Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALÞINGISMENN eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á fjárlög fyrir árið 2001 og þar með m.a. að ákveða þjónustustig Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Ef svo fer sem horfir mun þjón- hasta spítalans dragast enn saman með til- heyrandi lengingu biðlista. Þjónusta sjúkrahússins varðar stóran hluta lands- manna og því mikil- vægt að þeir setji sig inn í stöðu þess. Stjórnarnefnd spítal- ans hefur að undanförnu fjallað ítar- lega um fjánnál og þjónustu spíta- lans og er staðan þessi. Samdráttur á árinu 2000 I upphafí árs 2000 var ljóst að fjá- veitingar til sjúkrahúsanna í Reykjavík, Landspítala og Sjúkra- ^húss Reykjavíkur dygðu ekki til að nalda þjónustu spítalanna óbreyttri m.v. árið 1999. Um 500 milljónir vantaði upp á að mati millistjórn- enda spítalans, yfirmanna lækninga og hjúkrunar. Ný stjórnarnefnd spítalanna sem skipuð var 6. janúar árið 2000 átti því ekki annars úr- kosti, en að óska eftir niðurskurðar- tillögum frá stjómendum sjúkra- húsanna. Þegar síðan fram komu í lok janúar tillögur um lokanir deilda og samdrátt í þjónustu tiltekinna starfssviða, virtust heilbrigðisráð- ' herra, fjárlaganefndarmenn og al- mennir þingmenn koma af fjöllum. Þeir virtust í góðri trú um að nýsa- mþykkt íjárlög fyrir spítalana tvo þýddu ekki samdrátt í þjónustu þeirra. Ekki skal ég draga þá góðu trú í efa, en grein þessi er m.a. skrif- uð til að þess að í þetta sinn liggi ljóst fyrir hvaða afleiðingar sam- þykkt fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarps hafi fyrir þjónustu hinna sameinuðu sjúkrahúsa, Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þrátt fyrir samdrátt í þjónustu spítalanna tveggja árið 2000, með tilheyrandi lengingu biðlista á nær öllum starfssviðum, frestun ýmissa viðhalds og stofnútgjalda, hefur ekki tekist að láta enda ná saman. Rekstrar- uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins sýn- ir um 375 milljóna króna halla, sem er um 2,7% af heildarfjár- veitingu. Meginskýr- ingar eru m.a. verð- hækkanir lyfja, læknis- og hjúkrunar- vara umfram forsendur fjárlaga (um 8% hækkun í stað 3% í forsend- um fjárlaga), aukið álag á bráða- deildir, m.a. vegna fleiri og alvar- legri slysa, en bráðasjúklingar vega þyngst í starfseminni með 63-80% legudaga sjúkrahússins. Einnig hef- ur fæðingum fjölgað. Sjúkrahúsin tvö voru sameinuð á árinu, án þess að í fjárlögum væri gert ráð fyrir kostnaði við sameininguna. Þess má geta að fram hefur komið að sam- eining Landsbanka og Búnaðar- banka muni í upphafi kosta tólf hundruð milljónir, sem síðan muni á lengri tíma skila sér í hagkvæmari rekstri. Lengri biðlistar Sumt í rekstri spítala er þess eðlis að því verður hvorki slegið á frest, né það lagt niður. Bráðaþjónusta, sem ekki getur beðið hefur orðið vaxandi hlutfall starfseminnar, s.n. valaðgerðum og -rannsóknum fækkar og biðlistar lengjast. Þannig biðu um 5.000 manns eftir aðgerð- um og rannsóknum á Landspítala í október sl. Hér ber að geta þess að biðlistar eru misalvarlegir. Sumir geta sett sjúklinga í aukna lífshættu, eins og biðlistar eftir hjartaaðgerðum. Þar er fólk tekið inn eftir alvarleika veikinda (um 40-50% aðgerða eru s.n. flýtiaðgerðir, en eðlilegt hlutfall þykir um 20%), en ástand hinna sem bíða getur versnað, auk þess sem biðin takmarkar vinnugetu, líðan versnar og almenn lífsgæði þeirra. Eftir opnum hjartaaðgerðum bíða nú 65 manns, 32 eftir krans- æðavíkkunn, auk 190 sem bíða eftir hjartaþræðingu, en um 'A þeirra sem fer í þræðingu þarf síðan á að- gerð að halda. Annar alvarlegur, en þó ekki lífshættulegur biðlisti er eft- ir s.n. liðskiptaaðgerðum. Þar bíða nú um 350 manns, sem er um árs afkastageta spítalans miðað við nú- verandi fjárveitingar og bið flestra því um eitt ár. Þeir einstaklingar hafa oft mjög skerta starfsgetu, eru á lyfjum og með mikla verki. Um 260 manns bíða eftir þindarslitsað- gerðum, sjúkdómur sem veldur m.a., bakflæði. Sumir þeirra þurfa að bíða allt upp í tvö ár. A meðan ét- ur lyfjakostnaður þeirra upp að- gerðakostnaðinn, sem síðan þætist við, auk mikila óþæginda þessara sjúklinga. Fjórði biðlistinn sem má nefna er biðlisti eftir augnaðgerð- um. Þar bíða nú hátt í 600 manns, en voru í lok árs 1999 tæplega 400, en sjúklingahópurinn hér stækkar með fjölgun þeirra sem eldri eru. Að hluta er þetta fólk sem bíður eftir augasteinsaðgerðum og á á hættu að verða blint. Nefna má aðra bið- lista eins og barna- og unglingageð- deildar, en þar bíða nú um 130 börn og unglingar eftir þjónustu. Óþarft er að fjölyrða um samfé- lagslegan kostnað vegna þessara biðlista. Þetta fólk er áreiðanlega flest reglulega hjá sérfræði- og heimilislæknum, sem ríkið kostar. Kostnaður fellur hins vegar ekki ekki bara á ríkið, heldur einnig fyr- irtækin í landinu, einstaklingana sjálfa og fjölskyldur þeirra. Svo ekki sé minnst á þjáningar og önnur skert lífsgæði þeirra sem í hlut eiga Niðurskurðartillögur Alþingis Nú liggja fyrir fjárlagatillögur fyrir árið 2001. Heildarfjárveiting til Landspítala er tæpir 20 milljarð- Landspítali Telja þingmenn að í góðæri með 30 milljarða tekjuafgangi, spyr Mar- grét S. Björnsdóttir, vilji skattgreiðendur að ríkið lengi enn biðlista á Landspítala? ar króna. Að mati stjórnenda spítal- ans vantar um 600 miljónir upp á til að hægt verði að halda starfsemi óbreyttri m.v. árið 2000 og enn meira eigi að miða við árið 1999, eða reyna að grynnka á biðlistum. Til viðbótar kemur svo halli ársins 2000, sem vonandi verður leystur í fjáraukalögum fyrir árið 2000. Stjórnendur spítalans hafa gert bæði ráðherra, heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis og fjárlaganefnd Alþingis grein fyrir þessari stöðu, en þar eiga allir þing- flokkar fulltrúa. Ríkisstjórnarmeiri- hluti heilbrigðis- og trygginga- nefndar virðist því miður ekki telja neina ástæðu til breytinga á fjárlagafrumvarpinu, ef marka má álit meirihluta nefndarinnar til fjárlaganefndar dagsett 20. nóvem- ber sl. Þingmenn stjórnarandstöðu í nefndinni taka hins vegar undir ósk- ir stjórnenda Landspítala. Málið er nú á valdi fjárlaganefnd- ar Alþingis og ríkisstjórnarmeiri- hluta Alþingis, en fjárlagafrum- varpið verður næst rætt á Alþingi á morgun fimmtudag. Stjórnendur Landspítala hafa kynnt ráðherra og fjárlaganefnd, að verði frumvarp til fjárlaga lýrir árið 2001 samþykkt óbreytt, sé óhjákvæmileg að grípa þegar til niðurskurðar í þjónustu spítalans. Þær leiðir sem til greina komi séu fækkun starfsfólks, lokun deilda eða undirstofnana, aðgangur sjúklinga verði takmarkaður, lyfja- notkun á sjúkrahúsinu dregin sam- an eða dregið úr kennslu og þjálfun nemenda. Hinn kosturinn sé stór- aukin gjaldtaka af sjúklingum. Aukinn niðurskurður á þjónustu Fyrir Alþingi liggur nú fjárlaga- frumvarp sem gerir ráð fyi’ir um 30 milljarða króna tekjuafgangi á rekstrargrunni og hreinum láns- fjárjöfnuði um 35 milljörðum króna, en sú tala segir til um, að hve miklu leyti hægt er að ráðstafa tekjum ríkisins til greiðslu skulda eða frek- ari verkefna. Skuldir ríkissjóðs, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu (um 39%) eru hins vegar hér lægri, en í flestum þeim löndum, sem við ber- um okkur saman við. Við búum enn- fremur sem stendur við mjög góða afkomu þjóðarbúsins í heild. Alþingismenn, eins og fulltrúar í stjórnarnefnd Landspítala eiga að gæta hagsmuna almennings í land- inum. Telja þingmenn virkilega að það sé vilji íslenskra skattgreið- enda, við þær efnahagaðstæður sem hér er lýst, að lengja enn biðlista Landspítala eftir lækningum við al- varlegum sjúkdómum, bæði líkam- legum og andlegum. Vilja þingmenn e.t.v. með þessu skapa jarðveg fyrir kröfur þeirra efnameiri í landinu, sem nú eru farnar að heyrast frá læknum í Sjálfstæðisflokknum, að sett verði upp einkarekin sjúkrahús. Sjúkra- hús, sem væntanlega eins og hinir svo nefndu einkaskólar hér á landi, fái jafnmikið frá ríkinu og opinberu sjúkrahúsin, en rukki svo ofan á það upphæðir að eigin geðþótta, af þeim sjúklingum sem þannig geta keypt sig út úr löngum, þjáningarfullum og stundum lífshættulegum biðlist- um okkar hinna. Einkaspítala, sem geti á þeim ójafnræðisgi-unni keypt upp færasta starfsfólkið, hafnað vandasömustu eða erfiðustu sjúkl- ingunum, ráðið sínum vakta- og vinnutíma og varpað ábyrgð á kennslu íslenskra heilbrigðisstétta yfir á vanbúna ríkisspítala. Allt und- ir yfirvarpi frelsis og hagkvæmni. Ég trúi því ekki að óreyndu að þetta sé framtíðarsýn þingmanna og þeir vilji stuðla að slíku með enn lengri biðlistum eftir þjónustu Landspítalans. 5.000 sjúklingar á biðlistum er þegar of mikið. Höfundur er fulltrúi í stjórnarnefnd Landspítala. Vilja þingmenn lengja enn bið- lista og loka fleiri deildum? Margrét S. Björnsdóttir Tilboðsverð 11.997, Traustur staflanlegur stóll með - nfðsterku .. áklæði a EG Skrifstofubúnaður ehf. Ármiila 20 sími 533 5900 fax 533 5901 Sjengjinierasettu g^pskn bómutt með atinátero bkólavörðustíg • 21simi 551 4050 •Rcikjavik Stoke, DV og samhengi hlutanna SÍÐASTLIÐINN föstudag birtist í DV umfjöllun um málefni íslendingaliðsins Stoke City. Þótt sumt sé ekki svaravert, verður stundum ekki komist hjá því að benda á samhengi hlutanna. Annars gætu tilhæfulausar dylgjur orðið til þess að grandalausir gerðu sér margvíslegar ranghug- myndir. Á þessari umfjöllun var að skilja að allt væri í kalda kolum hjá Stoke og bæri knatt- spyrnustjóri liðsins, Guðjón Þórðarson, meginábyrgð á því hvernig komið væri fyrir liðinu. Tilefni skrifanna var meint deila milli Guðjóns og eins leikmanna Stoke og tiltók blaðamaður nokkur dæmi um leikmenn sem ósáttir hefðu orðið við Guðjón á 14 ára þjálfaraferli hans. Átti sú upptaln- ing líklega að sýna fram á að ómögulegt væri að leika undir stjórn Guðjóns. Nafnið sem vantaði í upptalninguna En í þessa upptalningu vantaði nafnið sem setur umfjöllun DV í samhengi og varpar ljósi á þær hvatir sem liggja að baki efnistökunum; nefnilega nafn blaða- mannsins sem hana skrifar, Óskars Hrafns Þorvaldsson- ar. Óskar Hrafn var leikmaður hjá KR undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar á árun- um 1994-1995 og er það ekkert launung- armál að samskipti þeirra sem leikmanns og þjálfara voru erfið. Á forsíðu íþrótta- blaðs DV 11. október sl. var Guðjón Þórð- arson kallaður heimskingi fyrir að gagnrýna liðsuppstillingu Átla Eð- valdsson, landsliðsþjálfara, í leik gegn Tékkum. Hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá var Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifaður fyrir þeirri umfjöllun. Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að menn geri upp gamlar sakir í fjölmiðlum. Það er hins vegar eftir- tektarvert þegar menn gera það í krafti aðstöðu sem þeim hefur ver- ið treyst fyrir á faglegum forsend- um. Þar sem undirritaður hefur starfað væri slíkt að öllum líkind- um ávísun á uppsögn. En því miður er uppgjör blaða- mannsins við fyrrum þjálfara sinn Fjölmiðlun Því fer fjarri, segir Borgar Þór Einarsson, að allt sé á niðurleið hjá Stoke, kannski ekki hið alvarlegasta í þessu máli. Umræddum skrifum er leynt eða ljóst ætlað að kasta rýrð á störf Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke City og um leið að vekja efa- semdir hjá hluthöfum í félaginu og öðrum um stöðu og framtíð félags- ins. Grandalausir lesendur DV sl. föstudag hafa þannig vart komist hjá því að álykta sem svo, að allt væri á niðurleið hjá Stoke City. En hverjar eru staðreyndir málsins? Stoke City er nú í sjötta sæti ensku 2. deildarinnar, sæti sem gæfi rétt til þátttöku í úrslita- keppni um laust sæti í 1. deild, og er aðeins níu stigum á eftir toppliði deildarinnar með einn leik til góða. Stoke mætir á í dag [miðvikudag] einu fremsta félagsliði Evrópu, Liverpool, í 4. umferð ensku deild- arbikarkeppninnar á Britannia- leikvanginum, þar sem 28.000 áhorfendur munu fylgjast með. Þá hefur Stoke titil að verja í bikar- keppni neðri deilda eftir glæsileg- Borgar Þór Einarsson an bikarsigur síðastliðið vor. Þetta er knattspyrnuleg staða félagsins. Þar að auki er ljóst, að þótt ein- ungis sé miðað við tekjur Stoke af bikarkeppni neðri deilda á síðasta tímabili og tekjur af deildarbikar- keppinni það sem af er vetrar, þá standa þær samanlagðar undir öll- um leikmannakaupum Stoke síðan íslendingar keyptu meirihluta í fé- laginu í nóvember á síðasta ári, og gott betur. Þá hefur ársmiðasala aukist um helming og áhorfendum að heimaleikjum liðsins fjölgað um þriðjung að meðaltali. Dylgjur valda skaða Ef meint deila eins leikmanna Stoke við knattspyrnustjóra fé- lagsins er grundvöllur þeirrar ályktunar, að allt sé í kalda kolum hjá félaginu, þá opinberar blaða- maður DV ótrúlega vanþekkingu sína á ensku knattspyrnunni. Slík- ar deilur koma upp hjá öllum fé- lögum og lausn þeirra er hvers- dagslegt viðfangsefni knatt- spyrnustjóra. Það er út af fyrir sig fréttnæmt en ekki tilefni til þeirra ályktana sem dregnar voru í DV sl. föstudag. Það er því fjarri sanni að allt sé á niðurleið hjá Stoke. En þótt um tilhæfulausar dylgjur sé að ræða, þá er slík umfjöllun engu að síður til þess fallin að valda skaða í jafn- viðkvæmum fyrirtækjarekstri og rekstur knattspyrnufélags er. Fá- um ætti að vera betur kunnugt um þetta en ritstjóra DV, Óla Birni Kárasyni, áður ritstjóra Viðskipta- blaðsins. Höfumlur er nemi í HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.