Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 65
-------------------------------ir
MYNDBÖND
Sá allra
næstbesti
Lipur og lævís
(Sweet and Lowdown)
Gamanmynd
★★★
Leikstjórn og handrit Woody Allen.
Aðalhlutverk: Sean Penn, Sam-
antha Morton. (92 mín.) Bandaríkin
1999. Ollum leyfð.
EMMET Ray (Penn) er besti
djassgítaristi í heiminum - fyrir utan
þennan franska sígauna þarna -
Django Reinhardt.
Pað er bölvun
Emmets og bless-
un. Þessum heill-
andi og hæfileika-
ríka hrakfallabálki
sem í senn er bæði
ódannaður og læ-
vís. Og maðurinn á
sko sína djöfla að
draga. Hann er
drykkfeldur, kvensamur, sjálfum-
glaður, sérvitur, óraunsær, tillitslaus
og satt að segja svolítið vitgrannur.
En hann er meyr innst inn við beinið
og svo skrambi lipur á gítarinn.
Hjartablíða hans kemur í ljós þegai’
hann kynnist hinni mállausu Hattie.
Emmet veit ekki hvemig hann á að
bregðast við þeim framandi tilfinn-
ingum sem taka að bærast í brjósti
hans - tilfinningar sem aldrei þessu
vant eru í garð annarrar manneskju
en ekki hans sjálfs og tónlistarinnar.
Það er hrein unun að sjá hversu
allir virðast hafa notið sín við gerð
þessarar grátbroslegu skáldsögu.
Penn og Morton, sértaklega þó
Penn, nýta einstaklega safarík hlut-
verk sín til hins ýtrasta en engin nýt-
ur sín þó betur en djassdýrkandinn
Allen sem, ef gripið er til gamallar
tuggu, virðist eldast eins og gott vín.
Skarphéðinn Guðmundsson
Broslegur
bögubósi
Gleðikarlinn Deuce Bigalow
(Deuce Bigalow: Male Gigolo)
G u in a n in v n d
★★
Leikstjóri Mike Mitchell. Handrit
Harry Goldberg, Rob Schneider.
Aðalhlutverk: Rob Schneider, Arija
Bareikis. (90 mín.) Bandaríkin
2000. Sam-myndbönd. Öllum leyfð.
DEUCE Bigalow er góðhjarta en
grtmnfærinn einfari sem streðar við
uð þrífa fiskabúr. Hann heldur sig
hafa dottið í lukku-
pottinn þegar mold-
ríkur náungi sem
stundar vændi,
karlhóra eins og
kallað er í mynd-
inni, biður hann um
að passauppávillu-
slotið sitt í nokkra
daga en auðvitað
þarf okkar maður
að setja allt á annan endann. Til að
bæta skaðann sér Deuce sér eigi ann-
an kost vænni en að feta í fótspor hús-
eigandans og selja blíðu sína. I fyrstu
beldur hann það hina bestu vinnu - fá
borgað fyrir að komast í brækumar á
hinu kyninu - nokkuð sem hann hefur
hingað til átt í mesta basli með. En
þegar hann kynnist skrautlegum við-
skiptavinum renna á hann tvær grím-
ui' og ærslin taka völdin.
Rob Schneider hefur hingað til
veynst erfitt að feta sig í bíóheiminum
enda oftast leikið miður fyndin auka-
hlutverk. Með stuðningi vinar síns
Adams Sandler fékk hann síðan þetta
tekifæri ferils síns og nýtir sér vel.
Vissulega er þetta mesta vitleysa,
brandaramir þunnir og sumir þreytt-
h- en eftir stendur að maður brosti all-
oft út í annað, flissaði nokkrum sinn-
ujn og skellti upp úr alla vega einu
sinni.
Skarphéðinn Guðmundsson
ÁSTIN
VEX í THX
Tónlist
Geislaplata
JÓHANNA GUÐRÚN
Fyrsta sólóplata Jóhönnu Guðrúnar
Utgefandi: Hljóðsmiðjan.
Aðrir flyljendur: Amþór Jónsson,
Ásgeir Oskarsson, Björn Thorodd-
sen, Guðmundur Pétursson, Gunn-
ar Þór Jónsson, Gunnlaugur Briem,
Hafþór Guðmundsson, Haraldur
Þorsteinsson, Hera Björk Þórhalls-
dóttir, Jóhann Ásmundsson, Jón
Elvar Guðmundsson, Jón Ómar Erl-
ingsson, Margrét Eir Hjartardóttir,
Páll Rósinkranz, Pétur Hjaltested,
Máni Svavarsson, Regína Ósk Ósk-
arsdóttir, Sigurður Flosason, Sig-
urður Rúnar Jónsson, Stefán Örn
Gunnlaugsson, Þorsteinn Magnús-
son, Þórður Guðmundsson.
Islenskir textar eftir: Karl Ágúst
Ulfsson, Eggert Þorleifsson, Frið-
rik Sturluson og Kristján Hreins-
son. Umsjón með söng og fram-
kvæmdasljóm: María Björk.
Stafræn hljóðblöndun og master-
ing: Gunnar Smári Helgason
11 lög, lengd 43:29 mín.
ÍSLAND hefur eignast nokkrar
barnastjörnur í gegnum tíðina sem
hafa heillað unga sem aldna. Það er
þó aðallega unga kynslóðin sem hef-
ur látið hrífast og ófáar stelpur vildu
vera í sporum Rutar Reginalds á sín-
um tíma að syngja um hana Önnu
eftirsóttu og Línu ballerínu. Enn
bætist í hóp barnastjarnanna því
nýverið kom út plata með hinni 9 ára
gömlu Jóhönnu Guðrúnu þar sem
hún syngur ýmis vinsæl dægurlög.
Lögin eru öll erlend en með íslensk-
um textum eftir valinkunna menn á
borð við Karl Ágúst Úlfsson og Egg-
ert Þorleifsson. Jóhanna Guðrún býr
yfir hreint ótrúlega góðri rödd af svo
ungri manneskju að vera og fer jafn-
létt með að syngja popplög og ballöð-
ur. Platan byrjar á laginu „Bíó-
stjaman mín“ (eitt af betri
popplögum síðustu ára, ,,Tom“) með
skemmtilegum texta eftir Karl
Ágúst: „.. .við hverja bíóferð, í brjósti
ástin vex, ég bráðna við að heyra
þína rödd í THX...“ „Mundu mig“
(„I’ll be there“) er frábærlega sungið
af Jóhönnu Guðrúnu og sjálfum Páli
Rósinkranz og ekki syngur hún síður
vel í laginu „Hvers vegna?“ („End of
the world“). Lagavalið á plötunni er
ágætt. Þarna em nokkur af sykur-
húðuðustu dægurlögum síðustu
missera, eins og lag Christinu Agui-
lera, „Genie in a Bottle" (,ÁHadís í
kletti") og All Saints lagið „Never
Ever“ (,Aldrei aftur“) í bland við
eldri perlur, eins og fyrmefnd „End
of the world“ og „I’ll be there“ og hið
fallega „Stop“ („Strax") sem Sam
Brown söng af innlifun hér um árið
og Jóhanna Guðrún gerir ekki síður
nú. Það er gott lið á bakvið söngkon-
una ungu á þessari plötu. Bakradd-
irnar era í þaulvönum höndum Mar-
grétar Eirar, Hera Bjarkar og
Regínu Óskar sem allar teljast í hópi
bestu söngkvenna okkar og hljóð-
færaleikur er í höndum ekki minni
manna en Ásgeirs Óskarssonar, Jó-
hanns Ásmundssonar, Sigurðar
Flosasonar og Gunnlaugs Briem svo
einhverjir séu nefndir. Það er því
ljóst að mikið er í plötuna lagt.
Það sem mér þykir helst ámælis-
vert er efni einstaka texta. Mér þykir
t.d. ótrúlegt að svona ung manneskja
eigi við þær fullorðinslegu vina- og
ástarflækjur að stríða sem sumir
textanna fjalla um eins og t.d. í lag-
inu „Strax“: „... Síðan ég frétti að þú
fórst á bakvið mig, finnst mér eins og
einhver hafi kramið hjarta mitt...“,
Ljóðavefurinn Ijod.is
Að vefa ljóð
SUMUM hefur þótt ljóðformið og
menningunni sem því fylgir vera ríg-
bundið við litlar, hæverskar bækur
eða þá reykmettaðar samkomur á
kaffihúsum. Davíð Stefánsson, ljóð-
skáld, netverji og hugsjónamaður, er
ekki á því málinu, en í næstu viku
ætlar hann að opna vefsetur sem ber
heitið ljod.is. Þar verður hægt að
finna ljóð dagsins, skoða hvað er
væntanlegt í heimi bókmenntanna,
skoða lærðar greinar varðandi ljóð-
listina og taka þátt í netborðsum-
ræðum varðandi allt sem viðkemur
þessari mætu list.
Davíð hvetur alla, skúffuskáld sem
rithöfunda, að koma sér í samband
við síðuna því þar muni þeir eiga víst
skjól í framtíðinni.
n&pp
oq
lllUUf
Öll eigum við
okkar góðu
og slæmu daga.
LGG-gerlar
skapa jafnvægi
í meltingunni
og stuðla að
vellíðan.
«í» í áa§ fjrrir fMto nfrfmff
„Þetta er fín popplata sem vinnur á við hverja hlustun og verður
spennandi að fylgjast með þessari ungu og efnilegu söngkonu í fram-
tíðinni," segir fris um fyrstu plötu Jóhönnu Guðrúnar.
undirrituð man allavega ekki eftir
þessu frá sínum æskuárum! Mark-
hópurinn fyrir þessa plötu er að öll-
um líkindum ungar stelpur, 5-10
ára, og ég bara vona að líf þeirra sé
ekki svona flókið. Eins telst textinn í
„Gúmmístígvél“ („Boots are made
for walking") ekkert sérlega uppeld-
islegur og ætti það að vera umhugs-
unarefni fyrir útgefendur bamaefnis
að vanda ávallt til verka þegar ungir
og áhrifagjarnir hlustendur era ann-
ars vegar. Það má þó segja til hróss
að textarnir era á íslensku en það er
alltaf gaman að heyra nýleg popplög
sungin á ástkæra, ylhýra, en eins og
margir muna eftir var mikið um það
hér á áram áður að vinsælum erlend-
um dægurlögum var snarað yfir á ís-
lensku og þau hljóðrituð. Plötuum-
slagið er vel gert, glaðlegt og
upplífgandi í skammdeginu. Þetta er
fín poppplata sem vinnur á við hverja
hlustun og verður spennandi að
fylgjast með þessari ungu og efnP'*>
legu söngkonu í framtíðinni. Og
mömmur og pabbar; ekki láta ykkur
koma á óvart þó að dætur ykkar (og
eflaust synir líka, því þetta er ekkert
endilega stelpuplata þó svo þær
verði öragglega í miklum meirihluta
hlustenda) eigi eftir að standa fyrir
framan spegilinn á næstunni með
hárburstann eða pískarann úr eld-
húsinu á lofti, syngja með af innlifun
og láta sig dreyma um að vera í spor-
um Jóhönnu Guðrúnar.
íris Stefánsdóttif u
Leikstjorn: Hilmar Oddssnn
Leikarar: Þórey SigþórsdóHir og Valdiinar Örn Flygenring
ATHUGIÐ
• A8EINS
ÞESSAR
sÝmmm
Miðvikudaginn 29. nóvember
Fimmtudaginn 30. nóvember
Sunnudaginn 3. desember nokkur sæti laus (allra siðasta sýning)
Úr dómum um sýninguna:
„Leikgerðpn]... á pessu magnþrungna verki erbæði vel
heppnuð og athyalisverð. Kvikmynd, tónlist, Ijós og lifandi
leikur mynda sterka og sannfærandi heild og hvert einasta
smáatriði I útfaarslunni er þaulhugsað." Dv
„Hér er á ferðinni mjög óvenjuleg sýning á islenskan
mælikvarða... alger samruni hinna ymsu iistgreina... Það er
mikiö nýmæli að þessarisýningu... “
Srl.
SÝNT í IÐNÓ - MIDASÖLUSÍMI 530 3030
Sýnlngartími er 1 klst. og 30 min.
¥4 HTT
MAGNÞRUNGINN
FJOLSKYLDUHARMLEIKUR
UM BLINDA ÁST,
BOTNLAUST HATUR,
SVIK, AFBRÝÐI,
HEFND OG MORD