Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 ‘43
UMRÆÐAN
Forvarnir og meðferð - þurf-
um á hvorutveggja að halda
Vímuefni
Ofuráhersla á meðferð,
-----------------------ygZ
segir Snjólaug G.
Stefánsdóttir, virðist
ekki hafa skilað okkur
Þróun uímuefnaneyslu 15-16 ára unglinga
(í 10. bekk) 1984 - 2000
%
Hafa bragðað áfengi
5
° 1984 ' 1986 ' 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000
ÞÓRARINN Tyrf-
ingsson, forstöðulækn-
ir sjúkrastofnana SÁÁ
hefur ítrekað dregið í
efa að einhver árangur
hafi náðst í forvarna-
starfi á sviði vímu-
vama. Nú síðast í
grein í Morgunblaðinu
laugardaginn 25. nóv-
ember sl. Það er óhjá-
kvæmilegt annað en að
leggja orð í belg um
ýmis þau atriði sem
hann tekur þar til um-
fjöllunnar. Það er um-
hugsunarefni, hvers
vegna læknirinn kýs að
halda uppi umræðu á
þessum nótum og gera lítið úr þeim
árangri sem náðst hefur í forvamar-
starfi á sviði vímuefna. Það hlýtur að
vera honum sem öðrum fagnaðar-
efni ef við greinum árangur sem
vonandi leiðii- til minni neyslu til
lengri tíma litið og þar með færri
innlagna á stofnanir til framtíðar.
Staðreyndir mála, sem fyiir liggja,
sýna kjárlega að forvamir skila ára-
ngri. Ég vísa í þessu sambandi til
kannana á vegum Rannsókna og
greiningar sem gerðar hafa verið
meðal grannskólanema og sem sýna
að vorið 1999 og vorið 2000 dró úr
reykingum, ölvunardiykkju og hass-
notkun nemenda í 10. bekk eins og
meðfylgjandi línurit sýnir. Spurn-
ingalistar vora lagðir fyrir nær alla
nemendur í 8., 9. og 10. bekk á land-
inu og það hefur verið gert með
sambærilegum hætti í mörg ár. En
það dylst þó engum að ástand vímu-
efnamála í landinu er afar alvarlegt
eins og þetta línurit og línurit Þórar-
ins í áðurnefndri grein sýna.
í grein Þórarins má skilja að
skipulagt forvarnastarf á vegum
stjórnvalda hafi hafist 1997 og er
nokkuð til í því. í kjölfar þess að rík-
isstjómin samþykkti stefnu í vímu-
vömum í des. 1996 og vímuvama-
nefnd Reykj avíkurborgar var
stofnuð, var áætluninni ísland án
eiturlyfja og fleira hrint í fram-
kvæmd. Ríkið, Reykjavíkurborg,
ECAD (European Cities Against
Drugs) og síðar Samband íslenskra
sveitarfélaga gerðu með sér samn-
ing í febrúar 1997 um áætlunina ís-
land án eiturlyfja. Markmið áætlun-
arinnar var fyrst og fremst að virkja
sem flesta til þátttöku í vímuvörnum
og í baráttunni gegn fíkniefnum.
Nýtt áfengis- og vímuvamaráð tók
síðan til starfa síðla hausts 1998.
„Miheppnaðar forvarnir?“
Megináhersla íslands án eitur-
lyfja hefur beinst að því að draga úr
vímuefnaneyslu unglinga á grann-
skólaaldri. Rannsóknir hafa sýnt að
því yngra sem fólk er við upphaf
áfengisneyslu því meiri líkur eru á
annarri fíkniefnaneyslu og öðram al-
varlegum vandamálum. Samkvæmt
áðurnefndum könnunum meðal
grannskólanema fór neysla vímu-
efna meðal nemenda í 10. bekk stöð-
ugt vaxandi á tíunda áratugnum og
náði hámarki 1998. Þeir nemendur
HITABLÁSARAR
Reykjavlk: Ármúla 11 - stmi 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - simi 461-1070
sem þá vora í 10. bekk
era fæddir 1983. f til-
vitnaðri Morgunblaðs-
grein Þórarins for-
stöðulæknis heldur
hann því fram að for-
varnaátak sem hófst
árið 1997 hafi bragðist
og vísar hann til þess
að árgangurinn 1982 sé
farinn að skila sér í
meðferð til SÁÁ í stór-
um stíl. Það þarf ekki
að koma Þórami á
óvart að unglingar
fæddir 1982 skili sér í
meðferð, ef meðíylgj-
andi línurit er skoðað.
Það verður einnig að
teljast nokkuð bratt að ætla að for-
vamastarf sem hófst vorið 1997 og
beinist að foreldram og unglingum á
grannskólaaldri hafi umtalsverð
áhrif á unglinga sem era að Ijúka 10.
bekk það sama vor.
Áætlunin ísland án eiturlyfja
ásamt fjölmörgum samstarfsaðilum
hefur hvatt foreldra til aðgerða
gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu
barna sinna. Sveitarfélög, skólar,
stofnanir, foreldrasamtök og önnur
félagasamtök hafa verið hvött til að-
gerða og að setja sér áætlanir í
vímuvömum, skipulögð hefur verið
aukin fræðsla til almennings og
þeirra sem starfa að málefnum
barna og unglinga og svo mætti
lengi teUa. Skipulagðir vora m.a.
fræðslufundir um allt land undir
heitinu Við getum betur, þar sem
sveitarfélög vora hvött til aðgerða.
Nú er svo komið að flest sveitar-
félög, skólar, félagsmiðstöðvar og
fleiri stofnanir og félagasamtök hafa
sett sér skýr markmið í forvama-
starfi. Má því segja að vímu-
vamastarf sé orðið snar þáttur í öllu
barna- og unglingastarf sveitarfé-
laga um allt land. I starfi áætlunar-
innar hefur verið lögð rík áhersla á
aðgerðir gegn unglingadrykkju og á
virkt samstarf við þá sem starfa í
vímuvarnastarfi. Hefur forvarna-
deild SÁÁ á stundum komið að því
samstarfi, en forvamadeild SAÁ
hefur fengið dágóðan skerf af því
fjármagni sem til skiptanna er á
sviði vímuefnaforvarna á vegum
hins opinbera. Það hefur orðið vakn-
ing í þessum efnum og það er fagn-
aðarefni. En betur má ef duga skal
og geti ég tekið undir með Þórarni
að afar brýnt er að efla slíkt starf,
t.d. á heilsugæslustöðvum, eins og
hann bendir á í grein sinni.
„Meðferð ekki
dregið úr fjölda“
í mörg ár var nær öllu fjármagni
til vímuvarna varið til meðferðar-
starfs og er svo í aðalatriðum ennþá,
ef frá er talin toll- og löggæsla. Virð-
ist þessi ofuráhersla á meðferð ekki
hafa skilað okkur tilætluðum
árangri miðað við þær tölur sem
Þórarinn birtir sjálfur í áðurnefndri
grein. Hér á landi er margra ára
reynsla - 30 ára eða meiri af því að
leysa vímuefnavandann með því að
senda fólk í innlagnarmeðferð á
stofnanir. Margir þurfa á endur-
tilætluðum árangri.
teknum meðferðum að halda til að
viðhalda árangri. Líklegt má telja að
fólk leiti fyrr aðstoðar og meðferðar
en áður og er það vel. Ég tel afar
æskilegt að vímuefnaneytendur hafi
greiðan aðgang að fjölbreyttri og
árangursríkri meðferð og tel að ekbV
eigi að draga úr henni. Eg tel kröft-
ugra forvarnastarf, fjölbreytta með-
ferð, öflugt stuðningsnet og eftir-
meðferð fyrir ungt fólk lykil að
bættum árangri í vímuvörnum. En
það þarf líka að spyrja hvort sú
meðferð sem hér hefur verið í boði
lengst af, henti ungu fólki í fíkni-
efnavanda.
Skipulagt forvarnastarf á sviði
vímuefnamála er um margt enn á
byrjunarreit, en á síðustu 3 til 4 ár-
um hefur það náð að verða allum-
fangsmikið og samþætt mestöllu
skipulögðu barna- og unglingastarfi
hér á landi. Þetta starf þarf að efla
og styrkja enn frekar. Gott og gjöf-
ult samstarf og upplýsingamiðlun^
þeiira sem starfa að meðferðar- og
forvamastarfi skiptir miklu til að
betri árangur náist. Annað getur
ekki án hins verið. Þess vegna er
núningur eða samkeppni þessara að-
ila um fjármagn og stuðning ekki til
bóta fyrir þennan mikilvæga mála-
flokk. Ég hygg að Þórarinn Tyrf-
ingsson hljóti að vera mér sammála
um það þegar hann íhugar málið.
Höfundur er verkefnisstjóri áætlun-
arinnar fsland án eiturlyfja.
'XfC
VERÐMÆTI UMÖNNUNAR FYRIR ISLENSKT SAMFÉLAG
Öldrunarþjónusta - samábyrgð þjóðarinnar
Ráðstefna verður haldin á Hótel Loftleiðum, sal 1 -3,
fimmtudaginn 30. nóvember 2000 kl. 13:00-16:30
Ráðstefnustjóri: Soffía Egilsdóttir, forstöðumaður félags- og vistunarsviðs Hrafnistu.
Stjórnandi í pallborðsumræðum: Helgi Már Arthursson, upplýsingafulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Vinabandið frá Félagsstarfi Gerðubergi leikur og syngur lög af nýútgefnum geisladisk sínum „Heim í stofu", meðan á
skráningu stendur og í kaffihléi.
Kl. 12:30 Skráning.
Kl. 13:00 Ávarp Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingamáiaráðherra.
Viðurkenningar veittar fyrir störf í þágu aldraðra.
Kl. 13:15 Staða öldrunarþjónustu.
Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar.
Kl. 13:30 Aldurssamsetning þjóðarinnar og byggðaþróun.
Sigurður Guðmundsson, Þjóðhagsstofnun.
Kl. 13:45 Heilsufar aldraðra, framtíðarspá.
Aðalsteinn Guðmundsson, lækningaforstjóri Hrafnistu.
Kl. 14:00 Öldrunarþjónustan frá sjónarhóli þess sem þiggur og veitir.
Halldór Gunnarsson, aðstandandi.
Benedikt Davíðsson, Landssamband eldri borgara.
Ingibjörg B. Sveinsdóttir, starfsmaður heimaþjónustu.
Guðbjörg S. Guðmundsdóttir, sjúkraliði á öldrunarstofnun.
Kl. 14:40 Kaffi.
Kl. 15:00 ímynd öldrunar og þess að starfa með öldruðum, sóknarfæri. Anna Birna Jensdóttir, sviðstjóri öldrunarsviðs
Landspítala, háskólasjúkrahúss og formaður nefndar HTR um breytta ímynd öldrunar og starfa í þágu aldraðra.
Kl. 15:20 Pallborðsumræður - þátttakendur: Guðbjörg S. Guðmundsdóttir, Sjúkraliðafélagi íslands, Hafsteinn Þorvaldsson,
f.h. eldri borgara, Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar
Alþingis, Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Eflingu-stéttarfélag.
Kl. 16:00-16:30 Ráðstefnulok.
Ráðstefnugjald kr. 1.500. innifalið kaffi og meðlæti.
Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneyti
EFLING
FELAG
ÍSLENSKRA
ÖLDRUNARLÆKNA
FÉLAG STJÓRNENDA í
ÖLDRUNARÞJÓNUSTU
#
DEILD HJÚKRUN-
ARFORSTJÓRA
LANDLÆKNIS-
EMBÆTTIÐ
SJUKRALIÐA-
FÉLAC ISLANDS
LANDSSAMBAND
ELDRI
BORGARA
ÖLDRUNARRÁÐ
ÍSLANDS
É
4
Snjólaug G.
Stefánsdóttir