Vestur- lands héldu aðalfund sinn í Hótel Höfða í Ólafsvík í síðustu viku. Samtökin starfa meðal annars að sameiginlegum kynningarmálum á landshlutanum og í stjórn þeirra eru fulltrúar ferðamálasamtaka frá Akranesi, Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, Dölum og Snæfells- nesi auk þess sem fulltrúi frá sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi á sæti í stjórninni. Auk venjulegra aðalfundastarfa voru ýmis mál ofarlega á baugi í umræðunni svo sem umhverfis- mál, þar sem upp kom hugmynd um sektir fyrir umhverfisspjöll, lausaganga búíjar, almenn um- hirða í sveitum landsins og niður- rif girðinga, merkingar á ferða- mannastöðum og útsýnisstaðir meðfram vegum. Fræðsla og skemmtun Á fundinum voru samþykktar þrjár ályktanir en í þeim skora Ferðamálasamtök Vesturlands á stjórnvöld að taka með festu á lausagöngu búfjár til að tryggja öryggi á vegum og einnig að taka með festu á umhverfisspjöllum. Einnig skoraði fundurinn á Vega- gerðina að stuðla að því að komið verði upp útsýnisstöðum á fjall- vegum á Vesturlandi. Sérlegur gestur fundarins var Ómar Benediktsson frá Markaðs- ráði og ræddi hann um leiðir til að markaðssetja svæði, mikilvægi þess að skapa seljanlega vöru og að vinna að aukinni markaðssetn- ingu á þeirri vöru á jaðartímum ferðaþjónustunnar. Ferðaþjón- ustuaðilar lögðu ótal spurningar fyrir Ómar sem hann svaraði greiðlega og gaf mörg holl og góð ráð. Eftir erindi Ómars snæddu fundarmenn kvöldverð í veitinga- sal Hótels Höfða. Valinkunnir sagnamenn og söngvaskáld af Vesturlandi skemmtu gestum und- ir borðum en hvatt hefur verið til þess að nota sagnahefðina til að styrkja ferðaþjónustu á svæðinu. DR. HALLDÓR Armannsson, sér- fræðingur á Orkustofnun, heldur fyrirlestur á vegum Vísindafélags Islendinga í Norræna Húsinu fimmtudaginn 30. nóvember kl. 20:30. Helstu orkukostir Islendinga eru vatnsafl og jarðhiti. Undanfarið hafa orðið töluverðar umræður í þjóðfélaginu um umhverfisáhrif vatnsaflsvirkjana. Mun minna hef- ur verið rætt um áhrif jarðhita- virkjana á umhverfi sitt. Þó að jarð- hiti teljist frekar meinlítil orkulind verður rask af virkjun hans eins og af öllum mannvirkjum. Vatnsafls- virkjanir krefjast oftast mikils landrýmis sem fer undir vatn og valda þannig staðbundnum um- hverfisáhrifum. Jarðhitavirkjanir þurfa minna landrými en einn ókostur háhitanýtingar er útblástur gastegunda eins og brennisteins- vetnis sem er eitruð lofttegund og koltvíoxíðs sem er gróðurhúsaloft- tegund. Útblástur á orkueiningu er þó aðeins brot þess sem fylgir hefð- bundnum kola- og gasorkuverum. Bæði jarðhiti og vatnsorka hafa þann ótvíræða kost að vera inn- lendir orkugjafar sem menga mun minna en olía og kol, segir í frétta- tilkynningu. í fyrirlestrinum verður sagt írá helstu umhverfisáhrifum jarðhita- nýtingar. Þau eru útlits- og eðlis- breytingar jarðhitasvæða, aukinn hávaði, aukið afrennsli heits vatns og efnamengun. Boranir og vinnsla jarðhita leiða oft til þess að hverir og laugar hverfa. Mannvirki, vegir og borholur, geta stungið í augu. Vinnsla vatns og gufu veldur stund- um landsigi og myndast geta gufu'- bólur í jarðlögum sem auka hættu á gassprengingum. Til þess að halda vökvanámi, varma- og efnamengun í lágmarki er affallsvatni oft dælt til baka niður í jarðhitakerfin. Sé það gert á virkum sprungusvæðum gæti það komið af stað jarðskjálft- um og skapað vissa hættu. Lýst verður stuttlega verkefni um átak í umhverfismálum jarð- hitanýtingar sem Orkustofnun, Lands-virkjun, Hitaveita Reykja- víkur og Hitaveita Suðurnesja stóðu að. Helstu þættir þess voru rannsóknir á gasi í andrúmslofti og á tæringu af völdum úða frá virkj- unum. I lokin verður stuttlega skýrt frá- umhverfismati sem farið hefur fram vegna nýtingar nokkurra jarðhitasvæða á Islandi og litið sér- staklega á umhverfismat sem gert var vegna fyrirhugaðrar jarðhita- virkjunar í Bjarnaflagi við Mývatn. Félagsfundur Ættfræði- félagsins ÞRIÐJI félagsfundur Ættfræðifé- lagsins í vetur verður haldinn fimmtudaginn 30. október. Fund- arstaður er salurinn á 3. hæð í húsi Þjóðskjalasafnsins (gömlu Mjólk- urstöðinni) við Laugaveg 162. Farið er inn í portið og inn um dyrnar í horninu til hægri. Þar er lyfta upp. Fundurinn hefst klukkan 20.30, en húsið verður opnað klukkan 19.30. Erindi flytja: Jörmundur Ingi Hansen og Tómas Vilhjálmur Al- bertsson. Þeir tala um ættir Óðins hins eineygða og tengsl hans við nútímamenn. Boðið verður upp á kaffi og með því. Allir eru velkomnir. Hægt er að ganga í félagið á fundinum, seg- ir í fréttatilkynningu. ---------------- SUF með opið hús SAMBAND ungra framsóknar- manna stendui' fyrir opnu húsi í húsakynnum Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 í Reykjavík fimmtudaginn 30. nóvember nk. kl. 20 og verður gestur kvöldsins dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Islands. Yfirskrift fundarins verður „Ætti að sameina Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn?“ en Hannes mun ennfremur ræða um flokka- kerfið, einstaka stjórnmálamenn og lesa upp gamansögur úr nýrri bók sinni. ---------------- Styðja kennara KENNARAR í Hamarsskóla í Vest- mannaeyjum hafa sent frá sér eftir- farandi ályktun: „Kennarafundur í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum lýsir yfir áhyggj- um sínum vegna verkfalls fram- haldsskólakennara sem leitt getur til þess að nemendur hverfi frá námi og kennarar úr starfi. Við lýsum yfir fulium stuðningi við aðgerðir framhaldsskólakennara og kröfur og skorum á ríkisvaldið að semja hið fyrsta um raunverulega launaleiðréttingu til handa fram- haldsskólakennurum." Þátttakendur valdir í spurn- ingaþátt STÖÐ 2 er að hefja upptökur á spurningaþætti í desember sem heitir Viltu vinna milljón? Nú er verið að velja þátttakendur í fyrstu tvo þættina, sem teknir verða upp í Reykjavík 14. desember. Það er gert með þvi að fólk hringir í síma 907 2121 og svarar einni einfaldri spurningu. Tölva sér síðan um að velja úr nöfnum þeirra sem svara rétt og sex einstaklingar komast í hvern þátt. I fréttatilkynningu segir: „Stöð 2 leggur mikla áherslu á að fá fólk hvaðanæva af landinu í þáttinn og greiðir farareyri þeirra sem búa ut- an höfuðborgarsvæðisins ef það er valið í þáttinn. Þátturinn er gerður að fyrirmynd spumingaþáttarins „Who wants to be a millionaire“, sem hóf göngu sína í bresku sjón- varpi fyrir rúmum tveimur árum. Þátturinn náði þvílíkum vinsældum að hann hefur nú verið staðfærður í 38 löndum að íslandi meðtöldu." Fyrsti þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á öðrum degi jóla, kl. 20. Hann verður svo vikulega á dagskrá á nýju ári, á sunnudagskvöldum kl. 20. Vakin er athygli á því að hvert símtal kostar 199 krónur og þátttak- endur þurfa að hafa náð 16 ára aldri. ---------------- Lögreglan í Keflavík leitar bifreiðar LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir bifreið sem ungur maður kvaðst ætla að kaupa fyrir um tveimur vik- um. Bifreiðin er með skráningar- númerið JS-918 og er dökkgrá Toyota Corolla fólksbifreið, árgerð 1988. Mánudaginn 13. nóvember sl. hugðist ungur maður kaupa bifreið- ina og fékk að fara á henni í banka til að ganga frá greiðslunni. Síðan hefur ekkert spurst til bifreiðarinn- ar og maðurinn hefur fai-ið huldu höfði. Eru þeir sem einhverjar upp- lýsingai- kunna að hafa um bifreið- ina undanfarnar tvær vikur beðnir að hafa samband við lögi’egluna í síma 421-3333 eða 112. Undirritun frí- verslunarsamn- ings við Mexíko VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra skrifaði á mánudag undir fríverslunarsamning EFTA- ríkja við Mexíkó fyrir hönd íslands sem nú gegnir formennsku í samtök- unum. Samningurinn gefur íslensk- um útflytendum tækifæri til að sækja á ný mið, því innlend fram- leiðsla í Mexíkó er vernduð með há- um tollum, segir í fréttatilkynningu. í kjölfar samningsins falla niður toll- ar á sjávarafurðum og iðnaðarvör- um, ýmist við gildistöku samnings eða í áföngum á nokkrum árum. -----♦-♦-♦--- Smáraskóli Samstarf heim- ila og skéla SAMKÓP, samtök foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Kópa- vogs, boða til opins fundar um sam- starf heimila og skóla í kvöld kl. 20.30-21.30 í Smáraskóla. Ragnar Þorsteinsson, skólastjóri Breiðholts- skóla, heldur fyi’irlestur og svarar fyrirspurnum um samstarf heimila og skóla. ------------- Aðventufundur FAAS FAAS, Félag áhugafólks og aðstand- enda alzheimerssjúklinga og ann- arra minnissjúkra heldur aðventu- fund sinn í kvöld kl. 20 í Áskirkju við Vesturbrún í Reykjavík. Fjölbreytt dagski’á verður. Allir velkomnir. -----*-4-4--- Jólasala Kvenfélags Heimaeyjar HIN árlega jólasala Kvenfélagsins Heimaeyjar verður í Mjóddinni fimmtudaginn 30. nóvember og 1. desember frá kl. 10 til 18 báða daga. Hinar margrómuðu tertur og smá- kökur ásamt konfekti, kertum og spilum verða til sölu, segir í fréttatil- kynningu. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. Jeppadeild- arfundur Utivistar JEPPADEILD Útivistar heldur fé- lagsfund í kvöld, miðvikudagskvöldið 29. nóvember, í versluninni Útilífi, Glæsibæ og hefst hann kl. 20. Félagar munu kynna aðventuferð jeppadeildar í Bása um næstu helgi, 2.-3. desember, en þar stefnir í eina af fjölmennustu ferðum deildarinnar frá upphafi, segir í fréttatilkynningu, en fyrir þá sem missa af aðventu- ferðinni má minna á þrettándaferð í Bása 6.-7. janúar. Einnig verða jeppaferðir vetrarins kynntar, bæði dags- og helgarferðir. I tilkynningunni segir að Útilíf muni gleðja alla sem mæta með hlýj- um ullarsokkum, heitu kakói og með- læti. Útilíf kynnir ýmsar nýjungar sem koma sér vel íyrir veturinn og geta allir nýtt tækifærið og keypt það sem útivistardeildin býður upp á á sérstöku Útivistartilboði. Félagsfundurinn er öllum opinn. ------------------ Gengið með strönd Sel- tjarnarness HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyiir gönguferð í kvöld, mið- vikudagskvöldið 29. nóvember. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með SVR, Leið 3, vetur að Bakkavör á Seltjarnarnesi. Þaðan gengið kl. 20.15 með strönd Bakka- víkur, Suðumess og Seltjarnar að Snoppu við Gróttu og áfram með ströndinni og að Hafnarhúsinu. Hægt er að stytta gönguleiðina með því að fara með SVR hluta leið- arinnar. Allir velkomnir. Leiðrétting frá Neytenda- samtökunum á Akureyri MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Neytenda- samtökunum á Akureyri: „I vikunni sendi skrifstofa Neyt- endasamtakanna á Akureyri fréttatil- kynningu ásamt 5 exelskjölum til fjöl- miðla vegna könnunar á gjaldskrám leikskóla. Þau leiðu mistök urðu að summa verðdæmanna hjá einu sveitarfélag- inu, Reykjanesbæ, var röng og leiddi til þess að Reykjanesbær var sagður með hæstu samanlögðu gjöldin. Allar upphæðimar í dæmunum hjá Reykjanesbæ em réttar en samlagn- ing þeirra er röng. Þetta breytir niíLr urstöðu á hæstu og lægstu gjöldunum þegar summa dæmanna er tekin (Tafla 5) þannig að hæstu gjöldin em hjá Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Ól- afsfjarðarkaupstað og Bessastaða- hreppi miðað við þessi tilteknu dæmi, en Reykjanesbær lendir í fimmtánda neðsta sæti.“ Félagið biðst velvirðing- ar á þessum mistökum. -------------- Fræðslufundur musíkþerapista FELAG íslenskra músíkþerapista heldur fræðslufund fimmtudaginn 30. nóvember kl. 20, í Sjálfsbjargar-^ húsinu Hátúni 12 (inngangur á vest-" urgafii). A fundinum verða kynntar heima- síður sem gagnlegar em áhugasöm- um um músíkþerapíu, þar á meðal er ný heimasíða íslenska félagsins. Era allir velkomnir á þennan fræðslu- fund og í tónföndur með jólaívafi. £j?v Cartíse Úlpur, frakkar, dragtir o.fl. Stærðir 36-52 Hamraborg 1 sími 554 6996 Garðarsbraut 15 Húsavík sími 464 2450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.