Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Húsnæðisskrifstofa borgar- innar lögð niður um áramót Reykjavík BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að leggja niður Hús- næðisskrifstofu Reykjavík- ur frá áramótum og fela Félagsbústöðum hf. og Fé- lagsþjónustu borgarinnar verkefni skrifstofunnar. Helgi Hjörvar, formaður félagsmálaráðs, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrir lægi úttekt á starfsemi húsnæðisskrifstofunnar þar sem fram kæmu hugmyndir um að fela Félagsbústöðum þann hluta af verkefnum skrifstofunnar sem snýr að fasteignarekstri en Félags- þjónustunni það sem snýr að upplýsingaþjónustu og samþykkt borgarráðs væri í anda þeiirar úttektar. Helgi sagði að eftir að félagslega húsnæðiskerímu var lokað hefðu verkefni Húsnæðis- skrifstofunnar dregist mikið saman enda bæri hún ekki lengur ábyrgð á byggingu hundraða íbúða árlega. „Þess vegna er eðlilegt að það komi til endurskoðunar hvort ástæða sé til að reka sérstaka skrifstofu um fé- lagslegar eignaríbúðir," sagði hann. Nefndir sameinaðar í sumar Síðastliðið sumar var hin sérstaka húsnæðisnefnd borgarinnar sameinuð fé- lagsmálaráði, sem hefur síð- an þá farið með úthlutun viðbótarlána. Um það hvernig fram- kvæmd mála verður háttað sagði Helgi að verið væri að ganga til viðræðna við Fé- lagsbústaði um umsjón með innlausnum eignaríbúða og málefnum húsfélaga í kaup- leigukerfinu og öðru sem snýr að fasteignarekstri. Fjórtán manns starfa nú hjá Húsnæðisskrifstofunni og sagði Helgi að ekki yrði gripið til uppsagna heldur væri að því stefnt að finna starfsfólki önnur störf. Hann sagði að ekki væri unnt að nefna tölur um fjár- hagslegan ábata borgarinn- ar af breyttu fyrirkomulagi fyrr en samningar við Fé- lagsbústaði lægju fyrir. „Meginmarkmið okkar með þessum breytingum er að einfalda stjórnkerfi borgarinnar og kannski ekki síst að gera það að- gengilegra fyrir neytend- urna þannig að þeir geti leitað sér upplýsinga um alla þætti félagsþjónustu hjá einu ráði og einni stofn- un,“ sagði Helgi. Gagnrýni minnihluta Við afgreiðslu ákvörðun- ar um að leggja niður hús- næðisskrifstofuna lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram bókun þar sem segir að þeir gagn- rýni harðlega vinnubrögð R-listans í málinu. „Engar hugmyndir eða tillögur liggja fyrir um með hvaða hætti húsnæðismálum verði komið fyrir hjá Félagsþjón- ustunni eða öðrum. Áður en ákvörðun er tekin um að leggja niður Húsnæðisskrif- stofu Reykjavíkur er eðli- legt að kynntir verði kostir þess og gallar. Hér er illa að verki staðið og í raun verið að byrja á öfugum enda. Nær hefði verið að fela undirnefnd félagsmála- ráðs um húsnæðismál að fjalla um málið og koma með tillögur til ráðsins, en þess í stað er sú nefnd al- gjörlega hundsuð. Lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við starfs- fólk vegna fyrirhugaðra breytinga og við samein- ingu félagsmálaráðs og hús- næðisnefndar var samþykkt að skrifstofa húsnæðis- nefndar yrði eftirleiðis hluti Félagsþjónustunnar í Reykjavík," segir í bókun- inni sem lýkur á þeim orð- um að afgreiðsla málsins sýni að R-listinn fram- kvæmi fyrst en spyrji svo. Meirihlutinn svaraði með bókun þar sem segir að verkefni Húsnæðisskrif- stofu hafi minnkað verulega vegna breytinga á félags- lega húsnæðiskerfinu á undanförnum árum. „Á öll- um sviðum borgarrekstrar- ins er unnið að einföldun stjórnkerfisins og hagræð- ingu í rekstri. Það kemur ekki á óvart að sjálfstæðis- menn leggist gegn tillögu í þá veru.“ Undirbúa byggð fyrir aldraða Hafnarfjordur BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt tillögu bæjar- fulltrúa Samfylkingarinnar um að hafinn verði skipulegur undirbúningur næsta áfanga í uppbyggingu íbúðakjama fyr- ir aldraða í Hafnarfirði. „Til að undirbúa tillögur að markvissri uppbyggingu í þessum málaflokki skipar bæj- arráð öldrunarfulltrúa, 2 full- trúa úr félagsmálaráði og 2 fulltrúa úr skipulagsnefnd í vinnuhóp til þessa verkefnis. Vinnuhópnum er ætlað að hafa náið samráð við hagsmuna- og félagssamtök aldraðra, full- trúa öldrunar- og heilbrigðis- stofnana, svo og fulltrúaráð verkalýðsfélaganna og Meist- arafélag iðnaðarmanna," segir í samþykkt bæjarráðs. Samþykktin er gerð á grunni tillögu Lúðvíks Geirs- sonar bæjarfulltrúa til bæjar- stjómar en í greinargerð kom fram.að mikill skortur væri á hentugum íbúðum fyrir eldri íbúa og nauðsyn beri til að horft sé til framtíðar varðandi fyrirkomulag framkvæmda og skipulag á byggingarsvæðum. Solvangur sinnir ungu Hafnarfjörður MÓTTAKA fyrir unglinga og ungt fólk undir tvítugu var opnuð á vegum Heilsugæsl- ustöðvarinnar Sólvangs í gær. „Það er ætlun okkar að sinna þörfum unglinga og ungs fólks. Veitt verður ráð- gjöf, fræðsla og meðferð t.d. um getnaðarvarnir, kyn- fólki þroska, húðvandamál, dep- urð, kvíða og áfengis- og vímuefnavandamál svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir í frétta- tilkynningu frá Sólvangi. Móttakan verður opin á mánudögum frá kl. 16.30- 17.30. Þar munu starfa lækn- ar, ljósmóðir og hjúkranar- fræðingar. Timapantanir eru óþarfar og þjónustan end- urgjaldslaus. Sama verslunin, bara aðeins stærri Tilboði tek- ið í knatt- spyrnuhús Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Iljónin Öm Sigurðsson og Guðrún Guðmundsdóttir eru á fullu þessa dagana, enda verslun þeima, „Hitt hornið“, að stækka umtalsvert. Grafarvogur BORGARRÁÐ samþykkti í gær að ganga að tilboði TSH ehf., Járnbendingar ehf. og Inn-sports ehf. um byggingu knattspyrnuhúss með löglegum knattspyrnu- velli við Víkurveg. Eftir að haldið var útboð á grundvelli einkafram- kvæmdar hafnaði borgin öll- um þeim fjórum tilboðum sem bárast og sagði borgar- stjóri að komið hefði í ljós að hagkvæmara yrði fyrir borgina að fjármagna fram- kvæmdir sjálf en að húsið yrði í eigu framkvæmdarað- ila. Jafnframt var stefnt að því að ganga til samninga við þá tvo aðila sem hag- stæðast buðu um samstarfs- útboð. í greinargerð sem fylgdi tillögu borgarstjóra til borg- arráðs í gær segir að starfs- hópur sem lagði mat á tilboð vegna útboðsins hafi talið að hagstæðasta tilboðið fæli í sér hærri kostnað en hefð- bundin byggingarfram- kvæmd. Því hafi öllum til- boðum verið hafnað en tveimur aðilum sem áttu hagstæðustu boð byðist að taka þátt í samstarfsútboði þar sem gert væri ráð fyrir að borgarsjóður fjármagnaði og eignaðist þann hluta mannvirkisins sem tilheyrir knattspyrnuhúsinu. Með þeim hætti yrði þess freist- að að ná fram hagstæðari kjörum fyrir Reykjavíkur- borg. „Frá því skýrsla starfs- hópsins var lögð fram hefur málið verið skoðað ítarlegar, bæði af lögfræðingum borg- arinnar og eins hefur starfs- hópurinn sest á nýjan leik yfir tilboðin. Er það mat hópsins að ná megi kostnaði við mannvirkið niður með hagræðingu í rekstri og eins sé hugsanlega um ofmat að ræða á ákveðnum liðum sem notaðir voru til lækkunar á kostnaðaráætlun borgarinn- ar. Þá telja lögfræðingar að sú leið sem starfshópurinn lagði til sé ekki fær sam- kvæmt reglugerðum um op- inber útboð þar sem um of mikið frávik sé að ræða frá upphaflegum útboðsskilmál- um. I Ijósi þessa er talið að réttlætanlegt sé að taka hagstæðasta tilboðinu,“ seg- ir greinargerðinni, sem borgarráð samþykkti. I minnisblaði starfshóps- ins, sem vísað var til, felst að tekið verður tilboði TSH, Járnbendingar og Inn- Sports, sem buðu hagstæð- ast, og gengið út frá því að ekki komi til styrkveitinga til félaga vegna æfinga og keppni á skautasvelli við húsið. „Eignarhald á húsinu verður bjóðandans, verkefn- ið verður dýrara heldur en gert var ráð fyrir, en meiri og fjölbreyttari aðstaða fæst.“ Þessa leið samþykkti borgarráð að fara. Tilboð TSH ehf., Járn- bending ehf. og Inn-sport ehf. var um 12% yfir kostn- aðaráætlun, eða um 1.129 milljónir króna. Auk knatt- spyrnuhúss með 20 metra lofthæð við miðjan löglegan keppnisvöll er gert ráð fyrir að kaupandi geti nýtt bygg- ingarreit við hlið hússins. Samkvæmt ofangreindu er þar stefnt að gerð skauta- svells. Laugavegur ÞEIR sem hafa verið á ferð um eða við Laugaveginn síð- ustu daga hafa eflaust tekið eftir því að búið er að tæma verslunina „Hitt hornið", sem er á mótum Laugavegar og Snorrabrautar, og verið að mála þar og snurfusa. Morg- unblaðið leit þar inn í gær, til að forvitnast um hvað væri að gerast. „Ég er að stækka búðina," sagði Guðrún Guðmundsdótt- ir, eigandi verslunarinnar. „Móðir mín, Stefanía Runólfs- dóttir, sem búin er að reka verslunina „Blóm og hús- gögn“ hér við hliðina í 55 ár, ákvað fyrir skömmu að hætta rekstrinum, enda að verða 89 ára gömul, svo að við ákváð- um að bijóta niður millivegg- inn og auka þannig rými okk- ar, en hér verður áfram það sama og verið hefur, þ.e.a.s. myndir, plaköt, rammar og þess háttar. Á sumrin hef ég verið dáh'tið með ferðamanna- vörur og á eftir að fara meira út í það hugsa ég. Við erum Reykjavík UMHVERFIS- og heilbrigð- isnefnd borgarinnar vísaði nýlega frá tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, um að skoðuð verði hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu í borg- inni. í frávísunartillögu Hrann- ars B. Arnarssonar, formanns nefndarinnar, segir að hreins- unardeild borgainnar hafi notið fádæma trausts borgar- búa. „Deildin hefur verið framsækin og nýjungagjörn í rekstri sínum og óhrædd við að nýta sér kosti útboða þegar aðallega að vinna þetta tvö, ég og eiginmaður minn, Örn Sigurðsson, en vonumst þó til að geta opnað um helgina." Fæddist í húsinu Þess má geta að Örn var í fréttum nýlega, ásamt Önnu Lilju Jónsdóttur, en þau tvö voru að ljúka sveinsprófi í myndskurði, hin fyrstu í 46 ár. Öm rekur húsgagna- smíðaverkstæði á hæðinni fyrir ofan verslunina, en faðir Guðrúnar byggði þetta hús á mótum Laugavegar og Snorrabrautar og í því fædd- isthun. „Ég er líka með bókabúðina hér við hliðina, sem nefnist „Bókahornið" og hefur verið þarna í 55 ár; ég er jafnvel að velta fyrir mér að flytja hana hingað yfir og sameina þetta allt héma, en fer þó líklega ekki að hreyfa við henni núna. Ég tek eitt skref í einu,“ sagði Guðrún að lokum, og hélt áfram að dytta að verslun sinni, glöð í bragði. grannasveitarfélögin bjóða þessa þjónustu út og standa ekki í því sjálf að reka hana. Ég held að flestir séu sam- mála um að sorphfrða í borg- inni hefur verið góð en það er ekkert sem segir að menn megi ekki skoða þessa hluti. Hins vegar virðist ekki vera áhugi hjá meirihlutanum á að skoða hluti út frá því sjónar- horni að minnka kostnað og auka hagkvæmni." Guðlaugur ræddi mál þetta einnig á síðasta borgarstjórn- arfundi en kvaðst ekki hafa flutt tillögra sína einnig á þeim vettvangi þar sem hann teldi ljóst að hún hefði verið felld eða vísað frá með tilstyrk meirihlutans. Könnun á útboði sorphirðu vísað frá það á við. Engar breytingar eru fyrirhugaðar í þessum efnum og því er tillagan óþörf og henni vísað frá.“ Eftir að tillagan hafði verið samþykkt með atkvæðum þriggja meirihlutamanna gegn atkvæðum flutnings- mannanpa, bókuðu Guðlaugur Þór og Ólafur á ný að í tillögu þeirra hafi ekkert vantraust falist á einn eða neinn innan borgarkerfisins. „Það er hins vegar skylda borgaryfirvalda að leita allra leiða til að bæta þjónustu og auka hagkvæmni hennar," segir í bókuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að borgin yki skuldir sínar um 7 m.kr. á dag og hækkaði skatta og gjöld jafnt og þétt. „Ég met það þannig að það sé algjör skylda borgarfulltrúa að leita leiða til þess að auka hagkvæmni í rekstri borgarinnar,“ sagði Guðlaugur. „Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið róttæk tillaga því öll ná-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.