Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 H 1 MINNINGAR GUÐMANN EINAR MAGNÚSSON + Guðraann Einar Magnússon fæddist á Skúfi í Norðurárdal 9. des- ember 1913. Hann andaðist á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Einarsdótt- ir, f. 10.8. 1879, d. 17.10. 1971 frá Haf- urstaðakoti á Skagaströnd og Magnús Steingríms- son, f. 3.4. 1988, d. 25.7. 1951 frá Njálsstöðum á Skagaströnd. Systkini Guðmanns eru: Steingrímur, f. 15.6. 1908, d. 13.3. 1975, bóndi á Eyvindarstöð- um í Blöndudal; María Karólína, f. 22.11. 1909, ljósmóðir á Sauðár- króki, nú búsett í Hafnarfirði; Sigurður, f. 4.12. 1910, d. 16.12. 1997, verkstjóri á Sauðárkróki; Guðmundur Bergmann, f. 23.7. 1919, bóndi á Vindhæli og Páll Bergmann, f. 4.12. 1921, bóndi á Vindhæli. Guðmann Einar ólst upp með foreldrum sínum og systkinum á ýmsum bæjum í Vindhælishreppi, en lengst af bjuggu þau á Bergs- stöðum, Þverá og Sæunnarstöð- um í Hallárdal á Skagaströnd. Guðmann hóf búskap með for- eldrum sínum á Sæunnarstöðum í Hallárdal og þar bjó hann með þeim í fé- lagi við bræður sína þá Guðmund og Pál til ársins 1944, þegar hann festi kaup á jörðinni Vindhæli á Skagaströnd. Að Vindhæli flutti Guð- mann ásamt fjöl- skyldu sinni árið 1944 og bjó þar ásamt bræðrum sínum allt til ársins 1992. Á yngri árum sat Guðmann í stjórn Kaupfélags Skagstrendinga og hreppsnefnd Vindhælishrepps. Eiginkona Guðmanns er María Ólafsdóttir, f. 27.11. 1931, frá Stekkadal í Rauðasandshreppi, dóttir hjónanna Önnu Guðrúnar Torfadóttur, f. 6.12. 1894, d. 21.3. 1965 frá Kollsvík, Rauðasands- hreppi, og Ólafs H. Torfasonar, f. 27.9. 1891, d. 25.5. 1936, frá Stekkadal í Rauðasandshreppi. Guðmann og María eiga sex börn, sem eru: 1) Guðrún Karól- ína, f. 11.5. 1953, framkvæmda- stjóri á Isafirði, í sambúð með Bjarna Jóhannssyni, þau eiga tvær dætur, Sigrúnu Maríu, f. 8.10. 1975, í sambúð með Gísla Einari Árnasyni og Jóhönnu Bryndísi, f. 25.4. 1980, í sambúð með Jóhanni Hauki Hafstein. 2) Anna Kristín, f. 17.4. 1955, deild- arstjóri í Reykjavík, í sambúð með Sigurði Halldórssyni. Anna á tvær dætur með Erni Ragnars- syni, Maríu Guðrúnu, f. 23.11. 1976, í sambúð með Bergþóri Ott- óssyni og Ásdísi Ýri, f. 27.4. 1981. 3) Einar Páll, f. 9.6. 1956, smiður á Sauðárkróki, eiginkona hans er Ingibjörg R. Ragnarsdóttir, þau eiga þrjár dætur Lilju Guðrúnu, f. 14.4. 1979, í sambúð með Sverri Hákonarsyni, Margréti Huld, f. 7.3. 1983, og Hörpu Lind, f. 7.11. 1995. 4) Ólafur Bergmann, f. 7.1. 1959, starfsmaður Brunna hf., búsettur í Kópavogi, hann á þrjú börn með Helgu Káradóttur, Lindu, f. 25.10. 1978, í sambúð með Jóhanni Barkarsyni, þau eiga eina dóttur Anítu Ósk, Bjarka, f. 5.1. 1982, d. 16.6. 1982 og Kolbrúnu Evu, f. 24.8. 1983. 5) Magnús Bergmann, f. 27.7. 1961, starfsmaður Skagstrendings hf. og bóndi á Vindhæli, Skaga- strönd. Eiginkona hans er Erna Högnadóttir, þau eiga fjögur börn Rögnu Hrafnhildi, f. 28.10. 1981, í sambúð með Jónasi Þor- valdssyni, þau eiga eina dóttur, Maríu Jónu, Önnu Maríu, f. 5.11. 1985, Magnús Jens, f. 1.9. 1995, og Guðmann Einar, f. 22.8. 1998. 6) Halldóra Sigrún, f. 8.11. 1972, röntgentæknir Reykjavík, í sam- búð með ísleifi Jakobssyni. Guðmann Einar Magnússon verður jarðsunginn frá Hösk- uldsstaðakirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, síðastliðin ár eru búin að vera mjög erfið fyrir þig. Það eru svo margar góðar minningar sem ég á frá uppvexti mínum. Það var oft sem ég fékk að fara með þér, Palla og Gumma til að smala og þótt ég væri þ’að ung að ég réði ekki við að vera ein á hestbaki var ég ekki skilin eftir heima heldur fékk ég að sitja fyrir framan þig á hestinum þínum. Nú ertu laus við allar þjáningar og þér líður vel. Elsku pabbi, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Lækkarlífdagasól. Löng er orðin mín ferð. Faukífarandaskjól, feginhvíldinniverð. Guð minn, gefðu þinn frið, gledduogblessaðuþá, semað lögðumérlið. Ljósið kveiktu mér hjá. (HerdísAndrésdóttir.) h Elsku mamma, megi guð gefa þér styrk í sorg þinni. Halldóra Sigrún. Elsku pabbi minn. Þegar kemur að kveðjustund eftir að hafa átt þig að alla mína ævi þyrl- ast upp hafsjór minninga frá æsku- dögum mínum norður á Vindhæli. Við systkinin nutum þeirra forrétt- inda, sem nútímabörn njóta allt of sjaldan, að fá að alast upp með pabba og mömmu og hafa ömmu og frænd- ur á heimilinu til að snúast við okkur og gera okkur óþekk og það sem er okkur dýrmætast að hafa alltaf ein- .hvem heima til að sinna okkur. Við fengum frá blautu barnsbeini að taka þátt í lífi og störfum ykkar hinna full- orðnu og fræðast um leið um lífið, til- veruna og fortíðina sem er grunnur- inn undir framtíðina. Ég man dimm desemberkvöld þegar þú komst heim frá jólainn- kaupunum á Skagaströnd. Glókoll- amir þínir vöktu fram eftir, kíktu nið- ur af stigapallinum til að reyna að sjá hvað var í kössunum, sem þú komst með, passandi að láta ekki heyrast hljóð því öll áttu þau löngu að vera sofnuð, síðan jólatréð okkar skreytt á *borðinu hjá ömmu og þar inni var að- fangadagskvöldið alltaf haldið hátíð- legt þegar þið bræðumir vom búnir að sinna skepnunum. Hátíðin byrjaði alltaf á því að allir hlustuðu á aftan- sönginn kl. sex í útvarpinu. Einnig bjarta vor- og sumardaga þegar þið bræðumir vomð að reka heim féð á Vindhæli og litlir angar fylgdust með. Hópurinn hljóp á móti ykkur og allir fengu að koma á hest- bak, stundum þrjú á Jarp hjá þér. Síðan man ég sömu aðstæður tuttugu ámm seinna þegar afkomendahópur- inn á Vindhæli hafði stækkað um 10 stelpur og enn þá var jafngaman að komast á hestbak, nú á Bleik hjá þér og þú jafnglaður með hópinn. Böm vom alla tíð auðfúsugestir á Vindhæli og þar vom alltaf einver aukaböm á sumrin, seinni árin bamabömin öll sumur. Margar myndir em til af stelpunum tíu í sófanum á Vindhæli. Á Vindhæli var eins konar Paradís á jörð í augum bamanna. Þín skoðun var nefnilega sú að böm væm það dýmætasta sem hverj- um manni auðnaðist að eignast og að samanborið við efnilegan bamahóp væri allur heimsins auður hjóm eitt og einskis virði. Þú hlaust þína menntun í skóla lífs- ins og varst afar fróður og vel að þér um menn og málefni, fylgdist með dægurmálum, pólitík og skoðunum manna. Mér fannst þú alltaf vita allt um alla án þess að nokkur segði þér frá. Þú lagðir svo margt á minnið og þér sviðu alla tíð bág kjör þeirra sem minna mega sín í því allsnægtaþjóð- félagi sem við höfum upplifað síðustu áratugina. Þú þekktir allsleysi og skort kreppuáranna þegar foreldarar þínir áttu ekki jarðnæði og hröktust milli leigujarða með bamahópinn sinn, því var þér umhugað að við bömin þín notuðum þau tækifæri sem þú fórst á mis við á æskudögum og lærðum eitthvað. Þú ert fyrsti bar- áttumaðurinn fyrir jafnrétti til starfa og launa fyrir kvenfólk sem ég heyrði í. Frá blautu barnsbeini innprentaðir þú okkur dætmm þínum, að verða aldrei einhveijum karli háðar um framfærslu okkar og bentir gjarnan á útivinnandi frænkur okkar máli þínu til stuðnings. Þessar leiðbeiningar höfum við síðan yfirfært í uppeldis- formúlur við uppeldi okkar dætra. Það var alla tíð afar kært með þér og móður þinni, svo þér vom kjör ís- lenskra kvenna afar hugstæð alla ævi, þú varst ætíð stoltur af því að amma bjó á þínu heimili meðan henni entist líf þó að heilsa hennar væri löngu þrotin. Þar lærðum við systkin- in að virða ellina og meta störf og reynslu forfeðranna í okkar þágu. Þú kenndir okkur að rækta allt það besta, sem í hverjum manni býr, sem er heiðarleiki, samviskusemi og trú á hjálp almættisins þegar erfiðleikar steðja að. Þú hafðir yndi af því að taka á móti gestum og ræða við þá og fræðast af þeim, þú þekktir held ég alla Hún- vetninga og flesta Skagfirðinga og kunnir skil á ættum þeirra og upp- mna. Þegar ég fór að stunda nám og vinnu á unglingsárum vildir þú alltaf vita þegar ég kom heim um helgar eða í fríum hverjum ég hefði nú kynnst þá vikuna og það vom líka fjölmargir sem báðu fyrir kveðju til Manna á Vindhæli þegar þeir komust að skyldleika okkar og mér fannst ótrúlegt hversu víða ég hitti fólk sem þekkti þig eða hafði hitt þig. Síðustu árin hafa verið þér erfið sökum heilsubrests og þú dvalið á Héraðssjúkrahúsi Húnvetninga á Blönduósi og notið frábærrar að- hlynningar starfsmanna þar. Elsku pabbi minn, ég veit að ég á eftir að hitta ykkur ömmu og alla hina sem em farnir, vertu ætíð guði falinn, ég er stolt af því að vera dóttir þín. Algóður guð styðji og styrki mömmu, Gumma, Palla, systkini mín og fjölskyldur þeirra. Þín dóttir, Guðrún. Elsku afi. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn. Mér finnst vera svo stutt síð- an að þú varst að kenna mér að sitja hest uppi í sveit. Ég man eftir því að Bleikur var eini hesturinn sem maður gat verið á, svo þegar mig langaði svo sárt í hest leyfðir þú mér að eiga Bleik með þér, ég var svo ánægð. Það skipti mig engu að þú sagðir þetta við okkur allar, að öll barnabörnin þín máttu eiga hann með þér, ég var samt svo montin að ég átti hest. Það var það sem ég dýrkaði við þig, þú gerðir aldrei upp á milli afabamanna þinna. Ég man að ég og Linda stóra systir elskuðum að koma upp í sveit, maður hlakkaði til allra helga því að þá fékk maður nýbakaðar pönnsur og nýja mjólk beint úr kúnum. Síðan virtist sem Táta væri alltaf að eiga hvolpa, ég man að við klæddum þá upp í gömul bamaföt og vomm með þá í vöggum eða vafða inn í hand- klæði. En svo var alltaf jafnleiðinlegt Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða ^6.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. þegar helgin var búin og maður þurfti að fai-a aftur heim en huggaði sig við það að næsta helgi væri að koma. Það skemmtilegasta fannst mér þó að fara að heyja og þegar við fórum í réttirnar. Þegar við vorum að heyja held ég að maður hafi bókstaf- lega flippað út, maður hljóp út um allt túnið og velti sér í heyinu og sama hversu oft ég var skömmuð fyrir að leika mér á böggunum, því þeir duttu alltaf, gerði ég það samt. Að bagga og að fara í réttirnar hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og er það enn í dag. Maður keyrði dráttarvél þegar verið var að tína bagga og í réttunum náðir þú, afi, og pabbi alltaf í lítil lömb handa mér og sögðuð hvert ætti að draga þau, það tókst stundum með erfiðismunum. Þetta er alveg eins í dag nema það eru komnar rúllur og þig hefur vantað nokkur síðastliðin ár. Svo er amma flutt hingað suður, sem er þægilegra því þá getur maður hitt hana þegar maður vill. En það er ekki það sama þegar það eru réttir, kannski er það vegna þess að ég er orðin eldri en ég var. Það er sagt að hlutimir breytist eftir því sem maður verður eldri. En þér líður víst mikið betur núna eftir að þú fékkst svefn- inn langþráða, því þú varst búinn að vera svo lengi lasinn, afi minn. Núna ertu hjá foreldrum þínum og tveimur bræðrum þínum og Bjarki bróðir er örugglega líka hjá þér. Ég bið að heilsa honum Bjarka. Þín verður sárt saknað. Ég elska þig, afi minn, og guð geymiþig. Jesús sagði: „Ég er upprisan og líf- ið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver, sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja“ (Jóh. 11:25-26). Kolbrún Ólafsdóttir. Elsku afi. Þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáinn féllu mörg tár. Það er erfitt að hugsa um það að geta ekki lengur komið að heimsækja þig, setið við rúmið þitt og haldið í höndina þína. En ég mun geyma allar okkar stundir í hjartanu mínu. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert. Guð geymi þig og varðveiti. Hinlangaþrauterliðin, nú loksins hlauztu friðinn ogallterorðiðrótt, núsæliersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, enþaðerGuðsaðviþa, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, eihérmálengurtefja ídauðans dimmum val. Ur inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Þitt bamabam, Anna Maria. Elsku afi minn. Minningarnar sem ég á um þig em hver annarri fallegri, án þín og ömmu væri ég ekki sú sem ég er í dag, minn- ingarnar em það dýrmætasta sem ég á og þær mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Þegar ég hugsa til baka er svo margt sem þú gafst mér. Þú varst hinn eini sanni afi, hjarta þitt og heimili var alltaf opið, það var alltaf svo htið mál þegar við afastelpumar vildum fá að gista. Sterkustu minn- ingamar á ég þó um þegar sem erfið- ast var hjá okkur, það var eins og að koma í paradís að koma upp í sveit. Erfiðleikamir gleymdust þegar litla stelpan sat í fanginu á þér inni í eld- húsi að raka þig eða greiða þér, fór með þér út í fjárhús eða þegar þú teymdir undir okkur stelpunum þeg- ar við vildum fara á hestbak á Bleik. Mesti friðurinn var þó þegar ég fékk að sofa uppí hjá ykkur ömmu eða á bedda inni hjá ykkur. Þegar ég fór að vera hjá ykkur á sumrin lærði ég margt sem ekki allar stelpur læra í dag, eins og að keyra hejrvagninn, binda og svo auðvitað að borða ekta mat. Bestu jól sem ég hef nokkurn tíma átt vora öll jólin sem við eyddum upp í sveit, öll saman. Ég get enda- laust rifjað upp góðar minningar um þig. Þú sýndir mér aldrei neitt nema hlýju, reiði virtist þú ekki þekkja. Síðustu ár hafa verið erfið, ég veit að þetta var ekki það líf sem þú vildir en nú hefur þú öðlast frið. Ég mun sakna þín alla tíð en þakka jafnframt fyrir að hafa kynnst þér og átt þig fyrir afa. Með þessum orðum vil ég kveðja þig elsku afi minn: Kalliðerkomið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininnsinnlátna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir Mðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hjjóta skalt. (V. Briem.) Þín dótturdóttir, Ásdís Ýr. Vertu bless, elsku afi minn. Kallið er komið, komin er nú stundin og loksins ertu frjáls. Það er svo margs að minnast og margt að þakka, bestu augnablik lífs mín átti ég hjá þér og ömmu og ég mun ávallt sakna þeirra góðu ára. Þú varst besti afi sem hægt væri að hugsa sér. Þú varst sá afi sem öll böm dreymir að eiga en ég veit af eigin reynslu að fæstir eiga afa eins og þig, þú elskaðir börnin þín og lést þau ávallt finna það. Ég man aldrei eftir þér reiðum eða önugum. Það var alltaf nóg pláss í sveitinni hjá þér og ömmu þótt að við hefðum stundum verið 10 stelpur, allar á svipuðum aldri, sem vildum gista hjá ykloir var það alltaf velkomið enda mátti aldrei neita okkur um neitt þegar við voram hjá ykkur. Þegar sem erfiðast var hjá okkur höfðum við alltaf öraggt skjól hjá ykkur ömmu. I mínum huga var sveitin okkar eins konar griðastaður þar sem ég gat verið alveg frjáls, frjáls í hjarta mínu og laus við allan sársauka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Enginn staður hefur veitt mér eins mikla hamingju og gleði og ég upp- lifði hjá ykkur. Það hefur verið svo sárt að horfa upp á þig seinustu ár og lengi hef ég beðið til Guðs að þú feng- ir að öðlast friðþví ég veit að þetta var ekki lífið sem þú óskaðir þér. Þú varst fangi í eigin líkama, Ukami þinn var svo hraustur að það var sem ekk- ert gæti þig bugað. Ég elska þig elsku afi minn og sakna þín sárt en ég veit að nú ertu heill og komin til himna, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Og ég veit þú munt ávallt vaka yfir okkur. Með þessum orðum kveð ég þig elsku afi þangað til við hittumst á ný. Hinlangaþrauterliðin, nú loksins hlaustu friðinn, ogallterorðiðrótt, núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin ábakviðdimmanótt Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að sldlja, enþaðerGuðsaðvilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Núhéðanlikskalhefja, eihérmálengurtefja ídauðansdimmumval. Ur inni harms og hryggða til helgrs ljóssins byggða farvel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Þín dótturdóttir, Maria Guðrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.